Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Orlofssvæði Alþýðusambands Vestf jarða heimsótt: Nokkur hinna nýju orlofshúsa Alþýðusambands Vestfjarða í Vatnsfirði. Verið er að leggja síðustu hönd á byggingu 14 orlofshúsa - og hafa þá öll aðildarsambönd ASÍ eignast eigin orlofshús Ililmar Jónsson. verktaki húsanna. t.h. ásamt verkstjóranum á staðnum. Arna Sigurjónssyni. Framkvæmdir við byKjíinKU orlofshúsa fyrir Alþýðusam- band Vestfjarða í Vatnsfirði’á Barðaströnd. eru nú á lokasti>;i OK er áætlað að þeim ljúki endanletta um miðjan næsta mánuð. — MorKunblaðið var þar vestra á íerð íyrir skiimmu otí ræddi þá við Ililmar Jóns- son. sem hefur framkvæmd verksins á höndum fyrir al- þýðusambandið ok Ilendrik Tausen. formann orlofsnefndar Alþýðusambands Vestfjarða. Hilmar saKÖi, að um mitt ár 1976 hefðu komið fram huK- myndir um að hann tæki að sér verkið og í október var endan- lega Kengið frá því að hann byKKði se.x hús, sem vera ættu tilbúin að hausti 1977. Fram- kvæmdir hófust svo af krafti um mitt sumar 1977 ok var unnið fram í október, þegar upp kom smá deilumál, sem leiddi til þess að allar framkvæmdir voru stöðvaðar um tíma. ÞeKar deilur voru síðan settar niður fljótleKa ok ákveðið að bæta við fimm húsum ok þjón- ustumiðstöð ok skyldi fram- kvæmdum þessum ljúka um miðjan nóvember í ár. Þessi hús sem hér um ræðir eru öll af sömu stærðinni eða tæplega 40 fermetrar, en þjónustumiðstöð- in verður 'svo um helmingi stærri. Þau fimm hús sem bætt var við voru síðan seld starfs- mannafélögum úr Reykjavík. Svæðið sem Magnús Ingi Ingvarsson tæknifræðingur hannaði er í raun þegar skipu- lagt fyrir 30 orlofshús. Húsin sjálf teiknaði hins vegar Jóhann Gunnar Bergþórsson verkfræð- ingur. Auk þess að sjá um byggingu húsanna sjálfra sér Hilmar um að leggja allar skolplagnir á svæðinu og leggja vatnsleiðslur fyrir kalt vatn, sem tekið er úr læk fyrir ofan svæðið. — Húsin sjálf eru forsmíðuð í Reykjavík og flutt vestur í einingum sem síðan er raðað saman og verða afhent alveg tilbúin með rúm- stæðum og skápum. A vegum Hilmars Jónssonar hafa að meðaltali unniö 8—16 menn frá því í byrjun júlí s.l. og eru flestir þeirra trésmiðir. Unnið er í 11 daga úthöldum og síðan þriggja daga frí. Alþýðu- Hendrik Tausen, formaður orlofsenfndar Alþýðusam- bandsins og „yfirkokkur“ á staðnum. sambandið hefur sjálft umsjón og eftirlit með verkinu og svo er Hendrik Taussen, formaður or- lofsnefndarinnar, sjálfur kokk- ur á staðnum fyrir starfsmenn, og sagði Hilmar að matseld hans væri rómuð af öllum á staðnum. Að síðustu kom fram í spjall- inu við Hilmar að mjög vel hefði gengið í allt sumar og væru þeir heldur á undan áætlun ef eitthvað væri. Þá var spjallað við Hendrik Taussen, formann orlofsnefndar Alþýðusambands Vestfjarða, og kom þá m.a. fram að hugmyndin að byggingu orlofshúsa fyrir sambandið er orðin æði gömul, enda væri alþýðusamband Vest- fjarða síðasta aðildarsambandið sem kæmi sér upp orlofshúsum. — Upphaflega var hugmyndin að byggja upp orlofssvæði sam- bandsins, sem nefnist Mórudal- ur lítið eitt utar á Barðaströnd- inni en hætt var við það á síðustu stundu þegar í ljós kom eftir athuganir að sólarganguc er þar óvenju stuttur. Þá kom fram sú hugmynd og var reyndar könnuð nokkuð ítarlega, að eiga samstarf við Gest h.f., fyrirtæki það sem á og rekur hótelin Flókalund og Bjarkarlund. Það samstarf sem til umræðu var, strandaði síðan á fjárkröfum Gests h.f., en hugmyndin hafði verið að félag- ar sambandsins kæmu á hótelin og dveldu þar í hótelherbergjum sér til hvíldar en þau yrðu þá jafnvel stækkuð. Þegar hótelhugmyndin fór út um þúfur var svo ákveðið að byggja upp orlofssvæði í Vatns- firði og undirbúningur að því hafinn. Samningar tókust eins og kom fram hjá Hilmari Jónssyni við hann um að reisa húsin, eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Að sögn Hendriks hafa fram- kvæmdir gengið mjög vel í allt sumar og var nú nýverið ákveðið að bæta enn við tveimur húsum til viðbótar, þannig að alls væru húsin því orðin 14, en þegar væri búið að skipuleggja svæðið fyrir a.m.k. 30 hús. Það er því mjög einfalt í framtíðinni að bæta við húsum, einu og einu, í stað þess að leggja út í svo stóra fram- kvæmd sem nú. — Aætlaður heildarkostnaður við byggingu þeirra húsa sem nú um ræðir, er í kringum 150 milljónir króna, en þá er auðvitað meðtalinn kostnaður við hönnun svæðisins í heild, sem kæmi til með að deilast niður á fieiri hús en nú eru risin. Skipulagið varðandi eign á húsunum er að því leyti frá- brugðið því sem tíðkast hjá öðrum aðildarfélögum ASI, að aðeins er um eitt sameignarfé- lag að ræða serri á öll húsin og sér um rekstur þeirra. Eignar- aðild í félaginu er mismunandi allt frá 3,5% upp í 20% og er Verkalýðsfélagið Baldur á Isa- firði stærsti aðilinn. Að síðustu kom fram í spjall- inu við Hendrik, að í bígerð er að ljúka öllum innkaupum á nauðsynlegum tækjum inn í húsin í vetur, þannig að hægt verði að hefja útlán á þeim í byrjun orlofsárs í maí í vor. Varðandi félagsmiðstöðina sagði Hendrik að hún yrði notuð undih ýmiss konar félagsstarf, fundi og námskeiðahald á veg- um Alþýðusambands Vest- fjarða. Amnesty International: Ungverski minnihlutinn í Rúmeníu Jeno Szikszai, kennari, sem rekur ætt sína til ungverska minnihlutans í Rúmeníu, var handtekinn af rúmenskum örygg- isvörðum snemma árs 1977. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðlagt foreldrum nemenda sinna af ung- verskum uppruna að neita að láta þá í rúmenska skóla í Brasov-hér- aði en óska þess heldur, að börn þeirra yrðu innrituð í ungverska skóla. Sagt er, að honum hafi verið misþyrmt við yfirheyrslur. Seinna fréttist, að hann hefði framið sjálfsmorð. Það er langt síðan ungverski minnihlutinn hefur verið frétta- efni í fjölmiðlum. A það einnig við um opinber málgögn í Ungverja- landi, því þeim var ekki, fram til ársins 1977 a.m.k., leyft að minn- ast á örlög ungverska minnihlut- ans í Rúmeníu. En nú upp á síðkastið hafa fregnir borizt hvað eftir annað til Amnesty International, um að ungverski minnihlutinn í Rúmeníu sé beittur misrétti og ofsóttur á ýmsan hátt, bæði menningarlega og stjórnarfarslega. Og þeir, sem mótmæli eða halda uppi gagnrýni á menningarlega kúgun, standa berskjaldaðir gagnvart illri með- ferð, handtökum og innilokun, eða öðrum ofsóknaraðferðum. Sumir hafa jafnvel verið sendir í þrælk- unarbúðir eða á geðveikrahæli. Samkvæmt öruggum heimildum eru þegnar af ungverskum ættum í Rúmeníu milli 2.4 og 3 milljónir en samkvæmt opinberum skýrslum eru þeir ekki nema 1.6 milljónir. Flest er fólkið, sem talar ung- versku, í sérstökum byggðakjörn- um í Transylvaníu. Þrátt fyrir ákvæði stjórnar- skrárinnar um jafnrétti allra fyrir lögum, án tillits til þjóðernis og um rétt fólks af öðrum þjóðum innan landamæranna „til að nota sitt eigið móðurmál og fá bækur, blöð og fræðslu í skólum að öðru jöfnu á feigin máli“, hafa verið sett bæði lög og tilskipanir, sem beint er gegn trúarlegum og menningar- legum- erfðum ungverska minni- hlutans. Ahrif þessa hafa orðið hvað mest í menntamálum. Árið 1973 voru sett lög þar sem ákveðið var, að lágmarksfjöldi ungversku- mælandi nemenda í hverjum bekk í barnaskóla skyldi vera 23 og í framhaldsskólum 36, ef kenna ætti á ungversku. Þar sem flest ung- versku þorpin hafa innan við þúsund íbúa varð afleiðingin sú, að þriðji hluti ungversku bekkjar- deildanna var lagður niður. Til viðbótar má geta þess, að handrit, bækur og önnur skjöl á ungversku, sem verið hafa í umsjón ung- verskra menntamanna í kirkjum og öðrum stofnunum í sveitarfé- lögum þeirra, hafa verið gerð upptæk. Sérstökum reglum er beitt til að mismuna fólki af ungverskum uppruna á vinnurnarkaði. Lengi hafa kvartanir borizt frá hinum ungversku um, að stefna stjórnar- innar varðandi búferlaflutninga og búsetuskipti bitni sérstaklega harkalega á þeim. Þúsundir manna hafa verið fluttar frá Transylvaniu og neyddar til að setjast að í öðrum landshlutum. Tilskipanir nr. 24 og 25, sem heimila yfirvöldum að flytja verk- fært fólk milli landshluta, hafa í vaxandi mæli verið yfirvarp til að skáka fólki ungverska minnihlut- ans úr einum stað á annan. Á miðju ári 1977 ritaði Kareley Kiraly, einn af forystumönnum ungverska minnihlutans og fyrr- verandi meðlimur í miðstjórn rúmenska kommúnistaflokksins, þrjú bréf viðvíkjandi harkalegri meðferð á fólki af ungverskum uppruna, og sendi þau til rúm- enskra yfirvalda. Þegar bréfin voru birt var Kiraly handtekinn, honum hótað fangelsi, en hann að lokum sendur, án nokkurra lög- legrar málsmeðferðar, til annars landshluta. Hann vinnur nú í timburverksmiðju í Caransebes, verður að hafa samband við lögregluna tvisvar á dag og er bannað að taka á móti gestum. Mönnum af ungverskum upp- runa hefur einnig verið komið á geðveikrahæli vegna skoðana sinna. Tilskipun nr. 12/1965 fjallar um „hættulegt, sálsjúkt fólk“, sem sé „hættulegt sjálfu sér og öðrum eða geti hvenær sem er framið voða- verk, er heyri undir hegningarlög og valdið truflunum á eðlilegri starfsaðstöðu". Janos Torok, ung- verskur að ætt, var fluttur á geðveikrahæli árið 1975 eftir að hafa flutt ávarp á fundi 2000 verkamanna í vefnaðarverksmiðju í Cluj/ kolozsvar, en þar vann hann tæknistörf. í ræðu sinni gagnrýndi Torok kosningakerfið í Rúmeníu og gaf í skyn, að þar væru minnihlutahópar beittir mis- rétti. Öryggisverðir verksmiðjunn- ar drógu hann nauðugan úr ræðustólnum og er fullyrt, að honum hafi verið misþyrmt í augsýn samverkamannanna. Hon- um var haldið á geðveikrahælinu Dr. Petru Groza og þar gefnir stórir skammtar lyfja, þar á meðal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.