Morgunblaðið - 22.10.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
25
hægt. Með fræðslu sinni og
nefndarstörfum lagði hann m.a.
grundvöll að bættri verkmenntun
þjóðarinnar á ýmsum sviðum.
Af reynslu minni í gegnum árin
vissi ég, að hann var glöggskyggn
og ráðhollur, flanaði ekki að neinu,
en fylginn sér í baráttu fyrir þeim
málum, sem honum voru hjart-
fólgin, og þau voru mörg. Mikið
yndi hafði Sigurður af lestri góðra
bóka og ferðalögum innanlands,
þegar tími gafst til.
I einkalífi sínu var Sigurður
mikill gæfumaður. Hann kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Karitas, 25. október 1941, en hún
er dóttir hjónanna Guðmundar
heitins Guðjónssonar, er var
þekktur kaupmaður hér í borg,
verzlaði lengst af við Skólavörðu-
stíginn, og eftirlifandi konu hans,
Önnu Maríu Gísladóttur.
Kaja bjó manni sínum og
börnum hlýlegt og fallegt heimili,
sem síðustu 23 árin var að
Lynghaga 12 hér í borg. Þar var
ávallt gott að koma og gestrisni
mikil, enda þau góð heim að sækja.
Vinátta, kærleiki og tryggð ríkti
milli þeirra hjóna og mat Sigurður
konu sína mikils. Umhyggjan fyrir
börnunum og heimilinu átti hug
þeirra beggja. Þau eignuðust
fjögur mannvænleg börn: Önnu
Maríu, gifta Bernhard Petersen
framkv.stjóra, Jóhönnu, nýkjörinn
alþingismann Alþýðuflokksins,
gifta Þorvaldi S. 'ðóhannessyni
sölustjóra, Hildigunni flugfreyju,
hennar unnusti er Lárus
Ögmundsson lögfræðingur, og
Gunnar Egil kennara og háskóla-
nema, kvæntan Guðfinnu
Theódórsdóttur.
Skarð er fyrir skildi, er við
kveðjum sannan og góðan dreng.
Kaju, börnunum, aldraðri móður
og ástvinum öllum sendum við
hjónin og fjölskyldan einlægar
samúðarkveðjur, og erum þess
jafnframt fullviss, að bjart muni
verða yfir minningu góðs drengs
og vinar. Með þakklátum huga
minnumst við vináttu hans og
órofa tryggðar og biðjum honum
blessunar Guðs á æðri tilverustig-
um.
„Sýndi og sannlega
sinu landi
ást og rækt
af öllum huga.
elskaði hógværð.
eigi hávaða.
var staðfastur
i stjórnmálum"
Matth. Joch.
Gunnar Magnússon.
Kveðja frá Verzlunarskóla
íslands
Síðast bar fundum okkar Sig-
urðar saman í hófi Stúdentasam-
bands V.í. s.l. vor. Var hann þá,
sem jafnan endranær, glaður og
reifur, gamansamur og alúðlegur
viö alla, enda held ég, að hann hafi
kunnað vel við sig í þessum hópi
gamalla nemenda sinna og sam-
starfsmanna. Ekki spillti það
fyrir, að Anna dóttir hans og
eiginmaður hennar voru í einum
hinna mörgu stúdentaárganga,
sem voru að halda hátíðleg braut-
skráningarafmæli sín.
Engan hefði getað órað fyrir því
þá, að Sigurður ætti svo skammt
eftir ólifað. Raunar munu hans
nánustu hafa haft grun um, að
hann gengi ekki heill til skógar.
Hins vegar var Sigurður þannig
gerður, að hann flíkaði því lítt,
þótt eitthvað bjátaði á, enda var
hann slíkur elju- og atorkumaður,
að hann gleymdi sjálfum sér í
hinum margvíslegu störfum, sem á
hann hlóðust.
Eins og aðrir skólastjórar,
leitaðist ég auðvitað við að fá sem
bezta kennara að skólanum. Af
Sigurði Ingimundarsyni fór mikið
orð sem frábærum stærðfræði-
kennara. Var það mikill ávinning-
ur fyrir Verzlunarskóla Islands, er
hann var ráðinn að skólanum sem
aðalstærðfræðikennari hans árið
1953, um svipað leyti og undirrit-
aður tók við skólastjórn. Vorum
við Sigurður síðan samstarfsmenn
í 17 ár samfellt eða þangað til
hann tók við forstjórastarfi við
Tryggingastofnun Ríkisins árið
1970.
Sigurður var elskaður og virtur
jafnt af nemendum sínum og
samstarfsmönnum, enda var ekki
hægt að hugsa sér dagfarsprúðari
og þægilegri mann í umgengni.
Minnist ég þess ekki, að Sigurður
skipti nokkurn tíma skapi öll þau
ár, sem við unnum saman við
Verzlunarskóla Islands.
Stærðfræðikennslu við V.í. má
segja, að hann hafi á sínum tíma
endurskipulagt frá grunni. Og
þegar kennsla í efnafræði var
stóraukin í lærdómsdeild skólans,
kom það í hlut Sigurðar að leggja
grundvöll að henni.
Oft kvaddi ég Sigurð mér til
ráðuneytis í ýmsum málum, sem
upp komu í skólastarfinu. Reynd-
ist hann jafnan ráðhollur, enda
var hann fljótur að átta sig og var
honum sérlega lagið að greina
aðalatriði frá aukaatriðum. Hann
var líka ákaflega ósérhlífinn og
jafnan boðinn og búinn til allra
starfa, sem honum var öðrum
fremur trúað fyrir. Mér er t.a.m.
minnisstætt, að hann ásamt Sölva
Eysteinssyni, enskukennara, tók
að sér starf, sem Ingi Þ. Gíslason
hafði áður gegnt af mikilli alúð,
unz hann féll frá, en það var að
semja stundaskrá á hverju hausti.
Er það bæði mikið starf og
vandasamt, eins og allir vita, sem
til þekkja og í þá daga ólaunað.
Sigurður var nemendum sinum,
sem öðrum, ákaflega sanngjarn og
velviljaður. Gætti hann þess vand-
lega, að allir fylgdust sem bezt
með og enginn drægist aftur úr.
Var hann jafnan hjálpfús og
úrræðagóður, er nemendu, sem
áttu í einhverjum erfiðleikum með
námið, leituðu til hans með
vandamál sín.
í hópi samkennara sinna var
Sigurður gamansamur og hafði
glöggt auga fyrir hinum broslegu
hliðum mannlífsins. Lífgaði hann
upp margar frímínúturnar með
græskulausu gamni. Á málþingum
samkennara sinna og öðrum
samverustundum kunni hann
manna bezt að gleðjast með
glöðum.
Endurminningin um Sigurð
Ingimundarson sem frábæran
kennara og mikinn drengskapar-
mann mun því lengi lifa í hugum
nemenda hans og samstarfs-
manna.
Við fráfall hans votta ég eftirlif-
andi eiginkonu hans, frú Karítas
Guðmundsdóttur, og öðrum ást-
vinum innilega samúð.
Jón Gíslason
Með Sigurði Ingimundarsyni er
mannkostamaður fallinn í valinn.
Til slíkra manna er gjarnan leitað
úr mörgum áttum og þannig var
því einnig með Sigurð farið. Ferill
hans og starfsvettvangur var því
mjög fjölbreyttur, þótt tvennt
stæði upp úr, kennarastörf og
opinber störf.
Sigurður var afbragðsmikill
hæfileikamaður til kennslu. Hann
hafði einfaldlega skýra framsögn
og honum var lagið að setja flókin
atriði fram á einfaldan og kerfis-
bundinn hátt. Framkoma hans í
kennslustund var látlaus en ákveð-
in og agavandamál við kennslu
voru honum óþekkt. Þeir eru
margir sem enn í dag búa að
stærðfræðikennslu Sigurðar.
„Hann er eini maðurinn, sem ég
gat lært reikning hjá,“ er setning
sem oft heyrist, þegar kennslu
Sigurðar ber á góma hjá fyrrver-
andi nemendum hans.
Einmitt vegna reynslu hans á
sviði kennslu og félagsmála var
hann beðinn að taka að sér í
aukastarfi að veita forstöðu nám-
skeiðahaldi fyrir starfandi verk-
stjóra. Aðdragandinn var sá, að
árið 1961 samþykkti Alþingi lög
um reglubundin verkstjóranám-
skeið, þar sem þáverandi Iðnaðar-
málastofnun — nú Iðntæknistofn-
un — var falinn daglegur rekstur
undir umsjón sérstakrar stjórnar.
Um jáyrði Sigurðar réði án efa
mestu áhugi hans á viðfangsefn-
inu, sem féll vel að félagsmála-
áhuga hans. Sigurður hlaut að
tileinka sér ný þekkingarsvið,
verkstjórn og hagræðingartækni.
Það. gerði hann með því að sækja
námskeið í Noregi sumurin 1962 og
1963. Noregur var honum kærkom-
ið land að dvelja í, því að þar hafði
hann stundað sitt verkfræðinám.
Rekstur verkstjóranámskeið-
anna og kennslu á þeim hóf hann
síðan 1962. Hann var forstöðumað-
ur námskeiðanna til 1970 er hann
tók við störfum sem forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins.
Hann var þó áfram aðalkennari
námskeiðanna.
Sigurður fann til þess að hann
gerði gagn með starfi sínu og sú
tilfinning var honum ánægjuvald-
ur. Á annað þúsund verkstjórar
hafa notið kennslu hans og minn-
ast hans með hlýhug. „I gegnum
ykkar hendur fara efnisleg lifskjör
þessarar þjóðar“, var hann vanur
að segja við þá, þegar hann kenndi
þeim undirstöðuatriði lýðræðis-
legrar verkstjórnar.
I fræðslu verkstjóra er nú skarð
fyrir skildi er frumherji og
burðarás fellur frá. Samstárfs-
menn Sigurðar hjá Verkstjórnar-
fræðslunni og Iðntæknistofnun
Islands sakna vinar í stað.
Hann var góður félagi, sem
miðlaði okkur af reynslu sinni á
öðrum sviðum þjóðlífsins og
blandaði geði við okkur á gleði-
stund.
Þessum fáu orðum fylgja hlýjar
samúðarkveðjur þessara sam-
starfsmanna Sigurðar til ekkju
hans, Karítasar Guðmundsdóttur,
og fjölskyldu.
Þórir Einarsson
Sveinn Björnsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmadis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein. sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
Nýkomnir
tjakkar fyrir
fólks- og vörubíla
FRÁ 1-20 TONNA
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
I
DEA TRIER M0RCH
VETRARBÖRN
Þýðing: Nína Björk Árnadóttir
Þetta er skáldsaga um 18 konur og baksvió þeirra í þjóófélaginu
og innan veggja fjölskyldunnar. Þær eru allar staddar á fæðingar-
deild. Aórar persónur eru eiginmenn, börn og venslafólk, ræst-
ingarkonur, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, Ijósmæður, læknar, pró-
fessorar — og öll nýfæddu börnin. í sögunni speglast hiö sér-
kennilega andrúmsloft sem þar ríkir, blandaö kvíöa og tilhlökkun,
þar sem konurnar deila sorg og gleði. Sumar hafa fætt, aðrar
bíöa þess að fæða. Milli kvennanna skapast gagnkvæmur skiln-
ingur og samúð og órjúfandi tengsl, þó svo að Jeiðir þeirra eigi
eftirað skilja.
Myndirnar gerði höfundurinn sem einnig er grafíklistamaður.
Bókin hefur hlotið. óhemjugóðar viðtökur í Danmörku og selst í
nálega 100 þúsund eintökum. Hún var sæmd dönsku bókmennta-
verðlaununum „Gullnu lárberin" árió 1977. Sagan hefur verió
kvikmynduð.
Ógleymanlegur lestur bæði körlum og konum. Höfundurinn iýkur
upp veröld sem aðeins konur hafa hingað til átt aðgang að.