Morgunblaðið - 19.10.1978, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
plnrgmmMalííil*
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Hlutfallskosning
í stéttarfélögum
Ráðstefna Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi
hefur sent frá sér merkar og margvíslegar ályktanir um innri
mál verkalýðshreyfingarinnar og þjóðmál almennt. Þar á meðal er
ályktun þess efnis, að í lög skuli leitt, að hlutfallskosningar séu upp
teknar við stjórnar- og fulltrúakjör í launþegasamtökunum. Þetta
er m.a. rökstutt með stórauknu valdi þessara samtaka og beitingu
þess á sviði efnahags- og atvinnumála, enda mundi slík löggjöf
draga úr þeirri hættu, að því yrði misbeitt í pólitískum tilgangi, um
leið og réttur lýðræðislega kjörins minnihluta til gagnrýni og
eftirlits yrði tryggður.
Hér er hreyft mjög athyglisverðu máli og tímabæru, þegar horft
er til þeirrar þjóðfélagslegu þróunar, sem verið hefur. Það er liðin
tíð, að alm'enningur sætti sig við, að almannasamtök innan
launþegahreyfingarinnar sem annars staðar séu í rauninni lokuð.
Menn fái ekki að fylgjast með, hvernig og hvers vegna ákvarðanir
séu teknar, hvað þá að hafa áhrif á ákvarðanatökuna nema í orði
kveðnu. Ljósasta dæmið um þetta er kúvending verkalýðs-
hreyfingarinnar gagnvart núverandi ríkisstjórn, þar sem
skýringarlaust er fallið frá kröfunni um samningana í gildi og
fallizt á, að samningsrétturinn sé nánast tekinn af verkalýðshreyf-
ingunni í eitt ár.
Dæmi sama eðlis er það, að grundvöllur kaupgjaldsvísitölunnar
er nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin forðast það eins og
heitan eldinn að taka það mál til opinberrar umræðu, heldur eiga1
launþegar að bíða þess aðgerðalausir, hverjar málslyktir verða, og
sætta sig síðan við þá niðurstöðu umyrðalaust. Vinnubrögð af
þessu tagi heyra til liðinni tíð og eru í hróplegri mótsögn við þá
kröfu, sem uppi er í þjóðfélaginu um opna umræðu og rétt
minnihlutans til að fylgjast með og hafa áhrif á gang mála.
í þessu sambandi er einnig íhugunarvert, að verkalýðshreyfingin
ræður yfir gífurlegum fjármunum beint og óbeint. Félagsgjöld éru
víðast í formi launaskatts, 0,75% til 1%, þar við bætast
margvíslegir sjóðir og munar þar mest um lífeyrissjóðina, en til
þeirra renna um 10% af launum. Það getur naumast verið álifamál,
að hinn almenna launþega varðar það miklu, hvernig þessu mikla
fjármagni sé varið og á kröfu til þess, að réttur minnihlutans sé
tryggður í þeim efnum. Það hefur naumast farið fram hjá neinum,
að sum verkalýðsfélög hafa notað sjóði sínai pólitískum tilgangi og
nægir í þeim efnum að skírskota til þeirra útvarpsauglýsinga sem
dunið hafa í eyrum manna út af meira og minna pólitískum
deilumálum.
Síðast en ekki sízt liggur það fyrir, að það er opinber stefna
Alþýðubandalagsins að beita verkalýðshreyfingunni pólitískt fyrir
sinn flokksvagn. Þannig hefur einn af þingmönnum þess talað um
alþingi götunnar í því sambandi og hvatt til þess, að samtökum
verkalýðsins yrði beitt í pólitískum tilgangi gegn löggjafarsam-
kundu þjóðarinnar.
Þegar til alls þessa er litið, er sízt að undra þótt sú krafa komi
fram frá launþegum sjálfum, að réttur minnihlutans innan
verkalýðshreyfingarinnar sé tryggður.
Vinnuréttur
roskins fólks
Það kemur fram í frétt Mbl. sl. þriðjudag að Flugleiðir hafa
dregið til baka uppsagnir 10 starfsmanna á aldrinum 67 til 70
ára. Hámarksaldur starfsfólks hjá þessu stóra fyrirtæki verður því
framvegis 70 ár, eins og almennt gildir í þjóðfélaginu, nema að
sérstaða starfs réttlæti annað. Þessari ákvörðun ber að fagna. Þeir
aðilar eru öðrum rismeiri og til fyrirmyndar sem leiðrétta mistök
með bragarbót, sem stuðlar að auknu réttlæti í þjóðfélaginu.
Mbl. staðhæfði í leiðara 21. sept. sl., að bætt almenn lífskjör og
heilsugæzla í landinu hefðu ekki einungis lengt meðalævi
íslendinga verulega, heldur og viðhaldið starfshæfni og starfsþreki
einstaklinga til mun hærri aldurs en áður. Vinnuþörf vaxandi hóps
roskinna, sem hefur vilja og þrek til starfa, er viðblasandi
staðreynd. Hvort tveggja er, að vinnan, þátttakan í daglegri önn
þjóðfélagsins, er stór þáttur mannlegrar hamingju og velferðar, —
og að fámenni þjóðSrinnar og sérstaða atvinnuhátta hennar skapar
þörf og rými fyrir hvern einstakling á vinnumarkaði, sem vill og
getur unnið. Auðlindir láðs og lagar eru mikilvægar en
mikilvægust sú auðlindin, sem býr í manneskjunni sjálfri, huga
hennar og höndum.
í Mbl. 30. sept. sl. birtast síðan tvær greinar utn málefni
aldraðra. Önnur frá hendi Birgis ísl. Gunnarssonar, f.v.
borgarstjóra, um byggingu íbúða fyrir aldraða við Furugerði,
Lönguhlíð og Dalbraut í Reykjavík. Hin eftir Matthías Bjarnason,
fv. heilbr.- og tryggingaráðherra, um rétt aldraðra til atvinnu, þar
sem mælist til þess við stjórn Flugleiða að hún nemi úr gildi
samþykkt um uppsögn aldraðra. Það hefur nú verið gert.
Mbl. fagnar þessari afstöðu og þakkar hana. Hún er mikilvægur
stuðningur við óhjákvæmilega baráttu til að tryggja vaxandi hópi
aldraðra í þjóðfélaginu atvinnu við hæfi, ef vilji stendur til og geta
leyfir.
Bréfdúfa frá Bret-
landi á Akureyri?
Akureyri 18. 11.
ÞEGAR hjónin í Hjarðarlundi 7,
Ásta M. Eggertsdóttir og
Hannes Óskarsson, komu heim
til sín um kl. 20.30 í gærkvöld
sáu þau hvítan fugl fyrir utan
húsið og fóru að gefa honum
nánari gætur. Kom þá f ljós að
þar var komin dúfa, sérlega gæf
og mannelsk, enda ef til vill
svolítið lerkuð cftir að herjast
um í hvassviðrinu sem verið
hafði.
Þau náðu henni fyrirhafnar-
laust og fóru með hana inn í
húsið. Þegar þau komu inn í
birtuna þótti þeim dúfan óvenju-
leg í útliti og flaug í hug að þar
væri komin ein af bréfdúfunum,
sem hurfu út í buskann á
Bretlandseyjum fyrir nokkru.
Dúfan er alhvít á fiðrið, em
Ljósm. Sv.P.
Dúfan sýndi flugtökin fyrir ljósmyndarann
Dúfan sem talin er ein af
bréfdúfunum frá Bretlandi er
nokkuð öðru vísi útlits en þær
dúfur sem hér á landi eru.
með fagurrauða fætur og nokkuð
áberandi hnúð ofan á nefrótinni.
Þau Ásta og Hannes komu
dúfunni fyrir í forstofu hússins,
sem hefur síðan verið einkaher-
bergi hennar og þar hefur húri
nógan kornmat og vatn. Þar
verður hún þangað til úr því
hefur verið skorið hvort hún er
ósvikin bréfdúfa og hvað gera
skuli við hana, sleppa henni eða
senda hana til Bretlands. Á
meðan verður heimilisfólkið og
heimilishundurinn að láta sér
lynda að ganga aðeins um bak-
dyramegin.
Sv. P.
Guðmundur J. og Karl Steinar um hlutfallskjör í launþegasamtökum;
jr
Ottast að það auki á
sundrungu í félögunum
TVEIR verkalýðsleiðtogar úr röðum vinstri flokkanna leggjast gegn hugmyndum verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins um að tekin verði upp hlutfallskosning innan verkalýðsfélaganna og telja þeir að slíkt
fyrirkomulag mundi aðeins auka á sundrungu innan verkalýðshreyfingarinnar.
í ályktun verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins var stjórn ráðsins falið að hefja undirbúning að gerð
lagafrumvarps um hlutfallskosningar við stjórnar- og fulltrúakjör í launaþegasamtökunum, og kemur
fram í ályktuninni að stóraukið vald samtaka þessara og beiting þess á sviði efnahags- og atvinnumála
þjóðarinnar geri þá kröfu til Alþingis að það setji slík lög og að slík löggjöf myndi draga úr hættu á því að
valdi samtakanna væri misbeitt í pólitískum tilgangi. svo og tryggja eftirlit og gagnrýni lýðræðislega
kjörins minnihluta.
Morgunblaðið bar þetta undir þá
Guðmund J. Guðmundsson, for-
manna Verkamannasambandsins
og Karl Steinar Guðnason, vara-
formann þess.
— Eg held nú að slík hlutfalls-
kosning væri aðeins til þess fallin
að auka pólitískar deilur í stjórn
félaga, sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, er Morgunblaðið bað
hann að segja álit sitt á þessari
ályktun. Þessi hugmynd kom fram
fyrir mörgum árum, en niðurstaða
þeirra umræðna var sú að slíkt
væri félögum alls ekki til heilla.
Það ættu frekar að vera hlutfalls-
kosningar til landsþinga ASÍ eða
Sjómannasambandsins. Af hverju
sömdu þessir ágætu vinir mínir
ekki frekar tillögu um að hlutfalls-
kosning skuli ráða myndun ríkis-
stjórnar, sagði Guðmundur að
lokum.
Það að hlutfallskosningar eru
ekki notaðar innan verkalýðsfélag-
anna á sér nokkuð langa sögu,“
sagði Karl Steinar Guðnason,
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, þegar
Mbl. bar þétta atriði undir hann.
„Það var horfið frá því ráði fyrir
áratugum síðan, og ég hygg að það
fyrirkomulag sem er í þessum
efnum sé fremur fallið • til að
varðveita einingu innan verkalýðs-
samtakanna. Eg óttast að verði
teknar upp hlutfallskosningar, þá
verði það til að magna alls kyns
sundrungu og erfiðleika, sem ekki
er á bætandi í starfi verkalýðs-
félaga."
„Umræða um þetta efni hefur
engin verið utan þess að á síðasta
Alþýðusambandsþingi var þetta
baráttumál nokkurra marx-lenín-
ista eða nokkurs konar „últra-
komma“, svo að það kemur mér
mjög á óvart að verkalýðsráð
Sjálfstæðisflokksins skuli nú bind-
ast samtökum við þann óhrjálega
hóp,“ sagði Karl Steinar.
Karl Steinar sagði ennfremur,
að oft væri um það rætt að
félagsstarf verkalýðsfélaganna
væri ekki með þeim blóma er
þyrfti að vera. „Þetta vandamál er
ekki einangrað við Island," sagði
Karl Steinar. „Þetta sama hefur
skeð á Norðurlöndum og í Ame-
ríku og eru uppi umræður og
viðleitni í hreyfingunni til að bæta
úr með félagsstarfi, m.a. á vegum
Félagsmálaskóla alþýðu. En sú
deyfð sem er því rriiður ríkjandi í
félögunum er að mínu mati ekki
vegna kosningaskipulagsins held-
ur eru ástæðurnar allt aðrar.“
Tillaga á Alþingí;
Gjald á veiðileyfi útlend-
inga í islenzkum laxám
8 þingmenn Alþýðuflokks og
1 þingmaður Alþýðubandalags
hafa lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
sérstakt gjald á veiðileyfi
útlendinga, scm veiða í íslehzk-
um ám.
Efnisatriði tillögunnar fela
það í sér aö ríkisstjórnin
undirbúi löggjöf um sérstakt
gjald á veiðileyfi, seld útlend-
ingum, til veiða í íslenzkum
laxveiðiám. Gjaldið renni í
ríkissjóð og skal fjármunum,
sem þannig aflast, varið til
tilrauna með fiskirækt í sjó og
vötnum,
Fyrsti flm. er Árni Gunnars-
son (A). Meðflutningsmaður úr
Alþýðubandalagi er Ólafur
Ragnar Grímsson.