Morgunblaðið - 15.10.1978, Page 9

Morgunblaðið - 15.10.1978, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 41 Frétta- molar Ungverjaland Stöðugt fleira ungt fólk í Ungverjalandi játar nú kristna trú. Ungverski biskupinn Sandor Szato sagði meðal ann- ars, meðan á heimsókn hans í V.-Þýskaland stóð, að nú ætti sér stað vakning meðal ungs fólks í fjölmörgum kirkjum í Ungverjalandi. Biskupinn sagði að það væri ekki talinn „kostur" að vera kristinn í Ungverjalandi. En hann sagði einnig að yfirvöldin virtu þá sem væru „sannkristn- ir“. Þeir eru „bestu verka- mennirnir" og eru til „fyrir- myndar í hjúskaparháttum sínum“. Zambía Ailar kirkjudeildir í Zambíu hafa sameinast um fjöl- miðlunarmiðstöð í höfuðborg- inni Lusaka. „Multimedia Zambia" sér um dagská tvisvar í viku í sjónvarpi og 15 stundir í útvarpi, auk þess sem stofnunin gefur út mánaðarblað, annast bókaútgáfu og lánar kvikmynd- ir. Markmið dagskrárgerðarinn- ar í útvarpi og sjónvarpi er að afla fjölbreytilegs efnis, svo sem fræðsluefnis, skemmtiefnis og efnis sem sérstaklega miðar að boðun kristinnar trúar. Þar sem fyrirtækið er sam- eign ólíkra kirkjudeilda er leitast við að leggja áherslu á hið miðlæga í kristinni trú sem eining er um. Metsölubók Biblían og ýmsir hlutar hennar hafa aldrei selst í jafn miklum mæli og á árinu 1977, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu Biblíufélögunum. Alls seldust á árinu 410 milljón eintök af Biblíunni og einstök- um hlutum hennar og hafði aukningin frá árinu áður orðið 80 milljón eintök. Mest var söluaukningin í Asíú og á Kyrrahafssvæðinu. I Norður og Suður-Ameríku seldust ritningar í 213,5 milljónum eintaka. Minnst var salan í Evrópu eða 1,4 milljón Biblíur og 10.1 milljón eintaka af einstökum hlutum Biblíunn- ar. Biblían öll er nú fáanleg á 266 tungumálum og Nýja testa- mentið á 420 tungumálum, en auk þess eru einstakir hlutar Biblíunnar fáanlegir á 925 tungumálum. Vatnaskógur Á liðnu sumri voru 55 ár liðin frá því fyrsti dvalarflokkurinn sló niður tjöldum sínum í Vatnaskógi á vegum Sumar- starfs KFUM. Síðan hefur KFUM í Reykjavík starfrækt sumarbúðir á þessum stað. „Skógarmenn KFUM“ hafa nú byggt upp staðinn og þar sem í upphafi voru fáein tjöld og lítill skúr með eldurnaraðstöðu standa nú svefnskálar, matar- skáli, stórt íþróttahús og báta- skýli og ógleymdri kapellunni. Aðsókn að sumarbúðunum hef- ur verið mjög góð og í sumar komust færri en vildu. Alls geta um 90 drengir dvalið á staðnum í einu. Allargeröir af WHVIVI!L\ LJOSAPERUM LJÓSKASTARAR 500w- 100W 1500W FYRIRLIGGJANDI. UMBOÐSMENN Q. Þorsteínsson & Jobnson h.f. REYKJAVlK — SlMI 85533 Suöurlandsbraut 16 sími 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.