Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1978 27 Hver er kjaraskerð- ing ríkisst jórnarinnar ? Greinargerd frá Launamálaráði Bandalags háskólamanna MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi greinargerð frá Launamálaráði Bandalags háskólamannai Skömmu eftir að gengiö hafði verið frá samningum ríkisstarfs- manna í árslok 1977 voru sett lög um efnahagsráðstafanir, sem fólu í sér verulega skerðingu á kjarasamning- um. Víðtæk samstaða varð meðal launþegasamtaka landsins um að mótmæla þessari árás á samnings- réttinn kröfuglega undir kjörorðinu: Samningana í gildi. Fjölmennir hópar launþega lögðu niður vinnu dagana 1. og 2. mars s.l. til þess að leggja áherslu á þessa kröfu. Þátt- taka í vinnustöðvuninni var góð meðal ríkisstarfsmanna innan BHM, en ríkisstarfsmenn, einir allra laun- þega, urðu síðan að þola sérstakan refsifrádrátt vegna þessara aðgerða. Við stjórnarskiptin í haust vöknuðu vonir launþega um að kjaraskerðing- unni yrði aflétt og samningar tækju gildi að nýju, enda hafði stjórnar- andstaðan lagt höfuðáherslu á þá áia ERU SAMNINGAR ÞÍNIR í GILDI ? Þetta verður tekið af launum þínum á þessu ári : Ilfll Mars, Apríl Mai , Júní, Júli, Agúst ,Sept. Okt., N6v. , Des. , Samtals. 110 1Sþús ISþÚS 12þÚS 30þús 30þús 30þÚ£ 9þús 9þúS 9þúS 14þÚS 167 þús. 112 13þús 1 21>ús 13þús 33þús 33þús 33þú: 14þús 14þúS 14þúS 21þús 201 þús. 114 14þús 14þúS 14þiis 36þús 36þús 36^11^ 19þús 19þús 19ÞÚS 2 8þús 235 þús. 117 16þús 1Cþús 16þús 391 lis 39þús 39þúd 26þúS 26þús 26þúS 40þÚS 283 þús. kröfu í kosningabaráttunni. Sú von * brást þó þegar septemberlögin um ráðstafanir í kjaramálum litu dagsins ljós. Einungis hluti launþega fær greitt samkvæmt samningunum, þeir sem höfðu laun yfir 200 þús í des 8.1. fá hins vegar verðbætur í fastri krónutölu. Með þessu er umsömdum launahlutföllum raskað verulega og fer sú röskun vaxandi eftir því sem lengra líður. Verðbólgan á sem sagt að ákveða launamun í þjóðfélaginu, það á ekki að gerast við samninga- borðið. Þegar farið er að huga að því hverjir það eru sem verða fyrir þessari kjaraskerðingu kemur í ljós að hún mun sennilega ekki ná til neinna launþega innan ASÍ, þótt margir þeirra hafi svipuð, og sumir mun hærri laun en ríkisstarfsmenn innan BHM. Má þar nefna iðnaðar- menn og sjómenn. Niðurstaðan er því sú, að það eru svo til eingöngu ríkisstarfsmenn innan BHM, sem verða fyrir þessari skerðingu. Þessar ráðstafanir verða því ekki til þess að minnka launamun í þjóðfélaginu, heins vegar munu laun ríkisstarfs- Ætlarðu að láta taka þetta af þér á næsta ári ? llil Jan .Febj; .Mar = ,Apri l,Maí .Jún^ r,)W .Aqús ,Sep .Okt Nóv Des Samtals. 110 14þ 14þ 18Þ 18þ 18þ 22þ 22Þ 22þ 28Þ 28þ 28þ 38þ 270 Þ- 112 21þ 21þ 28Þ 28þ 28þ 34þ 34Þ 34þ 43Þ 43þ 43þ 56Þ 413 þ. 1 14 28þ 28þ 38þ 38þ 38þ 47þ 47Þ 47Þ 59Þ 59þ 59þ 75Þ 563 Þ- 117 40þ 40þ 53Þ 53Þ 53Þ 65Þ 65þ 65Þ 82þ 82þ " 82þ 104þ 784 Þ- HVAR ENDAR ÞETTA ? Sumir sleppa undir þakið en aðrir ekki, - þrátt fyrir sömu laun 500 t>ú«. t 450 pú«. + 4O0I>ú« 350 pú«. f 300 0(1». (• 250 Pú« 1. júni 1. »pl. 1»7» Hér hefur verið leitast vi8 að varpa ljósi á þá kjaraskerðingu, sem leiðir af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að s'tanda ekki við gerða samninga. Ljóst er af samanburði við aðra hópa launafólks með svipuð laun, að ekki er verið að minnka launamun almennt í þjóðfélag- inu, heldur að raska hlutföllum milli hópa, sem áður höfðu sömu laun. Rikisstjómin er einfaldlega að blekkja þá stuðningsmenn sína sem barist hafa fyrir meira jöfnuði. Þess vegna ræðst hún á þann hóp launafólks, sem ekki nýtur verkfallsréttar. Þessi'vinnubrögð sýna, enn einu sinni, að litið tillit er tekið til þeirra sem aldrei bíta frá sér. Sjómenn, iðnaðarmenn og fjölmargir aðrir, sem hafa sambærilegar tekjur og háskólamenn, sleppa við vísi- töluþakið vegna mismunandi aðferða við útreikning dagvinnutelcna, ein- faldlega af þvi, að rikisstjórnin hraeðist samtakamátt þeirra. Sýnum nú samtakamátt okkar í verki. Mætum á fundinn á Hótel Sögu, þriðjudaginn 24. okt. kl. 13.30 og sameinumst um kröfuna SAMNINGANA I GILDI Selfosslögreglan lýsir eftir ökumanni FÖSTUDAGINN 13. þessa mánað- ar um klukkan 22 valt fólksbifreið á Suðurlandsvegi, skammt fyrir vestan Selfoss. Ökumaður var kona, sem var ein í bifreiðinni. Bifreið, sem þarna kom að, flutti konuna að Selfossi, en hún hafði eitthvað slasast. Vegna rannsókn- ar á þessu slysi óskar lögreglan á Selfossi að hafa tal af fólki því, sem ók konunni að Selfossi. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU l.OOfl þíis. Kjaraskorðinií l.t7X<>K Iíl7!i l.li 120 1.000 þús. oooþús. sooþús. 700 þús. ííoo þús. i.n. IIS cir, þús :>m þús. lOO.þús. :100 þús. 200 þús. IIMIþús. III 105 i.n ¦ 1.11. 110 2.0 þís. i.ii. iin 2.11 þÚs. 1117 þ.i- 00 þús. manna lækka miðað við þá hópa sem áður höfðu svipuð laun. Hver er þá tilgangurinn með því að setja þak á verðbætur á laun? Það minnkar ekki launamun í þjóðfélaginu, sparnaður ríkisins af þessari ráðstöfun er innan við 1% af launagreiðslum ríkisins og hér er um að ræða árás á samningsrétt. Niurstaðan verður sú að hér er um algera sýndarmennsku að ræða, þar sem óverðskuldað er reynt að gera ákveðinn hóp að syndahöfrum efnahagsvandans. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í að setja samningana að fullu í gildi. Launþegar munu veita því athygli hvort þingmenn, sem kosnir voru á Alþing undir kjörorðinu samningana í gildi greiða atkvæði með þvingun- arlögunum um kaupskerðingu og samningsrof, þegar bráðabirgðalögin frá í september hljóta afgreislu á Alþingi. Ymsir þeirra, sem verða fyrir barðinu á vísitöluþakinu munu fá annan glaðnin frá ríkisstjórninni í þessari viku þ.e.a.s tilkynningu um álagningu tekjuskattsauka vegna tekna ársins 1977. í hópi ríkisstarfs- manna er þar einkum um að ræða fjölskyldur þar sem bæði hjónin vinna utan heimilis, svo og urigt fólk sem er að koma þaki yfir höfuðið og leggur á sig mikla vinnu vegna tímabundinnar tekjuþarfar. Ríkisstarfsmenn innan BHM eru seinþreyttir til vandræða, en svo kann þó að fara að langlundargeð þeirra þrjóti. Launamálaráð BHM hefur ákveðið að boða til almenns fundar þriðjudaginn 24. október n.k. kl. 13.30 og verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel Sögu. Á fundinum verður staðan í kjaramálum rædd og tekin ákvörðun um áframhald bar- áttunnar fyrir því að samningar háskólamanna verði virtir. SERTILBOÐ meöan birgöir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.