Morgunblaðið - 19.10.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
37
VELVAKANDI
, SVARAR Í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
"uœ'u ir
• Hvar eru
afreksverkin?
„Mikiö mega hinir ungu sósía-
listar, sem í dag erfiða við að troða
þessari líka kenningu í ungling-
ana, öfunda þessa gömlu, sem
byrjuðu að predika áður en nokkur
reynsla var fengin á þessa hel-
stefnu. Núna þegar heimurinn
stynur undan glæpum sósíalimans
og hvert mannsbarn sem þarf að
búa í kommúnistaríkjunum,
verður að lifa með K.G.B. yfir
höfði sér alla ævina.
Allt er skammtað og enginn má
kvarta, því þá taka við Gulag-
þrælabúðirnar eða geðveikrahæl-
in. Álmenningur verður alltaf að
líða skort, því hvorki samyrkjubú
né verksmiðjur geta borgað mann-
sæmandi laun. Maður sá skipa-
smiðina í Stettin og núna vilja þeir
að verkamannasambandið þeirra
láti banna að vinna í kolanámun-
um á sunnudögum. Hvað skyldu
vera margir klukkutímar í 40
stunda vinnuvikunni í sósíalista-
ríkjunum?
En nú er bezt að hverfa frá
þessu og leita að því góða sem
heimurinn hefur- fengið frá sósí-
aismanum. Hvenær hefur nokkur
Sovétmaður fengið vísindaverð-
laun Nóbels? Bókmenntaverðlaun
hafa 2 Rússar fengið og þá hafa
þeir verið gerðir útlægir, því þeir
skrifuðu ekki eftir flokkskokka-
bókinni og þeir sem ekki gera það
dvelja ýmist í þrælabúðum eða á
geðveikrahælum. Hvar eru verfc
þeirra sem skrifa eftir flokks-
ritúalinu? Hvernig stendur á því
að sósíalistarnir koma ekki með
þær bókmenntir handa manni?
Hingað kom á vegum M.Í.R.
frægasta skáldkona Úkraínu að
sagt var, en hvers vegna fáum við
ekki að lesa svo merkilegan
skáldskap? Hvar eru rússnesku
tónskáldin sem sósíalistarnir
framleiða? Ef Kortsnoj verður
næsti heimsmeistari í skák er búið
að eyðileggja þjóðaríþrótt Rússa
og allir heimsfrægir Rússar verða
þá útlægir því þeir fá ekki inni hjá
K.G.B. Hvar eru afreksverk
sósíalismans? Þeir sem hann
predika verða að sýna þau eða að
snúa sér að einhverju öðru sem vit
er í og við getum notið góðs af. Allt
sem hingað til hefur verið gert í
nafni sósílismans hefur bara verið
til ills og bölvunar.
Húsmóðir."
Þessir hringdu . . .
• Minna talað við
börnin?
Kona, sem búsett var úti á
landi í 25 ár, sagðist vilja and-
mæla því sem menntamálaráð-
herra sagði á ráðstefnu um ár
barnsins nýlega að börn í fiski-
þorpum liðu fyrir það að minna
væri við þau talað en börn í stærri
bæjum m.a. vegna mikillar vinnu
fólksins. Konan sagði að víst væri
unnið mikið í þorpum og bæjum
þar sem fiskvinnslufyrirtækin
væru, en þar sem annars staðar
væri vissulega talað við börnin og
ekkert minna en annars staðar. —
í þessum litlu þorpum þekkjast
allir og menn tala meira við
náungann, heldur en í stórum
sambýlishúsum í Reykjavík, en
þetta veit ég af reynslu minni af 25
ára búsetu úti á landi og því þarf
ekkert að tala niðrandi um „fiski-
þorpin“, eins og mér fannst koma
fram í frásögnum af ávarpi
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á IBM skákmótinu í Amster-
dam í sumar kom þessi staða upp í
meistaraflokki í skák þeirra Larry
Christiansens, Bandaríkjunum,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Taulbuts, Englandi.
26. Rxe5! — dxe5 (Staða svarts er
einnig töpuð eftir 26 ... Dd4, 27.
Red7!) 27. Dxe5 og svartur gafst
upp. Hvítur hótar bæði 28. Re8++
og 28. Rh5++ og 27... Kf8 yrði
einfaldlega svarað með 28. Re8!.
Hinn 18 ára gamli Jusupov frá
Sovétríkjunum sigraði í meistara-
flokknum, hann hlaut 9 '/2 v. af 13
mögulegum. Næstur kom
Christiansen með 8'/2 v.
ráðherrans á umræddum fundi,
sagði konan, en þessar fullyrðing-
ar hans tel ég að fái ekki staðizt.
• Upplýst um Láru
Þá hringdi kona nokkur sem
kvaðst geta veitt örlitlar upp-
lýsingar um Láru Bjarnason, sem
spurt var um hjá Velvakanda í
gær. Sagði hún að Lára hefði verið
gift Jóni Bjarnasyni presti í
Winnipeg og verið dóttir Péturs
Guðjohnsen organleikara og
Guðrúnar Knudsen og hefði hún
m.a. safnað efni í bækurnar
Laufblöð og Söngbók bandalagsins
og sagði konan einnig um hana að
Lára hefði leikið á píanó og gítar
og kennt söng.
HÖGNI HREKKVÍSI
i-11
HAvCo, L®.VCM\(5... I
Póstsendum
GEísiP?
fcfra 5VLVANIA
Ijóskastarar
500W — 1000W og 1500W.
Takmarkaöar birgöir — Hagstætt verð.
UMBOÐSMENN
G. Þorstcinsson & Jobnson h.f.
REYKJAVlK — S I M I 85533
Þegar skyggja fer, eru endurskinsmerki nauösynleg.