Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1978
3
Lagt til að 1700
fjár verði skorið
Allt fé á 4 bæjum á Austurlandi, 3 stöðum í Ölfusi og
hjá nokkrum fjáreigendum í nágrenni Reykjavíkur
SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND hefur gert um það tillögu til
landbúnaðarráðherra að aflað verði fjár tii að standa straum af
niðurskurði allt að 1700 fjár nú í haust vegna riðuveiki í sauðfé.
Leggur nefndin til að allt fé verði skorið niður á bænum Brú á
Jökuldal, en þar eru um 800 fjár. og á þeim bæjum í
Fáskrúðsf jarðarhreppi, sem standa við Reyðarf jörð, þar sem riðuveiki
hefur fundist í íé cn staðfest hafa verið tilfelli um riðuveiki í fé á
þremur hæjum þar og cr milli 300 og 400 fjár í allt á þessum bæjum.
Þá leggur nefndin til að allt fé verði skorið niður hjá þeim
fjáreigendum í Ölfusi og í nágrenni Reykjavíkur þar sem riðuveiki
hefur fundist í fé, og er þar um að ræða þrjá fjáreigendur í Ölfusi með
alis 200 fjár en ekki er alveg ljóst enn hjá hvað mörgum fé verður
skorið í nágrenni Reykjavíkur.
Gert er ráð fyrir, að kostnaður
við þennan niðurskurð og lag-
færingar á varnargirðingum, sem
Sauðfjársjúkdómanefnd leggur til
að gerðar verði, kosti á þessu ári og
næstu alls nær 65 milljónir króna
en aðeins hluti þess kostnaðar
kemur til greiðslu á þessu ári. Þeir
bændur, sem eiga fé sem skorið
verður, fá bætur fyrir féð og eru
þær nokkuð breytilegar eftir aldri
ánna en nærri lætur að meðalbóta-
greiðslur séu um 15.000 krónur fyrir
ána. Þá má ekki hafa sauðfé á þeim
bæjum, þar sem skorið verður,
næstu tvö árin og jafnvel ekki fyrr
en að þremur árum liðnum og
samkvæmt lögum eiga bændur, sem
fyrir því verða, rétt á afurðabótum
þau ár, sem þeir mega ekki hafa fé á
jörðum sínum.
í tillögum sínum gerir Sauðfjár-
sjúkdómanefnd ráð fyrir að varnar-
girðing, sem liggur frá Ölfusá, upp
með Sogi, Þjóðgarðinum á Þingvöll-
um, upp á Bláskógaheiði og í
Hvalfjörð, verði lagfærð en viðhald
þessarar girðingar hefur verið lítið
undanfarin ár vegna takmarkaðra
fjárráða Sauðfjárveikivarna. Þá er
lagt til að sett verði upp 5 ristarhlið
við brýr á Jökulsá á Brú og tvö
ristarhlið við Lagarfljót.
Þar sem aðeins verður skorið
niður í haust á þeim stöðum í Ölfusi
og við Reykjavík, þar sem riðuveiki
hefur fundist, leggur nefndin til að
gerð verði spjaldskrá yfir allt fé í
Landnámi Ingólfs og fái hver kind
sitt númer. Eigendur fjárins mega
þá ekki farga neinni kind nema að
höfðu sámráði við dýralækni. Er
þetta gert til að hindra að fjáreig-
endur geti fargað ám, sem eru með
riðuveiki, án þess að dýralæknir fái
um það vitneskju. Sem fyrr sagði,
verður nú aðeins skorið fé hjá
þremur mönnum í Ölfusi eða um
150 kindur á bænum Hjarðarbóli og
hjá tveimur fjáreigendum í Hvera-
gerði. Þá verður fé skorið niður hjá
fjáreigendum í Reykjavík og
nágrenni, þar sem riðuveiki hefur
fundist í fé, en veikin hefur fundist í
kindum hjá sex fjáreigendum í
Fjárborgunum en alls eru fjáreig-
endur þar um 30. Þá hefur riðuveiki
fundist í fé hjá einhverjum fjáreig-
endum í nágrenni Reykjavíkur utan
Fjárborganna og verður það fé
skorið. Ekki er vitað hve margt fé
verður skorið niður í nágrenni
Reykjavíkur en talið er að það verði
innan við 300.
Eins og áður kom fram, má ekki
vera með sauðfé á þeim jörðum og í
þeim húsum, þar sem veikinnar
hefur orðið vart, í 2 ár og jafnvel 3
ár. Þegar skorið var niður vegna
mæðuveiki á sínum tíma voru
viðkomandi svæði höfð sauðlaus i 1
ár en það dugði sums staðar en
annars staðar kom veikin upp á ný.
Er því lagt til að sýkt svæði verði
sauðlaus að lágmarki í 2 ár og gæti
jafnvel farið svo að árin yrðu látin
verða þrjú. Þá má ekki gefa sauðfé
hey af túnum þeirra bæja, þar sem
riðuveiki hefur fundist, og verja
verður bithaga fyrir sauðfé. Heyið
má hins vegar gefa kúm og
hrossum.
Fulltrúar Sauðfjárveikivarna ,
Sigurður Sigurðsson, dýralæknir,
og Kjartan Blöndal, framkvæmda-
stjóri, fara um helgina til Austur-
lands ásamt Hauki Jörundarsyni,
skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu, og verða haldnir fundir
með bændum og forsvarsmönnum
sveitarfélaga á svæðinu vegna
aðgerða til ■ að stemma stigu við
útbreiðslu riðuveikinnar. Á föstu-
dag verður fundur með bændum á
Jökuldal, á laugardag verður fundur
með oddvitum á svæðinu frá
Reyðarfirði og suður um til Breið-
dalsvíkur og með oddvitum á
svæðinu norðan Reyðarfjarðar á
Egilsstöðum á sunnudag.
Hringnótaveiðarnar stefna í óefni:
Aðeins 22 af nm 100
bátum eru byrjaðir
AF ÞEIM tæplega 100 bátum, sem
fengu leyfi til hringnótaveiða á
síld fyrir Suðurlandi í haust, hafa
aðeins 22 byrjað veiðarnar og
aðeins 10 bátar fengið einhvern
afla. Leyfi til veiðanna er veitt frá
20. september til 20. nóvcmber. Að
sögn Jóns B. Jónassonar, deildar-
stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu,
stefnir í algert óefni vegna þess
hve fáir bátar hafa byrjað veiðarn-
ar. Er til alvarlegrar athugunar í
ráðuneytinu að kalla inn leyfi frá
bátum sem ekki haaf byrjað veiðar
um næstu mánaðamót og auka við
kvóta hinna, en hver bátur hefur
heimild til að veiða 210 tonn.
Sölusamningar hafa verið gerðir
á Suðurlandssíldinni og fer hún að
miklu leyti til Svíþjóðar og Sovét-
ríkjanna, eða 120 þúsund tunnur en
einnig til nokkurra annarra landa í
minna mæli. Hringnótabátarnir
hafa heimild til að veiða 20 þúsund
tonn, en af því magni hafa aðeins
veiðst um 8—900 lestir. Sölusamn-
ingarnir eru að talsverðu leyti háðir
því að síldin komist á markað fyrir
áramót. í fyrra var mun meiri
kraftur í síldveiðunum, en veiði
hefur verið tregari í haust og skipin
farið seinna af stað.
— Það stefnir í hálfgert óefni
Eldur í báti
í Njarðvík-
urhöfn í gær
ELDUR kom upp í bátnum Boða
KE 132 þar sem hann lá við
bryggju í Njarðvíkurhöfn. Bruna-
varnir Suðurnesja fengu tilkynn-
ingu um eldinn kl. 14i05 í gærdag
og tók það rúma hálfa klukku-
stund að ráða niðurlögum hans.
Að sögn lögreglunnar urðu
nokkrar skemmdir á gangi af
völdum eldsins, en mestar skemmd-
ir urðu af reyk. Talið er að kviknað
hafi í út frá logsuðutæki, sem verið
var að vinna við um borð.
hvað hringnótaveiðarnar snertir,
sagði Jón B. Jónasson í gær. —
Bezta síldin hefur undanfarin ár
veiðst í október, en eins og málin
standa nú er ekkert útlit fyrir að
nema lítill hluti kvótans fáist í
mánuðinum. Þá er nauðsynlegt að
dreifa veiðinni sem mest á veiði-
tímabilið vegna afkastagetu í landi.
Sölusamningar eru margir hverjir
háðir því að síldin komist á markað
ytra fyrir áramót og ef svo heldur
sem horfir eru litlar líkur á að það
takist.
— Það má fastlega gera ráð fyrir
að fyrir 1. nóvember verði veiðileyf-
in endurskoðuð. Þeir bátar sem þá
hafa ekki byrjað veiðar missi leyfi
sín, en kvótinn verði hækkaður hjá
hinum bátunum. Við þurfum að
nýta tímann fram til 20. nóvember
sem bezt og það þarf enginn að
reikna með framelngingu á veiði-
tímanum þó svo að viðkomandi
bátur hafi ekki náð upp í kvóta sinn
á veiðitímanum, sagði Jón B.
Jónasson að lokum.
Konráð Axelsson tekur upp myndirnar á Kjarvalsstöðum. en fyrr
hefur Dali-sýning ekki komið til íslands.
Ein af Dali myndunum á sýningunni, en mikil litadýrð er í
sumum þeirra.
Salvador Dali á
Kjarvalsstöðum
100 mynda sýning opnuð um helgina
SÝNING á 100 myndum
eftir Salvador Dali verð-
ur opnuð á Kjarvalsstöð-
um n.k. laugardag kl. 3,
en sýningin mun standa
til 5. nóvember. Einnig
eru höggmyndir og vegg-
teppi eftir meistara Dali
á sýningunni, en mynd-
irnar eru flestar grafísk-
ar og m.a. er mynda-
flokkur um hinn guðdóm-
lega gleðileik Dantes.
Verð myndanna er frá 80
þús. til 400 þús. kr., en
engin málverk eftir Dali
eru á þessari sýningu
sem kemur hingað frá
Norðurlöndunum.
Dali