Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1978 Hér fer á eftir í heild ræöa sú, sem Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins flutti viö umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á AlÞingi sl. fimmtudagskvöld: GEIR HALLGRIMSSON, formaður Sjálfstæðisflokksíns: Hæstu skattar ekki fram úr 50% af síóustu tekjum Herra forseti. „Alþýðubandalagið er sá flokkur sem lentíst af hefur verið stefnu- laus í efnahagsmálum og hefur ekki fengist til að viðurkenna grundvallarstaðreyndir í íslensku efnahagslífi. Fyrir kosningarnar í vor setti Alþýðubandaiagið fram „Stefnu í efnahagsmálum" og hafði þar lausn á sérhverju vandamáli. Stefna þess var að mestu leyti óframkvæmanleg o)í þar voru augljósar blekkingar, hvort sem þær hafa verið settar fram vísvitandi eða ekki". Góðir áheyrendur. Þetta voru ekki mín orð heldur Halldórs Ásgrímssonar, fyrrver- andi alþingismanns Framsóknar- flokksins í Tímanum nú nýverið, en éfí vil gera þau að mínum orðum í upphafi ræðu minnar. Undir jarðarmen Alþýðubandalags Það er einmitt þessi ófram- kvæmanlega stefna Alþýðubanda- lagsins og blekkingar þess sem formaður Framsóknarflokksins var að gera ykkur, góðir áheyr- endur, grein fyrir hér áðan í stefnuræðu forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa gengið undir jarðarmen Alþýðubandalafísins og fíert botnlausa stefnu Lúðvíks Jósefssonar að sinni. • Blekkingarnar og svíkin kosningaloforð eru t.d. í því fólgin að setja átti samningana í gildi, sem ekki hefur verið efnt. Enn er í gildi vísitöluþak eins og var einnig í maí lögunum, en auk þess er vegið tvisvar í sama knérunn þar sem þeim sem fyrir því verða, er gert að greiða aukatekjuskatt til viðbótar. En að svo miklu leyti sem samningarnir eru látnir taka gildi, þá er það annars vegar gert með því að falsa vísitöluna og hins vegar með því að fjármagna fölsun vísitölunnar með aukinni skatt- heimtu. Þetta eru ekki ný vinnubrögð vinstri stjórnar. Á árinu 1973 var vísitalan borguð niður fyrir hvern útreikningsdag, með auknum niðurgreiðslum eða fjölskyldubót- um, sem síðan voru lækkaðar eftir gildistöku vísitölu. Nú er eins að farið, aftan að launþegum í landinu. Fyrir kosningar var loforðið „Samningar í gildi" án alls fyrir- vara en eftir kosningar eiga launþegar að kaupa þær þokkalegu efndir loforðsins, sem í fölsun vísítölunnar og aukinni skatt- heimtu felast, með því að skuld- binda sig til að gera engar breytingar á grunnkaupi í eitt ár a.m.k., eftir að samningatímabili lýkur 1. desember n.k. og opinberir starfsmenn þurfa. að falla frá þegar umsömdum grunnkaups- hækkunum á næsta ári. Fyrir kosningar hélt stjórnar- andstaðan því fram, að kaupgjald í landinu væri hreint aukaatriði varðandi verðbólguvöxt og til- kostnað og afkomu atvinnuveg- anna. Eftir kosningar er annað hljóð komið í strokkinn. Fyrir kosningar voru verkalýðs- foringjar kommúnista og krata ódeigir að beita bæði ólöglegum og löglegum þvingunaraðgerðum gegn stjórnvöldum og almervnings- hagsmunum til að koma í veg fyrir að efnahagsaðgerðir næðu tilgangi sínum, en eftir kosningar og stjórnarmyndun sitja .þessir sömu menn eins og mýs undir fjalaketti og láta sér lynda að spilað sé hóflaust á hið falska hljóðfæri sem framfærsluvísitalan er, með því að greiða niður þær vörur sem ódýrast er fyrir ríkissjóð og vega mun þyngra í vísitólu en í raunverulegum útgjóidum almennings, en leggja aukaskatt á aðrar vörur sem vega aftur á móti mun þyngra í útgjóidum fjölskyld- unnar en í vísitöiunni eða koma þar alls ekki fram. — Og þótt þess séu alvarleg dæmi eíns og með gamla kjötið, að vörurnar fást ekki á því verði sem reiknað er með í vísitölu, þá þegja hinir galvösku kommar og krataforingjar þunnu hljóði. Sannleikurinn er sá, að kosningaloforðið „samningarnir í gildi" og vanefndir þess er mesta, hokus-pokus, sjónhverfingarspil íslenzkra stjórnmála og kjara- mála, sem dæmi eru til um. Sjálfstæðisflokkur sjálfum sér samkvæmur Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið sjálfum sér samkvæmur einn íslenzkra stjórnmálaflokka fyrir og eftir kosningar. Sjálfstæðismenn sögðu fyrir kosningar, að ekki væri unnt að tryggja meiri kaupmátt ráðstöfun- artekna að óbreyttum afla og viðskiptakjörum, en menn þá nutu og var 15—17% meiri en fyrir kjarasamninga á síðasta ári og sá mesti í sögu þjóðarinnar, en kommúnistar og kratar sögðu að tr.vggja bæri þann kaupmátt sem stefnt var að með kjara- samningunum 1977. Fáir gátu þó skýrt, hver sá kaupmáttur væri en eftir því sem næst var komizt var hann enn 10'/? —12% hærri, en við nutum fyrri hluta þessa árs. Ábyrgð á þessum efndum hafa nú Framsóknarmenn einnig tekið, en það stenzt ekki til lengdar ef við eigum ekki að auka erlenda lánabyrði, reka ríkissjóð með halla, auka verðbólguna í landinu, sem allir segjast vera á móti. En stefna núverandi ríkisstjórnar að svo miklu leyti sem hægt er að tala um stefnu, leiðir óhjákvæmilega til þessa alls og síðan að lokum til atvinnuleysis. Tvennt er það sem forsætisráð- herra hengir hatt sinn á í stefnuræðu sinni, annars vegar endurskoðun á vísitölunni og hins vegar samráð við aðila vinnu- markaðarins og er hvort tveggja góðra gjalda vert. Þess er skemmst að minnast að við gerðum sameiginlega tilraun í fyrrverandi ríkisstjórn að taka óbeina skatta út úr vísitölunni og þar ,með einnig allar niðurgreiðsl- ur vöruverðs. Þá væri ekki hægt lengur að spila á hið falska hljóðfæri vísitölukerfisins og stjórnvöld hefðu frjálst val milli óbeinna og beinna skatta, sem nú eru ekki í vísitölu. Hér er um hagsmunamál launþega og almennings í landinu að ræða. Samt sem áður beittu forystu- menn A.S.Í. sér gegn þessu og til samkomulags við þá, var ákvæði þessa efnis fellt niður í endanlegri gerð febrúar laganna. Vonandi hafa viðhorf þessara manna breyzt síðan. Auðvitað er nauðsynlegt að draga úr víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags með endurskoð- un vísitölukerfisins t.d., með einhvers konar þjóðhagsvísitölu, en aðalatriðið er þó, að stjórnvöld veiti svigrúm í þjóðarútgjóidum fyrir þeirri einkaneyslu, fyrir þeim kaupmætti ráðstöfunartekna, sem þau segjast stefna að og launþegar geta við unað. ________Samráð_______ I stefnuræðunni er lögð mikil áherzla á mikilvægi samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og sagt, að hér sé „farið inn á nýja braut" og að um „merkilega tilraun sé að ræða". Staðreyndir málsins eru, að flestar eða allar ríkisstjórnir, sem hér hafa setið síðustu áratugi hafa leitað slíks samstarfs, þótt árang- ur hafi verið misjafn. Stjórn Hermanns Jónassonar 1956—58 byggðist á slíku sam- starfi og skuldbatt sig til að gera ekki ráðstafanir í efnahagsmálum nema með samþykki Alþýðusam- bands. Stjórnin fór frá þegar Alþýðusambandsþing neitaði að fallast á tillögur stjórnarinnar. Viðreisnarstjórnin hafði stöðugt og náið samband við aðila vinnu- markaðarins a.m.k. allt frá því í lok árs 1963. Vinstri stjórnin 1971—74 mun og hafa haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, þótt það end- aði með ósköpum, eins og kunnugt er. Fyrrverandi ríkisstjórn hafði samráð við aðila vinnumarkaðar- ins í sambandi við aðgerðir sínar í efnahagsmálum. Þessir aðilar tóku einnig þátt í störfum verðbólgu- nefndar, sem lagði til að slíku samráði væri komið á víðtækan og formlegan grundvöll og var undir- búningur að því hafin í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, þótt undirtektir launþegasamtakanna væru þá ekki fullnægjandi, og launþegasamtökin væru þá mis- notuð í flokkspólitískum tilgangi af hálfu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Fyrir kosningar töiuðum við Sjálfstæðismenn um þjóðarsátt í kjaramálum og höfum í engu breytt afstöðu okkar í þeim efnum. Alþýðuflokksmenn töluðu um kjarasáttmála. í sannleika sagt létu Framsóknarmenn sér fátt um finnast í þessum efnum og Alþýðu- bandalagið talaði jafnvel um nauðsynlegt stéttastríð. En batn- andi mönnum er bezt að lifa og reynslan ein fær úr því skorið hvort hugur fylgir máli. En ég vil vara við því að ríkisvaldið, ríkisstjórn og lög- gjafarsamkoman, Alþingi glati sjálfstæði sínu gagnvart hags- munasamtökum og þrýstihópum í þjóðfélaginu. Á sama hátt hlýtur það að vera umhugsunarefni, að t.d. launþegasamtökin verði ekki leiðitamt tæki, verkfæri stjórn- valda eins og er hvarvetna í ríkjum sócialismanns, þar sem þjóðskipulagi sem Alþýðubanda- lagið hefur á stefnuskrá sinni, er komið á. Bezt fer á, að nokkur verka- skipting sé milli ríkisvalds og hagsmunasamtaka og hvort um sig virði verksvið og sjálfstæði hins, eins og frekast má verða. ______70% skattar______ Nýjar álögur beinna skatta sem menn eru nú að fá tilkynningar um þessa dagana eru ekki í samræmi við stefnu launþegasam- takanna, sem áherslu hafa lagt á lækkun beinna skatta. Tekjuskattsaukinn veldur því að menn greiða 70% af jaðartekjum sínum í skatt og skyldusparnað til hins opinbera, og hann leggst ekki bara á hátekjufólk. Tekjuskatts- aukinn leggst á þúsundir skatt- greiðenda þ. á m. fljótt á sjómenn sem með ákvörðun fiskverðs nú síðast hafa ekki fengið hlutfalls- lega sömu launahækkun og aðrir landsmenn og einnig þær fjöl- skyldur þar sem bæði hjón vinna úti. Þessi skattur dregur úr vilja manna til að leggja sig fram til að auka verðmætasköpunina í þjóð- félaginu og felur auk þess í sér þá hættu, að menn telji siðferðislega ekkert rangt að draga tekjur undan skatti. Það er eins og mig minnir að einhverjir stjórnarsinnar hafi talað um neðanjarðarhagkerfi. Hvað er líklegra en þessi óréttláti skattur til að auka það. Þá er 50% og 100%. viðbóta- eignaskattur rökstuddur með því að ná til verðbólgubraskaranna. En eignaskatt greiða menn af skuldlausri eign og verðbólgu- braskarar hafa vit á því að skulda jafnmikið og matsverð eða bók- fært verð eigna þeirra nemur. Það er einmitt sparsama og skilvísa fólkið í landinu, sem lendir mestmegnis í þessum skatti. Eg frétti í dag af 85 ára gömlum Reykvíking sem unnið hefur hörð- um hóndum af dugnaði alla ævi, en hefur nú aðeins ellilífeyristekjur en á íbúð. Hann fær 31 þús. kr. skattreikning. Þetta eru breiðu bökin, en skuldakóngarnir sleppa, sem Alþýðubandalagsmenn og Framsóknarmenn halda verndar- hendi yfir með því að viðurkenna ekki raunvexti og láta sig hag sparifjáreigenda engu skipta. Stefna Sjálfstæðisflokks í skattamálum skýr Viðbótartekjuskatturinn á at- vinnurekstur viðurkennir ekki fyrningarfrádrátt atvinnutækja en þar með er dregið úr möguleik- um til endurnýjunar véla og tækja, sem til aukinnar hagkvæmni og framleiðni leiðir og fyrst og fremst getur tryggt raunverulega kjara- bót launþegum til handa. Allt rekur sig á annars horn í starfslýsingu ríkisstjórnarinnar. Þannig á að „Beina fjárfestingu í tæknibúnað endurskipulagningu og hagræðingu í þjóðfélagslega arðbærum atvinnurekstri," en um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.