Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Hjörleifur Sigurðs- son í FÍM-salnum Mynd nr. 25i „Regn“ í FÍM-SALNUM viö Laugarnes- veg heldur Hjörleifur Sigurðs- son sýningu, er hann nefnir „Verk í þrjátiu ár og minningar frá Kína“. Hér er um nokkra yfirlitssýningu að ræða, eins og þeir munu fljótt sjá, er auga hafa haft með Hjörleifi, síðan hann sýndi í fyrsta sinn. En eðlilega er þessi sýning ekki tæmandi, ef svo mætti að orði kveða, því að húsnæðið sníður henni mjög þröngan stakk. Hjörleifur Sigurðsson hefur alla tíð lagt mikla vinnu í verk sín, og því getur hann varla talist til mikilvirkra málara. Tími Hjör- leifs hefur einnig verið af skornum skammti, þar sem hann hefur orðið að stunda ýmislegt annað, jafnhliða því að vinna að myndgerð. En þótt sýningu Hjörleifs sé þröngt skorinn stakkur, gefur hún hugmynd um hann sem málara frá fyrstu tíð. Við, sem vorum við hlið hans, er hann var að byrja sinn feril, sjáum á þessari sýningu nokkur verk, sem hann vann í þá daga. Það eru aðallega mannamyndir, svo sem af Gerði og Else Mia, einnig má nefna mynd frá Úlfljótsvatni frá Myndllst ettir VALTÝ PÉTURSSON árunum 1948—50. Þessi verk sýndu þegar í byrjun, að Hjör- leifur hafði á að skipa sérstæð- um hæfileikum. Er þá aðallega átt við meðferð litar og einnig myndbyggingu. Síðan kemur allt annar tónn í verk frá 1952 og helst í nokkur ár. Þá er það hin geometríska ábstraktion, sem á allan hug Hjörleifs, og nokkrar myndir frá þessum árum eru nú á þessari sýningu, en ég get ekki að því gert, að mér finnst eins og að þær séu svolítið settar hjá í þessu úrvali. Litur þessara verka var hreinn og hljómmikill, á stundum var myndbygging nokkuð meinlætaleg og því heldur þung, en einföld og skýr. Svo losnar um hlutina og hljóðræn tilfinning gerir vart við sig, eins og maður greinir sérlega í „Peinture bleue“ frá árinu 1965. Og það skeið heldur áfram. að þróast í léttari og liprari litameðferð en áður og er auðsjáanlega vísir að því, er Hjörleifur hefur unnið nú sein- ustu árin í vatnsliti og olíu reyndar einnig. Því verður ekki neitað, að fyrstu verk Hjörleifs verka nú mjög þung í litnum og stundum svo alvarleg, að maður getur vel látið sér til hugar koma, að hér sé á ferð lífsleiður þjáningamaður á efri árum. En það merkilega skeður. Það er eins og Hjörleifur Sigurðsson taki að yngjast með því að eiga við vatnslitina, og held ég, að hann hafi einmitt fundið mikið af nýjum og heillandi verkefn- um á því sviði. Því læt ég það fyrir almenning í þessum línum, að Hjörleifur hafi, eftir því sem ég sé best, náð mestum árangri í myndgerð í vatnslitamyndum sínum. Þær eru yfirleitt mjög ólíkar því, er hann hefur unnið í olíuliti, samt verður ekki annað sagt en að stærsta verk á þessari sýningu, sem er olíumál- verkið „Regn“ No. 25 sé meira og minna orðið til vegna þess þroska, sem Hjörleifur hefur náð í vatnslitamyndum sínum. Minningar frá Kína eru allt vatnslitamyndir. Þær eru flest- ar málaðar nú á síðastliðnum tveim árum. Það er auðséð, að Kína hefur átt vel við Hjörleif, og hann hefur gert sum af sínum bestu verkum einmitt í eða eftir ferð sína þangað. Ég er ekki í neinum efa um, að Hjörleifur Sigurðsson er sterk- astur í ferli sínum einmitt í þessum myndum, og mér virðist hann hafa þróast yfir í hreinan Impressionisma á þessum síð- ustu árum. Það er ef til vill ekki auðvelt verk að segja, hver er þungamiðja þessarar sýningar Hjörleifs, en ég held, að það séu þessar vatnslitamyndir, sem margar hverjar hafa sérstæða litameðferð, sem er hnitmiðuð, en leikandi létt. Er hægt að segja öllu meir um þessa mynd- gerð? Hjörleifur Sigurðsson er það mótaður listamaður, að hann fer ekki út í nein fen. Þarna er á ferð mjög skemmti- leg myndgerð, sem hefur ekkert af hinum fyrrverandi Weltssmerz, sem svo einkenndi allt það, er Hjörleifur gerði. Sýning Hjörleifs fer mjög vel í þessum nýja sal og sannar, að vel er hægt að halda þar ánægjulegar sýningar, ef vel er á málum haldið. Þetta er nú þriðja sýning í röð á Laugarnes- vegi 112 og vonandi aðeins byrjun. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA "Aóalstræti 6 sími 25810 plegomazin, sem sljóvgar mjög, bæði andlega og líkamlega. Torok var látinn laus snemma árs 1978 eftir alþjóðlega baráttu fyrir frelsi hans. Hann sendi Amnesty Inter- national bréf, þar sem hann kveðst sannfærður marxisti og telur sig hafa ráðist ómaklega á rúmensk yfirvöld, enda sé hann þess fullviss, að hið sósíalistíska stjórn- málafyrirkomulag Rúmeníu sé betra en kerfi kapitalista. Fyrri tilfelli benda til þess, að fangar séu neyddir til að skrifa slík bréf til ættingja og vina erlendis til þess að kaupa sér lausn. Torok er nú í stofufangelsi á heimili sínu og verður að hafa stöðugt samband við geðveikrahæli heimabæjar síns. Andspyrnuhreyfingin í Rúmen- íu fullyrðir, að þeir meðlimir ungverska minnihlutans skipti hundruðum, sem lokaðir séu inni í geðveikrahælum, vinnubúðum eða afpláni fangelsisdóma vegna gagn- rýni á meðferðina á ungverska minnih'iutanum í Rúmeníu. Amn- esty International hefur sérstak- lega rannskað og/ eða tekið upp baráttu fyrir frelsi sex fanga úr þessum hópi. oklcar sparar þér mörg sporin í framtíðinni Við tökum okkur upp með allt okkar hafurtask úr húsi Hótels Esju á næstu helgi og höfnum í Toll- húsinu við Tryggvagötu. Gengið erinn í vesturenda hússins. greiðsla flugfylgibréfa. Þv getur innleyst fraktbréfið og lagt það í toll í sama húsi ásamt öðrum innflutn- ingsskjölum. Ekki skaðar heldur að gjaldeyrisbankarnir eru í að- eins nokkurra skrefa fjarlægð. Þar verða því farmsöluskrifstofur okkar og af- Athugaðu að símanúmer Flugfraktar verður nú hið sama og aðalskrifstofu Flugleiða. FLUGLEIDIR frakt Tollhúsinu v/Tryggvagötu sími 27800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.