Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978
49
Morgunblaðið
og ástarsorg
Jacobsons
Það var dag einn seint í júlí á nýliðnu sumri. Ég sat við ritvélina hér á
Morgunblaðinu, með fætur uppi á borði og niðursokkinn í krossgátu, því að
vinnudagur var ekki hafinn. Þá hringdi síminn. Símastúlkan sagði að einhver í New
York væri að biðja um símtal við blaðið, og hvort ég gæti tekið það. Ekkert var
sjálfsagðara.
— Góðan daginn, þetta er Buddy Jacobson hjá My Fair Lady fyrirsætufélaginu í
New York, sagði maðurinn í símanum. Ég var að sjálfsögðu engu nær. Hann hélt
áfram, og spurði mig til nafns, en sagði svo» Ég er hér með ljómandi hugmynd fyrir
Morgunblaðið. Ég vil koma á samkeppni á íslandi um „Iceland’s Fair Lady“. Við
borgum allan kostnað, og verðlaunin verða samningar við fyrirtæki okkar, ferðir
fram og til baka til Bandaríkjanna, og allur ferðakostnaður greiddur fyrir tíu efstu
stúlkurnar í samkeppninni. Þetta verður mjög gott fyrir blaðið ykkar, ætti að auka
útbreiðsluna verulega.
Ég varð að vonum undrandi. Þetta kom svo á óvart, og ég vissi alls ekkert hvert
maðurinn var að fara. Og hvað útbreiðslu blaðsins snertir, þá láðist mér að benda
honum á að betur hæfði að reyna að hjálpa heimablöðum hans sjálfs. Útbreiddasta
blað New York borgar selst í tveimur milljónum eintaka, en miðað við útbreiðslu
Morgunblaðsins þyrfti útbreiðslan hjá þeim að tuttugufaldast. En Buddy Jacobson
hélt áfram. Hann vildi strax hefjast handa um skipulagningu hálfgerðrar
fegurðarsamkeppni á íslandi í samvinnu við Morgunblaðið, þar sem stúlkur á
aldrinum 15-21 árs kepptu um titilinn Iceland’s Fair Lady. Bauðst hann til að senda
fulltrúa sína á vettvang til að aðstoða við keppnina. Það var rétt með naumindum að
ég gat skotið því inn í að þetta væri nú allt gott og blessað, en við hér úti á hjara
veraldar hefðum bara ekki hugmynd um hvers konar fyrirtæki þetta My Fair Lady
hans væri. Nokkuð kom á Buddy Jacobson, en hann sagði að úr því mætti bæta. Við
gætum fengið allar upplýsingar hjá helztu tízkublöðum Bandaríkjanna, eins og til
dæmis Mademoiselle Magazine, Glamour, Seventeen, Vouge og svo framvegis. Þetta
var á fimmtudegi, og ég sagði þessum Buddy að við yrðum að athuga málið, og ég
skyldi minnast á það við ritstjóra. Hann gæti svo reynt að hafa samband við okkur
eftir helgina.
Þetta lét maðurinn sér nægja í bili, en sagðist hringja aftur. Ég lagði á og leit yfir
minnispunktana, sem ég hafði skrifað niður meðan á símtalinu stóð. Furðufugl þessi
Buddy.
Málið kannað
Eftir nokkra umhuíísun gekk ég
á fund Matthíasar ritstjóra og
skýröi honum frá símtalinu. Eins
og búast mátti við þótti Matthíasi
þetta einkennilegt tilboð, og ekki
beinlínis á verksviði Morgunblaðs-
ins. Hann vildi þó ekki alveg
útiloka málið, en bað mig að afla
upplýsinga um fyrirtækið í New
York.
Helgin leið fljótt að vanda, en á
blaðinu biðu engin svör við fyrir-
spurnum mínum varðandi My Fair
Lady þegar ég mætti til vinnu á
mánudag. Var það reyndar ekki
óeðlilegt, því að tíminn hafði verið
naumur. Hugsaði ég því ekki
nánar um málið í bili
Um kaffile.vtið hringdi síminn.
Þar var þá kominn Buddy Jacob-
son á ný. Spurði hann hvort
Morgunblaðið væri reiðubúið til
samstarfsins, og hvort nú mætti
setja á fulla ferð. Eg svaraði því til
að við þyrftum meiri tíma, við
hefðum ekki fengið neinar upplýs-
ingar enn um þetta fyrirtæki hans.
Buddy sagði þá að My Fair Lady
hefði staðið fyrir svona keppnum
r
■ - s ■■■ ■
Buddy Jacobson
um gjörvöll Bandaríkin, og þær
jafnan tekizt mjög vel. Enginn
vandi væri að koma þessu af stað,
og hann gæti sent fulltrúa sína til
Reykjavíkur fyrirvaralaust. Morg-
unblaðið þyrfti ekki að hafa neinar
áhyggjur af kostnaðinum, því að
hann yrði allur greiddur ytra. Ég
fór undan í flæmingi, því að
maðurinn var mjög ákveðinn. Svo
bauðst hann til að senda í pósti
upplýsingar um My Fair Lady og
fyrirkomulag hugsanlegrar sam-
keppni, og við það létum við sitja í
bili.
Keppnin skipulögð
Það liðu nokkrir dagar, Svo
barst í pósti stórt umslag frá My
Fair Lady, merkt „Morgun Blabid,
Reykjavit". Þar var heldur lítið
um upplýsingar um þetta fyrir-
sætufélag í New York, en meira af
myndum af fyrirsætum á vegum
þess og svo ítarleg áætlun um
framkvæmd keppninnar á íslandi.
Þar segir Buddy Jacobson meðal
annars að tilgangurinn sé að auka
útbreiðslu Morgunblaðsins og ráða
sýningarstúlkur á íslandi til
starfa í New York. Rétt væri að
velja fyrst 50 stúlkur til aðal-
keppninnar, og síðan tíu, sem allar
IAT MAKES A AAAN
pOOD LOVER
AMOUS WOMEN
jANDTELL
*T YOUR
N BUSINESS
THEFACTS
? FIGURES
V BABIES
m
fUTLOVE
H. BRAZELTON
buELINE BISSET
MKYSTAR
THE DEEP”
ÍEDBOOK
1L PLUS
VTSTORIES
GOLD-TRIM
H:
ESAND
ES OF
/-TO'S
ANTSOFT
5AGE
IAKE
ISELF
Melanie Cain á forsíðu Redbook.
fengju starfssamninga við My Fair
Lady, mismunandi langa. Allar
fengju svo þessar tíu stúlkur
ókeypis flugferðir fram og til baka
auk alls uppihaldskostnaðar.
Skilyrði var að stúlkurnar væru
á aldrinum 15—21 árs, og hæð
þeirra á bilinu 170—180 sentimetr-
ar. Svo kom heilmikið mál um það
hvernig keppninni skyldi hagað, og
hvernig lesendur Morgunblaðsins
tækju þátt í að dæma um ágæti
keppendanna. Einnig hafði Buddy
þessi skipulagt hvernig áróðri ætti
að beita til að keppnin vekti
verðskuldaða athygli, og hvernig
blaðið gæti haldið áfram að
fylgjast með sigurvegurunum eftir
að þær væru komnar til New York.
Átti allt þetta umstang að standa
allt að því í eitt ár.
OBJECTrVES:
BUbid „ar.et aree.
fashion models in Icelan, *
'e career in New York Citv
Mechanics:
| -up of 50. one grand „inneí
Z :Ugge8t/alllng the - ' tCSLAlro'S FATR T flnv" '
197S
| periods of time ii ‘ "
and a co
j^ugust, 3*
thel
Week
Morgul
I invite |
Week 3I
As soon
photos of
Paper and ,
Morgun Blab:
Week 5 CSpecV
Atter the i
section cAf/
ballot incW
gnolosed vs daVelopinS
■n very enthused
“iStÍU'““““
Cordlally yours.
[ense paid trip to m
• awarded descendingl
L- all expenses paidl
. Mr. Thors
who meet
^Kinches to
iy yours,
/2
feddy Jacobson
163**
,t 8
t,
1003®
r^utlines a
>etition and
Ps received).
^aper and will
>aper.
fPromotion valuej
I publishing
|o appear in
Ifcablished by
Rcad Mefanie Cctitn
ntory ort pxige 4
‘Aiu -
--------------‘C^tTsSrfSÍ í111 PUbllsh Special I
one Of the 50 finalisLÍ?LmV^ichThehg™nf°i1Ce °f glrl «ifnfÍhf.iSTe60 '
Bréf, sem fylgdi áætlun Buddy Jacobsens um keppnina á Islandi.
Þetta var allt mjög forvitnilegt,
og eftir að hafa lesið öll gögnin frá
Buddy Jacobson gekk ég enn á
fund Matthíasar fitstjóra til að
skýra honum frá því hvað gerzt
hefði. Enn á ný var helgi framund-
an, og Matthías kvaðst vilja kýnna
sér málið. Tók hann því við
gögnunum og var málið þar með
úr mínum höndum að sinni.
Nýjar upplýsingar
Það liðu nokkrir dagar. Ég sat
við ritvélina mína og var að fletta
bandaríska vikuritinu TIME. Þar
rak ég augun í mynd af skuggaleg-
um náunga og undir myndinni
stóð: Buddy Jacobson. Áhugi minn
vaknaði. Þetta reyndist „rétti‘‘
maðurinn, sá sem vildi koma á
Iceland’s Fair Lad.v keppninni, en
nú hafði heldur sigið á ógæfuhlið-
ina hjá honum. En látum TIME
segja söguna, og fer hún hér á eftir
nokkuð stytt.
Melanie Cain lauk stúdentsprófi
fyrir fimm árum og ákvað að verða
tízkusýningarstúlka. Hún komst
fijótlega að hjá Ford sýningar-
samtökunum þekktu á Manhattan.
Hún umgekkst mikið Howard
(Buddy) Jacobson, sem víðfrægur
var á veðhlaupabrautunum. Hann
stofnaði handa henni hennar eigið
fyrirsætufélag, sem bar nafnið My
Fair Lady. Myndir af henni tóku
að birtast í Vouge og McCall’s, og
meir að segja á forsíðu Redbook,
og brátt voru árslaun hennar
komin upp yfir 100.000 dollara
(rúmar 30 miiljónir króna).
Dag einn í fyrri viku fór Melanie
Cain út að leita sér að nýrri íbúð,
en sneri svo heim í íbúðina þar
sem hún bjó með nýja elskhugan-
um, John Tupper, 34 ára fráskild-
um veitingamanni. Þegar þar var
enginn, sgði hún síðar, áleit hún að
Tupper væri úti að trimma. En
þegar hún sá hlaupaskóna hans
varð hún áhyggjufull. Hún fór þá
fram á gang og yfir að íbúð
Buddys Jacobsons, sem hún hafði
sagt skilið við til að taka upp
sambúð með Tupper. Jacobson
neitaði að hleypa henni inn, en
hún sá að íbúð hans var öll í
óreiðu, og blóðblettir voru á
gólfteppinu. Þegar hún kom aftur
inn í íbúð Tuppers hringdi hún til
lögreglunnar og skýrði frá því að
hann væri horfinn. Þennan sama
dag var gulum Cadillac ekið að
auðri lóð í Bronx hverfi í New
York borg. Tveir menn stukku út
úr bílnum og drógu á eftir sér nær
tveggja metra trékassa. Eftir að
hafa ausið bensíni á kassann
kveiktu þeir í honum, flýttu sér
upp í bílinn og óku á brott.
Nærstatt vitni tók niður
skráningarnúmerið og gerði lög-
reglunni strax aðvart. í kassanum
Prlnt: 861-1700
Nokkrar af fyrirsætum My Fair Lady.
Television: 861-1701
Auglýsingaspjaid frá My Fair Lady.
fannst brunnið lík Johns Tuppers.
Honum hafði verið misþyrmt, og
hann skotinn og stunginn nokkr-
um sinnum. Þegar lögreglumenn
náðu Cadillac-bílnum, sat Buddy
Jacobson undir stýri. Daginn eftir
var hann ákærður fyrir morð.
Vafasamur ferill
Jacobson er 48 ára, lubbalegur
og skapbráður. og var um skeið
einn af þekktustu verðhlaupa-
hesta-þjálfurum landsins. Hann
lenti hins vegar í margs konar
vandræðum, og árið 1970 missti
hann þjálfararéttindin í 5 ár fyrir
svik, falsanir og fjármálamisferli.
Hann lét það þó ekki á sig fá og
hélt umsvifum sínum áfram á
öðrum sviðum. Átti hann meðal
annars sjö hæða fjölbýlishúsið þar
sem Tupper bjó. Leigði hann þar
flugfreyjum og fyrirsætum, en bjó
sjálfur á efstu hæðinni þar sem
hann hafði eigin sundlaug.
Viðskiptin fóru að ganga
skrykkjótt, og Buddy þurfti að
leita til vina sinna um lán.
Ástarsambandið við Melanie var
að rofna. Þegar hún fór frá
honum, reiddist hann. Hann sár-
bað hana að koma aftur og bað
hana afsökunar á hegðan sinni.
Þegar það bar engan árangur er
sagt að hann hafi boðið Tupper
100.000 dollara fyrir að fara frá
henni. Og það var til þess að
komast í burtu frá Buddy sem
Melanie var að leita að íbúð
daginn sem Tupper hvarf. „En ég
virðist hafa dregið það of lengi að
komast burtu,“ sagði hún.
★
Svona fór um sjóferð þá. Svona
eftir á má spyrja sjálfan sig hvort
það hefði einhverju breytt ef
Buddy þessi hefði snúið sér til
Morgunblaðsins svo sem mánuði
fyrr. Hvort meðmæli frá tízku-
blöðum Bandaríkjanna hefðu ef til
vili getað leitt til samvinnu
blaðsins við May Fair Lady. Og
hvort Buddy hafi verið að leita sér
að nýrri Melanie þegar hann sneri
sér til okkar.
Þessum spurningum verður vart
svarað héðan af, en þær sýna að
það er eins gott að flana aldrei að
neinu.
bt