Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.10.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 Anna Pálsdótt- ir—Minningarorð F. 25. ásúst 189fi. D. 11. október 1978. Náttúran skartar hinum fegurstu haustlitum þessa dagana, sumarið er liðið bjart gott og gjöfult, og einnig sumar erfiðra átaka. Allar árstíðir renna sitt skeið, og svo er einnig um þetta sumar. Allt streymir fram að einum ósi, og gegn því lögmáli tjóir ekki að rísa. Mannsævin lýtur sama lög- máli sem dagur og árstíðir, hún hverfur einnig að sínum ósi. Liðinna daga hljóta menn að minnast með söknuði, en hinu má ekki gleyma sem þakka ber. Anna Pálsdóttir, mikilhæf kona og traustur vinur, hefur nú orðið að lúta hinu óskeikula lögmáli. í dag munum við vinir hennar fylgja henni síðasta spölinn þessa heims. Ég sem þessar línur rita er eitt hinna fjölmörgu fósturbarna, sem Anna Pálsdóttir veitti athvaf og skjól á heimili sínu á Vestur- götu 19 hér í Reykjavík, en þar. skorti ekki hjálparvilja og hjarta- hlýju þótt lífið færi ekki mildum höndum um Önnu á öllum þeim árum. Heimili Önnu og manns hennar, Garðars Þorsteinssonar, alþingis- manns, var heimili menningar og rausnar svo að ég veit slíks engin önnur dæmi. Þessarar rausnar nutu margir, sem þreyttu gönguna á erfiðum námsbrautum, og oft við lítil efni. Um áratuga skeið líktist heimilið á Vesturgötu 19 skóla- heimavist og mun ekki ofmælt, að hjálp hinna ágætu hjóna hafi gert ýmsum kleift að ljúka skólanámi sem ella hefði ekki tekist. Þetta var hjálpsemi, sem aldrei ætlaðist til annars endurgjalds en þess að mega gleðjast með hinum ungu skjólstæðingum yfir unnum sigr- um og góðum námsárangri. Nú er æviskeið þessarar sérstæðu mann- kostakonu enda runnið, en þótt sumarið hverfi inn í hauströkkur hins liðna, lifa sólskinsstundir þess í þakklátri endurminningu. Þessum fáu og fátæklegu línum er ætlað það eitt að vera tjáning heilshugar þakklætis fyrir birtuna og hlýjuna sem var svo ómælt veitt á Vesturgötu 19. Ég sendi ástvinum Önnu Páls- dóttur hlýjar kveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Henni sjálfri bið ég heilla og blessunar í þeim framtíðarheimi, sem hún trúði á, og þar sem enginn verður vansæll, sem vel hefir lifað. Ólafur Jónsson. Það er komið haust og veturinn á næsta leiti. Það var líka komið haust í lífi hennar Önnu þegar hún lézt, en veturinn var enn langt undan. Við vorum búnar að vera vin- konur lengi, reyndar lengur en minni mitt nær, er ég örfárra ára gömul trítlaði yfir í næsta hús, til að hitta börnin hennar, sem voru leikfélagar mínir í bernsku og vinir æ síðan. Það er því margs að minnast og þakka á kveðjustund. Anna Pálsdóttir var fædd að Möðrufelli í Eyjafirði 25. ágúst 1896, dóttir hjónanna Guðnýjar Kristjánsdóttur og Páls Hall- grímssonar bónda þar. Hún var yngst tíu systkina, en af þeim létust fimm í æsku og ein stúlka, Rannveig, komin á unglingsár. Æskuheimilið var þekkt að mynd- arskap bæði á Möðrufelli og síðar á Akureyri, en þangað fluttist fjölskyldan árið 1908. Af systkin- um Önnu þekkti ég aðeins Dýr- leifu, sem gift var Ara Guðmunds- syni frá Þúfnavöllum, og er hún látin fyrir nokkrum árum. Ung stúlka fór Anna til Dan- merkur og dvaldi þar við störf um hríð. En eftir að hún sneri aftur heim til Akureyrar kynntist hún mannsefni sínu, ungum stúdent Garðari Þorsteinssyni og gengu þau í hjónaband 9. júlí 1922. Garðar var fæddur 29. okt. 1898 að Víðivöllum í Fnjóskadal, einka- barn foreldra sinna, hjónanna Maríu Guðjónsdóttur frá Þóru- stöðum í Kaupangssveit og Þor- steins Gíslasonar bónda og skip- stjóra, síðar fiskimatsmanns, frá Svínárnesi á Látraströnd. Mikið jafnræði var með þeim hjónum, Önnu og Garðari, í sjón og raun. Það sagði mér fólk, sem mundi þau ung og nýgift á Akureyri, að þau hafi verið einstaklega glæsilegt par sem ahygli vakti hvar sem þau komu. Ungu hjónin bjuggu fyrsta árið á Akureyri í skjóli foreldra Garðars, en fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1923. Þar byrj- uðu þau búskap í litlu herbergi í gömlu húsi við Grettisgötu. Eftir nokkra búferlaflutninga austan lækjar settust þau loks að við Vesturgötuna, fyrst í leiguhúsnæði en síðan í eigin húsi, Vesturgötu 19, sem þau keypti árið 1932. Þar stóð heimili þeirra upp frá því og fram á þennan dag, svo einstakt, mannmargt og með svo miklum myndar- og glæsibrag að það hefur vart átt sér margar hlið- stæður. Garðar Þorsteinsson lauk prófi í lögfræði árið 1925. Hann starfaði um tíma hjá öðrum, en setti svo á stofn eigin lögfræðistofu og rak hana til dauðadags. Hann varð þjóðkunnur maður af störfum sínum svo og af þátttöku sinni í stjórnmálum. Hann varð lands- kjörinn þingmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í aukakosningum árið 1933 og kjörinn þingmaður Eyfirðinga árið 1942 og áfram til dánardægurs. Garðar lézt í hörmulegu flugslysi í Héðinsfirði 29. maí 1947. Við vorum mörg nágrannabörn- in heimagangar á Vesturgötu 19, þegar þrjú eldri systkinin, Hilmar, Rannveig og Hreinn voru að alast upp. Seinna, þegar við höfðum ögn vaxið úr grasi, fæddist fjórða systkinið, hún Anna litla. Heimilið var stórt. Auk barna þeirra hjóna voru foreldrar Garð- ars, þau María og Þorsteinn, en þau voru amma og afi okkar allra, alla tíð á heimili sonar síns og tengdadóttur, að undanskildum tveim fyrstu búskaparárunum. Ungar stúlkur komu á heimilið til að hjálpa til við húshaldið, voru í mörg ár og bundu ævilanga tryggð við heimilisfólkið. Frændfólkið að norðan kom til lengri og skemmri dvalar og vandalaust fólk bað fyrir ungmenni, sem komin voru til höfuðborgarinnar í atvinnuleit. Seinna voru, auk alls þessa, í einu þrír og fjórir háskólapiltar, að norðan, í fæði og áttu sitt annað heimili hjá Önnu og Garðari. Sumir bjuggu þar reyndar alveg. Það gefur auga leið, að það hefur ekki verið lítið verk að stjórna slíku heimili. Þó gerði húsfreyjan það á þann veg, að maður gat haldið að þetta væru smámunir einir. Hún gat alltaf gefið sér tíma til að tala við og sinna gestum, sem að garði bar, hvort sem það var fullorðið fólk, börn eða unglingar. Og þeir voru margir, sem áttu erindi við hana Önnu, þó ekki væri nema til að njóta þess að vera í návist hennar smástund og sjá hana brosa. Hún fékk í vöggugjöf lund, sem væri þess virði að skrifa heila ritgerð um og á sér ekki sína líka. Hún átti í svo ríkum mæli háttvísi og hjartahlýju að fólk á öllum aldri laðaðist að henni, leið vel í návist hennar og sóttist eftir nærveru hennar fram til síðustu stundar. Hún var í takt viö tímann, sem hún upplifði og henni fannst gaman að vera til. Um- hyggja Önnu fyrir ástvinum sínum var alla tíð mikil, enda elskuð og virt af þeim. Þeirrar umhyggju og hlýju urðum við fleiri aðnjótandi. Fyrir það langar mig nú að þakka á kveðjustund. Blessuð sé minning Önnu Pálsdóttur og ástvina henn- ar, sem á undan eru farnir. Bergljót Ingólfsdóttir. Það er með söknuði, sem ég tek mér penna í hönd til að kveðja góða vinkonu. Ég kynntist þeim hjónum Önnu Pálsdóttur og Garð- ari Þorsteinssyni alþm. er við urðum meðeigendur í Gamla Bíó árið 1939 og upp frá þeim degi tókst með okkur einlæg vinátta, sem hefir haldist meðan bæði lifðu. Anna fæddist 25. ágúst 1896 að Möðrufelli í Eyjafirði og voru foreldrar hennar Páll Hallgríms- son bóndi þar og kona hans Guðný Kristjánsdóttir. Árið 1922 giftist Anna Garðari Þorsteinssyni lögfræðingi og síðan alþingismanni, en hann fórst í hörmulegu flugslysi 29. maí 1947. Börn þeirra hjóna eru fjögur: Hilmar lögfr., kvæntur Þorgerði Jörundsdóttur; Rannveig María, gift Bjarna Steingrímssyni, efna- fræðingi; Hreinn Þorsteinn fulltr., kvæntur Helgu Friðfinnsdóttur kennara; Anna gift Marínó Þorsteinssyni viðskiptafr. Heimili þeirra hjóna Önnu og Garðars stóð lengst á Vesturgötu 19 hér í borg og var mjög rómað af hinni alkunnu íslenzku gestrisni. Anna stjórnaði þessu heimili með skörungsskap, því fyrir utan börn hjónanna dvöldu tengdaforeldrar hennar hjá þeim hjónum og ekki voru þeir fáir skólapiltarnir, sem þau hjón hjálpuðu til mennta og dvöldu langdvölum á hinu gest- risna heimili þeirra. Anna Pálsdóttir hafði hlotið glaðlyndi og góða greind í vöggu- gjöf og var hreinskilin og mikill vinur vina sinna, hjálpfús og örlát. Hún hafði líka mikið sálarþrek og sýndi það bezt þegar reiðarslagið mikla dundi yfir, er Garðar heitinn fórst í hinu hryggilega slysi, eins og áður greinir. Anna var trúuð kona og trúði ákveðið á framhaldslíf og starfaði mikið á tímabili hjá Sálarrann- sóknafélaginu og þá einkum með Hafsteini heitnum Björnssyni miðli, er hafði mikið dálæti á henni. Eitt sinn er ég heimsótti Önnu á s.l. sumri og vissi ég þá að hún gekk ekki heil til skógar, spurði ég um líðan hennar. Hún svaraði: „Ég hefi það ágætt, ég á góða fjöl- skyldu, sem ber mig á höndum sér, ég er alsæl og hef ekki yfir neinu að kvarta." Svona talaði hún, en vafalítið hefur hún vitað að hverju stefndi, en ekki lét hún á því bera. Ég og eiginkona mín kveðjum kæra vinu með þakklæti fyrir ágæta viðkynningu og margar ánægjustundir fyrr og síðar. Að leiðarlokum sendum við öllum aðstandendum hjartanleg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu heiðurs- konunnar Önnu Pálsdóttur. Hafliði Ilalldórsson. 1 dag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni Anna Pálsdóttir, Vesturgötu 19, ekkja Garðars heitins Þorsteinssonar alþingis- manns. Anna og Garðar lifðu í ham- ingjusömu hjónabandi þar til hann fórst í flugslysi árið 1947. Það var mikið áfall fyrir heimilið, — en áfram varð að lifa, og Anna bjó yfir miklum viljastyrk og rak heimilið ótrauð áfram. Hún bjó í sama húsinu um hálfrar aldar skeið og fannst mér hún setja svip á Vesturbæinn. Anna var heilsteypt kona og hreinskilin, enda vinsæl og góð heima að sækja. Margir áttu leið um Vesturgötuna, litu við hjá Önnu og var jafnan vel tekið. Áður fyrr var heimilið mjög fjölmennt. Þar ríkti ekkert kynslóðabil, — afinn og amman, foreldrar Garðars, bjuggu þar líka. Börnin fjögur áttu fjölda félaga, sem jafnan voru velkomnir, og oft dvöldust á heimilinu námsmenn að vetrinum til. Eitt af aðalsmerkjum Önnu var umhyggja hennar fyrir þeim, sem minna máttu sín og áttu margir öruggt skjól hjá henni og nutu hjartahlýju hennar. Anna var mjög trúhneigð kona og trúði staðfastlega á annað líf, og veit ég að þessi umskipti voru í hennar huga ekki annað en bústaðaskipti. Það var Önnu ekki að skapi að lífið gengi fram viðburða- og athafnalaust og hafði hún einarð- ar skoðanir á ýmsum málum, sem voru efst á baugi. Hún var víðlesin kona og tók gjarnan bókina fram yfir annað. Ég átti því láni að fagna að geta talið Önnu í hópi bestu vina minna. Við spiluðum bridge viku- lega í um 40 ár og höfum báðar ánægju af. Anna var mikil fjölskyldumann- eskja og gladdist mjög af heim- sóknum barna sinna, og þá ekki síðar barnabarnanna, og gladdist við hvern áfanga í vexti þeirra og framförum. Öll börn, skyld og óskyld, sóttust eftir að koma í heimsókn á Vesturgötuna til Önnu, enda var þéim öllum vel fagnað, og börn finna vel hvað að þeim snýr. Ég sendi fjölskyldu Önnu inni- legustu samúðarkveðjur mínar. Blessuð sé minning hennar. Anna Guðmundsdóttir. + Eiginmaöur minn, og faöir okkar, SVAVAR KRISTJÁNSSON veitingamaöur, andaöist á Landspítalanum 16. þ.m. Ingibjörg Sumarliöadóttir og börn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, BJARNI ANDRÉSSON, Hraunbat 154, lést 16. október. Guörún EmHadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Systir okkar GUDLAUG GÍSLADÓTTIR, Gunnarsaundi 8, Hafnarfírði sem andaðist 14 þ.m. veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni föstudaginn 20. október kl. 2. e.h. fyrir hönd vandamanna. Elín Sæmundsdóttir Gíslína Sæmundsdóttir. + Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir amma og langamma, ELÍN JÓHANNA SIGURDARDÓTTIR trá Bergstööum, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Landakirkju, föstudaginn 20. okt. kl. 14. Hjördís Guömundsdóttir, Óskar Guömundsson, Tómas Guömundsson, Aöalbjörg Jónsdóttir, Alexander Guómundsson, María Magnúsdottir, Halldóra Oskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför + GUNNARS BJÖRNS HALLDÓRSSONAR, Stórageröi 38, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. október kl. 15. Aöalheiöur Jóhannsdóttir, Guömundur Hallgrímsson, Sverrir Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Höröur Gunnarsson, Jóhann Gunnarsson, Birna Gunnarsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Rjúpufelli 23, Kristín Markan, Sigríöur Markan, Hermann Bæringsson, Hretan Markan, Elín Markan, Guörún Markan, Ragnar Gunnarsson, Hörður Markan, isabella Friógeirsdóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Eystra-Geldingaholti. Jón Ólafsson, Margrét Eiríksdóttir, Inga Ólafsdóttir, Stefén Björnsson, Guörún Ólalsdóttir, Haraldur Pélmason, Hrefna Ólafsdóttir, Guðmundur Sigurdórsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.