Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 + JON P. EMIL8, lögfratðingur andaöist aöfararnótt 16. október s.l. í sjúkrahúsi Hvítabandsins. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. október kl. síödegis. Systkini hins látna. t BJARNI GUÐBJÖRNSSON frá Arnarnúpi, Dýrafirði. veröur jarösettur þriöjudaginn 24. október kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, sonur og faöir okkar, SIGURDUR E. INGIMUNDARSON, forstjori, Lynghaga 12, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnimánudaginn 23. október kl. 13.30. Karítas Guðmundsdóttir," Jóhanna Egilsdóttir, Anna María Siguroardóttir, Jðhanna Siguröardóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Gunnar Egill Sigurðsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNU VIGDÍSAR GUÐLAUGSDÓTTUR Jon H. Stofansson, Rúnar Jónsson, Rose Jónsson, Anna J. Jðnsdóttir, Þröstur Eggortsson og barnabðm. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útfðr eiginkoni. minnar, móður okkar, tengdamóður og ðmmu SÓLVEIGAR VILHJALMSDÓTTUR fra Bakka Svarvaðadal, til hoimilis sð Klattavík 13, Borgarnosi. Magnús Schoving, Sigrún Magnúsdóttir, Kiri Einarsson, Eyjólfur Magnússon, Þórveig Hjartardðttir og bamabörn. + Inniiegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför INGIRÍÐAR E. SIGFÚSDÓTTUR THEODÓRS Ólöf Klemsnsdóttir, Halldðr Hafliðason og dastur + Móðir okkar JÓHANNA JÓHANN8DÖTTIR, Hraunhvammi 3, Hafnarfirði, veröur jarðsungin frá Þjóökirkjunni ( Hafnarfiröi þriöjudaglnn 24. október kt 2 e.h. Arsæll Kristðfer Jónison, Roaa Guðmundsdóttir, Lilja Guomundsdottir, Fanrwy Guomundsdottir. Lokað vegna jarðarfarar SIGURÐAR INGIMUNDARSONAR, for8tjóra mánudaginn 23. október n.k. kl. 13—15. Verkstjómarfræðslan, löntæknistofnun íslands, ^. Skipholti 37, Reykjavík. Sigurður Ingimundar- son forstjóri - Minning Fæddur 10. júlí 1913. Dáinn 12. október 1978. Það munu flestra manna við- brögð er þeir heyra tilkynnt um lát vinar og félaga, að staldra við og líta um öxl, — og þá helst til þeirra stunda, er mest reyndi á glöggskyggni um staðreyndir til ákvarðanatöku. Þann veg fór mér a.m.k. þegar ég heyrði lát vinar míns og starfsfélaga um áratuga- bil, Sigurðar Ingimundarsonar forstjóra. Um langt árabil höfðum við þekkst, án þess að á skörp skoðanaskipti reyndi okkar í milli, enda daglegur starfsvettvangur okkar með ólíkum hætti hið ytra. Eftir nokkurra ára lausleg kynni á félagsfundum í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur voru okkur falin trúnaðarstörf í starfs- greinasamtökum okkar, — hann varð formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og ég var kjórinn í stjórn Alþýðusambands íslands. I þessum störfum kynntist ég Sigurði Ingimundarsyni fyrst í raun. I forystutíð hans í B.S.R.B þótti mörgum það fjarstæða, að um samvinnu milli þessara laun- þegasamtaka gæti verið að ræða, of margir töldu það beinlínis skyldu sína að ala þar fremur á úlfúð og sundurþykkju. Það var vart talið líklegt til félagslegs frama eða persónufylgis að boða þar samstarf þar sem sá hópur virtist fjölmennari, a.m.k. háværari, sem taldi sundurþykkju þarna á milli jafnvel stjórnmála- lega nauðsyn. Þessi takmarkaða víðsýni í kjarabaráttu þeirra tíma, hræddi Sigurð Ingimundarson ekki, — hann boðaði skoðun sína ótrauður, af framsýni, dugnaði og umfram allt kjarki, þótt ekki væri að allra skapi, að þarna ætti nánara samstarf að koma til. Hann sá lengra en allir meðalmenn, og eftir að Sigurður hafði tekið ákvörðun, að vel hugsuðu máli, — þá varð honum ekki haggað. Síðar áttum við Sigurður eftir að eiga nánara samstarf í þau 12 ár, sem hann átti sæti á Alþingi, og ávallt síðan. Einn gáfumanna fyrri tíma sagði, að allir sem þyrftu að taka mikilvægar ákvarðanir er vörðuðu hag og heill fjöldans, þyrftu fyrst og fremst að hafa þá röð á gerðum sínum: að hugsa, ákvarða og framkvæma. Fáum mönnum hefi ég kynnst, sem betur tileinkuðu sér þessi vinnubrögð í raun og sannleika í öllu sínu starfi en einmitt Sigurður Ingimundarson. Sigurður tók öll störf, sem í hans hlut féllu, alvarlega og geðjaðist því illa að allri ævintýramennsku, skrumi eða hávaða. Stör? 'n vann hann í kyrrþey, en með fullum þunga og áræði þess manns, sem að vandlega athuguðu máli hefur tekið fastmótaða ákvörðun, sem hann hafði vit og kjark til að fylgja eftir. Forseti Sameinaðs Alþingis hef- ur þegar minnst Sigurðar Ingi- mundarsonar og helstu starfa hans í sölum Alþingis og utan þess. Þau minningarorð vitna gleggst um þann trúnað, er Sigurði var að verðleikum sýndur. Ótalin eru þó öll hin tímafreku störf Sigurðar í fastanefndum Alþingis og fjölmörgum ráðum til undir- búningslaga setningar um hin óskyldustu efni. — Þar í fámenn- um hópi hljóðlátra starfa nutu tillögur hans og rökföst mála- fylgja sín e.t.v best. Ofarlega eru mér nú í minni samtöl okkar Sigurðar á árinu 1970, ári fyrir Alþingiskosningar, — en þá hafði hann ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér til framboðs. Sjálfur sagði hann þá efnislega, að hann félli vart inn í hin nýju viðhorf, sem væru að skapast í stjórnmálum, því sér sýndist sá tími nálgast, að meiri orka og tími myndi fara í það í stjórnmálunum að segja frá afrek- um sínum en að vinna sjálf verkin. Það var fjarri allri hugsun Sigurðar að hreykja sér af sínum störfum, og ennþá fjær honum að eyða tíma og þreki í slíkt persónu- legt sjálfshól á annarra kostnað. — Hann vildi láta verkin sjálf vera órækasta vitnið og bar það traust til fólks að meta þau réttilega. Hvað svo sem við, sem ennþá stöndum jarðarmegin landamær- anna, ályktum í þessum efnum á hinum ýmsu tímum, þá hefi ég þá skoðun og trú, að þessari lífs- stefnu, sem Sigurður hafði í svo ríkum mæli, verði ekki breytt. Dagfarsleg umgengni Sigurðar við liðsmenn, jafnt sem andstæð- inga, var hin prúðmannlegasta og stillileg. Óáreitinn var hann við alla þá, sem hann umgekkst, orðvar og gætinn. Andlegt og líkamlegt þrek frá æskuárunum naut sín einnig vel hjá Sigurði, ekki síst þegar hann í vinahópi gladdist yfir unnum áföngum, jafnt á vettvangi félags- sem stjórnmála. Á slíkum stund- um kastaði hann gjarnan hinum daglega alvöruþunga og gladdist innilega með glöðum. Þeir, sem næst komust Sigurði, hugsunum hans og starfi öllu, voru aldrei í neinum vafa um skoðanir hans á einstökum málum, eða á þjóðmálasviðinu. Þessar skoðanir sínar flutti hann í orðum og gjörðum sínum öllum, af visku og glöggskyggni, með fullum dreng- skap. — Hann hlaut það veganesti úr foreldrahúsum, að engum, sem til þekktu, gat til hugar komið að staðsetja Sigurð annars staðar, en þar sem hann í raun og sannleika var með hugann allt líf sitt. Af einlægum og ávallt vel rökstuddum kjarki var hann trúr æskuhugsjónum sínum allt til hinstu stundar. Sú trúmennska hans og drengskapur þurftu aldrei á neinni yfirborðsmennsku eða ótímabæru auglýsingaskrumi að halda. Við fráfall Sigurðar verður það skarð, sem hann skilur eftir, vandfyllt. Eins og allt lífshlaup Sigurðar var unnið í kyrrþey, en markvisst, mun sá hópur hljóður, sem nú horfir á bak sönnum vini og góðum dreng, og umfram allt" mannvini. Okkur er öllum sárt að kveðja góðan og traustan vin sem var þessum allt of fágætu eiginleikum svo vel búinn. Sárastur verður þó harmur eiginkonu, barna og aldraðrar móður. — Þeim, ásamt ástvinum Sigurðar öllum, eru hér færðar alúðarfyllstu samúðar- kveðjur, — en um leið þakkir fyrir að búa honum aðstöðu til að vinna öll þau verk sem hann vann. Eggert G. Þorsteinsson. Á morgun, mánudaginn 23. október, fer fram frá Dóm- kirkjunni útför vinar míns, Sigurðar Egils Ingimundarsonar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins og fyrrverandi alþingis- manns. Sigurður hafði ekki gengið heill til skógar þetta árið, dvalið á t SVEINN JÓNSSON, Iré Landamðtum, VMtmanruwyjum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. október kl. 3 e.h. sjúkrahúsi um tíma og andaðist á Landspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 12. október. Veik- indi sín bar Sigurður með æðru- leysi og ró hins hugprúða og dagfarsgóða manns. Sigurður var fæddur hér í Reykjavík 10. júlí 1913" og var því liðlega 65 ára að aldri, er hann lézt. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjónin Ingimundur heit- inn Einarsson verkamaður, bónda á Stöðlum í Ölfusi, Árnessýslu, Jónssonar, og kona hans Jóhanna Egilsdóttir, bónda í Hörglands- koti, Síðu, V—Skaft., Guðmunds- sonar. Jóhanna er löngu lands- þekkt fyrir afskipti sín af verka- lýðs- og stjórnmálum og lifir son j sinn í hárri elli, nær 97 ára gömul. Ingimundur, maður hennar, var einn af frumkvöðlum að stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar á sínum tíma hér í Reykjavík. Eins og títt var á uppvaxtarár- um Sigurðar þurfti snemma að fara að vinna fyrir brauðstritinu og leggja björg í bú, systkinin vor sex, fjórir drengir og tvær stúlkur, og foreldrarnir unnu alla þá vinnu, sem hægt var að fá og börnin hjálpuðu til. Hugur Sigurðar leitaði til æðri menntunar og settist hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1934. Hann hóf nám í læknadeild Háskóla íslands veturinn 1934—35, en snéri svo við blaðinu, fór til Noregs og hóf nám í efnaverkfræði við Norges Tekniske Höjskole í Þrándheimi og lauk þaðan prófi árið 1939. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum og á alþingi hlóðust margvísleg störf á herðar Sigurðar í þágu lands og lýðs eftir að hann kom heim frá námi, og starfssaga hans þar rakin ítarlega. Þar kom til frábær þekking hans, yfirsýn og glöggskyggni á kjarna hvers mála- flokks. Störf hans mun ég því ekki rifja hér upp nema lítillega. Hann var valinn til forustu á samtökum stéttar sinnar og stéttarsamtaka og vann þar að kjara- og réttarbót- um. Á alþingi íslendinga átti hann sæti á árunum 1959—1971, sem landskjörinn þingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn. Lengst af átti hann sæti í fjárhagsnefnd og iðnaðar- nefnd, og varaforseti Sameinaðs Alþingis var hann frá 1963—1971. I Norðurlandaráði átti hann sæti á árunum 1959—1971. Ráðinn for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1. maí 1970 og gegndi því starfi til æviloka. Eigi vorum við sammála í pólitíkinni öll þau 33 ár, sem við höfum verið tengdir ættarböndum. Markmiðið var eflaust það sama hjá báðum, velferð þjóðarinnar, en ágreiningur um leiðir að markinu. Það var oft gaman að karpa við minn ágæta vin og svila um landsmálin, en alltaf í mesta bróðerni. Stórorðir vorum við kannski ekki, en báðir mælskir, ef sá gállinn var á okkur. Sigurður var orðheppinn mjög, tók gríni og gamansemi vel, en skjótur til svars og hafði gaman af öllu spaugilegu. Tilsvör hans voru löngum hnyttileg. Eg tel Sigurð einhvern þann mesta drengskaparmann, sem ég hef kynnzt um ævina. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd og hafði ekki hátt um. Vildi vinna störf sín hljóðlega, en ekki berja trumbur á torgi. Einn þátt í ævistarfi Sigurðar vil ég sérstaklega minnast. á í þessum skrifum mínum og það er kennslan. Að þeim hugðarefnum starfaði hann í rúma þrjá áratugi. Hann hafði unun af að miðla öðrum af nægtabrunni þekkingar sinnar. Stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði voru kennslugreinar hans, og það hafa sagt mér, nemendur hans og börn okkar hjóna, að hann var frábær kenn- ari. Allir urðu að læra og þolin- mæði hans við að troða þessum fræðum inn í hugskot nemendanna var undraverð. Þann þátt í starfi hans þekkti ég dável, m.a. þar sem ég sat í skólanef nd Verzlunarskóla íslands, en þar var Sigurður yfirkennari á ,arunum 1957—1970. Hann var traustur og farsæll kennari, elskaður og virtur af nemendum sínum, annað var ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.