Morgunblaðið - 19.10.1978, Side 40
UTSYNARKVÖLD
Hótel Sögu
sunnudagskvök
mmmmmmm
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978
Stórhækkanir á flugfargjöldum, smjörlíki og gosi:
Verðlagsnefnd hækk-
ar fyrri tillögur sínar
VERÐLAGSNEFND tók í gær til endurskoðunar verðákvarðanir á flugfargjöldum, smjörlíki og gosdrykkjum en
þær höfðu legið hjá ríkisstjórninni óstaðfestar í allt að þrjá mánuði. Akvað nefndin mótatkvæðalaust að heimila
meiri hækkanir en áður höfðu verið samþykktar og senda máiið aftur til ríkisstjórnarinnar.
Nú eru þrír mánuðir síðan verð-
lagsnefnd heimilaði 18% hækkun á
gosdrykkjum en samþykkt þessi
hefur legið óafgreidd hjá ríkisstjórn-
inni síðan og hefur þessi dráttur að
sögn valdið gosdrykkjaverksmiðjum
miklum vandræðum. Verðlagsnefnd
ákvað í gær með tilliti til þess
dráttar, sem orðið hefur á erindi
gosdrykkjaverksmiðjanna og vegna
aukins reksturskostnaðar verksmiðj-
anna að heimila 25% hækkun á
gosdrykkjum.
Heimild til 15.2% hækkunar á far-
og farmgjöldum í innanlandsflugi
hefur legið óstaðfest hjá ríkisstjórn-
inni í tvo mánuði og heimild til 8,9%
hækkunar á smjörlíki hefur legið
óstaðfest á annan mánuð. Verðlags-
nefnd ákvað í gær að heimila 20,8%
hækkun á far- og farmgjöldum í
innanlandsflugi og 25% hækkun á
smjörlíki.
Erindin hafa verið send ríkis-
stjórninni til staðfestingar. Er óljóst
hvenær og hvort erindin hljóta
staðfestingu og framangreindar
hækkanir taka gildi.
Ölgerðin reisir stórhýsi
fyrir 1,5-2 milljarða kr.
ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson
hefur ákveðið að ráðast í byggingu
vcrksmiðjuhúsnæðis, en fyrirtæk-
inu hefur verið úthlutað lóð í
svonefndri Borgarmýri, sem er við
Vesturlandsveg. norðan Arbæjar-
hverfis í Reykjavík.
ræða fjárfestingu að upphæð milli
1,5 og 2 milljarða króna og ekki er
enn ljóst hversu mikiö hægt er að
fjármagna þetta með lánum, en við
gerum ráð fyrir að bygging þessi taki
nokkur ár og ætlum þegar hún er
komin langleiðina að selja þær
eignir, sem verksmiðjan er nú í til
þess að geta notað fjármagnið í hina
nýju byggingu.
Að lokum sagði Eiríkur Hannes-
son að ekki væru digrir sjóðir til þess
að ráðast í byggingu sem þessa, þar
sem yfirvöld hefðu ekki leyft þær
hækkanir sem nauðsynlegar væru til
að endurnýja vélar og tæknibúnað.
SÍLDARSTEMMNING — Mjög góð loðnuveiði var hjá síldarbátunum
aðfararnótt þriðjudagsins og aflinn beztur fast með fjörunni. Á
þessari mynd Óskars Sæmundssonar sést Eyjaver að veiðum skammt
austan Ingólfshöfða og í baksýn gnæfir jökullinn.
Eiríkur Hannesson, skrifstofu-
stjóri Egils Skallagrímssonar, sagði
að fyrirtækið hefði fengið 28 þúsund
fermetra lóð sem hægt væri að
byggja á allt að 12 þúsund fermetra
hús og yrði á næstu árum unnið að
þeirri byggingu í áföngum eftir því
sem fjarhagsútvegun og geta verk-
smiðjunnar leyfði. Gert er ráð fyrir
að framkvæmdir hefjist að vori og
verður í fyrstunni reist 2000 fer-
metra hús er rúma á lager og verður
síðan reynt að flytja þangað gos-
drykkjaátöppunina, en síðast myndi
ölsuðan verða flutt, en hún er til
húsa við Frakkastíg. Auk þess er
fyrirtækið staðsett við Rauðarárstíg
og hefur leiguhúsnæði, en áætlað er
með hinni nýju byggingu að verk-
smiðjan verði öll undir einu þaki.
— Við munum reyna að fara hægt
í sakirnar, því að hér verður um að
Y ængir
fljúga
áfram
— VÆNGIR munu
starfa áfram og halda
úti því áætlunarflugi,
sem félagið hefur tekið
að sér, sagði Guðjón
Styrkársson stjórnarfor-
maður í gær, er hann var
spurður um gang mála
hjá Vængjum, eftir að
Flugleiðir höfnuðu hug-
rnyndum um samvinnu
fyrirtækjanna.
— Viö eigum í nokkrum
erfiðleikum vegna þess að við
höfum ekki fengið að hækka
fargjöldin nema um 10% á
þessu ári og hafði okkur verið
lofað 15%, hækkun í ágúst sem
ekki er enn komin, en við
vonum að þetta ástand muni
lagast þrátt fyrir óraunhæft
verð, sagði Guðjón að lokum.
Hótel Akureyri stór-
skemmdist í eldsvoða
Akurcyri 18. uktóber
ELDUR kom upp í húsinu nr. 98 við
Hafnarstræti, Hótel Akureyri, kl.
21.45 í' kvöld. Húsið er mjög stórt
þriggja haða timburhús í' miðbæ
Akureyrar og tvö stór timburhús
næst sunnan við það. Eldurinn var
mjög hráður. en slökkviliðinu tókst
að komast fyrir hann á röskum
hálftíma. Einn maður skarst nokk-
uð á hendi af glerbroti, en að öðru
leyti er ekki vitað að neinn hafi
orðið fyrir mciðslum.
Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar,
um 40 manns, og allir lögreglumenn
sem til náðist var kallað út í kvöld
þegar eldurinn kom upp. Þá voru
almannavarnir bæjarins einnig í
viðbragðsstöðu, ef svo illa kynni til
að takast að eldurinn bærist í
nærliggjandi hús.
Verið var að vinna við málningu
og aðrar lagfæringar í Verzluninni
Tízkubæ, sem er eitt fjögurra
fyrirtækja á neðstu hæð hússins.
Skyndilega varð eins konar spreng-
ing þar sem unnið var með olíumáln-
ingu og verzlunin varð strax alelda.
Þeir sem unnu við lagfæringarnar
kölluðu strax upp að kviknað væri í
og lögregluþjónar sem voru í ná-
grenninu, skiptu strax með sér
verkum, sumir lokuðu Hafnarstræti
fyrir umferð, aðrir gengu úr skugga
um að allt fólk væri farið úr húsinu
og hafði það verið tæmt þegar
slökkviliðið kom á vettvang. Á
hótelinu býr Halldór Lárusson
veitingamaður ásamt fjögurra
manna fjölskyldu og þar að auki
voru tveir næturgestir í hótelinu.
Annar þeirra var öldruð kona, sem
strax var flutt í sjúkrahús í
öryggisskyni.
Eldurinn barst fljótt upp á aðra
hæð hússjns og fór þar nokkuð vítt
um. Slökkviliðinu tókst samt að
komast fyrir eldinn áður en hálftími
var liðinn frá upptökum hans og
gekk afar vasklega fram. Margir
urðu til þess að rétta hjálparhönd
við að bjarga hlutum og varningi út
úr húsinu einkum úr fyrirtækjunum
á neðstu hæð, en þau eru auk
Tízkubæjar, Raforka, Brauðgerð
Kristjáns Jónssonar og Pedromynd-
ir. Á þessu stigi málsins er ekki ljóst
hve tjónið er mikið en greinilegt er
að það er gífurlegt bæði af eldi, reyk
og vatni. Samt verður að telja það
happ, hve fljótt tókst að ráða við
eldsvoðann, þannig að ekki hlaust af
stórbruni, enda var logn hér í kvöld
og því auðveldara að fást við
slökkvistarf. Þess má geta að
yfirmenn slökkviliðs Akureyrar
höfðu að undanförnu haft í huga að
halda slökkviliðsæfingu í miðbænum
og þá sérstaklega ráðgert að hún
snerist um þetta hús. Þá er það
einnig að nefna að nú voru eins og
fyrr segir aðeins tveir næturgestir á
hótelinu, en síðastliðna nótt var
hvert einasta herbergi skipað og
gestir eins margir og hótelið rúmaði,
þ.e. milli 40 og 50 gestir.
Sv.P.
Buðust til að leggja
slitlag á þjóðvegina
— sagði Halldór E. Sigurðsson
— ÞAÐ er rétt að Kanadamcnn
komu hér við á ferð sinni sl. vetur
og hugðust bjóðast til að leggja
varanlegt slitlag á þjóðvegi okkar.
Sex tónskáld semja afmælis-
verk fyrir Norræna húsið
í TILEFNI af afmadi Norræna
hússins hafa scx norram tónskáld
samið verk sérstaklega að beiðni
forráðamanna hússins. og verða
þau öll frumflutt á hátíðartón-
leikum á laugardag. Þetta kemur
m.a. fram í viðtali við forstöðu-
mann Norræna hússins Erik
Sönderholm á bls 10 í blaðinu í
dag.
Auk þess verður á sunnudag
stofnuð tónlistardeild í bókasafni
Norræna hússins. með safni af
nótum og bókum um tónlist.
Danska tónskáldið Vagn
Holmboe hefur samið verk fyrir
fjórraddaðan blandaðan kór við
textann „Þótt form þín hjúpi
graflín" úr Fegurð himinsins eftir
Halldór Laxness og flytur Hamra-
hlíðarkórinn það. Svíinn- Ake
Hermanson hefur samið verk fyrir
flautu með einleikarann Manuelu
Wiesler sérstaklega í huga. Norð-
maðurinn Ketil Sæverud hefur
samið tríó í tilefni afmælishátíð-
arinnar og Finninn Einar Englund
hefur samið píanósónötu og kemur
til að flytja hana sjálfur. Erling
Drene hefur samið kammerkon-
sert fyrir píanó og strengjahljóm-
sveit og Jón Nordal verk fyrir
fjórraddaðan blandaðan kór
(Hamrahlíðarkórinn) við þjóðvís-
vjina Kveðið i bjargi. Verða öll
verkin frumflutt á laugardag.
sagði Halldór E. Sigurðsson fyrr-
verandi samgönguráðherra er
Mbl. spurðist fyrir um þetta mál.
— Við höfðum hins vegar ekki
mikinn áhuga á frekari viðræðum
við þá þegar í ljós kom, að þeir
vildu auk þess sem þeir legðu fram
vélar og tæki, koma með sinn eigin
mannskap og vinna allt verkið
sjálfir. Það hafa þeir líklega gert
vegna atvinnuástandsins heima
fyrir en málið var sem sagt látið
niður falla vegna þessara skilyrða
þeirra, sagði Halldór, en við
höfðum meiri áhuga á að vita hvort
um hagstæð lán gæti verið að ræða.
Kannski hefur það líka átt þátt í að
halda ekki málinu áfram að þá
hafði ég ákveðið að láta af embætti
ráðherra hvernig sem kosningar
færu og því varð ekki af frekari
bréfaskiptum enda e.t.v. heldur
ekki gott að við hefðum ýtt nokkuð
á eftir þessu til þess að þeir færu
ekki að sækja málið fastar.