Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 21

Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 2 1 „Maður verður að vera rólegur og ákveðinrí’ Benedikt Eyjólísson í sandspyrnukeppni. ■ Mymlir Kristinn. Ein tegund bifreiðaíþrótta er sandspyrnan. I sumar hafa verið haldnar þrjár sand- spyrnukeppnir og hefur núver- andi íslandsmeistari. Benedikt Eyjólfsson. unnið þær allar. Við heimsóttum Benedikt á bifreiðaverksta'ði er hann starfrækir og spurðum hann fyrst að því hvernig sand- spyrnukeppni færi fram? „Sandspyrnukeppnin gengur út á það hver er fljótastur að spyrna í lausum sandi 100 yarda eða 91,44 metra. Þegar bílarnir koma á keppnisstað eru hljóð- kútar og lofthreinsarar teknir í burtu. Svokölluð skófludekk eru sett undir bílinn og allt lauslegt er tekið i burtu eins og blæjur og gluggastykki til þess að gera bílinn léttari. Síðan eru tveir bílar settir hlið við hlið. Við hlið þeirra eru ljós, eitt rautt, þrjú gul og eitt grænt. Bílarnir fara af stað um leið og græna ljósið kviknar og þá fer einnig klukka í gang. Þegar bíllinn er búinn að keyra 100 yarda fer hann út úr geisla og stöðvast þá klukkan. Þessi klukka er mjög nákvæm, hún mælir upp á hundruðustu hluta úr sekúndu. Sandspyrnu- keppnir eru úrsláttarkeppni en sá sem lýkur keppni og hefur bestan tíma hann sigrar. Við náum aldrei miklum hraða á þessum 100 yördum. Það er svo þungt að keyra í lausum sandi eins og fólk getur auðveld- iega fundið með því einu að hjóla í sandi. íslandsmetið sem ég setti í sumar er 5,53 sekúnd- ur. I sandspyrnukeppni er farar- tækjunum skip í flokka. I 1. flokknum eru jeppar, í öðrum flokknum eru fólksbílar og í þeim þriðja eru mótorhjól. Bílunum í jeppa- og fólksbíia- flokknum er síðan skip niður eftir vélarstærð og dekkjaút- búnaði." Hvers konar bflar eru notað- ir í þessar keppnir? „Eg keypti minn jeppa úr venjulegri framleiðslu en síðan hef ég breytt honum mikið og gert hann kraftmeiri. Jeppunum er yfirleitt mikið breytt frá upphaflegri mynd en það er minna um það að fólksbílarnir séu útbúnir sérstaklega fyrir sandspyrnukeppni. Ef maður ætlar að fá sér kraftmikinn bíl verður maður að kaupa sér bíl sem er með góðri vél frá upphafi. Síðan er æski- legt að fá stimpla og legur sem þola meiri snúning, olíudælu sem dælir meiri olíu, heitan knastás til að fá vélina til að ná meiri snúningshraða, skipta um soggrein, setja stærri blöndung á vélina og smíða á hana pústflækjur. Á mínum jeppa skipti ég líka um gírkassa og setti sterkari afturhásingu í hann. Það er minnsta atriðið í sandspyrnunni aö taka þátt í keppninni sjálfri. Aðalvinnan fer fram við bre.vtingar á bílnum — fá meiri kraft út úr vélinni. Keppnin er aðeins próf á vinnuna sem búið er að leggja í bílinn. Það þýðir heldur ekkert fyrir hvern sem er að setjast upp í kraftmikinn bíl, það þarf mikla æfingu og þjálfun til að stjórna þeim vel.“ Hver er mesta listin við að vera góður sandspyrnumaður? „Mesta listin er að vera nógu nákvæmur. Nákvæmni og vand- virkni eru aðalatriðin þegar breyta þarf bílunum — það er ekki allt að vera með dýra og góða hluti í höndunum, það þarf líka að gera vel við þá. Það er einnig mikilvægt að vera róleg- ur í keppninni sjálfri. Við köllum það línuveiki er taugarn- ar fara að veikjast í mönnum þegar beðið er eftir grænu ljósi við byrjunarlínuna. Þá verður maður að vera rólegur og ákveðinn. Þegar bílarnir fara af stað verður vélin að hafa réttan snúningshraða og bíllinn þarf að vera mátulega heitur.“ Er mikill áhugi hjá almenn- ingi á sandspyrnunni? „Áhuginn er geysilega mikill. Það hafa um 3 til 4 þúsund manns horft á sandspyrnu- keppnirnar í Öifusi nú í sumar." Er mikið af óhöppum í kringum þessar keppnir? „Sandspyrnan er ein örugg- asta grein bifreiðaíþrótta þótt allt geti komið fyrir þar eins og annars staðar. Bílarnir eru allir skoðaðir áður en keppni hefst og áhorfendur eru i hæfilegri fjarlægð. En það reynir mikið á bílana sjálfa og töluvert er um það að bílar bili í keppnum. Það reynir álíka mikið á bíl í sandspyrnu og ralli, þótt á annan hátt sé, þar sem keppnin byggist upp á því að ná sem mestum krafti úr bílnum. í þriðju keppninni sem haldin var braut ég gírkassann og í keppni sem haldin var á Akur- eyri i sumar braut ég misntuna- drifið í afturhásingunni en vann samt þar sem óhappið gerðist í síðustu spyrnunni og ég hafði áður náð bestum tínia keppenda. í fyrstu keppninni sent haldin var hér á landi bilaði bíllinn minn hins vegar áður en keppn- in hófst og gat ég því ekki tekið þátt í henni en annars hef ég tekið þátt í öllum sandspyrnu- keppnum sem haldnar hafa verið síðan. Bíllinn niinn er upphaflega smíðaður fyrir torfæruakstur og því hefur komið mér á óvart hversu vel mér hefur gengið í sandspyrnunni. Hann er eigin- lega of þungur í sandspyrnuna en bæði hér heirna og erlendis gera menn allt tii þess að hafa bílana sem léttasta." Er ekki kostnaðarsamt að standa í þessu? „Kostnaðarhliðir. er gífurlega mikil. Allur veturinn fer í að undirbúa bílinn f.vrir keppnir sumarsins og einnig að vinna fyrir þeim hlutum sem þarf í hann. Eg hef reynt að minnka kostnaðinn með því að auglýsa fyrirtæki á bílnum en mér finnast strákarnir hafa gert allt of lítiö af því.“ Að lokum. hvers vegna stundarðu þessa íþrótt? „Eg hef mjög gaman af þessu. Það er gaman að finna að bíllinn hendist áfram. Það er svipað með þetta eins og mann sem búinn er að temja hest sinn vel og hefur gaman af því að láta hann geysa." — Il.M.N. Benedikt við vinnu sína á verkstæðinu. Mynd Kristinn. Finnbjörn í sandspyrnukeppni. bæði konan og sonurinn, hafi gaman af bifreiðaíþróttum." „Mér finnst mjög gaman að fylgjast með, ég hef virkilegan áhuga á þessari íþrótt," sagði Oddný kona Finnbjörns og að sögn virtist ekki vanta áhugann hjá syninum Kristjáni, 6 ára. Hvernig er áhugi almennings á þessari íþrótt? „Mér finnst áhuginn vera mikill og yfirleitt frekar jákvæður. Það eru auðvitað alltaf einhvetjir sem ekki skilja okkur og það virðist vera þannig að við sem erum í þessu og eigum bíla sem henta í þessar íþróttir séum undir smásjá hjá almenningi og lögreglu. Þeir vita af okkur og passa mikið upp á að við brjótum ekki lögin á bílunum. Við í Kvartmíluklúbbnum tók- um okkur hins vegar saman fyrir þremur árum og hættum aö stelast til að prófa bílana okkar og ég held að félagarnir hafi nokkurn veginn staðið við það loforð. Það er vissulega alltaf freisting fyrir hendi að prófa bílana og hún er meiri hjá þeim sem hafa bíla sérhannaða til kvartmíluaksturs. Núna höfum við fengið kvartmílu- braut og það verða sérstakir menn sem hafa lykla að henni. Þeir bera þá einnig ábyrgð á því sem þar fer fram, gæta þess að allur öryggis- búnaður sé í lagi. Bílarnir eru líka allir skoðaðir fyrir keppni, ör- yggisbelti, slökkvitæki og velti- grindur verða að vera til staðar í bílunum og ökumaður verður að vera með hjálm. Síðan eru brems- ur og fleira í bílnum sjálfum prófað þannig að öryggiseftiriit er nokkuð gott.“ Hvernig fór Kvartmfluklúbhur- inn að að safna fyrir brautinni? Við héldum sandspyrnukeppnir, bílasýningar og kvikmyndasýning- ar. Ein myndin sem ég sá var af kappaksturskeppni sem háð var hér fyrir nokkrum árum á flug- brautinni hér í Reykjavik. Það var að vísu ekki kvartmílukeppni en eitthvað álíka. Að lokum. atlarðu að halda áfram í kvartmflunni? „Ég ætla að minnsta kosti að taka þátt í fyrstu keppninni þann 22. október ef bíllinn verður í lagi. Annars ætla ég að vera í þessu oins lengi og áhuginn er fyrir hendi. Maður er varla byrjaður í þessu ennþá þar sem þetta er búið að vera í deiglunni í þrjú ár en núna fvrst að koniast í gang. — R.M.N.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.