Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Framboð Vöku til hátíðamefndar 1. des. 1978 VAKA býður eftirtalda stúdenta fram til hátíðarnefndar 1. des.: Hildur Sverrisdóttir, lagadeild, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, lagadeild. Inga Arnardóttir, læknadeild, Kjartan Gunnar Kjartansson, heimspekideild, Kristján Hjaltason, viðskiptadeild, Sigurður Sigurðsson, lagadeild og Tryggvi Jónsson, viðskiptadeild. Hildur Inga Kjartan Gunnar Gunnlaugur Sævar Sigurður Kristján T ryggvi. 1. des. og Vaka: „1984” Hvað verður ekki bannað? VAKA. félag lýðræðissinnaðra stúdonta í Háskóla íslands. býður fram til hátíðarnofndar fyrsta desomhor undir kjörorðunumi ,.1981 ■*- Ilvað vorður okki bannað?" Moð þossu framboði sínu vill VAKA hofja umræðu um þá þróun som virðist sífollt fara í aukana. þ.o. áráttu stjórnvalda til þoss sífollt að hafa vit fyrir fólki í ólíkústu ofnum. Moð slíkri umræðu á fullveldis- daginn tolur VAKA hoppilegast að minnast 60 ára afmælis samhandslaganna som tolja vorð- ur einn stærsta áfangasigur í sjálfstæðisbaráttunni. Mcð tilvís- uninni í bókina „1984" eftir Georgo Orwoll. or spurt hvort þossi forsjárstefna stjórnvalda muni hugsanlega leiða til þess að grundvöllur skapist fyrir þjóðíé- lagsgerð þeirra sem þar er lýst. En það er alra'ðisríki hins alsjá- andi Stóra bróður sem svipt hefur einstaklingana öllu sjálfsforræði. Eftir eru aðeins viljalaus verk- færi í höndum ríkisvaldsins. VAKA vill sporna við þeirri óheillaþröun áður en það verður um seinan. Kosningarnar til hátíðarnefnd- ar fyrsta desember fara fram í Sigtúni laugardaginn 21. október og hefjast kosningar er fram- söguræðum lýkur kl. 14.30 og standa þær til kl. 17.30. - IIL. Frelsi fylgir ábyrgð — afekiptaleysi fylgir ánauð VAKA gefur út tvö tölublöð af Vökublaðinu fyrir kosningarnar til hátíðarnefndar 1. des. og eru þau send öllum innrituðum háskólastúdentum. Annað tölu- blaðið er eingöngu tileinkað kosningunum og framboði VÖKU. í því blaði eru birtar meða! annars greinar eftir frambjóðendur VÖKU til hátíð- arnefndar og fara hér á eftir kaflar úr greinum þeirra. Ríkið gengur of langt I grein sinni segir Hildur Sverrisdóttir laganemi: „Þessa dagana hafa boð og bönn í þjóðfélagi okkar verið mikið til umræðu. Þau eiga að sjálfsögðu rétt á sér að ákveðnu marki, til að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu, en þegar boðin og bönnin eru farin að snerta persónulega einkahagsmuni fólks og frelsis þess til að velja og hafna, hefur ríkið gengið of langt. Nýjasta dæmið um óþarfa afskiptasemi ríkisins lýtur ein- mitt að valfrelsi manna og á ég þá við bannið á reykingum í leigubílum. Ætli bílstjórar og félög þeirra sé ekki fullfær um að setja slíkt bann og fram- fylgja því? I raun ætti sérhver bílstjóri að ráða þvi sjálfur hvort reykt er í bíl hans eða ekki. Líklegast verður næsta skrefið að banna reykingar í einkabílum. Fleiri dæmi má nefna um órökstudd boð og bönn sem tröllríða nú okkar þjóðfélagi. Flest eru þau sett vegna þess, að ríkið er að hugsa fyrir okkur og passa okkur eins og unga- mamma. Okkur er ekki treyst til að ákveða sjálf, velja og hafna og taka á okkur ábyrgðina af því.“ Þá segir Hildur í grein sinni: „Þeim, sem vilja lifa í öruggu þjóðfélagi, þar sem ríkið hugsar fyrir fólk og sér fyrir öllum þörfum þess er bent á, að búr er auðvitað mjög öruggur staður, en ætli það sé svo skemmtilegt að dveljast þar til lengdar? Ef fórna þarf einstaklingsfrelsinu til að koma á fót einhverskonar sæluríki finnst mér það of dýru verði keypt.“ Treystum á stuðning stúdenta Tryggvi Jónsson, viðskipta- fræðanemi segir í upphafi grein- ar sinnar: „Öll höfum við staðið frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun og gera upp á milli manna eða málefna. Sum okkar eru þó þannig, að vilja heldur láta aðra taka ákvörðun- ina fyrir sig og fylgja heldur straumnum. Því miður virðist þetta eiga við um tæpan helm- ing stúdenta við Háskóla Is- lands, þegar til kosninga kemur innan skólans. Við síöustu stú- dentaráðskosningar kusu aðeins um 52% stúdenta. Þó má það teljast óiíklegt að .flestir, þeirra sem heima sátu hafi ekki haft skoðun á málinu, heldur talið að eitt atkvæði til eða frá skipti ekki svo miklu máli. Þessu hugarfari verðum við í sameiningu að breyta." Þá segir Tryggvi Jónsson: „21. október næstkomandi verður gengið til kosninga um val dagskrár 1. des. hátíðarinnar, en þann dag eru 60 ár liðin frá fullveldi Islands. Viðfangsefnið sem Vaka býð- ur upp á, og hefur yfirtitilinn hvar stöndum við? mF HVAÖ VEROOR EKKJ BANNAt)? 1984, fjallar um, hvort íslenska þjóðin stefni á það þjóðfélags- form þar sem ríkið stjórnar öllum gerðum almennings, jafnt í einkalífi sem opinberlega. Einnig hvort fólk sé beinlínis að kjósa þetta yfir sig með af- skiptaleysi sínu. Hin síðari ár hefur ríkisvaldið stöðugt verið að aukast og færast inn á svið daglegs lífs. Þannig að einstakl- ingurinn getur varla hreyft sig án þess að rekast á kerfið. Þessu viljum við breyta og við vonum að þú sért á sama máli. Þetta er mikið verk og breyting- in gerist hvorki á skömmum tíma, né án virkrar þátttöku þinnar. Við treystum á stuðning þinn. F'innist þér eitt atkvæði engu máli skipta, skaltu hafa það hugfast að með afskipta- leysi þínu ertu að gefa öðrum tækifæri til að ráðskast með hagsmunamál þín. Getir þú ekki fellt þig við slíkt, notfærðu þér þá þinn rétt. Með því stuðlar þú að því að vilji meirihluta stjórnenda Háskólans endur- spegli vilja stúdenta." Að hafa vit fyrir sauðsvörtum almúganun I sinni grein segir Sigurður Sigurðsson laganemi: „Ennþá eimir eftir af þeim sjónarmiðum að ríkisvaldið eigi að hafa vit fyrir „sauðsvörtum almúgan- um“. Maður þakkar bara fyrir að hafa enn kosningarétt, að einhver stofnun úti í bæ sjái ekki um það að hafa vit fyrir manni á þessu sviðinu. I sannleika sagt eru þessi höft, þessi boð og bönn, ekki sett af neinni mannvonsku. Það er bara svo stutt á milli góð- mennskunnar og forsjárlöngun- arinnar að endirinn getur orðið hinn hörmulegasti. Við Vökumenn viljum opna umræður um þessi mál, því að við vitum að fleirum en okkur hefur blöskrað þessi afskipta- semi, sem sífellt færist í auk- ana. Við viljum mannlegra samfélag þar sem hver og einn mótar framtíð sína sjálfur.“ 1984 Vafea, fálag lýfönflöiasiririaöro sttktenta 1978 Hvad verdur ekki bannad eda valdbodid? Alræðisríkið gerir ein- staklinginn að engu — Um bókina „1984,, Skáldsaga Georges Orwells, Nítján hundruð áttatíu og fjögur (sem komið hefur út á íslensku) er aðvörum, ætluð Vesturlandabúum. Hún gerist á Bretlandi 1984. Þrjú stórveldi, Eyjaálfa, Austurálfa og Norður- álfa, hafa skipt heiminum á milli sín. „Stóri bróðir“ ræður öllu í Eyjaálfu, en Bretland telst til hennar. Söguhetjan, Winston Smith, vinnur við að skipta um staðreyndir í Sannleiksráðu- neyti ríkisins. Stóri bróðir ræður hugsun þegna sinna, óæskilegir menn eru „eimaðir“, máðir af spjöldum sögunnar í bókstaflegri merkingu, því að staðreyndir eru gerðar að engu, gömul blöð eru prentuð aftur. Smith gerir tilraun til að komast undan kerfinu, en er handtekinn af Hugsunarlögregl- unni og „endurhæfður“. í bókar- lok trúir hann því, að tveir og tveir séu fimm, því að Stóri bróðir segir honum það, hann hefur misst sjálfstæði sitt, hann elskar Stóra bróður. Hugsun Orwells er þessi: Alræðisríkið gerir einstakling- inn að engu, því að það ræðst inn í huga hans, reynir að heilaþvo hann, reynir að þvo af honum þann „blett“ sem ein- staklingseðlið er. Innrásin i sálina er ógnvænlegasta ein- kenni alræðisríkisins. Fyrir- myndir Orwells í ríkjum komm- únista og fasista eru augljósar. En alræðisríkið er ekki einungis viðfangsefni hugsuða, bókar- efni. Það er grimmur veruleiki. A hverjum degi veljum við vegi frá alræðisríkinu eða til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.