Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
|IUt0ti: Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson
Stefna núverandi ríkis-
stjórnar í skattamálum
er ákaflega skýr. Hún hefur
nú þegar stórhækkað beina
skatta og ætlar sér bersýni-
lega að halda áfram skatt-
píningarstefnu sinni. Rök
ríkisstjórnarinnar fyrir
þessari skattpíningarstefnu
eru þau, að „breiðu bökin"
eigi að greiða kostnaðinn
við að halda verðbólgunni
niðri. I raun hefur niður-
staðan af aukaskatt-
lagningu vinstri stjórnar-
innar orðið sú, að hún
kemur harðast niður á
gömlu fólki, sem á skuld-
lausar eignir en hefur litlar.
tekjur. Þar hefur ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar
fundið „breiðu bökin" og
þar kemur hennar réttlæti í
skattamálum fram.
Afstaða stjórnarand-
stöðunnar í skattamálum er
jafn ljós. Geir Hallgríms-
son, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, gerði rækilega
grein fyrir henni í um-
ræðum á Alþingi um
stefnuræðu forsætisráð-
herra. Geir Hallgrímsson
sagði: „Stefna Sjálfstæðis-
flokksins í skattamálum er
skýr: Takmarka ber umsvif
hins opinbera og þar með
heildarskattlagningu á
landsmenn enda lækkaði
hlutfall ríkisútgjalda á
síðasta stjórnartímabili
miðað við þjóðarfram-
leiðslu. Skattlagning á
fremur að vera á eyðslu með
óbeinum sköttum á tekjur
en verðmætasköpunina í
þjóðfélaginu. í samræmi við
það lækkaði hlutfall beinna
skatta í tekjuöflun ríkisins
um þriðjung á síðasta kjör-
tímabili. Tekjuskattar eiga
ekki að vera lagðir á
almennar launatekjur og
hæsti skattur í heild ekki að
fara fram úr 50% af síðustu
tekjum, sem menn fá í sinn
hlut.“
Stefnan í skattamálum,
nú og á næstu árum er eitt|
veigamesta umræðuefnið,
sem fram hefur komið frá
því að núverandi ríkisstjórn
var mynduð. Grein Sveins
Jónssonar hér í Morgun-
blaðinu um skattamál, sem
vakið hefur þjóðarathygli
og haft hefur gífurleg áhrif
á afstöðu fólks til skatta-
mála, hefur orðið til þess að
beina athygli fólks að þessu
ágreiningsefni.
Stundum er sagt, að lítill
munur sé á stefnu stjórn-
málaflokka í veigamiklum
málum. Það á ekki við um
afstöðu flokkanna til
skattamála. Þar er alveg
ljóst hvað um er að velja.
Stjórnarflokkarnir með
Alþýðubandalagið í farar-
broddi og Alþýðuflokk og
Framsóknarflokk í taumi
hafa markað stefnu of-
sköttunar í skattamálum.
Þeir hafa þyngt stórkost-
lega beina skatta og svo
mjög að skattheimtan
nemur nú um 70% af
síðustu tekjum. Ekkert
bendir til þess, að stjórnar-
flokkarnir hyggist hverfa
frá þessari stefnu heldur
þvert á móti, enda eru þeir
búnir að binda sig við
stefnu í efnahagsmálum,
sem kallar á stórfellda
skattheimtu. Tilraunir
Alþýðuflokksins til þess að
láta í það skína, að flokkur-
inn sé í raun andvígur
þessari skattastefnu ríkis-
stjórnarinnar, einkennast
af hræsni. Það er ekkert
annað en hræsni, þegar
sjávarútvegsráðherra segir
í útvarpsumræðum, að
Alþýðuflokkurinn vilji af-
nema tekjuskatt af almenn-
um launatekjum og ekki
þyngja tekjuskatt frá því
sem nú er, sama dag og
álagningarseðlar eru bornir
út til fólks, sem stórhækka
tekjuskatta á almennu
launafólki og valda gömlu
fólki þungum búsifjum.
Hræsni af þessu tagi er
fyrirlitleg.
Þeir sem vilja fara þá leið
að auka tekjuskatta og nota
þá til niðurgreiðslna og
margvíslegra annarra út-
gjalda styðja að sjálfsögðu
einhvern þeirra þriggja
flokka, sem nú mynda
stjórn landsins. Þeir sem
vilja, að skattar á síðustu
tekjur nemi 70% styðja
núverandi ríkisstjórn. Þeir
sem telja eðlilegt, að aldrað
fólk sem á skuldlausa íbúð
og hefur litlar tekjur greiði
þungan eignaskatt styðja að
sjálfsögðu núverandi
stjórnarflokka.
Þeir kjósendur sem eru
hins vegar andvígir þessari
stefnu í skattamálum, eiga
þann kost að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn. Sá flokkur
hefur lýst því yfir, að ekki
eigi að greiða tekjuskatt af
almennum launatekjum. Sá
flokkur hefur lýst því yfir,
að hæsti skattur af síðustu
tekjum eigi ekki að vera
hærri en 50%. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur einnig
látið það koma fram, að
flokkurinn sé andvígur
þeirri skattpíningu á öldr-
uðu fólki, sem núverandi
ríkisstjórn hefur tekið upp.
Skattamálin og stefnan í
þeim verða mjög til um-
ræðu á næstunni og það er
rétt, sem Sveinn Jónsson
sagði í sjónvarpsumræðum í
fyrrakvöld, að nú verður
tekizt á um skattastefnu
næstu ára. Það kom einnig
glögglega í ljós í þeim
umræðum, að Alþýðu-
bandalagið er í forystu fyrir
skattpíningaröflunum. Hér
er því dæmi um veigamikið
málefni, þar sem stefna
stjórnmálaflokkanna er
afar skýr og kjósendur eiga
því auðvelt með að átta sig
á og gera upp hug sinn um
hvaða stefnu þeir vilja
styðja.
Skýrir kostir
í skattamálum
„Ég er ekki
marxisti44
Heimspekingurinn Hegel hefur
verið nefndur „postuli alræðis-
hyggjunnar". Til kenninga hans
hafa sótt stefnur bæði til hægri og
vinstri, en þó einkum þær, sem í
pólitíska vígorðaflaumnum hafa
verið sagðar lengst til hægri eins
og nazisminn eða lengst til vinstri
eins og kommúnisminn. Innsta
eðli þeirra beggja er alræðis-
hyggja, eins og kunnugt er, enda
hafa þær verið nefndar öfgastefn-
ur til hægri og vinstri. Heimspeki
Hegels grundvallaðist umfram allt
á díalektík, eða þráttarhyggju,
sem segir að öll framvinda bæði í
náttúrunni og mannfélaginu eigi
rætur í sífelldri baráttu milli
andstæðna, en þróunarskeiðunum
ljúki með samruna andstæðnanna
og þá myndist nýtt og æðra
þróunarstig. Þannig byggir megin-
sjónarmið díaiektískrar efnis-
byggju á því, að þróunin sé háð
órofanlegum lögmálum, sem sé
gjörsamlega óháð vilja og skoðun-
um einstaklinga. Alræðishyggjan
er, eins og kunnugt er, aðaland-
stæðingur frjálshyggjunnar, enda
brýtur hún í bága við öll helztu rök
frjálshyggjumanna, sem hafa
haldið því fram, að rökræður
byggðar á skynsamlegum og
friðsamlegum skoðanaskiptum séu
einar sæmandi lýðræði og frjáls-
um mönnum. Gríski heimspekingur-
inn Sókrates var e.k. faðir frjáls-
hyggjunnar, en síðan hafa margir
merkir leiðtogar þessarar stefnu
tekið við og haldið merki hennar
hátt á loft eins^g John Stewart
Mill (m.a. í Frelsinu) og einn
merkasti boðberi frjálshyggjunnar
nú á dögum, austurríski lögfræð-
ingurinn Friedrich v. Hayek, sem
var fæddur skömmu fyrir aldamót.
Hann heldur því fram, að einungis
á grundvelli frjálshyggjunnar
verði byggt upp samfélag manna,
þar sem ríkir friður og framfarir,
sprottin úr frelsi einstaklinga og
þjóða. Þá heldur hann því einnig
fram, að þjóðnýting leiði
óhjákvæmilega til alræðis og
hefur þannig barizt hatrammlega
gegn þeim þáttum í heimspeki
Hegels, sem eru e.k. undanfari
marxismans, en til Hegels sótti
Marx - þráttarhyggju sína,
enda þótt kenningar Marx
greini í ' ýmsum atriðum
á við heimspekihugmyndir
Hegels; t.d. lagði Hegel ofur-
kapp á mikilvægi ríkisvaldsins, en
Marx hélt því fram, að það væri
aðeins e.k. fylgifiskur stéttaþjóð-
félagsins og kúgunartæki, ríkis-
valdið væri óþarft, þar sem
stéttaskipting væri úr sögunni.
Marxismi í framkvæmd hefur þó
afsannað þetta kyrfilega nema þá
að hann sé eins og hvert annað
æfintýri og komi ekki við sögu í
sósíalistískum ríkjum, þ.e. að hann
sé aðeins rómantískar draumsýnir
19. aldar grillufangara og hafi
dagað uppi í vísinda- og tækni-
þjóðfélagi okkar tíma. Hann hafi í
raun og veru ekki verið annað en
dagdraumar Karls Marx(!). Eitt
eru hugmyndir, en annað veru-
leiki. Það vissi Marx. Að honum
hefur vafalaust læðzt grunur um
fallvelti kenninga hans, þegar
hann skrifaði, að það væri ekki sitt
hlutverk „að búa tíl matseðil fyrir
eldhús framtíðarinnar". En mikið
af eiturbrasi hefur verið kokkað í
bokkúsareldhúsi hans. Ymsir
þykjast vita allt um höfuðrit
Marx, Das Kapital, en það skyldi
nú aldrei vera að sannleikurinn
fælist í orðum George Bernard
Shaw, þegar hann sagði með
venjulegri kaldhæðni 1911: „Eigin-
lega hefur enginn lesið það (Das
Kapital) nema ég“(!) I þessu riti er
háð mikil barátta milli kenninga
og veruleika „Hvað snertir sjálfan
mig þá er ég ekkl v.iarxisti" sagði
Karl Marx af miklu raunsæi fyrir
meira en hundrað árum.
Hegel lagði höfuðáherzlu á
andstæðurnar og baráttuna og þá
ekki sízt baráttu milli þjóða eða
kynflokka ekki síður en stétta
innan sama þjóðfélags. Það eru
kenningar hans um nauðsyn þjóð-
ernis- og hernaðarstefnu, sem
Hitler og þýzkir nazistar eða
þjóðernissinnar sóttu í slagkraft
og fyrirmyndir. Marx lagði aftur á
móti áherzlu á vígorð eins og
Öreigar allra landa sameinizt.
Hann var þeirrar skoðunar, að það
væri baráttan milli stétta, en ekki
kynþátta eða þjóða, sem skipta
myndi sköpum í sögunni. Sögu-
skoðun Marx byggðist á því, að hin
sögulega þróun ákvarðaðist af
átökum milli þjóðfélagsstétta, „en
stéttaskiptingin ákvarðaðist af
afstöðunni til framleiðslutækj-
anna, sem aftur var háð hinni
tæknilegu þekkingu á hverjum
tíma", eins og Ólafur Björnsson
segir í bók sinni Frjálshyggja og
alræðishyggja. Og hann heldur
áfram: „Þessi stéttaátök leiddu
svo, þegar tækniþróunin hefði
skapað skilyrði fyrir slíku, til
nýrrar skipanar efnahagsmála,
sem skapaði þróun tækninnar
betri skilyrði en áður, en innan
hins nýja skipulags gætu svo
skapazt andstæður að nýju og svo
koll af kolli. Þetta er auðvitað í
fullu samræmi við þráttarhyggju
Hegels. Lokatakmarkið, sem hin
sögulega þróun stefnir að, er hið
stéttlausa, sósíalíska þjóðfélag,
þar sem séreignarréttur til fram-
leiðslutækja hefur verið afnuminn,
en ákvarðanir um nýtingu fram-
leiðslutækjanna teknar á sameign-
ar- og þjóðnýtingargrundvelli (53.
bls.“
Hagsmunir
heildarinnar
gegn hamingju
einstaklinganna
Hvort sem menn vilja halda því
fram, að Marx hafi aðhyllzt
alræðishyggju eða ekki, þá er það
rétt, sem Ólafur Björnsson bendir
á, að í öllum þeim löndum, þar sem
valdhafarnir telja sig byggja á
kenningum Marx, er alræðis-
stjórnarfar. Og það fer ekki milli
mála, að rök kommúnista, marx-
ista eða sósíalista — hvaða nafni
sem menn vilja nefna forystumenn
alræðishyggjunnar til vinstri —
hafa verið sótt til Marx, enda eru
þau á hverju strái í ritum hans,
eins og kunnugt er. Díalektísk
efnishyggja, byggð á rökum Marx
eða túlkun hans á heimspeki
þráttarhyggju Hegels, leiðir til
heildarhyggju, en hún hefur alltaf
alræðisstjórnarfar í för með sér,
eins og flestum mun nú ljóst vera:
einstaklingurinn er aðeins hluti
heildarinnar og hann skiptir ekki
máli að öðru leyti; hlutverk hans
er það eitt að hegða sér í samræmi
við hagsmuni heildarinnar. Þetta
er að sjálfsögðu í algerri andstöðu
við þær kenningar Sókratesar og
annarra frjálshyggjumanna, að
hamingja einstaklinganna og full-
næging þarfa þeirra sé það tak-
mark, sem að skuli stefnt. Ef vel er
séð fyrir þörfum einstaklingsins,
er þjóðfélaginu vel borgið. En
heildarhyggjan, sem leiðir til
alræðishyggju, boðar að sjálf-
sögðu, að velferð einstaklingsins
beri ávallt að fórna á altari
heildarhagsmunanna. Hegel segir,
að stjórnvöldum sé í sjálfsvald
sett, hvernig hagsmunum heildar-
innar er bezt borgið. Ríkið er sá
guðdómur, sem öllu á að ráða, sú
forsjón, sem allt veit bezt. Þessi
afskræming einstaklingshamingju
og þroska er því miður að verða
eitt af höfuðeinkennum íslenzkra
stjórnarhátta. Hin gerilsneydda
hræsni valdaklíku íslenzkrar ríkis-
forsjónar er að verða e.k. tákn þess
hamingjusnauða heimabruggs,
sem við getum kennt við íslenzka
vinstri stefnu. Sá mjöður er eins
og afgangurinn af Suttungsmiði
hinum forna: leiðir af sér leirhnoð
og meðalmennsku. En hún hefur
því miður tilhneigingu til alræðis-
hyggju.
Þó að nazistar hafi leyft einka-
fyrirtækjum að starfa í þjóðskipu-
fagi sínu, er ekki þar með sagt, að
þeir hafi síður sótt stefnu sína til
Hegels og upphafs marxismans
eða heildarhyggju hans en t.a.m.
kommúnistar, sem stefna að því að
útrýma öllu einkaframtaki og
þjóðnýta samfélagið eins og það
leggur sig, samkvæmt guðspjalli
Marx. En það er einkennilegt, að á
sama tíma og marxistar hafa
hreykt sér af því að hafa tileinkað
sér kenningar Hegels, hafa nazist-
ar síður viljað gera það, þrátt fyrir
þá staðreynd, að þeir sóttu heims-
mynd sína þangað ekki síður en
kommúnistar.
„Hetjan“ og
hernaðarandinn
Hegel lagði áherzlu á hernaðar-
andann, sem hann taldi nauðsyn-
legan hverri þjóð, sem vildi skara
fram úr. Hann segir m.a.:
„Styrjöld hefir þá djúpu merkingu
að varðveita siðferðilega heilsu
1