Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Nytsemi eda framfærsla Þegar brunamálastofnunin hóf starfsemi sína í ársbyrjun 1970 var aðkoman ekki glæsileg. I Reykjavík og á Akureyri voru atvinnuslökkvilið, sem höfðu yfir að ráða sæmilegum tækjabúnaði. Víðast hvar annars staðar á landinu var tækjakostur slökkvi- liða mjög bágborinn og kunnátta og hæfni liðanna víðast í lágmarki. Brunamálastofnunin hófst þegar handa um eflingu slökkviliðanna. Að hennar frumkvæði keyptu sveitarfélög víðs vegar um landið nær 70 slökkvibíla á árunum 1970—1975. Keyptir voru nokkurra Ara gamlir, en í flestum tilvikum lítið notaðir eða ónotaðir slökkvi- bílar frá Bretlandi. Bílarnir og tækjabúnaður þeirra var stand- settur og yfirfarinn hér heima samkvæmt útboðslýsingu bruna- málastofnunar. Auk þeirra var keyptur margvíslegur annar tækjakostur svo sem reykköfunar- tæki, millifroðutæki, lausar ’ slökkvidælur o.s.frv. A árunum 1970—1975 voru haldin 8 námskeið fyrir slökkviliðsmenn utan Reykjavíkur. Samtals sóttu um 180 manns námskeið þessi, en þau stóðu í 6—10 daga hvert. Lögum samkvæmt eiga að vera 50 slökkvi- lið í landinu öllu, þ.e. í kaupstöðum og kauptúnum með 300 íbúa eða fleiri. Þau eru nú 67 talsins og hefir hvert um sig yfir að ráða amk. einum slökkvibíl og öðrum nauðsynlegum búnaði. Stofnuð hafa verið brunavarna; félög víðs vegar um landið. I slíkum félögum ganga sveitar- hreppar til samvinnu við nærliggj- andi þéttbýliskjarna um slökkvi- varnir, en lögum samkvæmt er sveitahreppum ekki skylt að hafa slökkvilið. Nú er svo komið, að nánast öll meiriháttar landbúnað- arhéruð eru þátttakendur í bruna- varnafélögum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar ferðuðust um landið, héldu slökkviæfingar með slökkviliðum og skoðuðu meiriháttar „áhættur" með tilliti til öryggis gegn eldi. Það, sem hér hefir verið sagt, á við um stofnunina fyrstu 5—6 árin. Því verður vart á móti mælt, að á þeim tíma var gert verulegt átak í brunamálum landsbyggðar- innar. Eftirlitsmenn stofnunar- innar höfðu nóg að gera vetur jafnt sem sumar við uppbyggingu slökkviliðanna og við eftirlit með meiriháttar „áhættum". Deyfö og drungi Nú er svo • komið, að starf eftirlitsmannanna er nær ein- göngu falið í því að ferðast á milli slökkviliðanna 10—11 vikur á ári, ræða við slökkviliðsstjóra og skoða „áhættur". Það tekur þá um 2 mánuði að gera skýrslur um ferðir sínar. Um það bil hálfur annar mánuður fer í sumarfrí. Saman- lagt gerir þetta um sex mánuðir á ári. Hina sex mánuðina eru mennirnir nánast verkefnalausir. Að vísu eiga þeir að fara með fræðsluefni í skóla á veturna, en það verk hefir ekki sótzt betur en svo, að þeir hafa aldrei komist út af Suð-Vesturhorni landsins að vetri til. Um eftirlitsstörfin er það að segja, að ég álít þau, eins og málum er nú komið, nánast þýðingarlaus. Undanfarin tvö ár hafa engar, eða nánast engar slökkviæfingar verið haldnar með slökkviliðum, þrátt fyrir fyrirmæli þar um. Um húsaskoðanir er það að segja, að eftirlitsmenn stofnun- arinnar hafa haft afskipti af .300—400 áhættum víðsvegar um landið frá því að stofnunin tók til starfa. Mjög miklar úrbætur fengust fyrstu árin, en fljótlega skildust sauðirnir frá höfrunum. All stór hópur lagfærði flest eða allt, sem farið var fram á, fljótlega eða jafnvel þegar í stað. Aðrir þráuðust við en létu þó til leiðast að bæta úr ýmsu. Að lokum eru svo þeir, sem engu eða nánast engu tauti er við komandi. I flestum tilvikum er erfiðleikum háð að sækja málin, því að ágallarnir brjóta tíðum ekki þau laga- eða reglugerðarákvæði, sem í gildi voru þegar hús var byggt. Skoðun- arskýrslur eftirlitsmannanna bera með sér að sára litlu fæst áorkað. Sömu áhætturnar eru skoðaðar ár efti ár, og aðfinnslur í skoðunar- skýrslum eru hinar sömu og í fyrra og hittifyrra. Slík vinnu- brögð þjóna að sjálfsögðu engum tilgangi. Eftirlitsmaður, þótt ein- kennisklæddur sé, hlýtur að verka skoplega á venjulegt fólk, er hann kemur fjórða eða fimmta árið í röð til þess; t.d. að áminna húseiganda um að hreinsa burt margra ára gamalt rusl úr kyndiklefa. Fólk hlýtur og að hugsa sitt um stofnun þá, er skrifar ár eftir ár samhljóða umvöndunarbréf út af slíkum málum. í skýrslu, er ég sendi bruna- málastjórn og félagsmálaráðu- neyti um þessi mál segir m.a. „Það skal skýrt tekið fram, að slappleiki sá, er undanfarið hefir ríkt varðandi æfingar slökkviliða og húsaskoðanir er ekki eingöngu vegna önugra skilyrða. Hann stafar ekki síður af leiða og áhugaleysi eftirlitsmannanna. Starf þeirra er einhæft, tilbreytingalítið og þrasgjarnt. Það er nokkuð langt síðan ég komst á þá skoðun, að réttast væri að ráða menn til slíkra starfa aþeins til nokkurra ára. Sama gildir raunar um starf brunamála- stjóra." Ný reglugerð Á s.l. vori staðfesti þáverandi félagsmálaráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, nýja reglugerð um brunavarnir og brunamál. Eg hafði léngi unnið að samningu hennar og leitast við að gera hana þannig úr garði, að þar væri að finna sem víðtækastar reglur um það, hvernig hús skuli gerð með tilliti til öryggis gegn eldi. Til hliðsjónar notaði ég samsvarandi reglugerðir á hinum norðurlönd- unum og í V-Þýzkalandi. Mér var fyrir löngu ljóst orðið, að með hinni nýju reglugerð myndu verkefni brunamálastofn- unar stórlega aukast, því að samkvæmt henni skal stofnunin m.a. yfirfara uppdrætti af öllum meiriháttar mannvirkjum á land- inu og sjá svo um að þau uppfylli ákvæði reglugerðarinnar. Til þess- ara verkefna, sem og fleiri, er hún leggur brunamálastofnun á herð- ar, þarf verkfræðinga eða tækni- fræðinga, sem auk þess að hafa faglega þekkingu, verða einnig að vera þokkalega sendibréfsfærir. Reglugerð þessi verður í fram- tíðinni sá grundvöllur, sem fyrir- byggjandi brunavarnir hljóta að byggjast á, en þær eru hvarvetna álitnar frumskilyrði þess að mála- flokkur sá, er hér um ræðir, geti verið í lagi til langframa. Tillögur um breytta skipan Ástandið á brunamálstofnun s.l. vor var orðið með þeim hætti, að hún sat uppi með tvo starfsmenn, sem ég áleit nánast gagnslausa, en á hana hlóðust verkefni, sem einungis tæknimenntaðir menn Bárður Daníelsson una, og tekjur hennar (bruna- varnagjöld frá tryggingafélögum) myndu ávallt nægja til að bera uppi reksturinn. Tillögurnar sampykktar Tillögur þessar samþykkti svo brunamálastjórn samhljóða á fundi 5. júlí. Hinn 20. júlí sendi ég tillögur mínar ásamt fundargerð brunamálastjórnar til félagsmála- ráðuneytisins. Síðar sendi ég því svo ítarlega greinargerð um málið. Vegna stjórnarkreppunnar þvæld- ist málið í ráðuneytinu þar til í september. Ég kynnti ráðuneytis- stjóranum, Hallgrími Dalberg; málið vel og vandlega, og fór það ekkert á milli mála, að hann var mér algjörlega sammála. Hinn 15. sept. gekk ég fyrir Magnús H. Magnússon sjálfan. Hann tók mér af lítillæti. Kvaðst ekki hafa lesið Greinargerd Bárðar Daníelssonar geta leyst. Hinn 9. júní s.l. sendi ég brunamálastjórn eftirfarandi til- lögur. „Hin nýja reglugerð um bruna- varnir og brunamál hefir nú verið staðfest. í sambandi við framkvæmd hennar um land allt munu hlaðast á brunamála- stofnunina margvísleg verk- efni, sem flest eru þess eðlis að þau verða ekki leyst nema af verkfræðingum eða tæknifræð- ingum. Uppbyggingu slökkviliða á landinu má nú heita lokið í bili. Það er því óþarfi að hafa tvo fastráðna starfsmenn til að þjóna þeim. Nú orðið eru tiltækir menn úti um landið, sem hæglega geta tekið að sér störf þau, sem eftirlitsmenn brunamálastofnunar hafa haft með höndum. Með hliðsjón af þessu geri ég eftirfarandi til- lögur um breytingar á skipulagi brunamálastofnunar: 1. Störf eftirlitsmanna verði lögð niður í núverandi formi og þeim sagt upp með löglegum fyrirvara. 2. Ráðnir verði (lausráðnir) sérstakir trúnaðarmenn bruna- máldstofnunar, t.d. einn í hverju kjördæmi. 3. Ráðnir verði, byggingaverk- fræðingur eða tæknifræðingur nú þegar, og annar starfsmaður síðar, þegar ástæða þykir til. Auka þarf verulega fræðslu um brunamál í framhaldsskólum. Ég álít, að trúnaðarmennirnir geti lokið árlegu verki sínu í þágu brunamálastofnunar á tíma, sem svarar til 10—12 mánaða vinnu eins manns, og er þá framangreind aukning á fræðslu í framhaldsskólum meðtalin. Ferða- og uppihaldskostnað- ur ætti að verða lægri en með núverandi skipan. Halda verður sérstakt námskeið fyrir trúnað- armennina og þeir verða að vera háðir eftirliti fastra starfsmanna brunamálastofnunar" ... Tillögurnar rökstuddi ég mjög ítarlega. Meðal annars var sýnt fram á að þjónusta stofnunarinnar myndi mjög batna við breyting- skýrslu mína en myndi gera það hið fyrsta og gefa mér svar 19. sept. Einnig myndi hann hafa samband við Ásgeir Ólafsson um málið. Eftir 19. sept. reyndi ég ítrekað að ná sambandi við ráðherra, en árangurslaust. Uppsögn Hinn 28. sept. afhenti ég eftir- litsmanni þeim, sem yngri var í starfi (3'/2 ár) uppsagnarbréf. Var honum tilkynnt að starf hans á stofnuninni yrði lagt niður í núverandi formi, og myndu honum verða greidd laun í 6 mánuði frá 1. okt. talið. Ég færði ráðuneytinu ljósrit af uppsagnarbréfinu sam- dægurs, ásamt bréfi því er hér fer á eftir. Hr. Magnús Magnússon, fé- lagsmálaráðherra Arnarhvoli Reykjavík Hjálagt er Ijósrit af uppsgnar- bréfi er ég afhenti Guðmundi Haraldssyni, eftirlitsmanni brunamálastofnunar í dag. Hér er um að ræða hluta af skipulagsbreytingu þeirri, er ég gerði tillögur um 9. júní s.l. og samþykktar voru í brunamála- stjórn hinn 5. júlí 1978. Upp- sögn Gunnars Péturssonar hefi ég frestað um óákveðinn tíma. Mál þetta hefi ég ítrekað kynnt fyrir Hallgrími Dalberg, ráðu- neytisstjóra og hefi ég fyllstu ástæðu til að ætla að hann sé samþykkur skipulagsbreyting- unni í öllum meginatriðum. Hinn 15. sept. s.l. átti ég tal við yður um hana. Þér höfðuð þá nýlega fengið greinargerð mína um málið, dagsetta 31. ágúst s.l., en ekki haft tíma til að kynna yður hana. Kváðust þér myndu hafa sam- band við mig þriðjudaginn 19. sept. Frá þeim tíma hefi ég ítrekað reynt að ná sambandi við yður (síðast í gær), en árangurslaust. Nú er svo kom- ið, að breyting á starfsmanna- haldi stofnunarinnar þolir ekki lengri bið. Á hana hlaðast nú mikil verkefni í sambandi við brunamálareglugerðina, sem tók gildi 16. ágúst s.l. Eftirlits- mennirnir nýtast að engu leyti til lausnar á verkefnum þess- um. Þau leggjast því af fullum þunga á undirritaðan og er nú þegar svo komið, að ég hefi vart undan að afgreiða öll þau erindi, sem stofnuninni berast. Það er því brýn nauðsyn að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing að stofnuninni hið allra fyrsta, enda samþykkti brunamála- stjórn slíka ráðningu fyrir sitt leyti, samhljóða, á fundi 13. apríl s.l. Málaflokkur sá, sem hér um ræðir er það sérhæfður, að það mun taka mig verulegan tíma að setja nýjan mann inn í starfið, og mun ég gera ráðu- neytinu grein fyrir þessu atriði síðar. í greinargerð minni, dag- settri 31. ágúst s.I., hefi ég fært rök að því, að nú orðið er það beinlínis óhagkvæmt að hafa tvo fastráðna eftirlitsmenn. Það kemur því alls ekki til greina að fjölga fastráðnu starfsliði, enda myndu tekjur stofnunarinnar ekki leyfa slíkt, ef brunabótaiðgjöld lækka, svo sem nú mun fyrirhugað. Þar að auki myndi „bremsunefnd" trauðla samþykkja slíkt ráðs- lag. Það, sem hér hefir skeð er því einfaldlega það, að starfs- manni, sem ekki nýtist bruna- málastofnun lengur vegna breyttra verkefna, er sagt upp starfi á fullkomlega löglegan hátt, til að rýma fyrir fjölhæf- ari starfskrafti. virðingarfyllst, Brunamálastofnun ríkisins Bárður Danielsson. Þegar Hallgrímur Dalberg hafði lesið bréf þetta sagði hann mér, að bréf væri á leiðinni til Ásgeirs Ólafssonar út af tillögum mínum. Bréf þetta fékk Ásgeir daginn eftir boðsent, en það var dagsett 27. sept. Ég fékk ljósrit af bréfinu (29. sept.) en boðskapur þess var sá, að ráðuneytið gæti ekki fallist á tillögur mínar um breytta skipan brunamálastofnunar, og þar með ekki á uppsögn núverandi eftirlits- manna. Sama dag þ.e. föstudaginn 29. sept., rétt fyrir lokunartíma, fékk ég svo boðsent bréf frá ráðuneytinu þar sem mér var uppálagt að draga uppsögn eftir- litsmannsins tafarlaust til baka. Ég ,sendi ráðherra símskeyti þá um kvöldið, þar sem ég neitaði afturkölluninni og kvaðst myndi gera nánari grein fyrir þeirri afstöðu minni eftir helgi. Það gerði ég svo bréflega mánudaginn 1. okt. Þitt er ríkið Nú tók heldur betur að færast fjör í leikinn. Hinn 4. okt. var haldinn fundur í brunamálastjórn. Þar var lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu til bruna- málastjórnar dagsett 2. okt., þar sem það sendir bréf þau og önnur gögn, er farið höfðu á milli mín og ráðuneytisins, „til umfjöllunar, og umsagnar". Bréfið endar á eftirfarandi setningu: „Jafnframt því að senda yður framangreind gögn, vill ráðu- neytið ítreka, að það getur ekki fallist á umræddar tillögur um breytta skipan Brunamála- stofnunar ríkisins og telur að þar sem séu forsendur fyrir uppsögn eftirlitsmanna stofn- unarinnar, af þeim sökum, brostnar". Meðferðin á brunamálastjórn í þessu sambandi minnir helst á stöðu dómara í Ráðstjórnarríkjun- um, en þar ákveður framkvæmda- valdið dómsniðurstöður fyrirfram — enda svaraði hún ráðherra nánast á þessa leið: þitt er ríkið og mátturinn. Einhverra hluta vegna varð dýrðin útundan. Ég lýsti því yfir í lok fundarins, að ég myndi hætta störfum á brunamálastofnun strax að lok- inni endurskoðun ríkisendurskoð- unar á bókhaldi og fjárreiðum stofnunarinnar. Hinn 13. okt. sendi ég svo formanni brunamála- stjórnar eftirfarandi bréf:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.