Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 15 leið er einmitt fjármagn til þessara nota tekið af atvinnu- rekstrinúm. Þannig er gengið lækkað til þess að auka tekjur atvinnufyrirtækja í krónutölu og lofað er vaxtalækk- un, sem er algerlega óraunhæft, en um leið eru stórauknar álögur á atvinnuvegina. Hvers konar hring- dans vitleysunnar er hér á ferð- inni? En var á öðru von af vinstri stjórn? Stefna Sjálfstæðisflokksins í skattamálum er skýr: 1. Takmarka ber umsvif hins opinbera og þar með heildar- skattlagningu á landsmenn enda lækkaði hlutfall ríkisút- gjalda á síðasta stjórnartíma- bili miðað við þjóðarfram- leiðslu. 2. Skattlagning á fremur að vera á eyðslu með óbeinum sköttum en síður með beinum sköttum á tekjur eða verðmætasköpunina í þjóðfélaginu. í samræmi við það lækkaði hlutfall beinna skatta í tekjuöflun ríkisins um þriðjung á síðasta kjörtímabili. 3. Tekjuskattar eiga ekki að vera lagðir á almennar launatekjur og hæsti skattur í heild ekki að fara fram úr 50% af síðustu tekjum, sem menn fá í sinn hlut. Engin samræmd stefna Þótt stutt reynsla sé komin af störfum ríkisstjórnarinnar og árangur þeirra bráðabirgðaráð- stafana sem hún sjálf kallar svo og ætlar ríkisstjórnin jafnvel bæði að lækka og hækka vexti, og missir þannig tökin á peningamálum, og á stjórn fjárfestingar. Sjálfstæðis- menn hafa bent á að dregið hafi verið úr fjárfestingu með almenn- um aðgerðum á síðasta kjörtima- bili úr 33%. í 27% af þjóðarfram- leiðslu og telja eðlilegt að fjárfest- ingin sé jafnan um fjórðungur þjóðarframleiðslunnar, til þess að veita svigrúm til aukinnar einka- neyslu. Bersýnilega ætlar stjórnin hins vegar að grípa til vinstri stjórnar úrræða í fjárfestingar- stjórn, boða og banna og þess misréttis, sem þau leiða af sér milli atvinnugreina og einstakl- inga. Tilraunir i þá átt eru bæði stórlega skaðlegar og ná heldur ekki þeim árangri, sem til er ætlast. í stað þess að gæta þess árangurs, sem fyrrverandi fjár- málaráðherra hafði náð og áætlun gerð eftir mitt ár í fjármálaráðu- neytinu staðfesti, að greiðslujöfn- uður mundi nást hjá ríkissjóði á þessu ári eru ákveðin útgjöld sem óhófleg aukin tekjuöflun stendur þó ekki undir þar sem komið er aftan að borgurunum með aftur- virkum siðlausum og jafnvel ólög- mætum hætti. A næsta ári er og fyrirsjáanlegt að tugmilljarða bil þarf að brúa hjá ríkissjóði með enn aukinni skattheimtu samkvæmt frásögn forsætisráðherra. Enda bólar enn- þá ekki á fjárlagafrumvarpi sem þó er venjulega fyrsta mál þings- ins, Slíkur hallarekstur og háttalag sem útlit er fyrir magnar auðvitað Engan tekjuskatt á almennar launatekjur hefur staðið fyrir, þá er samt ljóst, að hvorki ríkisstjórnin í heild né einstakir ráðherrar gera sér grein fyrir, hvert stefnir og því síður hvert á að stefna og hvaða leiðir skuli velja. Samræmd efnahagsstefna er engin fyrir hendi. Aðgerðir í kaup- og kjaramál- um, þ.á m. verðlagsmálum hafa kynnt verðbólgueldinn, svo að við blasir 1. desember meiri hækkun vísitölu en ætlað var að ógerðum þessum bráðabirgðaráðstöfunum. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki leyst vandann heldur aukið hann. Undirstöðuatvinnuvegir eru reknir með halla, þrátt fyrir að sölusamtök frystihúsa hafi hækk- að útborgunarverð til húsanna til viðbótar hækkun í kjölfar gengis- fellingar í september. Þetta er gert í krafti loforðs ríkisstjórnarinnar að láta gengið síga og það sig er þegar hafið eins og skráning dollarans ber með sér og á því miður eftir að aukast. í stað þess að auka samkeppni og frelsi í verzlun og vöruvali, er horfið frá nýrri skipan sem samkomulag hafði orðið um í fyrrverandi stjórn til að tryggja heilbrigða verzlunarhætti og sem lægst vöruverð til gamals og úrelts skipulags, sem búið er að vera skaðvaldur í atvinnulífi landsins í hart nær fjörutíu ár og raunar beint og óbeint verðbólguvaldur á þessu tímabili, og allar nágranna- þjóðir hafa horfið frá. I stað þess að marka raunhæfa vaxta- og verðtryggingarstefnu verðbólguna til viðbótar vð allt annað. Þessi upptalning sýnir, að sam- ræmd stefna í baráttunni gegn verðbólgunni er engin mörkuð. Botnleysa Alþýðubandalagsins ræður ferðinni en Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur eru stefnu- lausir, bandingjar, týndir og tröllum gefnir. Óbreytt stefna í utanríkismálum En í einu á þó núverandi ríkisstjórn heiður skilið. aö fylgja óbreyttri stefnu í utanríkismálum. Þessi staðreynd er athyglisverð, þegar tekið er mið af fyrri vinstri stjórnum, sem báðar hafa haft það sem yfirlýsta stefnu sína að gera landið varnarlaust með því að rifta varnarsamningnum við Bandaríkin. Af umræðum meðal stjórnar- sinna frá því að ríkisstjórnin var mynduð má helst ráða, að þeir ætli að láta sér nægja að deila um keisarans skegg á sviði utanríkis- mála að þessu sinni. Alþýðubanda- lagsmenn hafa dregið fram í dagsljósið hugmynd um friðlýs- ingu. Hins vegar hefur utanríkis- ráðherra sagt, að slíkar friðlýsing- arhugmyndir séu algjörlega óraunhæfar. An þess að ég ætli að blanda mér í þessar deilur vinstri manna, vil ég þó ekki láta hjá líða að lýsa yfir stuðningi /við sjónar- mið utanríkisráðherra. Það er því miður óraunhæft að gera sér vonir um, að Sovétríkin fallist á nokkra takmörkun á sívaxandi flotaum- svifum sínum á höfunum umhverf- is Island. Ríkisstjórnin ætlar að skipa nefnd með fulltrúum allra þing- flokka til að gera úttekt á öryggi íslands. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því, að ætlunin er að láta draga saman allar staðreyndir um hernaðarlega stöðu landsins. Af flokksins hálfu verður stuðlað að því, að þetta starf verði unnt að vinna á hlutlægan hátt með aðstoð fróðustu manna innanlands og utan. Flokkurinn mun hins vegar ekki taka þátt í störfum þessarar nefndar, ef ætlunin er að misnota hana í flokkspólitískum tilgangi. Við íslendingar höfum haldið vel á utanríkismálum okkar þótt hliðarspor hafi raunar verið stigin á árum vinstri stjórnar, er leiðrétt hafa verið sem betur fer. Sigurinn í 200 mílna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar er glöggt dæmi hvernig halda ber á málum gagnvart öðrum þjóðum. I beinu framhaldi af þeim sigri þarf að mörgu að hyggja. Þrjú fyrstu mál þingsins fjalla um hafréttarmálefni. Þau eru flutt af 8 sjálfstæðismönnum, einum úr hverju kjördæmi. Fyrsta málið fiallar um rann- sókn á landgrunni Islands, annað um réttindi á Islandshafi og þriðja um landgrunnsmörk Islands til suðurs. Hér er um að ræða hin mikil- vægustu mál, sem stjórnarand- staðan hefur forustu um og býður þar með stjórnarflokkunum fulla samvinnu og samstöðu um að tr.vggja réttindi okkar á sviði hafréttarmála. Efa ég ekki, að ríkisstjórnin rnuni ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um fram- kvæmd þessara mikilvægu mála og vona að engin bið verði á því, þar sem á miklu ríður að vera vel undirbúin þegar næsti fundur Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verður haldinn eftir nokkra mánuði. Herra forseti. Ég skal engu spá um langlífi þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, en margt bendir til þess að tvennt geti gerzt. Annað hvort gefst ríkisstjórnin blátt áfram upp af því hún hefur í byrjun reist sér hurðarás um öxl og á engin sameiginleg úrræði, eða hún verð- ur að beita meiri hörku i anda þeirra auknu ríkisafskipa, skömmtunar, hafta og banna, sem svokallaðir vinstri flokkar ýmist fylgja eða eru svo hneigðir til að nota, í þeirri trú að nauðsynlegt sé að ríkið beiti foreldravaldi gegn fullorðnu fólki. Við sjálfstæðismenn erum þessu algerlega andvígir. Skarpari skil kunna því nú að véra í íslenzkum stjórnmálum en oft áður. Við sjálfstæðismenn teljum að baráttan gegn verðbólgunni verði að hafa algeran forgang, þar sem hún stofnar lýðræði, einstaklings- frelsi og lífskjörum fólksins í voða. En viö þurfum einnig að horfa fram á við og beina athygli okkar að öðrum málefnum. Sumir segja að um miðjan síðasta áratug hafi þjóðin náð því marki í öllum meginatriðum að búa við sam- bærileg lifskjör og aðrar og er það afrek út af fyrir sig. Þá hafi athygli okkar og annarra beinzt að verndun umhverfis og náttúru og nú hafi tekizt að vekja fólk til vitundar um nauðsyn slíkrar umhverfisverndunar. I umróti nútímaþjóðfélags hafi hins vegar sálarheill fólksins sjálfs, einstakl- ingsins ef til vill gleymzt. Þess vegna þurfum við í vaxandi mæli að beina athygli okkar að einstakl- ingnum sjálfum. Það er og í samræmi við þá grundvallarstefnu sjálfstæðisflokksins, að halda fram hlut hins frjálsa ábyrga einstaklings, sem neytir hæfileika sína sjálfum sér til lífsfyllingar og öðrum til gagns í frjálsu réttlátu samfélagi. (Ég þakka þeim sem hlýddu.) Bridgefélag Selfoss Urslit í eins kvölds tvímenn- ingskeppni 28.9 1978. Stig. Vilhjálmur Þ. Pálsson — Halldór Magnússon 111 Arni Erlingsson — Ingvar Jónsson 83 Bjarni Guðmundsson — Brynjólfur Gestsson 83 Gunnar Andrésson — Sigurður Þorleifsson 83 Ólafur Þorvaldsson — Bjarni Jónsson 82 Gunnar Þórðarson — Hannes Ingvarsson 80 Þórður Sigurðsson — Guðmundur S.' 78 Erlingur Þorsteinsson — Símon Grétarsson 72 Meðalskor 84 Nú er lokið 4 umferðum í hraðsveitakeppni, sem 7 sveitir taka þátt í. Efstar og jafnar eru sveitir Halldórs Magnússonar og Jónasar Magnússonar með 60 stig og hafa báðar setið yfir. Bridgefélag Húnvetninga Fimm , kvölda tvímennings- keppni stendur yfir hjá félaginu og er þremur umferðum lokið. Staða efstu para: Haukur ísaksson — Steinn Sveinsson 469 Sigriður Ólafsd. — Sigurður Gunnarsson 456 Baldur Ásgeirsson — Hermann Jónsson 456 Jón Ólafsson — Ólafur Ingvarsson 434 Guðni Skúlason — Zophanías Benediktsson 429 Næsta keppni félagsins verður hraðsveitakeppni. Fjórða umferð verður spiluð á miðviku- daginn kemur. Spilað er í Félagsheimili Húnvetninga Laufásvegi 25. Gengið er inn beint á móti Verzlunarskólan- um. Bridgefélagið Asarnir Kópavogi Þá er lokið tveimur umferðum í Butler-keppni félagsins, og er staða efstu para þessi: imp. 1. Óli Már Guðgiundsson — Þórarinn Sigþórsson 80 2. Guðmundur P. Arnarson — Egill Guðjohnsen 61 3. Páll Valdimarsson — Vigfús Pálsson 52 4. Jón Hilmarsson — Oddur Hjaltason 52 5. Jón Páll Sigurjónsson — Hrólfur Hjaltason 35 6. Guðbrandur Sigurbergsson — ísak Ólafsson 34 7. Lárus Hermannsson — Rúnar Lárusson 33 8. Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 24 Keppni lýkur næsta mánudag, en minnt er á, að spilamennska hefst kl. 19.30 stundvíslega. Næsta keppni félagsins, er 3 kvölda hraðsveitakeppni. Látið skrá ykkur til stjórnar eða keppnisstjóra hið fyrsta. Bridgefélag kvenna Að 9 umferðum loknum hafa þær Ilalla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir tek- ið forystu með 258 stig. Röð efstu para er að öðru leyti þessi: Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 217 Aðalheiður Magnúsdóttir — Kristín Karlsd. 185 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsd. 176 Ása Jóhannesdóttir — Laufey Arnalds 123 Kristín Þórðardóttir — Guðríður Guðmundsdóttir 113 Hugborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsd. 88 Gróa Eiðsdóttir — Valgerður Eiríksd. 79 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 78 Sigríður Pálsdóttir — Ingibjörg Halldórsd. 77 Meðalskor er 0 Á mánudaginn kemur verða spilaðar 3 umferðir. Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Hafnarfjarðar Eftir 2 umferðir í aðaltví- menningskeppni B.H. er staða efstu manna þessi: Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannss. 499 Bjarni Jóhannsson — Þorgeir Eyjólfsson 478 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 452 Halldór Bjarnason — Hörður Þórarinsson 450 Jón Pálmason — Orri Illugason 448 Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 445 Runólfur Sigurðsson — Þorsteinn Þorsteiss. 439 Kjartan Markússon — Óskar Karlsson 437 Meðalskor 420 Þeir Björn og Magnús slógu heldur betur í í 2. umferð og nældu sér í 281 stig sem er 67%. Næstir komu þeir Halldór og Hörður með 247, þá jón og Orri með 238. Bridgefélag Akureyrar Tveimur umferðum er lokið í Akureyrarmótinu í tvímenningi, en keppnin er þriggja kvölda. Röð efstu para: Alfreð Pálsson — Mikhael Jónsson 373 Soffía Guðmundsd. — Baldur Árnason 358 Þórarinn B. Jónsson — Páll Jónsson 358 Ármann Helgason — Jóhann Helgason 352 Frímann Frímannsson — Páll Pálsson 343 Pétur Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 343 Jóhann Gauti — Ingimundur Árnason 343 Jón Friðriksson — Arnar Daníelsson 335 Angantýr Jóhannsson — Rafn Gunnarsson 332 Meðalárangur 312 Síðasta umferðin verður spiluð á þriðjudaginn kemur í Félagsborg og hefst keppnin klukkan 20. Bridgefélag Reykjavíkur Næsta miðvikudag, hefst hjá félaginu Butler-stórtvímenn- ingskeppni með riðlafyrirkomu- lagi. Skráning er þegar hafin, og eru þeir sem hug hafa á þátttöku beðnir um að láta skrá sig hið fyrsta hjá stjórnarmeð- limum eða framkv.stjóra. Ákveðin hámarksþátttaka verður í keppninni þannig að menn geta ekki treyst á að komast inn í keppni án fyrir- fram skráningar. í stjórn BR eru: Baldur Kristjánsson, Páll Bergsson, Sigmundur Stefáns- son, Þorfinnur Karlsson og Sævar Þorbjörnsson. Sl. miðvikudag lauk hjá félag- inu Monrad-hraðkeppni sveita, með þátttöku alls 16 sveita. Sveit Þórarins sigraði örugglega og virðist vera komin á nokkuð gott strik. í sveit Þórarins eru, auk hans: Óli Már Guðmunds- son, Hörður Arnþórsson og Stefán Guðjohnsen. Úrslit urðu annars þessi: stig 1. Sv. Þórarins Sigþórss. 94 2. Sv. Helga Jónss. 75 3. Sv. Magnúsar Aspelund 72 4. Sv. Hjalta Elíass. 71 5. Sv. Björns E.vsteinss. 68 6. Sv. Óðals 66 7. Sv. Odds Hjaltas. 65 8. Sv. Heijmanns Láruss. 62 Keppnisstjóri var Ólafur Lárusson. Spilað er í Domus Medica, og hefst keppni kl. 19.30 á miðviku- dögum. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.