Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 11 Finnans Einars Englunds, og Danans Erlings Brene, sfem ekki hafa verið hér, með sams konar beiðni. En Einar Englund kemur og leikur sjálfur verk sitt á laugardag. Einnig var Jón Nordal beðinn um að semja fyrir Norræna húsið og frumflytur Hamrahliðar- kórinn hans verk á laugardag. Vagn Holmboe samdi fyrir „Listahátíð 1978“ 15. strokkvartett sinn, sem þá var frumfluttur í Norræna húsinu. — Af því að ég er svo mikill aðdáandi Halldórs Laxness, þá bað ég hann um að semja tónlist við texta hans „Þótt form þín hjúpi graflín" úr Fegurð himinsins, og það verður frumflutt nú, af Hamrahlíðarkórnum, segir Erik Sönderholm. Ake Harmanson samdi sitt verk með einleikara kvöldsins Manuelu Wiesler i huga. Og Ketil Sæverud hefur áður samið verk fyrir Kammersveit Reyjavíkur, en tríó hans óbó, violu og slagverk er nú flutt af þremur íslendingum. Kammersveitin leik- ur með Peter Weiss verk Erlings Brene. Tónlistaráhugi Eriks Sönderholm beinist einnig að safni Norræna hússins, en á sunnudag verður þar stofnuð tónlistardeild. — Bókasafnið var í fyrstu að- eins bókasafn, útskýrir hann. Síðan stofnaði Maj Britt Imnander listlánadeildina, þar sem lánuð eru út grafiklistaverk eftir norræna listamenn. Það tilboð er nú mikið nýtt. Og á sunnudag stofnum við tónlistardeild. Þar á að verða mikið safn af nótum og bókum um tónlist og tónlistarverk. Þetta er þegar nokku stórt safn. Við höfum oft rekið okkur á það þegar við höfum fengið hingað söngfólk og þurft að fá íslenzka undirleikara, að nótur eru ekki til í Reykjavík. En ef við höfum þær hér í safninu, þá ættum við að hafa þær við höndina í framtíðinni. Hljóm- plötusafnið stækkar líka að mun og verður góður viðauki við nótnakostinn. Ekki snýst afmælishátíðin þó eingöngu um tónlist, því að um leið verður opnuð sýning á norrænni glergerð í sýningarsalnum í kjall- ara Norræna hússins. — Afmælis- sýningin var nokkuð erfitt við- fangsefni, segir Erik Sönderholm. Við veltum því lengi fyrir okkur hvar Norðurlöndin stæðu nokkurn veginn jafnt, verkin féllu jafn- framt vel saman í eina sýningu. Og okkur kom saman um að sýna listaverk úr gleri frá þekktum glerverksmiðjum á Norðurlöndum. Þarna verða því sýndir listmunir í gler frá fimm verkstæðum, Holmegard í Danmöku, Hadeland í Noregi, Kosta-Boda í Svíþjóð og Ittala og Nuutajarvi í Finnlandi. Verkstæðin eru tvö í Finnlandi, vegna þess að Ittala gerir ekki lengur mikið af hreinum listaverk- um. Þessi verk eru hingað komin heilu og höldnu og verið að setja þau upp. Glergerð hefur ekki fest rætur á íslandi, en við sýnum glermuni eftir Jónínu Guðnadótt- ur og glermyndir eftir Leif Breið- fjörð, svo og Metu Molmboe. Almenningur kemur í Norræna húsiö Starfsemin í Norræna húsinu stendur með miklum blóma á 10 ára afmælinu. — Það er auðvitað skemmtilegt, því að svo margir óttuðust í upphafi að hún gengi ekki, segir Erik Sönderholm. Húsið reyndist svo orðið of lítið eftir fyrstu 10 árin, og ekki hægt að stækka það. Við þetta hús er ekki hægt að byggja. Bókasafnið er til dæmis nú þegar alveg fullt. Og annað húsrými upptekið. Ein- asta ráðið væri kannski að taka íbúð forstöðumanns undir starf- semina. En einhver þarf að vera í húsinu og það er skemmtilegt að forstjórinn sé á staðnum. — Nei, nei, það skapar honum ekkert ðnæði, svarar Erik Sönderholm. Maður er sjaldan ónáðaður utan vinnutima. En við að vera í húsinu, má kannski segja að maður vinni sjálfur lengur og hugsi óoflátanlega um starfsem- ina. — Gestaíbúðin er íka nauðsyn- leg. Þegar við bjóðum hingað listafólki og fyrirlesurum er auð- vitað ódýrast fyrir okkur að geta boðið þeim að búa hjá okkur. Og nauðsynlegt er að geta boðið fólki að vera um nokkurn tíma, ef verið er að því á annað borð, en oft eru hér nokkurs konar styrkþegar. Við það að þeir eru á staðnum, kynnist maður þeim og þeir tengjast húsinu. Þannig getum við oft aðstoðað félög, eins og til dæmis Krabbameinsfélagið, til að fá gesti, með því að hýsa þá og borga ferðirnar. Tvö herbergi í þessu skyni er hæfilegt, því ekki mega gestirnir heldur verða of margir. Nú þekkjum við gestina, sem hjá okkur eru og við erum í góðu sambandi við þá. Þá komum við að kaffistofunni, sem ekki hvað sízt hefur farið fram úr sínu upphaflega hlutverki um vinsældir, og a.m.k. tvisvar sinnum á dag er þar þéttsetinn bekkurinn. — Kaffistofunni var ekki í upphafi fyrirhugað slíkt hlutverk. Reiknað var með því að þeir sem sæktu bókasafnið og annað, gætu fengið sér kaffisopa þar. Engum datt í hug að hún yrði sótt svo mjög utan úr bæ og að hún næði slíkum vinsældum. Þar liggja frammi helztu dagblöðin frá Norðurlöndum og því hægt að fylgjast með því sem þar er að gerast. Og þó dýrt sé að fá blöðin daglega í flugpósti, borgar það sig, þar sem það er svona vinsælt. A sumrin kemur í húsið mikið af ferðafólki og við reynum að nota tækifærið til að kynna Island fyrir þessu fólki. Og á vetrum eru háskólastúdentar fjölmennir. En það er þó ekki aðalatriðið, heldur það að allan ársins hring kemur hingað almenningur utan úr borg- inni. í því liggur að starfsemi Norræna hússins hefur tekist svona vel. Norræn menningarvika 1979 Einn stór þáttur í starfsemi Norræna hússins á undanförnum árum sem kannski er að syngja sitt síðasta eða að breytast er aðild þess að listahátíðum. — Já, við höfum verið stórir aðilar að listahátíðum. En það hefur reynst okkur of dýrt. Reynslan er sú, að við drukknum í Listahátíðinni, þannig að við borgum of mikið en fáum of lítið út úr því. Þess vegna ætlum við nú að breyta til og reyna annað. Upphaflega var það hugmynd Ivars Eskelands að efna til Norrænnar menningarviku, sem svo rann saman við listahátíð. Og nú ætlum við að efna til slíkrar í október 1979 hér í Norræna húsinu. Og hana er nú farið að undirbúa. Norræna húsið í Reykjavík var fyrsta tilraunin til norrænnar samvinnu um slíka starfsemi. Hún hefur tekist svo vel, að nú eru áform um Norrænt hús í Færeyj- um. — Það verður öðru vísi, enda aðstæður aðrar, segir Erik Sönderholm. Annars er það mín skoðun að vafasamt sé að stofna til svona starfsemi annars staðar. Hér eru aðstæður sérstæðar. Og þar á ég ekki aðeins við fjarlægð- ina frá öðrum löndum, heldur engu síður fámennið. Ef listamaður ætlar til íslands, þá getur hann átt von á að geta haldið eina til tvenna tónleika, en fari hann til Þýzka- lands, þá verða tónleikarnir kannski 14—15 kvöld eftir kvöld. Það er því hæpið að borgi sig að leggja leið sína hingað, en með milligöngu Norræna hússins, þá er það mögulegt. Þannig getum við orðið að liði hér. I lokin berst talið að dvöl Eriks Sönderholms og fjölskyldu hans á Islandi. Það fer ekki á milli mála að hún kann vel við sig. Dóttirin er í Hamrahlíðarskóla, en sonurinn við nám í Hafnarháskóla. — Auðvitað ferðumst við mikið um landið, þegar tækifæri gefst. Það hefur alltaf verið okkar besta skemmtun, segir hann, og hugsar gott til þess að vera hér í tvö ár í viðbót. — E.Pá. Elin Guðjónsdóttir: Rækta þú með þér bjartsýni Stutt spjall við Birgit Nilsson Birgit Nilsson fa>ddist í Karup í Svíþjóð 1918. Ilún stundaöi tónlistarnám í Konunglega tónlistarskólanum í Stokkhólmi. þar var breski tenorsöngvarinn Joseph Hislop meðal kennara hennar. Hún háði frumraun si'na í Stokkhólmsóperunni 1946. Meðal fyrstu hlutverka hennar þar voru hlutverk Greifafrúarinnar í Brúðkaupi Figarós eftir Mozart, Lady Machbeth í Macbeth, Agötu í Töfraskyttunum. (Jrsúlu í Matthías málari. og á eftir fylgdu Wagnerhlutverk. 1951 söng hún í fyrsta sinn utan Svíþjóðar og þá i Glyndehourne. en þar söng hún hlutverk Elektru í Idomeneo eítir Mozart. 1953 söng hún hlutverk Sigclinde og EIsu eftir Wagner í Vínaróperunni ásamt hlutverkum í ítölskum óperum. eins og hlutverk Tosku. Aidu og Amelíu. Forráðamenn Bayreouth-hátíðarinnar áttuðu sig fljótlega á hæfileikum hennar til þess að syngja hlutverk í Wagner-óperum. en hún hefur nú verið ein af máttarstoðum Bayrouth-hátíðarinn- ar i hálfan þriðja áratug. Hún söng fyrst í Metropolitan-óperunni 1959 við fádæma hrifningu. Hún hefur sungið flest sópranhlutverk í Wagn- er-óperum víða um heim. Hlutverk Islode í Tristan og Isolde hefur hún sungið um 170 sinnum. Hún er talin albesta Wagnersöngkona sem nú er uppi. Þegar ég að fengnu leyfi kom a æfingu Sinfóníuhljómsveitar íslands hinn 14. júní s.l. þá stóð Birgit Nilsson á sviðinu, þétt- vaxin gerðarkona, geislandi af Hfsorku. Á leiðinni hafði mér orðið hugsað til ýmissa stórsöngvara, sem ég hafði heyrt syngja komna á efri ár, þar sem söngur þeirra var sem sku^gi þess sem þeir áður gátu. Eg hálfkveið fyrir. Það var mér því ekki lítil gleði^ þegar Birgit Nilsson hóf upp rödd sína og söng með óþreyttri röddu. Þeirri sömu sem ég þekkti frá hijómplötum. í stuttu spjalli eftir æfingu, kvaðst hún vera að koma frá Vínarborg, þar sem hún hafði sungið í óperu eftir Richard Strauss; sá óperuflutningur var hluti af listahátíð þeirra Vínar- búa. Fyrir nokkru sá ég Valkyrjurnar eftir Richard Wagner í óperunni í París. Hlutverk Brynhildar í þeirri óperu er eitt þeirra hlutverka, sem aðeins örfáar söngkonur geta súngið á hverjum tíma.' Þetta hlutverk hefur BirgitNils- son sungið við mikinn orðstír víða um lönd. Ég hef máls á þessu, og eins því að til þess að syngja þetta Birgitt Nilsson hlutverk hljóti að þurfa mikið líkamsþrek. Óperan er löng og hlutverk Brynhildar stórt. — Já, svarar hún; eftir sýningar er maður uppgefinn, hreint slituppgefinn. Hér áður söng ég þetta hlutverk oft, stundum fjórum sinnum í viku, t.d. á Bayreuth-hátíðinni. Nú orðið syng ég það varla oftar en einu sinni í viku. Til þess að eyða ekki tímanum segi ég: Hvað viljið þér sjalf tala um, hvaða spurningu vilduð þér svara? Hún horfir á mig svolítið hissa, svo hlær hún hressilega. — Þakka yður kærlega fyrir, segir hún. Ég hef nú svarað spurningum blaðamanna í ára- raðir, en það hefur aldrei nokkrum dottið í hug að spyrja mig hvað ég sjáíf vilji tala um. Hún horfir fram fyrir sig og þegir, svo brosir hún: — Það er svo margt sem ég gæti og vildi tala um, að ég verð alveg klumsa. Nú veit ég hvað við skulum tala um. Ég fæ mikið af bréfum, bréfum sem mér þykir í raun- inni vænt um að fá. Oft eru þessi bréf frá ókunnugu fólki, þetta fólk skrifar mér oft um vandamál sín. í vetur fékk ég bréf frá konu. Þessi kona skrifaði mér um veikindi barna sinna. Drengur hafði fengið mislinga, hin börnin einhverja aðra sjúkdóma. Sjálf átti hún vanda til þess að fá höfuðverk, og svo var það bakið. Eftir að hafa lesið þetta bréf þá var ég skaparanum þakklát. Ekki fyrir það að ég sjálf hafði aldrei fengið höfuðverk eða bakverk. Vegna þess að ég hef fengið hvort tveggja og ég hef orðið að syngja hvort sem mér hefur fundist ég geta það eða ekki. Ég hef veikst alvarlega og gengið í gegn um erfiðleika rétt eins og annað fólk. Hins vegar hef ég þann eiginleika, sem mér finnst vera guðsgjöf. Þessi eiginleiki er sá að um leið og mér er batnaður höfuðverkurinn eða bakverkur- inn, eða hvað svo sem það er, sem amaði að mér, þá er ég búin að gleyma því, og ég verð glöð. Glöð yfir því að halda söngrödd- inni, og ég nýt lífsins í öllum þess margbreytileik. Ég hef samúð með konunni sem skrifaði mér um veikindi sín. Ég hef samúð með öllum þeim sem einblína á erfiðleika sína. Mér finnst bjartsýni og lífstrú vera sú dýrmætasta guðsgjöf sem fólki hlotnast, gjöf sem allir ættu að leggja rækt við. Ráðstefna um efnahagsmál á Norðurlöndunum í Rvík UM helgina var haldin á Hótel Loftleiðum i Reykjavík ráðstefna um efnahagsmál á Norðurlöndun- um á vegum NUU — samtaka ungra hægri manna á Norður- löndunum. Fyrir ráðstefnuna var haldinn i Reykjavík formanna- fundur NUU en Samband ungra sjálfstæðismanna gerðist aðili að NUU á þessu ári í framhaldi af samþykkt þings SUS í Vest- mannaeyjum um málið. Ráðstefn- una sóttu 24 þátttakendur og þar af voru 17 frá hinum Norðurlöndunum. Fyrirlestra á ráðstefnunni fluttu þeir Jónas Haralz, banka- stjóri, Guðmundur Magnússon, prófessor, og Þráinn Eggertsson lektor en ráðstefnustjóri var Geir H. Haarde, hagfræðingur. Ráð- stefnur sem þessi eru fastur liður í starfsemi NUU og eru haldnar þrjár ráðstefnur á ári til skiptis á Norðurlöndunum. Á myndinni sést hluti þátttakenda i ráðstefnu NUU um efnahagsmál á Norðurlöndunum. Lengst til vinstri á myndinni er Jónas Haralz. einn fyrirlesara á ráðstefnunni. og við hlið hans er Geir H. Ilaarde. ráðstefnustjóri. Ljósm. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.