Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNÚDAGUR 22. OKTÓBER 1978 31 „Nei. Ég taldi slíkt ekki líklegt til ávinnings og reyndar allt eins líklegt til að hafa þveröfug áhrif. Ég hef kynnt mín sjónarmið og eins og ég sagði áðan, þá fara þessi hjól ekki að snúast fyrir alvöru fyrr en á hólminn er komið.“ — Hvað með heimsmeistaraein- vígið á Filipseyjum? „Mig langaði þangað til að fylgjast með einvíginu eingöngu skákáhugans vegna en einhvern veginn leið nú tíminn án þess að slíkt tækifæri gæfist. Ég hefði hins vegar ekki notað þá ferð til að kynna framboð mitt því ég tel að það hefði verið óviðeigandi að nota heimsmeist- araeinvígið til slíks. Mendez gerði það og eftir þeim fréttum, sem ég hef fengið, varð það frekar nei- kvætt fyrir hann en hitt.“ Korchnoi — Af fréttum að dæma á þetta einvígi þó eftir að koma við sögu í Argentínu, þar sem Korchnoi hyggst mæta og leggja sitt mál fyrir þingið. „Já, hann heldur því fram að aðstæður hafi ólöglegar þegar síðasta skákin var tefld og hyggst krefjast ógildingar hennar á þeim forsendum. Ég treysti mér ekki til að dæma um réttmæti þessarar kröfu því ég er málavöxtum ekki nægilega kunnugur, en mér skilst að svissneska skáksambandið ætli að leggja hana fram á þinginu í Buenos Aires.“ Korchnoi hefur sagt í samtali við Mbl. að kjör þitt yrði sér ekki aðeins gleðiefni heldur og sárabót fyrir að tapa einvíginu fyrir Karpov. Hvernig skilur þú þessi ummæli hans? „Vinsamieg orð þessa frábæra skákmanns í minn garð eru mér vissulega ánægjuefni. Hvað um- mæli hans merkja nákvæmlega get ég aðeins gizkað á en mér virðist mega skilja þau á þá lund, að nái ég kjöri, muni þeir síður líklegir til áhrifa, sem hann telur sig eiga í útistöðum við. Um þetta er það að segja að öll áhrif verða að metast eftir því, hvort þau eru skáklistinni til góðs eða ekki, hvaðan sem þau koma.“ Fischer kosningabomba Gligorics? — Nú eruð þið Gligoric gamlir kunningjar bæði við skákborðið og utan þess. Hafa þessi fram- boðsmál haft einhver áhrif þar á? „Nei. Alls ekki. Við höfum bæði teflt og talast við síðan framboð okkar voru tilkynnt og okkar kunningsskapur er jafn og áður. Gligoric hefur lagt mikla áherzlu á það að hann hyggist freista þess að fá Fischer til að tefla aftur og í þeirri stefnuskrá, sem hann hefur látið frá sér fara, er þetta veigamikið atriði." — Hver er þín afstaða til þessa máls? „Til Fischers? Auðvitað finnst mér það ófremdarástand að einn af mestu snillingum skákarinnar skuli vera í felum. Ef ég hefði einhver ráð til að breyta því, þá myndi ég svo sannarlega beita þeim. _ Samkvæmt fréttum síðustu dagana virðast nú líkur á því að F'ischer fáist til að tefla á ný að undirlagi júgóslavneska skáksam- bandsins. Þetta er auðvitað kosningabragð af hálfu Júgóslav- anna, framboði Gligoric til fram- dráttar, og það er auðvitað hugsanlegt að einhverjir verði til að kjósa Gligoric af þessari ástæðu. Út af fyrir sig er þetta mjög lofsvert framtak hjá Júgóslövum og ég vona svo sannar- lega að það beri árangur svo heimurinn fái um ókomin ár að njóta snilli Fischers á skák- borðinu. En það væri óneitanlega dálítið spaugilegt ef Fischer yrði með þessu til að efla áhrif þeirra sem hann frá fyrstu tíð hefur barizt svo harkalega á móti." — Ilafa framboð yk.kar Gligorics breytt einhverju gagn- vart ykkur í hópi atvinnuskák- manna? „Atvinnuskákmenn hafa ekki atkvæðisrétt á FIDE-þingi. Það er einmitt eitt af þeim málum, sem ég vil breyta. Ég vil að keppnis- skákmennirnir fái sjálfir að hafa meiri áhrif á gang mála. Eins og nú er fer oft svo að það eru teknar ýmsar ákvarðanir í nafni Alþjóðaskáksambandsins, sem eru atvinnuskákmönnunum beinlínis óhagstæðar. Að mörgu leyti hefur þetta verið okkur sjálfum að kenna. Skákmenn vilja flestir fá að vera í friði við sínar skákiðkanir. En þeir leggja mikla áherzlu á að forseti FIDE sé skákmaður og skilji þeirra við- leitni og aðstöðu. Hvað þetta snertir held ég að þeir séu allir ánægðir með að við Gligoric sækjumst nú eftir starfinu. í þeim samtölum, sem ég hef átt við atvinnuskákmenn eftir að framboð mitt var ákveðið, hafa þeir fyrst og fremst lagt áherzlu á að þeir væru mér vinveittir. Það sama held ég að gildi um Gligoric, þannig að út af fyrir sig vilja menn ef til vill ekki gera upp á milli okkar persónulega. Við erum báðir úr þeirra hópi. Hins vegar vilja þeir flestir að forseti FIDE sé sjálfstæður sem slíkur og leggja mikla áherzlu á það. Eins og staðan er núna þá bendir allt til að slagurinn standi að lokum á milli okkar Gligorics.“ Taflmennskan yrði ekki lögð á hilluna — Nú ert þú í íslenzku skák- sveitinni á Olympíuskákmótinu. Færðu þá nokkurn tíma til framboðsmála? „Bæði dr. Euwe og Ineke Bakker ritari og framkvæmdastjóri FIDE hafa lagt á það áherzlu við mig að ég tefldi sem minnst. Ég mun vinna að mínu framboði eftir mætti, einnig við skákborðið, því taflmennskan undirstrikar auðvit- að þá staðreynd að ég er virkur skákmaður." — En hvað verður með skák- ina. ef þú nærð kjöri? „Ég mun tefla áfram. Ég tel mig fyrst og fremst vera fulltrúa skákmanna og nái ég kjöri mun ég leggja mikið upp úr því að missa ekki sambandið við skákmennina. Það vill fara svo að þegar menn taka að sér stjórnunarstörf á einhverju sviði þá missi þeir meira eða minna sambandið við atburði og aðstæður sem þeir verða að skynja og skilja. Ég er því staðráðinn í að taka áfram þátt í skákmótum eins og ég frekast get.“ Tveir á íslandi og einn í Hollandi — Hvaða fyrirkomulag hugsar þú þér að hafa á skrifstofu FIDE, ef þú verður forseti þess? „Núverandi ritari sambandsins, Ineke Bakker, hefur lýst sig fúsa til að starfa áfram og hún yrði áfram í Amsterdam með sínu starfsliði að minnsta kosti fyrst um sinn. Höfuðstöðvar FIDE eru samkvæmt lögum þess í því landi þar sem forsetinn býr, þannig aö aðalstöðvarnar yrðu hér heima. Líklega yrði gjaldkeri sambands- ins héðan líka, þannig að meiri- hluti framkvæmdastjórnarinnar yrði strax hér heima.“ — Og hver eru svo meginmark- miðin sem þú myndir keppa að sem forseti Alþjóðaskáksam- bandsins? „Fyrst og fremst vil ég gera FIDE virkara. Yfirbygging sam- bandsins er mikil en ekki að sama skapi virk og ég held að því megi breyta. Einnig vil ég draga úr þeirri ringulreið varöandi mótshald, sem nú er, en það er oft svo að skákmót á vegum sambandsins rekast á önnur skákmót, sem einstaklingar og félagasamtök halda. Þetta er í raun ófremdarástand og ég vil breyta því þannig að þeir sem leggja stund á skák geti skipulagt sína dagskrá sæmilega fram í tímann en menn standi ekki alltaf frammi fyrir því að eitt rekst á annars horn. Þriðja stórmálið sem ég vil drepa á i þessu samtali er útbreiðsla skákarinnar. Alþjóða- skáksambandið hefur ekki getað sinnt henni vegna fjárskorts en það er bráðnauðsynlegt að breyta því. Og reyndar hef ég ýms ráð til þess í huga, en kýs að láta þau liggja milli hluta hér og nú. Þannig eru það ekki bara skipulagsatriði, sem ég vil beita mér fyrir breytingum á, heldur veröur einnig að afla sambandinu aukinna tekna. Þá aðeins getur Alþjóðaskáksambandið orðið sterkt og virkt afl — það afl, sem ég tel að það eigi að vera. Ég hef áhuga á breytingum í þá veru. Þess vegna er ég í framboði og að þeim mun ég vinna fari svo að ég nái kjöri." — fj. um heim allan á hœrra stig” Hér fer á eftir stefnuskrá- in, sem Friðrik Ólafsson gaf Ot í Hollandi 19. september S.I.: „Alþjóöasamtök okkar voru stofnuð í þeim tilgangi að sameina allar skák-þjóðir heims í einum skipulagssamtökum. Markmiö og stefna FIDE er að útbreiöa skák meðal allra þjóöa heims á menningar- og keppnis- grundvelli. Þetta er háleit hug- sjón og verðugt verkefni, sem fyrst og fremst er ætlað eftirfar- andi: A kynna skák og örva þróun hennar í þeim löndum, þar sem skáklistin er lítt þekkt; B fá skák viðurkennda sem fastan lið f menntun og menn- ingu; C grípa hvert tækifæri til aö efla almennan áhuga á skák sem vinsælli keppnisíþrótt. FIDE er nú 54 ára, og hefur verið í stöðugum vexti, bæði að því er varðar stærö og styrk. Aöildarsamtökin eru nú 100, og mörg bætast við á næstu árum. Fjöldi fétagsmanna í þessum aðildarsamtökum FIDE er allt frá tæpum 100 upp í um 4 milljónir. Margar af „ungu“ skákþjóöun- um eiga við vandamál aö stríöa sem eru gjörólík vandamálum þeirra samtaka, sem stóðu að stofnun FIDE, og þaö er verkefni FIDE að aöstoða bæði „ungu“ og „gömlu“ skákþjóöirnar við lausn vandamálanna. Á ýmsan hátt geta ,.gömlu“ skákþjóðirnar aöstoðað „ungu“ skákþjóðirnar og þannig staöið undir kjörorðinu GENS UNA SUMUS. Þaö er ekki aðeins að aöildar- samtökunum hafi fjölgað, heldur er þaö eðlileg afleiöing vaxandi styrks landssamtakanna að breytingar hafa orðið á öörum hliðum skáklistarinnar: 1. Fjöldi skákmóta „utan vébanda FIDE“ er mjög mikill. Mótunum fjölgar með hverju ári. 2. Styrkleiki skákmanna fer vaxandi, eins og við sjáum á styrkleikaskrá FIDE. 3. Þjóðfélagsstaöa atvinnu— skákmanna fer batnandi. 4. i mörgum löndum er nú skipulögð skákkennsla. (Ég held að FIDE ætti að skipuleggja skák-kennslukerfi, sem nota mætti um allan heim, svo sem í skák-þróunarlöndum, í skólum, o.s.frv.). Að mfnu áliti ætti FIDE að iáta sig meira varöa hagsmuni og afstööu beztu skákmannanna. Það er nú einu sinni svo að beztu skákmennirnir eru sá aflvaki sem helzt getur örvað áhugann á skák, bæöi hjá almenningi og fjölmiölum. Svo eitt dæmi sé nefnt: árin þegar svæöamót og millisvæðamót FIDE eru haldin eiga margir beztu skákmannanna í erfiðleik- um með þátttöku í öðrum mótum, vegna þess að ekki er um fyrirfram ákveðna keppnis- daga að ræða. Mér finnst við ættum aö leysa þetta og önnur vandamál beztu skákmanna okkar. Þótt eitt af helztu verkefnum FIDE sé að sjá um gott skipulag á Heimsmeistarakeppninni og Ólympíumótinu í skák, verður FIDE jafnframt að finna leið til stuönings viö starfsemi aöildar- samtakanna og skipuleggjenda alþjóðamóta. Frá stofnun hefur FIDE — skiljanlega — einbeitt sér að tveimur aöalverkefnum: fjölgun aðildarsamtaka og skipulagn- ingu Heimsmeistarakeppnanna, hvort tveggja með athyglisverð- um árangri. Ef til vill er tími til kominn fyrir FIDE að gefa öðrum leiðum til útbreiðslu skáklistarinnar meiri gaum. Viö veröum aö finna grundvöll, sem felur í sér eftirfar- andi atriöi: 1. FIDE ber veg og vanda af öllu, er varöar Heimsmeistara- keppnina. 2. FIDE veröur aö finna leiðir fyrir einstaka skákmenn — á - * iÉÍ öllum styrkteikastigum — til aö taka þátt í eins mörgum keppn- um og þeir óska án þess að þurfa aö velja á milli FIDE- keppna og annarra keppna. 3. FIDE verður að stuðla að skipulagningu alþjóða skákmóta um allan heim. 4. FIDE verður að aúövelda þátttöku titillausra skákmanna keppnum um þá gráöu. 5. FIDE ætti að vinna að því að ákveöa fasta keppnisdaga fyrir helztu skákmót sín, svo að bæöi skipuleggjendur og skákmenn viti um þau fyrirfram og geti gert sínar áætlanir samkvæmt því. Á þennan hátt gefum við betri tækifæri til að efna til alþjóða- móta, gefum sterkustu skák- mönnum okkar betri tækifæri til þátttöku, gefum betri tækifæri til að halda mót á mismunandi styrkleikastigum. 6. FIDE ætti að tryggja skipu- leggjendum þýöingarmikilla skákmóta að keppnisdagar þeirra rekist ekki á keppnisdaga annarra móta á svipuöu styrk- leikastigi. Með því að h.afa ofangreind atriöi (og hugsanlega fleiri) í huga, getum við gert samtök okkar sterkari og lyft skáklistinni um heim allan á hærra stig. Ef ég hlýt kosningu hyggst ég vinna að þessum málum og öðrum í samvinnu við ykkur öll og með aðstoð ungfrú Bakker og starfsliös hennar í Amster- dam. Friörik Ólafsson.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.