Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 22.10.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 17 þjóðarinnar og koma í veg fyrir ásókn í hin fallvöltu gæði (þ.e. þau gæði, sem einstaklingar telja verðmætust svo sem líf og eignir, en það er samkvæmt mati hans einungis aðild einstaklingsins að ríkisheildinni, sem gerir verðmæti vaj-anleg: það er einungis heildin, sem skapar hin raunverulegu verðmæti). Styrjöld kemur í veg fyrir þá spillingu, sem er óhjákvæmileg afleiðing eilífs friðar... (47. bls.)“. Þá leggur Hegel áherzlu á hetjudýrkun og hinn mikla mann, leiðtogann, sem allt veit betur en allir aðrir og öllum ber að hlýða (sbr. Mussolíni, Hitler, Stalín, Frankó, Mao og aðrir forystumenn einræðisríkja). Hegel segir m.a.: „Almenningur gerir sér ekki ljóst, hvað er satt eða ósatt, en að uppgötva sannleikann er hlutverk hins mikla manns. Hinn mikli maður sinnar samtíðar er sá, sem túlkar vilja samtíðarinnar, sá sem segir samtíðinni, hver sé vilji hennar, og framkvæmir hann. Hann starfar í anda samtíðar sinnar og gerir hann að raunveru- leika. Hver sá, sem ekki fyrirlítur almenningsálitið, er ekki líklegur til afreka (48. bls.)“. En Hegel leggur umfram allt áherzlu á ríkið. Ríkið er guðið Sinfóníu- tónleikar Efnisskrái Leifur Þórarinssoni JÓ. Kabalevskyi Cellókonsert nr. 1 op. 49. Glasunowt Balletttónlist op. 67. Tónleikarnir hófust á JÓ eftir Leif Þórarinsson. Verkið var nokkuð vel spilað og kemur það heim við fyrri reynslu af stjórn- un Páls P. Pálssonar, að honum lætur vel að fást við nútímatón- list. Annað verkið á tónleikun- um var Cellókonsertinn eftir Kabalevsky. Gisela Depkat lék einleikinn, en hún starfaði hér á landi fyrir nokkrum árum. Depkat var frábær cellisti og betur hefði verið viðeigandi að hún léki eitthvað viðameira en þessa barnatónlist. Miðkafli verksins var snotur og var það sem hæst bar á þessum daufu tónleikum. Niðurlag tónleik- anna vekur upp nokkrar spurn- ingar, m.a. varðandi þann mun sem hlýtur að vera á flutningi leikhústónlistar á tónleikum og þeirrar tónlistar sem aðeins á erindi við hlustendur. Með leikhústónlist og í samræmi við hana, ber fyrir augu mynd, bæði kyrrstæða og á hreyfingu í túlkandi atferli, sem gerir tón- listina tákngilda fyrir orð ög hugmyndir. A hljómleikum er sá veigamikli þáttur numinn brott og mjög fá tónverk samin fyrir ballett þola slíka „sundur- limun". Glasunov er ekki talinn merkilegt tónskáld. Hann var frægur fyrir góða kennslu og beztu verk hans eru sjö strengjakvartettar. Það er vandséð hvaða erindi þessi sæta og vel skrifaða balletttónlist á við hlustendur, sem sérstaklega taka sig upp til að eiga stund með góðri tónlist, stund djúp- stæðrar hugleiðslu. Balletttón- list op. 67 eftir Glasunov er samstæð þeirri tónlist, sem fjölmiðlar glymja fólki óaf- látanlega. Það er því eins og að Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Gisela Depkat bera í bakkafullan lækinn að flytja svona tónlist á tónleikum og jafngilt því að láta hlustend- ur fara erindisleysu. Hljóm- sveitin átti marga góða spretti í flutningi verksins og má þar sérstaklega tilgreina leik Einars Jóhannssonar. Hljómsveitin á þó eftir aö yfirstíga einn versta þáttinn, sem vel má vera að stafi af því, að hljóðfæraleikar- arnir verja sig hver fyrir annars gagnrýni í stað þess að vinna saman, en það eru tón- myndunarerfiðleikar í sterkum lerk, eins og kom fram í síðasta þættinum. Háraddirnar og?lag- hljóðfærin (málmspilin) voru svo óhrein að það minnti á lúðrasveitarleik fyrir nokkrum árum. Þarna mega hljóðfæra- leikararnir ekki láta eins og þeir heyri ekki. Með því vega þeir að sjálfum sér og hrinda hlustend- um frá sér. Jón Asgeirsson. sjálft, lögin og rétturinn. Ríkið eða ríkisvaldið þarf ekki að fara eftir neinum siðgæðisreglum, það — eða talsmenn þess — geta jafnvel notað lygina í áróðri sínum án þess það sé vítavert. Ríkið er grundvöllurinn. Þjóðarsálin er ekki til nema sem partur af alræðishyggju ríkisins. „Ríkið", segir Hegel, „er siðgæðishugsjónin gerð að veruleika. Það er siðgæðis- andinn eins og hann opinberast í sterkum, meðvituðum vilja.“ Skurðgoðið og einstakling- urinn Einstaklingurinn, þrár hans og óskir hafa ekkert gildi nema sem hluti af heildinni. Hann er ekki meira virði en tómatur í gróður- húsi. Það er mest um vert, að hann sé sem líkastur öðrum tómötum að stærð og þroska. Við sáum þessa kenningu um hagsmuni heildarinnar fram- kvæmda í þjóðfélagi nazismans og hún blasir ekki síður við í kommúnistískum þjóðfélögum. Flokkur Hitlers var t.a.m. kenndur við þjóðernissósíalisma. Þannig eru ræturnar hinar sömu, þó að greinarnar séu að vísu margar. Það varð kynslóð Halldórs Lax- ness mikið áfall, þegar hún uppgötvaði þetta. Nóbelsskáldið drepur á þessi vonbrigði í minn- ingabrotum sínum, Skáldatíma, og segir m.a.: „Nasjónalsósíal- isminn er jafn óhugsanlegur án Marx eins og Stalínisminn“ (290. bls.). Og í ritgerðarsamtölunum, Skeggræður gegnum tíðina, er m.a. haft eftir honum: „Við. héldum — vonuðum — að byrjað væri að framkvæma sósíalisma í heiminum. Okkur var bent á staðina þar sem alþýðan væri frjáls. Það var stalínisminn í Sovétríkjunum, sem sveik okkur. Við vorum leyndir öllum annmörk- um, ágöllum og ávirðingum þessa kerfis. I leynilegu ræðunni á flokksþingi 1956 gerði æðsti maður Rússlands heyrinkunnugt með dæmum sem enginn hefur treyst sér til að véfengja, að þarna hafi verið grimmdarfullt bófafélag að verki, ekki síður illskeytt en fasistar í Þýzkalandi; a.m.k. sama manngerðin. Og báðir með þýzka heimspeki að undirstöðu og trúarjátningu ... En svo stendur maður uppi andspænis nýjum tíma, nýrri vitneskju um stað- reyndir, nýrri þekkingu; þ.á m. nýrri þekkingu á manninum. Það sem var heilagur sannleikur í gær eru svik og lygi og hræsni í dag. Og þjóðfélagið góða, sem við ætluðum að skapa er 'hætt að vera skurðgoð eða guðsmynd. Við lifum á tíma, þegar þarf að skilgreina sérhvert hugtak á nýjaleik, ef mennirnir eiga að halda velli sem skyni gæddar verur (68. og 69. bls.). „Söguleg nauð- synu og sjúkleg valdagræðgi Marxistar tala mikið um „sögu- lega nauðsyn". Þeir halda því fram samkvæmt kenningu lærimeistara sinna, að hin sögulega þróun ákvarðist af lögmálum, sem séu óháð mannlegum vilja. En þetta leiðir, eins og Ólafur Björnsson bendir á í fyrrgreindu riti sínu „óhjákvæmilega til þeirrar niður- stöðu, að einstaklingarnir geti ekki borið neina ábyrgð á gerðum sínum. Frjálshyggjan telur, að það séu ákvarðanir manna, byggðar á mati á því, hvað sé skynsamlegt og æskileg, sem ráði skipan og þróun þjóðfélagsmálefna. Tjáningar og skoðanafrelsi ásamt dreifingu valdsins í þjóðfélaginu tryggi svo sem verða má hina hagkvæmustu skipan og þróun þjóðfélagsmál- efna (51. bls.)“ Þetta eru leiðsögustefin í hug- sjónum frjálshyggjumanna, bæði fyrr og síðar. Þeir geta ekki tekið undir þá fullyrðingu, að það sé „söguleg nauðsyn" að hneppa fólk í fjötra, byggja gasklefa og útrým- ingarbúðir, senda fólk í Gúlag eða á geðveikrahæli og traðka á mannréttindum vegna þess eins, að nauðsynlegt sé að fórna ein- staklingnum, þörfum hans og óskum á altari einhverrar „heild- ar“, sem er í raun og veru ekki annað en tæki metorðasjúkra makbeða og valdagráðugra ein- ræðisseggja til að ná kímilsungsku tangarhaldi á ríkjum og þjóðum, einstaklingum og jafnvel hugsun- um þeirra. Stalín var að margra dómi aðeins tæki marxiskrar heimspeki, það er t.a.m. álit „nýju heimspekinnar" í Frakklandi. Sú „sögulega nauðsyn" á ein rétt á sér, sem stækkar manninn, en minnkar ekki; veitir honum nauð- synlega andlega næringu ekki síður en þá kerfisbundnu vökvun, sem heildarhyggjan úðar yfir gróðurhúsaplöntur alræðishyggj- unnar. Og við skulum ekki gleyma því í pólitísku moldviðri samtíðar- innar, að frjálshyggjan er ekki í andstöðu viö félagshyggju að því leyti, að boðberar hennar hafa allt frá dögum John Stuart Mills gert sér ljóst, að það er hlutverk ríkisvaldsins að tryggja öllum lágmarkslífskjör með tilfærslu tekna, ef tekjuskipting markaðs- þjóðfélagsins verður ójafnari en góðu hófi gegnir. Slíka stefnu getum við kallað velferðarfrjáls- hyggju. En gjalda verður varhug við því, að ríkjsvaldið hrifsi í skjóli þessarar nauðsynjar til sín efna- hagslegt vald, sem því ber ekki og leiðir aðeins til alræðishyggju. Skattpíning hér á landi er í anda þessarar tilhneigingar einræðis- sinnaðra stjórnmálamanna. Og fleiri teikn eru á lofti um þessa tilhneigingu, eða eigum við heldur að taka undir með nóbelsskáldinu og kalla hana: óskeikulleik Heilagrar Visku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.