Morgunblaðið - 11.10.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
fWnrgiui Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiösla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 110 kr. eintakió.
Veldur hver
á heldur
Alþinjíi Islendinga var endurreist fyrir 133 árum; fyrst sem
ráðfyafarþing en sem löggjafarþing frá árinu 1875. Og í gær
var 100. löggjafarþing þjóðarinnar sett með hefðbundnum hætti.
Þó að ekki komi annað til en þessar sögulegu sakir væri þetta þing
athygii þjóðarinnar vert. En það er margt fleira og nær í tíma sem
gerir þetta 100. löggjafarþing okkar að brennidepli almanna-
athygli. Þetta ér fyrsta þing nýs kjörtímabils og nýrrar
ríkisstjórnar. Ovenju margir nýir þingmenn mæta nú til leiks.
Rúmlega þriðjungur þingmanna, eða 21, átti ekki sæti á síðasta
þingi sem aðalmenn. 19 þingmenn hafa ekki átt sæti áður á Alþingi
sem aðalmenn og 15 J/eirra hafa aldrei setið þingfund fyrr. Þar að
auki hljóta mörg mikilvæg mál að koma til kasta þingsins, ekki sízt
á sviði efnahags-, skatta- og ríkisfjármála; vísitölu- og
verðbólgumála, þ.e. mál afgerandi fyrir efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar og afkomu heimila og einstaklinga í bráð og lengd. Og
ekki má gleyma skipun nýrrar stjórnarskrárnefndar, sem fjalla á
um kosningalög, kjördæmaskipan og starfshætti Alþingis, ekki sízt
með tilliti til jöfnunar atkvæðisréttar í landinu.
Það vekur athygli að fjárlagafrumvarpið verður ekki fyrsta mál
Alþingis að þessu sinni svo sem venja hefur verið. Því veldur fyrst
og fremst að ekki hefur verið — enn sem komið er — samstaða
milli stjórnarflokkanna um það meginatriði, hver skuli vera stefna
ríkisvaldsins í efnahags- og dýrtíðarmálum eða um tekjuöflunar-
leiðir og tekjuöflunarmörk. Afstaða Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags til tekjuöflunar er gerólík. Afstaða Alþýðubandalags annars
vegar og Alþýðuflokks- og Framsóknarflokks hins vegar til
endurskoðunar vísitölu og leiða til verðbólguhjöðnunar stangast á.
Samstarf stjórnarflokkanna við fjárlagagerð speglast í eftir-
farandi staðhæfingu Lúðvíks Jósepssonar, form. Alþýðubandal., í
blaðaviðtali í gær: „Það er alveg augljóst, að ríkisstjórninni láðist
að leita eftir samkomulagi við sína stuðningsflokka um
meginstefnuna í fjárlagafrumvarpinu." Og í tillögudrögum
fjármálaráðherra mun fjárlagafrumvarpið hafa hækkað það mikið,
miðað við frumvarp fyrra árs, að svo virðist sem stjórnvöld hyggist
fara fram úr óðaverðbólgunni í þenslukapphlaupinu. Það lofar ekki
góðu um verðbólguhjöðnun, sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að
byggjast á aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum. Uppistandið í
st.jórnarliðinu hefur og leitt til þess, að skipuð hefur verið sérstök
nefnd til að endurskoða fjárlagafrumvarpið, meginatriði þess og
grundvallarforsendur. Þar af leiðandi dregst framlagning þess
lengur en venja hefur verið, þegar eðlilega hefur verið staðið að
málum.
Fjárlagagerð tengist fleiru en verðlagsþróun í landinu. Fjárlög
fela í sér skattastefnu stjórnvalda. Tekjuskattsaukinn, hækkun
vörugjalds og önnur atriði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar
hljóta óhjákvæmilega að koma til kasta þingsins, er leitað verður
eftir staðfestingu þess á bráðabirgðalögunum. En ekki síður
stefnumörkun í skattheimtu í tengslum við fjárlagagerð.
Staðfesting á bráðabirgðalögunum og stefnumörkun í skatta-
málum við fjárlagagerð mynda fyrst og fremst þann brennidepil
almannaathygli, sem þetta þing mun kalla á,.m.a. í ljósi fyrirheita
Alþýðuflokksins um nýja efnahagstefnu, endurskoðun vísitölu-
grundvallar, kjarasáttmála og ekki sízt afnám tekjuskatts á
launatekjur.
Skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar, sem fjalla á m.a. um jöfnun
kosningaréttar í landinu, mun og vekja athygli, sem og störf
hennar á næstu misserum, en henni eru sett ákveðin tímamörk um
tillögugerð. I ljósi þess að hin nýja nefnd getur byggt á
umfangsmiklu starfi fyrri stjórnarskrárnefndar og með hliðsjón af
þeim möguleika, að ganga þurfi til kosninga áður en kjörtímabilið
er á enda, er æskilegt, að nefnd þessi flýti störfum sínum sem
aðstæður frekast leyfa.
Það er ljóst að efnahagsmál munu enn sitja í fyrirrúmi í starfi
100. löggjafarþings þjóðarinnar. Það mun ráðast af framvindu
mála „fyrir jól, við afgreiðslu fjárlaga og mótun efnahagsstefnu
fyrir næsta ár, hvort annað ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar á sér
langa framtíð", segir Þjóðviljinn, málgagn Alþýðubandalagsins, í
leiðara í gær. Ef til vill væri réttara að kveða sterkara að orði og
segja, að það mun ráðast á þessum síðasta ársfjórðungi, hvort
ráðuneytið eigi sér yfir höfuð nokkra framtíð. Ef ríkisstjórnin
stefnir fram úr óðaverðbólgunni í fjárlagagerð, ef hún stefnir í
ofsköttun fólks og fyrirtækja, ef hún hunzar raunhæfa
endurskoðun vísitölunnar, eins og vegvísar hennar gefa tilefni til
að ætla, þá horfir ekki vel um vegferð hennar. Alla vega mun
þjóðarathygli beinast að hinu nýja Alþingi næstu vikur og mánuði.
Ekki sízt að væntanlegu fjárlagafrumvarpi og væntanlegri
stefnumörkun í efnahags-, skatta- og ríkisfjármálum. Veldur hver
á heldur, segir máltækið.
Séra Sigurður H. Guðmundsson:
Fegurra mannlíf í
drengskap og sannleika
Predikun í dómkirkjunni við setningu
/
100. löggjafarþings Islendinga
Jer. 3, 19-22.
Hér erum vér, stendur í
textanum, sem ég las. Við
komum hér saman við setningu
Aiþingis, 100. löggjafarþings
Islendinga. Við minnumst þess
að við eignuðumst unaðslegt
land og misstum það land undir
annarra yfirráð. Við minnumst
þess, að við eignuðumst þau
yfirráð á nýjan leik og urðum
frjáls og fullvalda þjóð. Við
minnumst þess að Alþingi var
stofnað til að setja niður deilur
og til þess að ráða málum til
hags og heilla íslenskri þjóð.
Hversu hátt vil ég setja þig
meðal barnanna og gefa þér
unaðslegt land, hina dýrðleg-
ustu arfleifð meðal allra þjóða?
Þannig var spurt og þó svo þar
væri talað til annarrar þjóðar,
þá var þar talað til þjóðar, sem
leit á land sitt, sem gjöf,
dýrmæta gjöf, já svo dýrmæta,
að á sig mætti nokkuð leggja, til
að varðveita þá gjöf. Þess vegna
þoldi hún hungur og strit, blóð
og tár, ofsókn og niðurlægingu,
án þess að gleyma gjöfinni og
þeim, sem gaf. Það var á hinn
bóginn annað, sem sú þjóð þoldi
ekki, hún þoldi ekki góðærið.
Þegar ég var drengur, voru í
heimabvggð minni tveir staurar,
sem notaðir voru til auglýsinga.
Þessir staurar voru kallaðir
„Stóri sannleikur“ og „Litli
sannleikur". Því nefni ég þessi
nöfn hér, að þau segja býsna
mikið um viðbrögð mannsins,
ekki aðeins í litlum bæ norður í
landi, heldur hvar sem er á
byggðu bóli. Við höfum það
gjarnan fyrir „Stóra sannleika",
sem okkur kemur vel, hitt sem
er óþægilegt, verður þegar best
lætur „Litli sannleikur". „Stóra
sannleika" erum við reiðubúin
að halda á loft, hvar og hvenær
sem er. Um „Litla sannleika"
gildir öðru máli, og þá er ekki
einu sinni spurt hvað muni haus
og hvað hali.
I 5. Mósebók segir: „Lát eigi,
þegar þú hefur etið og ert
mettur orðinn og hefir reist
fögur hús og býrð í þeim, þegar
nautgripir þínir og sauðfénaður
þinn fjölgar, þegar silfur þitt og
gull eykst og allt, sem þú átt —
lát þá eigi hjarta þitt ofmetnast
og gleym eigi Drottni, Guði
þínum, sem leiddi þig út úr
þrælahúsinu." Og 5. Mósebók
geymir einnig önnur orð. Þar
segir einnig: „Ef þú gleymir
Drottni þínum, þá mun útlend-
ingurinn, sem hjá þér er, stíga
hærra og hærra, hann mun lána
þér, en þú munt eigi lána
honum, hann mun verða höfuð-
ið, en þú munt verða halinn."
Israelsmenn kunnu þá list að
flokka sannleikann og gilti þá
einu hvort eitt taglhár var metið
á við höfuð og hjarta, þegar
greint var milli „Stóra og Litla
sannleika“. Þeir lifðu breytta
tíma. Þeir lifðu þrældómsok og
urðu frjálsir. Þeir eignuðust
lögmál, Iöggjöf til að varðveita
það frelsi. En þeir gleymdu því
lögmáli og einkum þó því, sem
að baki stóð, þegar þeir voru
mettir orðnir og höfðu reist
fögur hús og áttu silfur og gull.
Þeir hurfu á ný inn í þrælahús,
ágirndar, hroka, sviksemi og
Séra Sigurður H. Guðmundsson.
mikillætis og voru fótum troðnir
af blóðugu valdi.
„Feitur þræll er ekki mikill
maður, horaður þræll er mikill
maður, því í brjósti hans á
frelsið heima," segir í íslands-
klukkunni.
ísraelsmenn risu á nýjan leik
og auðguðust á verslun og
viðskiptum í skjóli rómversks
valds. En þeir auðguðust ekki að
drenglyndi, réttlætiskennd, um-
burðarlyndi og kærleika. Þegar
sannleikurinn varð óþægilegur,
þegar hann gerði kröfu til
annars en orða án meiningar,
þegar hann gerði kröfu til
hjartans, þá hrópuðu þeir:
„krossfestu“, „krossfestu“. Og
þeir krossfestu ekki „Litla sann-
Avarp forseta Islands við þingsetningu:
Stöðugleiki og end-
urnýjun Alþingis
Saga Alþingis verður ekki skilin frá sögu þjóðarinnar
„Á þingsetningardegi hafa oft
verið rifjuð upp frá þessum
ræðustóli nokkur minnisverð
ártöl, sem öðrum fremur gnæfa
eins og vörður á Vegi þjóðarinn-
ar, eða — ef betur þætti orðað
við setningu Alþingis — á vegi
þessarar stofnunar um ár og
aldirAEn einu má raunar gilda
hvort orðalagið er notað, því að
saga Alþingis verður ekki skilin
frá sögu þjóðarinnar, störf
þingsins mótast hverju sinni af
þörfum hennar og allt sem hér
er gert skilar sér á einhvern
hátt sem áhrifavaldur út í
þjóðlífið. Engin nauðsyn rekur
til þess að þylja sama lesturinn
um merkisár Alþingis á hverju
ári þegar þing er sett, en að
þessu sinni hlýðir að minnast
þess, að það þing sem nú hefur
verið sett, er hið hundraðasta
sem haldið er síðan Alþingi fékk
löggjafarvald árið 1874. Svo
mun mörgum sýnast sem ekki sé
óviðeigandi að staldra ögn við
svo stórhreinlega tölu og jafnvel
láta hana verða sér tilefni til
nokkurra þarflegra hugleiðinga.
Ef að líkum lætur munu margir
gera það með sjálfúm sér, og ef
til vill gerir það hver og einn vor
á meðal, þó að ég hafi þar ekki
mörg orð um.
En lítum þó svipsinnis, í
góðrar minningar skyni, til hins
fyrsta íslenska löggjafarþings,
sem sett var hér í sal lærða
skólans hinn 1. júlí 1875. í þeim
boðskap, sem þá var lesinn fyrir
hönd þjóðhöfðingjans, var svo
að orði komist, að framfarir
Islands, gæfa þess og hagsæld,
sé nú að miklu leyti komin undir
þeim fulltrúum þjóðarinnar sem
hún hefur sjálf kosið til setu á
löggjafarþinginu. Þessi orð, sem
hljómuðu við setningu hins
fyrsta löggjafarþings, standa
enn í góðu gildi við setningu
hins hundraðasta. Sami vandi
með sömu vegsemd hvílir nú
sem þá á Alþingi sem stofnun og
á hverjum einstökum alþingis-
manni, og þó að því skapi meiri
sem hlutur Alþingis í stjórn-
skipun vorri er meiri nú en þá
var. Þetta stendur fast, þó að
margt skipti um svip eftir því
sem tíminn líður, og þá meðal
annars Alþingi andspænis þjóð-
inni sem hefur kosið það. Það
eru slíkar tímabundnar breyt-
ingar á afstöðu milli þings og
þjóðar sem valda því að oft, og
að minni hyggju mjög um of, er
talað um þverrandi veg Alþingis
í augum almennings og áhuga-
leysi um athafnir þess. En það
sem talað er á hverri tíð er eins
og gárur á vatni, mismunandi
eftir því hvaðan og hve mjög
vindurinn blæs. Hið rétta er að
íslenska þjóðin veit enn sem
fyrri harla vel til hvers hún
hefur kosið Alþingi, virðir starf
þess og skilur hvað hún á undir
því og þeirri ríkisstjórn sem
ábyrgð ber fyrir því. Svo er fyrir
að þakka, því að þá væri komið í
illt efni, ef þjóðin léti sér í léttu
rúmi liggja, hvernig þessum
stofnunum tekst til um forustu
og úrræði í málefnum vorum.
Að þessu sinni býð ég vel-
komna til starfa nýkjörna al-
þingismenn og nýlega skipaða
ríkisstjórn, um leið og ég færi
fram þakkir fyrir störf fyrra
þingliðs og fyrri ríkisstjórnar.
Ég hef veitt því athygli að á
þessu nýja þingi má skipta
þingmönnum í þrjá nokkurn
veginn jafnfjölmenna hópa.
Fyrst skal nefna þá sem þegar
höfðu setið lengur eða skemur á
Alþingi þegar ég stóð hér fyrst í
þessum sporum fyrir réttum tíu
árum. Þá koma þeir þingmenn
sem bæst hafa í hópinn síðan og