Morgunblaðið - 11.10.1978, Side 29

Morgunblaðið - 11.10.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 29 U'WU- AI VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Sjötugur — Þorkell Ólafeson í Stykkishólini væri að magasjúklingur væri látinn gefa línuna í mataræði. Nú, þá fengi enginn annað en hafra- se.vði að borða. Verður það ef til vill næst? Gísli Marísson. Laugavegi 161." • Ná hömlur ekki tilgangi sínum? Nú þegar öld plastsins hefur áunnið sér virðingarsess eftir stormasamt tímabil um ágæti þess, fara menn að takast á við annað vandamál sem á sér þó mun eldri sögu. Hún er einkennileg þessi af- stæðiskenning okkar íslendinga Þessir hringdu . . . • Mikil f járútlát Ökumaður kvaðst vilja kom á framfæri þakklæti til Jóhanns E. Björnssonar fyrir grein hans um hversu mikið það kostaði ökumenn að lenda í árekstrum. — Rekur hann þar hversu mikið maður á meðalstórum bíl getur vænst að þurfa að leggja út lendi hann í árekstri, jafnvel þótt bíll hans sé tryggður í bak og fyrir, en þessar miklu fjárhæðir nema nærri 200 þúsundum króna. Er það ekki full mikið fyrir glannaskap eða augna- bliks óvarkárni í akstrinum? Þessu varpar hann fram ökumönn- um til umhugsunar og er það vissulega þarft og vonandi taka menn að hugleiða þessi mál meira út frá þessu sjónarhorni. • Góðar kvöld- stundir Bárai — Ég vildi aðeins fá að þakka sr. Frank M. Halldórssyni fyrir stundir hans í sjónvarpinu þar sem hann talaði af miklum skilningi um heimilið og fjölskyld- una, þetta voru orð í tíma töluð. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM-skákmótinu í Amsterdam í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Langewegs, Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Browne, Bandaríkjunum: 37. Dxd7! (En alls ekki 37. Bxe4 - Dxe4 38. Dxd7 - Hbl+ 39. Kh2 - Df4+ og mátar) Bxd3?? (Browne varð að sætta sig við 37.... Bd5 og staðan er mjög tvísýn) 38. Dxí7+ — Kh6 39. Df8+! (Yfir þetta sást Browne í tímahrakinu. Eftir 39. Dxh7+ — Kg5 er hann sloppinn) Kh5 40. Hxh7+ - Kg5 41. h4+ - Kg4 42. Df3 mát. um boð og bönn, sem við höfum svo mikla tröllatrú á að muni leysa allan okkar vanda. Ef okkur mistekst að leysa fram úr vanda- máli sem steðjar að þá setjum við á það bann rökstutt með tölum frá nágrannalöndum okkar sem er okkar heilagi andi í rökstuðningi og framkvæmdum. Nú er smátt og smátt verið að banna reykingar á öllum opinber- um stöðum, nú seinast í leigubílum og vart verður þess lengi að bíða að bannað verði að reykja í einkabílum. Bannfæringamenn þjóðfélagsins nálgast æ meir persónulegt einkalíf einstaklings- ins og eru reyndar þegar farnir að teygja sig inn á einkaheimili hans og má maður ekki búast við að brátt verði þeir farnir að setja þar ákveðnar reglur?? Tilgangurinn með áróðri gegn tóbaki og áfengi er virðingar- verður, en er ekki farið að ganga svolítið nærri persónufrelsi manna? Fólkið er ríkið og fólkinu ætlað að bera uppi ríkið sem væntanlega fer ekki framhjá neinum nú á tímum verðbólgualdarinnar. Ein stærsta tekjulind ríkisins er sala á tóbaki og áfengi sem nú smátt og smátt á að banna fólki að neyta að minnsta kosti utan dyra enn sem komið er. Þetta tilvonandi bann á sölu gerils, er ekki annað en tilbúin ráðstöfun til að mæta minkandi sölu áfengis ríkisins sem er ein stærsta tekjulind þess. Það skýtur því svolítið skökku við, ef væntanlegt bann á sölu gerils á að verða til að draga úr notkun manna á áfengi. Ef auka á áfengissölu ríkisins með þessu bragði er sú stofnun víst mesti gerillinn í allri þessari gerlasúpu. Það er að vísu hækkað verð áfengis stöku sinnum, en það er engu að síður yfirlýst staðreynd að það dregur ekki úr notkun þess nema um stundar sakir. Er það ekki svolítið varasöm stefna í lýðræðisríki sem við köllum þetta ríki vort enn, að ætla sér að steypa þjóðina í eitthvert myndform, sem síðan ráðamenn og aðrir braskarar geta breytt eftir eigin geðþótta? En Islendingar eru heimsþekkt- ir að fara ekki eftir settum reglum og þí reikna ég með að slíkt bann verði ekki til þess að hindra þá í að fara eftir því boðorði sínu: „Bann er til að brjóta og brot til að banna“ hefur löngum verið eitt virtasta máltæki Islendinga bæði heima og heiman. Einhver benti á það í Velvak- anda Morgunblaðsins nýlega að ef leigubílstjórar færu að banna reýkingar í bílum sínum hver fyrir sig, yrði það að einskonar hláturs- efni almúgans. Það er alveg rétt, því Islendingum er ákaflega tamt að hlæja að öllu því sem heitir boð eða bönn. Ég hef dvalist mikið erlendis og ferðast mikið með leigubílum þar og það er algengt að bannað sé að reykja í þeim. En það er ekki lögboðið því þar er ekki talin ástæða til að setja almennt lögbann um notkunarreglur á einkaeignum manna. Þar ríkir sú megin regla, að hver maður virði rétt annars á eignum sínum og það er ekki neitt aðhlátursefni. Ég er einn af þessum gerilfylltu reykingamönnum, en er þó hlynnt- ur öllum áróðri gegn gerli og reyk, en að sama skapi á móti öllum boðum og bönnum. Ég tel það bæði sýnt og sannað, að hömlur og bönn ná aldrei þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Ég tel að allur áróður til bætts lífernis eigi að beinast að innri manni hvers einstaklings og reyna á þann hátt að vekja hann til umhugsunar um skaðsemi gerða sinna. Jóhann Gíslason. Keflavík." HÖGNI HREKKVÍSI &ZP SIG6A V/öGA £ 1/LVtRAki Hann er fæddur og uppalinn í Hólminum og þar hefir hann starfað alla tíð og átt heima í litla og vinalega húsinu við Skólastíg. Auðvitað hefur hann þurft að sækja atvinnu utan staðarins, en tengslin eru þau sömu. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir og Ólafur Jónsson, bæði -gagnmerkir borgarar þessa bæjar og minnist undirritaður þeirra með sérstakri hlýju því þar var gleðin, ánægjan og lítillætið svo mikið að það streymdi út til bæjarbúa. I stórum systkinahópi en þeim mun minna húsnæði ólst Þorkell upp. Snemma byrjaði hann að vinna fyrir sér. Hann skildi fljótt að þá þurfti að halda á öllu sínu, fara vel með, ef einhver árangur átti að nást, enda hefir óþarfa eyðsla ekki verið hans aðalsmerki. í vinahóp er Keli traustur og loforð hans þarf ekki að festa á blað. Hann man þetta allt og verkin vill hann að séu vel af hendi leyst og ekki er mér kunnugt um að hann hafi verið í vandræðum með að fá atvinnu, heldur öfugt. Eins og gerðist með kaupstaðar- búa þótti það sjálfsagt að fara í sveit ef þess var nokkur kostur. Þetta reyndi Keli og kynntist vel lífinu og stritinu til sveita og dró af því sínar ályktanir og þrátt fyrir að þá var kaupið ekki hátt, kom hann jafnan færandi hendi heim. Hann vissi að það kom í góðar þarfir. Þorkell var lengi vélstjóri á Flóabátnum Baldri og kannast margir við hann frá þeim tíma. En seinustu árin hefir hann verið á Fossunum. Hann átti lengi í félagi við aðra lítinn trillubát og sótti á honum til fanga og var það jafnan farsæll bátur og flutti marga björg í bæinn. Ekki minnist ég annars en að hann sé jafnan glaður og reifur og með bros á vör mætir hann manni. Hann á létt með að koma máli sínu þannig fyrir að kátínu veki og vinfastur er hann og drengur góður. Á þessum degi sendi ég honum innilegar afmælísóskir og það munu fleiri gera. Og að hann megi enn lengi eiga „smaladrengs- ins léttu spor“ hér í Hólminum. Árni Helgason. Bók eftir nýjan skáldsagnahöfund kemur út hjá AB ALMENNA bókafélagið hef- ur gefið út fyrstu skáldsögu Magneu J. Matthíasdóttur, en hún hefur áður sent frá sér ljóðabók, Kopar, árið 1976, og einnig hefur hún skrifað barnasögur fyrir útvarp. Skáldsagan nefnist Hægara pælt en kýlt, og segir m.a. á bókarkápu að sagan „gerist annars vegar í heimi ævintýranna og ijins vegar í heimi eiturlyf janna“. Hægara pælt en kýlt er 150 bls. unnin í Prentsmiðj- unni Odda og Sveinabók- bandinu. Hægara pælt enkýlt eftir Magneu J. Matthíasdóttur Gerir samanburð á íslenzku og færeysku OTMAR Werner, prófessor í mál- vísindum við háskólann í Freiburg í Vestur-Þýskalandi, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar fimmtudaginn 12. október 1978 kl. 20.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Saman- burður á færeysku og íslensku máli“ og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). VÚ Á1T íúWz) - -a^AVA/SÓ\^l\/,j -ÚZÉ&l&GA Vf/'Ar 0 ýyómxwri \ioá w ^ 5KK/ VlEQ ^L-OH VfJALIA VÚ IW'J' " 49 mLil\ W Oá /ÖóóoK r06 Ó^(JUiG0%ru\ MMS/ób -f/L \0W0-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.