Morgunblaðið - 11.10.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 11.10.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 Þorsteinn Eiríksson yfirkennari - Minning og allt gekk fram sem hann hafði ætlað, þótt hann yrði að þoka um skeið og dvelja á sjúkrahúsi. Að góðum fengnum bata kom hann aftur til starfa og sinnti á þessu hausti af atorku og gleði stunda- töflugerð og hverju öðru starfi svo sem best varð á kosið. — En þá var stundin komin. Sunnudagsmorgun 1. október lauk ævi hans skyndi- lega en með þeirri ró sem öðru fremur hafði einkennt ævi hans alla. — Þetta hefur verið fagurt haust í landi okkar. Svo var einnig í ævi Þorsteins Eiríkssonar yfirkennara. Ilelgi Þorláksson. Föstudaginn 29. september s.l. hvarflaði það ekki að okkur þá er við héldum frá skóla okkar til helgarleyfis, að við ættum aldrei eftir að sjá okkar ágæta yfirkenn- ara á lífi framar. Ókkur setti því öll hijóð er skólastjóri okkar i Vogaskóla tilkynnti okkur árla morguns 2. október þá harmafregn að Þorsteinn Eiríksson, yfirkenn- ari væri látinn. Viö vorum öll harmi lostin. Þorsteinn hafði tengst okkur sérstökum böndum fyrir sérstakan áhuga sinn og elju við félagsstörf okkar, en þau hafði hann oftast haft á hendi á þeim árum er við vorum nemendur Vogaskóla. Hið rólega og yfirvegaða viðmót er ávallt mætti okkur í starfi hans stóð okkur nú ljósara en fyrr í hugskoti okkar. Okkur varð ljóst að við áttum honum miklar þakkir að gjalda, er við hefðum fremur kosið að flytja honum í lifenda lífi fremur en með prentsvertu á blaðapappír. Engu að síður viljum við með þessum fáu línum okkar votta Þorsteini innilegt þakklæti okkar. Jafnframt biðjum við þess að eftirlifandi eiginkonu hans og syni, sem jafnframt er bekkjar- félagi okkar, megi auðnast að sætta sig við orðinn atburð. Að þau megi öðlast þá hugarró og æðruleysi er sætt geti óræða framtíð við liðna fortíð. Þá flytjum við einnig öllum ættingjum og vinum Þorsteins okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Nemendur og umsjónarkennari 9. bekkjar Z. Vogaskóla. verða þessa aðnjótandi sjálfur, enda markar það minninguna um þennan látna vin. Mannræktarstarf hans varð mér og er ærið vegarnesti. Ekki þætti mér ósennilegt að fleirum en mér sé líkt farið þá er við hugsum til samskipta okkar við Þorstein á liðnum árum. Hvað er þá þessi mannrækt er mér verður svo hugstæð í minn- ingunni um Þorstein Eiríksson. Er hún að halda menn vel í mat og drykk? Eða búa menn vel i stakk veraldlegra umbúða? Eða er hún fólgin i dilkadrætti til mannlegra metorða eða virðinga? Nei. Mann- rækt Þorsteins Eiríkssonar var djúpstæðari. Hún náði lengra til duldra huglægra efna er vörðuðu samskipti manna á meðal í marg- breytileika mannlífsins. Næstum hver samvera með Þorsteini var eins og bætt væri steini í leiðar- vörðu er varða skyldi veg eftir óljósum eyðimörkum samtíðarinn- ar til betra lífs og bjartari framtíðar. Hinir töfrandi eiginleikar hans, sem í látleysi hans og þögn leystu oftast hin óvæntustu vandamál. Persónubundin og félagsleg. An þess að nokkur yrði þess var að yfirleitt nokkuð hefði verið unnið eða afrekað. Hvað þá að maður hefði það á tilfinningunni að honum væri nokkuð vanþakkað. Það virtist sem hann hefði þá meðvitund að hann hefði nánast aldrei til þakklætis unnið. Svo hæversklega og af svo miklu lítillæti tókst honum jafnan að vinna þau verk er ég nú í minningunni met mest úr hans starfi og lífi. Svo sannarlega höfum við verið svipt persónuleika er við í ein- lægni söknum og hörmum. En í minningunni er lífsförunautur hans frú Solveig Hjörvar svo nátengd hugrenningum mínum við lát þessa vinar að ég fæ næstum ekki í milli greint hvenær Solveig er inni í myndinni og hvenær utan. Það er þó víst að nú stendur hún ein við hlið kjörsonar þeirra Jóhanns. Bæn min til Guðs er að henni megi takast að standa af sér öldurót hugrenninga og hafsjói mannlífsins til verndunar ástsælla minninga látins lífsförunauts jafnframt því að verða drengnum þeirra stoð og stytta í óræðri framtíð. Megi góður Guð blessa ykkur og alla ástvini og ættingja Þorsteins. Sigfús J. Johnsen. Fa'ddur 13. apríl 1920 I)áinn 1. október 1978 Haustlitir setja svip sinn á landið. Þótt að okkur setji nokk- urn kvíða um komandi vetur, þá gleymist væntanlega engum að þakka yndislegt sumar, kyrrlátt og milt. Fáir muna fegurri og stilltari septembermánuð, logn og sólskin dag eftir dag, frostnótt þá fyrst er vika var eftir. Á slíkum sumrum taka margir undir orð þjóðskálds- ins: — En ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Mannlífið er um margt líkt árstíðarskilum og veðurfari nátt- úrunnar. Það hefst með gleði og birtu vorsins þar sem hver dagur kemur með fangið fullt af vonum, þrám og framtíðaróskum. Þá taka við langir og annasamir sumar- dagar, þar sem athöfnum og lífi virðast engar hömlur settar, allt iðar af fjöri, þrótti og starfi svo sem í ríki náttúrunnar. En svo kemur kyrrð síðsumars í ævi okkar, haustblær færist yfir og birtir okkur einatt í margbreyti-- leika og litadýrð enn sterkar þá fegurð sem með manninum býr, en boðar okkur um leíð þann fölva vetrar sem enginn fær flúið og reynist ýmsum þrautasamur og harður. Sum blóm eru slitin upp um leið og þau breiða út krónuna á sólbjörtum vormorgni, önnur falla á miðsumri eða haustdögum með- an fegurð þeirra er enn óskert, en sum hníga fyrst í frosthörkum vetrar og fanna. Allt þetta og ótal margt fleira rennur fyrir sjónir, er eg sit við gluggann á vinnustofu minni, þar sem haustlitir lauftrjánna blasa við — en blómin eru fallin. Það er erfiðara en eg hugði að finna orð til að kveðja verðugum hætti nánasta samstarfsmann minn hér við skólann í tæp tuttugu ár, Þorstein Eiríksson yfirkennara. Eg þekkti hann ekki á vordögum ævinnar eða fyrsta sumarskeiði. En síðan hann var fertugur hafa farvegir okkar runnið saman í daglegu starfi og hugðarefnum því tengdu, átján annríkisár. Það voru síðsumar- og haustdagar ævi hans, einkenndir ró og festu hins starfssama, vinnuglaða manns. Fegurð og friður þessa síðasta sumars í æviskeiði Þorstein var táknrænt innsigli á þá kyrrð og innri frið, sem einkenndi hann öðru fremur og aldrei meir en þessar síðustu starfsvikur hér við skólanna. Þótt okkur, samstarfs- fólki hans, nemendum, vinum og venslafólki þætti því fagra ævi- hausti ljúka allt of skjótt, þá lifir minning þessa góða þegns enn ríkari af birtu og þakklæti í huga okkar. Þorsteinn Eiríksson var fæddur að Löngumýri á Skeiðum 13. apríl 1920, sonur Ragnheiðar Ágústs- dóttur Helgasonar frá Birtingar- holti og Eiríks Þorsteinssonar bónda á Reykjum á Skeiðum. Móðir Þorsteins lést árið 1967 en faðir hans sem nú er 92 ára, fylgir syni sínum til grafar í dag. Sautján ára hóf Þorsteinn nám í héraðsskólanum í Reykholti og lauk námi þaðan eftir tvö ár. Síðan lá braut hans í Kennaraskólann, sem móðurfrændi hans sr. Magnús Helgason hafði stýrt svo farsæl- lega á árum fyrr. Kennaraprófi lauk Þorsteinn 1943 og gerðist hið sama ár skólastjóri í átthögum sínum við heimavistarskólann í Brautarholti á Skeiðum. Starfaði hann þar í meira en hálfan annan áratug, en hélt svo utan til að leita sér frama og kynna af skólamálum frænda okkar í Noregi. Haustið 1960 réðst hann svo til starfa hér við Vogaskóla, sem þá hafði starfað um eins árs skeið. Hér lágu svo starfsspor hans æ síðan og sér þeirra merki í mörgu eftir tæpra tveggja áratuga skeið. Er Þorsteinn réðst hingað var allt nýtt í mótun, byggð í megin- hluta skólahverfisins að rísa, þar á meðal fyrstu og mestu háhýsi landsins. Þúsundum saman þ.vrpt- ist fólk inn í skólahverfið, barn- margt svo sem þá var enn venja. Hver hæð skólahúsnæðisins fyllt- ist út úr dyrum jafnskjótt og hún var uppsteypt. Fyrr en varði var hér kominn fjölmennasti barna- og gagnfræðaskóli landsins, meira en 1500 nemendur um 6 ára skeið. Þótt ætíð skorti húsnæði, þá varö að sinna hverjum nýjum nemanda og jafnvel af fjarlægum slóðum. Við þessar aðstæður kom fljótt í Ijós hvern mann Þorsteinn hafði að geyma: ráðhollur og skilnings- ríkur. Þótt margt væri hér valinna starfsmanna fór svo að til Þor- steins varð mér æ oftar leitað, einkum varðandi vandamál ungl- ingastigsins. Hann valdist fljótt til leiðsagnar í félags- og tómstunda- starfi nemenda og hafði lengst af síðan umsjón þeirra mála. Þegar leysa þurfti stjórnunarvanda skól- ans í veikindaforföllum mínum árið 1964 varð eigi ágreiningur að hann tæki þar forsjá eldri deilda skólans. Síðan varð hann allt til dauðadags annar tveggja yfir- kennara skólans og gegndi því starfi af alúð og samviskusemí, fyrstu þrjú árin við hlið Ásgeirs Sigurgeirssonar, sem féll skyndi- lega frá haustið 1967, en síðan ásamt Guðmundi Guðbrandssyni, sem nú er fjarstaddur vegna framhaldsnáms erlendis. Mér er orðvant er eg verð nú að kveðja Þorstein og lít yfir samvist- arferil okkar þessi mótunarár Vogaskóla. Hafi maður sjálfur gaman af starfi með börnum og fyrir þau, þá verða frístundirnar fáar við þær frumbýlings aðstæð- ur, sem hér einkenna svo oft allan búnað til skólahalds, skort á , húsnæði þó öllu öðru fremur. Þá er liðsinni slíkra manna sem Þor- steins yfirkennara ómetanlegt. Ekkert getur fremur tryggt far- sælt skólastarf en gott vinnulið, eljusamt, velviljað og skilnings- ríkt. Skólastarf verður að byggjast á köllun, og sem betur fer mun það gilda um langflesta sem gera það að ævistarfi. Um Þorstein Eiríks- son var það ótvírætt. Aldrei minnist eg þess að hann teldi eftir eða mæltist undan þótt eg bæði hann koma til viðræðna eða annarrar vinnu utan reglulegs starfstíma skólans, helga daga eða virka. Af þessum sökum varð margur vandinn leystur í kyrrð og ró fámennisins og blasti jafnvel aldrei við neinum öðrum. Þor- steinn var ráðhollur og ráðgóður, jafnan fús til að hlusta á nýmæli, tileinka sér þau og stuðla að mótun þeirra og framkvæmd. Var þó ætíð víst að slíkt kostaði aukið áiag við stjórnun skólans. Verði einhvern tíma skráð saga Voga- skóla þessi tuttugu ár sem nú eru senn að baki, þá má margs minnast slíks, sem sumt hafði ekki verið reynt fyrr eða í litlum mæli hérlendis. Eg nefni þar valgreina- kerfið, sem hér var reynt í 8 ár áður en sjálfsagt þótti að lögfesta það í grunnskólum landsins, — skipulagða tóntstundaiðju í skóla, opið hús, sérstæða skiptingu vinnudags eldri deilda eða svo nefnt eyktakerfi, samfélags- og starfsfræðslu m.a. með heimsókn- um á vinnustaði og vettvangsdvöl — að ógleymdum draumi okkar um skólasel að Kolviðarhóli, skóla- starfi úti í sjálfri náttúrunni. Ekki tókst þetta allt að óskum okkar þótt margra góðra nyti oft við í starfsliðinu. En við engan var betra að ræða þessi og önnur hugðarmál til úrbóta í skólastarfi en Þorstein. Á síðustu samvistar- dögum okkar á þessu hausti var hann enn sem fyrr opinn fyrir því að skólastarf þyrfti sífellt að endurnýja á grunni íslenskrar menningar og traustra arfleifða. Hugðum við gott til að finna enn upp á einhverju og höfðum þegar nokkrar ráðagerðir. Þessi viðhorf Þorsteins voru mér mikilvæg. Hann tók fúslega hugmyndum annarra og lagði góðum tillögum liðsinni til lagfæringa og fram- kvæmda. Vitanlega vorum við ekki ætíð sammála um öll þau mál er að bar og mæta þurfti á liðnum árum. En ekkert þeirra ágreiningsefna skyggir á þakkláta minningu mína um þenna góða og gegna sam- starfsmann, sem lengst allra góðra hjálparmanna valdist til nánasta samstarfs við mig um mótun og stjórn Vogaskóla. Geðstilling Þorsteins, hógvær gamansemi og orðheppni öfluðu honum vinsælda samkennara og nemenda ásamt ótrauðri hjálp- semi. Hann var skapstilltur en skapmikill. Má vera að hann hafi stundum bælt geð sitt um of. Það reynir á að tjá aðeins með svipbrigðum einum þegar mönnum þykir mest miður. Mjög hefði verið að því fengur að honum hefði auðnast tími og tækifæri að flytja hugðarmál sín á opinberum vett- vangi, svo gott vald hafði hann á móðurmálinu. Hugðarefni átti hann ýmis auk skólamála. Strax á starfsárum í atthögum stýrði hann kirkjukór og söngmótum, vann að almennum félags- og sveitarstjórnarmálum. Er hann fluttist til Reykjavíkur valdist hann um skeið til stjórnstarfa í samtökum framhaldsskólakenn- ara. Hann var félagshyggjumaður og hreifst því snemma af hugsjón samvinnumanna og haslaði sér völl til stuðnings við stefnu framsóknarmanna. Starfaði hann sem fulltrúi þeirra eða varamaður í fræðsluráði höfuðborgarinnar. Hvorki mun afstaða hans þar fremur en í skólastarfi hafa mótast af flokkslegum fyrirmæl- um eða óskum, heldur af mati hans á málefnum hverju sinni. Þorsteinn kvæntist árið 1953 Solveigu dóttur Rósu Dáðadóttur og Helga Hjörvar kennara og forustumanns í útvarpsmálum um langt árabil. Börnum hennar af fyrra hjónabandi, barnabörnum og kjörsyninum Jóhanni reyndist hann svo að einstakt má telja, enda virtu þau hann og elskuðu. Mun fárra feðra og afa sárar saknað en þau gera nú. Fyrir hönd þakkláts samstarfsfólks og nem- enda Vogaskóla bið eg þess að fögur minning okkar allra um Þorstein blessi þau og huggi, stjúpbörnin, barnabörnin, eigin- konuna og drenginn hans Jóhann, sem kveður förurforsjá sína á síðasta námsári í skólanum okkar. Megi sú sama blessun fylgja háöldruðum föður Þorsteins, systkinum hans og öðrum skyld- mennum. - O - Forfeðrum okkar þótti sumum sá dauðdagi bestur að falla í miðri orrustu. Það var hetjudauði að þeirra tíöar anda og tryggði framtíðarheill á ódáinsvengi. Nú er starfsvettvangur sem betur fer annar. Þótt Þorsteinn Eiríksson hafi haft um það ætlun að hverfa til annarra hugðarmála að þessu skólaári loknu og þar hafi hög hönd hans og hugur átt mörg æskileg úrlausnarefni, þá veit eg eigi hvort hann hefði kosið sér annan aldurtila en falla svo frá í fullu starfi með lítt skertu þreki. Fyrir röskum tveimur árum varð hann fyrir hjartaáfalli þar sem hann stóð í miðju starfi á fjölskylduhátíð í skólanum. Öllum undirbúningi þess hafði hann lokið Skólinn okkar er nokkurskonar lítið samfélag. Þar gerast hlutir af öllum gerðum, stundum gleðilegir og stundum sorglegir. Þorsteinn yfirkennari var ein af þessum traustu persónum, sem allir geta leitað til og fengið hjálp hjá. I litla samfélaginu okkar var hann því burðarás, sem fékk ólíklegustu persónur virkjaðar í þágu góðs málstaðar. Hann var ekki einn þeirra sem byggja allt í ■kringum sig sjálfa, heldur undir- bjó starfið þannig að verkin dreifðust. Það er mikið og annasamt starf að vera yfirkennari og því þarf mikla elju til að axla ýmis félagsmál. Þetta gerði Þorsteinn um áraraöir og tókst mjög vel. Það var ekki um neitt kynslóðabil að ræða. Það er einmitt þess vegna sem okkur langar að þakka Þorsteini fyrir það vegarnesti, sem hann hefur búið okkur með traustu viðmóti og góðmennsku. Megi minning hans lifa í hugum okkar og geymast sem eitt af gullkornum æskunnar. Fátækleg orð flytja hjartans þakkir. Nemendafélag Vogaskóla. Við fráfall vinar og starfsfélaga verður mér orðfátt. Eg horfi til baka yfir liðinn áratug og virði fyrir mér þann þátt úr starfsævi þessa mæta vinar míns er að mér og fjölskyldu minni lítur. Stráx frá öndverðu varð mér ljóst þvílíka mannkosti og um- gengnishæfileika hann hafði að geyma. Ég átti því láni að fagna að Auk þess að vera yfirkennari, kennari barnanna, var Þorsteinn Eiríksson leiðbeinandi okkar kennaranna. Ósjálfrátt laðaðist maður að Þorsteini vegna þess hve hæglátur og prúður hann var. Leiðbeiningar hans voru okkur ómetanlegar þegar erfitt reyndist að umgangast óstýrilátt æskufólk. Það var nákvæm íhugun, blandin góðlátlegri kímni, og hæfileiki þessa góðmennis til þess að miðla okkur af mannþekkingu sinni, sem reyndist ofar prófstigum kennara. Þrátt fyrir tiltölulega stutt samstarf á ég Þorsteini Eiríkssyni mikið að þakka og hann varð einn þeirra vina, sem mér þótti veru- lega vænt um. Frú Solveigu Hjörvar votta ég innilega samúð mína. Jón H. Björnsson. Þorsteinn Eiríksson yfirkennari er allur, fyrir aldur fram. Á lífsþráð hans var snögglega klippt aðfararnótt hins fyrsta október, en sá dagur var hvíldar- dagur, og varð hans. Hann var Árnesingur að ætt og uppruna, fæddur að Löngumýri á Skeiðum 13. apríl 1920. Foreldrar hans voru Ragnheiður Ágústsdótt- ir frá Birtingaholti og Eiríkur Þorsteinsson frá Reykjum. Sautján ár að aldri hleypir hann heimdraganum og sezt í Reyk- holtsskóla, sem þá var undir stjórn þess mæta manns, sr. Kristins Stefánssonar. Þar fékk hann til viðbótar bernsku- og æskuuppeldi aukið veganesti til lífsstarfs og hvatn- ingu til frekara náms. Hann settist svo í Kennaraskólann og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.