Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 4

Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Heimsfrœg sópran söngkona syngur hér á 2 tónleikum á vegum Fulbright-stofnunar SÓI’RANSÖNGKONAN hoims- fra'Ka. Anna Moffo, mun koma fram á tvennum tónleikum hér í Rpykjavík innan skamms. en það er Fulhrinht-nefndin sem efnir til þessara tónleika í samvinnu við Háskóla íslands i tilefni af 20 ára afmæli Fulhright stofnunar innar á íslandi. Að sögn þeirra Frank Ponzis, formanns Fulbright-nefndarinnar of; Guðlauiís Þorvaldssonar, háskólarekstors, kemur söngkon- an sérstaklega til íslands frá Bandaríkjunum vegna þessara tónleika, en hún fékk einmitt sjálf snemma á listamannsferli sínum Fulbright-styrk til söngnáms á Itáiíu, þar sem hún ávann sér hylli tónlistarunnenda og raunar var hún orðin stórstjarna í tónlistar- heiminum í Evrópu áður en hróður hennar tók að berast til heimalands hennar, Bandaríkj- anna. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíói, hinn fyrri fimmtu- daginn 26. október og sá síðari á sunnudag kl. 14.30, en miðasala hefst á mánudag nk. og verður á skrifstofu Happdrættis Háskóla íslands í Tjarnargötu. Verð aðgöngumiða er kr. 4 þúsund. Að því er forsvarsmenn þessa tón- leikahalds sögðu var ákveðið að efna fremur til tvennra tónleika fremur en einna þar sem búizt er við að margir vilji fá færi á að sjá og heyra þessa glæsilegu söng- konu, sem hingað kemur ásamt undirleikara sínum Martin Smith. Islendingum er hún vel kunn fyrir söng sinn af hljómplötum í Ríkisútvarpinu og fyrir söng sinn í hlutverki Violettu í óperunni „La Traviata" eftir Verdi, sem sjón- varpið sýndi ekki alls fyrir löngu. Anna Moffo er eina alþjóðlega söngkonan, sem er jafnvíg í óperum og á einsöngssviði, með hljómsveitum, í útvarpi eða sjón- varpi, á hljómplötum og í kvik- myndum. Óperur hefur hún sung- ið við Metropolitan-óperuna í New York, í San Francisco, Chicago, La Scala í Mílanó, Vín, Búdapest, Stokkhólmi, Berlín og Múnchen. Sem konsertsöngvari hefur hún komið fram um öll Bandaríkin og Evrópu. Hún hafði sinn sjónvarps- þátt í ítalska sjónvarpinu, sem í 35 vikur á ári sást um alla sunnan- verða Evrópu, og hún hefur oft komið fram í sjónvarpi vestan hafs. Fyrir hljóðritun sína hjá RCA á „Söngvum frá Auvergne" úts. af Canteloube (undir stjórn Leopolds Stakowskis) Hlaut hún heiðursverðlaunin „Grand Prix du Disque“, og fyrir „Kvenhetjur" Verdis halut hún „Orfée d‘Or“. „Hans og Gréta" hlaut verðlaunin „Plata ársins" hjá Stereo Review og Record World valdi hana einnig sem „Óperu ársins". Hún hefur gert meira en tylft kvikmynda. Óperurnar „La Traviata" og „Lucia di Lammermoor", sem kvikmyndaðar voru í Evrópu, hafa verið sýndar um víða veröld, þar á meðal í íslenzka sjónvarpinu. I viðurkenningarskyni hefur ítalska stjórnin veitt Önnu Moffo æðsta heiðursmerki, sem hún ræður yfir: Commendatoreheiðursorðu ítalska lýðveldisins. Anna Moffo. \brum aó fá75 rúllur afhinum vkWirkcnndu Donnaghadee gólfteppum ÓBREYTT WRÐ á pcssari sendingu UTAVER GfensásvegllðHreyílshúsinu Shi 82444 Forráðamenn Veltis h.f. fyrir framan nýja Volvoinn. er þeir kynntu bflinn fyrir fréttamönnum. Talið frá vinstrii Ásgeir Gunnarsson framkvaemdastjóri. Árni Filipusson sölustjóri og Kristján Tryggvason þjónustustjóri. Nýtt úflit á nýja V olvo-bílnum VOLVOUMBOÐIÐ á íslandi. Veltir h.f.. efndi nýlega til hlaðamannafundar. þar sem kynntar voru 1979 árgerðirnar af Volvo. en fyrstu bflarnir af þeirri árgerð eru nú að koma til landsins. Volvo-bflar njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og hafa í ár verið fluttir inn fleiri hflar af þeirri tegund en nokkru sinni fyrr. Fyrstu tíu mánuði ársins var fluttur inn 531 fólks- bfll og 51 vörubfll. en allt árið 1971. sem var áður metár. voru fluttir inn 482 fólks-bflar af Volvo-gerð. Á blaðamannafundinum voru kynntar þær breytingar, sem gerðar hafa verið á Volvo-bílnum að þessu sinni, en margar mikil- vægar breytingar hafa verið gerð- ar á hinum ýmsu gerðum Volvo. Áþreifanlegasta breytingin er sú, að nú er hægt að velja á milli beinskiptingar og sjálfskiptingar í Volvo 343. Áður var hann aðeins fáanlegur sem sjálfskiptur. 343 er nú með nýrri innréttingu og væg n.vjung er aukið akstursöryggi VOLVO 240 og 260. Þrátt fyrir það, að sjálfskipting hefur marga kosti umfram bein- skiptingu, eru þeir margir sem kjósa heldur beinskiptan bíl. Volvo 343 er þess vegna nú fáanlegur með beinskiptingu fyrir þá sem kjósa það frekar. Það kom fram á blaðamanna- fundinum að hlutfall sjálfskiptra Volvo-bíla eykst stöðugt. Árið 1971 var 10% af Volvo-bílum hérlendis sjálfskiptir bílar en í ár er hlutfall þeirra orðið 40%. Sögðu forráða- menn Veltis að venjan væri sú að ef Volvo-eigendur breyttu til og fengju sér sjálfskiptan bíl í stað beinskipts keyptu þeir framvegis sjálfskipta bíla. Gírkassinn í Volvo 343, sem hannaður er af Volvo, og er fjórskiptur, heitir M45, og er hann framleiddur af Volvo KÖPINGVERKEN. Hann er stað- settur aftast í bílnum í beinni tengingu við afturöxul bílsins. Með þessari staðsetningu hefur Volvo tekist að halda sömu þyngdarhlut- föllum og í sjálfskipta bílnum. í framhaldi af þessu, hefur sjálfskiptingin á Volvo 343 verið endurbætt, þannig að bíllinn nær betri hraðaaukningu frá 70—100 km/klst. Volvo 343 árgerð 1979 er með algjörlega nýju mælaborði, í meira samræmi við stóru bræður, Volvo 240 og 260. Volvo 240 og 260 hafa í mörg ár verið einkenndir sem ein af öruggustu bílategundum í heimi. Tæknifræðingar Volvo-verksmiðj- anna hafa þess vegna stuðlað að ennþá örúggari bílum í akstri hvað varðar VOLVO 240 og 260. Þetta hefur verið gert með mörgum breytingum á yfirbyggingu bílsins. Volvo 240 er nú breyttur að framan, þannig að framljósin eru nú ferköntuð í stað hringlaga áður. Afturendinn er nú í meira samræmi við framendann, þannig að hann hefur mýkri línu, og er ávalur og ná nú afturljósin fyrir hornin. Verðin á Volvo árgerð 1979 eru þannig. Volvo 343 DL, beinskiptur kost- ar kr. 4.447.000.- og sjálfskiptur kr. 4.550.000- Volvo 244 DL kostar kr. 5.077.000 - Volvo 244 GL kostar kr. 5.493.000.-, beinskiptur og 5.872.000.- sjálfskiptur. Volvo 244 er nú aðeins fluttur inn með vökvastýri og eru ofan- greind verð miðuð við það. Samkeppni um bamabók MÁL og menning -efnir í tilefni af alþjóðlegu barnaári til samkeppni um frumsamdar barnabækur og er skilafestur til 1. ágúst 1979. Ein verðlaun verða veitt, kr. 500 þúsund, auk höfundarlauna er nema 18% af forlagsverði að frádregnum sölulaunum. Dómnefnd skipa Kristín Unn- steinsdóttir, Silja Aðalsteinsdótt- ir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorleifur Hauksson. Sumarsýninguitni að ljúka í Ásgrímssafni . í dag lýkur sumarsýningunni í Ásgrímssafni sem opnuð var 28. maí s.l. Verður safnið lokað um tíma meðan komið er fyrir haustsýningu þess. en á henni verða eingöngu sýndar teikning- ar og vatnslitamyndir frá Þingvöllum. Sumarsýningin er yfirlitssýning á verkum Ásgríms Jpnssonar sem hann málaði á hálfrar aldar tímabili. Margt erlendra gesta skoðaði sýninguna á þessu sumri. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.