Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 „Ég er fœddur með bíladellu " Árni Björnsson hefur tekiö þátt í öllum rall-keppnum sem haklnar hafa verið á Islandi til þessa. Árni starfar hjá Bílablað- inu og heimsóttum við hann þar og spurðum hann fyrst að því hvað rall væri í raun og veru? „Rall-keppnin skiptist í tvennt. I fyrsta lagi eru það sérleiðirnar og í öðru lagi ferjuleiðir. P^erjuleiðirnar eru innan bæja og á almennum þjóðvegum. Þar er hámarks- hraðinn um 40—50 kílómetrar á klukkustund og eru þessar leiðir notaðar til þess að ferja okkur „Bílarnir eru úr almennri framleiðslu. Það er nokkuð farið að tíðkast að menn breyti þeim og hér á landi eru til nokkrir mjög skemmtilegir bílar í rall-akstur, sérstaklega styrktir og með kraftmeiri vélar. En flestir bílarnir í rall-keppnum eru bílar úr almennri fram- leiðslu. Í rall-akstri eru tveir menn í hverjum bíl. Ökumaður er að- eins nokkurs konar stýrimaður en aðstoðarökumaður, sem við í daglegu tali köllum kóara, hann sér um leiðarlýsingar. Hann er hann má alls ekki vera bíl- hræddur." Er mikill áhutíi á ralli hér á landi? „Undirtektirnar hafa batnað mjög mikið frá því fyrsta rall-keppnin var haldin og hefur áhorfendum fjölgað mikið. í síðasta ralli voru mörg hundruð áhorfendur á öllum leiðum. Það yljaði manni líka mikið þegar við keppendur komum með Akraborginni til Reykjavíkur eftir keppnina að sjá allan áhorfendafjöldann standa á bryggjunni og taka á móti okkur m Arni í rall-kcppni. yfir á sérleiðirnar. Á sérleiðun- um fer sjálf keppnin fram og eru vegirnir þar fremur slæmir og meðalhraðinn sem gefinn er er yfirleitt meiri. í hvorum enda þessara leiða eru tímastóðvar. Hver maður á að keyra vissa vegalengd á vissum tíma og vissum hraða. Á sérleiðunum reiknast frávikin í sekúndum en á ferjuleiðunum í mínútum. Ef komið er of fljótt að tíma- stöðvunum er frávikið tvöfaldað og er það gert til þess að menn keyri frekar hægar en hraðar. Ef viðkomandi fær mínus á einni tímastöð þá getur hann ekki unnið hann upp á næstu. Hann situr uppi með mínusinn hvort sem honum líkar betur eða verr. Hvernig bflar eru notaðir í rall? með kort og leiðabók með alls kyns merkingum en hana fáum við er við leggjum af stað. Eftir þessari bók vísar hann veginn og sér um að bíllinn sé á réttri leið. Síðast fengum við bókina 24 tímum fyrir keppnina en ég hef heyrt að fyrir næsta rall fáum við ekki bókina fyrr en stuttu áður en keppni hefst. Við tímastóðvarnar fáum. við kort með tölum um hraða, tíma og vegalengd. Tvær þessara talna eru á kortinu en hina þriðju verður aðstoðarmaðurinn að reikna út. Sumir láta aðstoðar- manninn einnig keyra á ferju- leiðunum. Án aðstoðarmanns er rall ekki framkvæmanlegt, hann á að minnsta kosti 50% þátt í útkomunni. Aðstoðarmaður verður að vera fljótur að reikna og vita hvað hann er að gera og Myndir Kristinn. — mörg þúsund manns. Áhorf- endum hefur farið fjölgandi að keppnum í bifreiðaíþróttum yfirleitt. Áhorfendur halda sér líka mun betur frá vegunum nú en áður en það kom fyrir að þeir jafnvel hlupu eða keyrðu í veg fyrir bílana. í sambandi við allan öryggisútbúnað þá hefur sérstök nefnd verið valin en FÍB og Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur eiga aðild að henni. Þessi nefnd býr til allar öryggis- reglur og eru þær í samræmi við alþjóðareglur sem gilda um slíkar keppnir. Er þátttaka mikil í þessum kepj)num? „I síðasta ralli tóku 27 manns þátt en það er breytilegt frá einni keppni til annarrar hvað keppendur eru margir. Konur hafa verið mjög slappar við að Arni Bjarnason. láta sjá sig og þær eru aðeins fjórar sem hafa tekið þátt í rallkeppnum. Á Húsavík í sum- ar var stúlka aðstoðarmaður hjá mér en annars er minn fasti aðstoðarmaður Sigbjörn Björns- son. Sverrir Ólafsson hefur haft sína konu sem aðstoðarmann og í fyrsta rall-akstrinum voru tvær konur og er sú sem þá keyrði sú eina sem hefur verið ökumaður í rallkeppni hér á landi." Hvaða bíl keyrir þú í rall-keppnum? „í tveimur síðustu rall-keppn- um hef ég keyrt fyrir Bifreiðar og landbúnaðarvélar en það fyrirtæki á bílinn sem ég nota og sér um allan kostnað. Ég'fór á þessum bíl til Húsavíkur. Þetta er station-bíll og var þá með 1200cc vél og að öllu leyti óbreyttur. Mér gekk vel í rallinu á Húsavík og varð í öðru sæti. Þá var vélin aðeins 65 hestöfl. Síðan var 1600cc vél sett í hann fyrir síðasta rall og einnig aðrir demparar. Það munaði gífurlega miklu um það hvað hann varð kraftmeiri. í þessu ralli varð ég í 7, sæti. Ég varð fyrir því óláni að það sprakk tvisvar hjá mér og í bæði skiptin á erfiðum sérleiðum en það hefur aldrei áður sprungið hjá mér í ralli. Þetta síðasta rall var 1080 km. Fyrri daginn keyrðum við 500 km og hófðum viðdvól í Reykja- vík um nóttina en strax kl. 7 á sunnudagsmorgni lögðum við aftur af stað. Þetta var mjög þreytandi en þreytan kemur eiginlega ekki fram fyrr en keppnin er búin og maður er búinn að fara í bað og ætlar að slappa af." Hvenær verður næsta rall? „Næsta rall verður núna 11.—12. nóvember. Það verður á milli 5 og 600 kílómetra langt og líklega verður það hér á Suður- eða Suövesturlandi, annars fær maður ekki að vita hver leiðin er fyrr en rétt áður en keppnin hefst svo ekki vinnist tími til að skoða hana. Ég ætla að taka þátt í þessu næsta ralli." Hvers vegna tekur þú þátt í rall-akstri? „Ætli það sé ekki vegna þess að maður er fæddur með bíla- dellu. Áhuginn á rallinu byggist fyrst og fremst á því að það þarf góðan ökumanh til þess að ná einhverjum árangri í ralli. Bílinn skiptir ekki höfuðmáli. Vegirnir eru margvíslegir og veðrið breytist og það er alltaf eitthvað að koma upp á. Það er líka erfitt að komast vega- lengdirnar á réttum tíma þar sem á sérleiðunum, en þar eru vegirnir verstir, er mælt upp'á sekúndu og þó að maður nái góðum tíma er ekki víst að maður hitti nákvæmlega á þessa réttu sekúndu. Maður fær líka njög mikið út úr rall-keppnum. Ég væri held- ur ekki að þessu nema mér þætti það mjög gaman. Ég verð að fá útrás fyrir þessa bíladellu og þegar hún er fengin þá líður mér vel. Síðan fer mig að klæja í fingurna aftur eftir 2—3 daga." Að lukum spurðum við Arna hvað ökumaður þyrfti að hafa til að bera til þess að verða góður rallökumaður? „Góður rall-ökumaður þarf að vera við öllu búinn. Hann má ekki gera meira en hann er viss um að geta ráðið við. Ef maður ætlar sér endalaust að keyra upp á Guð og lukkuna þá kemur maður sér í vandræði. Hann verður líka að gera sér grein fyrir því hvernig bíllinn starfar og hann þarf að vera vel þjálfaður — vinna sjálfkrafa og ekki þurfa að velta neinu fyrir sér í sambandi við það hvað gera skuli næst. Hann má heldur alls ekki keyra það hratt að hann verði sjálfur hræddur." - R.M.N. „Alltaf einhverjir sem ekki skilja okkur 99 Mynd: Kmiiía. Finnbjörn ásamt Oddnýju konu sinni. Kristján sonurinn var ekki heinta. FINNBJÖRN Kristjánsson, vél- virki, er mikill áhugamaður um bíla og heíur bæði tekið þátt í sandspyrnukeppnum og staríað í Kvartmfluklúhbnum. „Mér finnst kvartmílan skemmtilegri, annars er lit.il reynd komin á þessi mál þar sem ekki hefur verið enn haldin keppni í kvartmílu hér á landi. Við höfum ekki haft braut til að keppa á fyrr en núna og keppnisreglurnar eru ekki til enn sem komiö er, en það er verið að koma þeim saman. í Bandaríkjunum og Svíþjóð eru til reglur en það verður að laga þær að aðstæðunum hér. T.d. er keppt í hundrað flokkum í kvartmílu- keppnum í Bandaríkjunum en hér hófum við 7 flokka." Hvernig er kvartmflukeppni? „Kvartmílukeppni er keppni um það hvor tveggja bíla sem stillt er upp við brautarendann er fljótari að keyra 402 metra. Þaó er ekki alveg komið visst form á keppnina hér þar sem reglurnar eru ekki til en 22. október verður brautin vígð. Við gerum þá ráð fyrir að fjórir af þessum 7 flokkum sem til eru hér verði notaðir. Bílarnir eru mis- munandi mikið breyttir frá upp- runalegri mynd en þeim er skipt í flokka eftir því hversu mikið þeim hefur verið breytt. Það er einnig hægt að taka þátt í kvartmílu- keppni á óbreyttum bílum. Bíllinn, sem ég er á, er Volvo, smíðaður árið 1964, en ég skipti um vél í honum og yfirleitt allt nema umgjörðina. Núna er í bílnum Chevrolet-vél, árgerð 1970. Bíllinn er útbúinn þannig, að hann skili krafti í startinu og hafi hröðun alla leiðina í mark. Það þarf að ná öllum kraftinum úr bílnum á þessum 402 metrum og það reynir vissulega mikið á þá á þessari vegalengd þó ekki sé hún lóng. Við náum um það bil 160—170 km hraða á kvartmílubraut." Hvernig búið þið ykkur undir; keppni? „Úndirbúningurinn liggur mest í því að koma bílnum í gott lag. Það er geysilega mikil þolinmæðis- vinna að fá hina ýmsu hluti eins og ( maður vill að þeir séu og komast að því hvað megi betur fara. Við erum tíu sem höfum iðnaðar- húsnæði saman til þess að gera við bílana okkar og það fer geysilega mikill tími í þetta. Sjálf keppnin er sáraeinfóld, það er bara að taka af stað þegar grænt ljós er gefið. En ég hef mjög gaman af þessu. Þetta er mín tómstundaiðja og ég væri ekki í þessu nema ég hafði af því ánægju. Áhugi minn beinist að bílaíþróttum yfirleitt en ég hef valið að taka þátt í kvartmílunni." Þar sem Finnbjörn er fjöl- skyldumaður leikur okkur forvitni á að vita hvernig fjölskyldan komi inn í myndina? „Það má segja að oll-fjölskyldan,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.