Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Siguröur Snorra- son bóndi Gils- bakka—Minning Laugardaginn 7. október var bjart yfir Borgarfjarðarhéraði. Svalur haustblær lék um fölnaðan skóginn. Strúturinn, sem auður teygir bláan tind að miðri bungu Eiríksjökuls, frá Gilsbakka í Hvítársíðu að sjá, var orðinn snævi krýndur. Á hinu glæsilega höfuðbóli og kirkjustað var þann dag saman kominn fjöldi frænda og vina, að fylgja til grafar bóndanum Sigurði Snorrasyni, sem þar hafði búið með rausn og skörungsskap í rúma hálfa öld. Hann var ungur í anda og naut fágætrar hreysti til hárrar elli, en heilsan brast að áliðnu sumrinu, sem nú er að kveðja, og andaðist hann í Landsspítalanum 2. október 1978. Sigurður var af merkum borg- firskum ættum kotninn. Hann var fæddur að Laxfossi í Stafholts- tungum 23. október 1894. Foreldr-. ar hans voru Snorri Þorsteinsson, bóndi þar, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Var Snorri frá Húsafelli í Hálsasveit, bróðir hins merka fræðimanns, Kristleifs á Stóra-Kroppi, en Guðrún frá Efstabæ í Skorradal. Börn þeirra hjóna voru átta. Einn af bræðrum Sigurðar var Þorsteinn bóndi að Hvassafelli í Norðurárdal, en hann lést á síðastliðnu sumri. Á fyrsta aldursári var Sigurður tekinn í fóstur af föðursystur sinni, Ástríði á Húsafelli og manni hennar, Þorsteini Magnússyni, bónda þar. Ólst hann þar upp við mikið ástríki, ekki síst Guðrúnar Jóns- dóttur, sem var þar vinnustúlka um áratuga skeið. Hún dvaldist á Gilsbakka síðasta veturinn, sem hún lifði, og lést þar háöldruð árið 1957. Sumarið 1923 kvæntist Sigurður Guðrúnu, dóttur síra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka og konu hans, frú Sigríðar Pétursdóttur. Guðrún var eitt af átta börnum þeirra prestshjónanna. Síra Magnús var prófastur og alþingis- maður, kennari frábær, mannvin- ur og sveitarhöfðingi. Þau Sigurð- ur og Guðrún bjuggu saman að Gilsbakka í tuttugu hamingjuár. Var það tímabil mikilla framfara í búskaparháttum, en þó voru ýmsir gamlir siðir og vinnubrögð enn í heiðri höfð. Þau áttu barnaláni að fagna, voru hjúsæl og gestrisin, hjá þeim áttu börn holla sumar- dvöl og ellilúnir skjól. En sumarið 1943 veiktist Guðrún og varð lífi hennar ekki bjargað. Þá ríkti þung sorg í ranni. Börn þeirra voru þá öll unglingar innan við tvítugsald- ur. Elstur er Magnús, sem frá æskuárum var hægri hönd föður síns við búskapinn og síðan bóndi á Gilsbakka í tvíbýli við hann. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Árið 1955 kvæntist hann Ragn- heiði dóttur Kristófers Ólafssonar, bónda í Kalmanstungu í Hvítár- síðu og konu hans, Lísbetar Zimsen. Ragnheiður er stúdent og kennari að mennt. Börn þeirra Magnúsar eru fimm, Katrín, Sigurður, Ólafur, Þorsteinn og Guðmundur. Næstelst barna þeirra Sigurðar og Guðrúnar er Sigríður, hún starfar við bókhald lögregluembættisins í Reykjavík. Á hún einn son, Magnús Karlsson. Yngst systkinanna er Guðrún, einkaritari forsætisráðherra. Hún var gift Karli Guðmundssyni frá Isafirði. Börn þeirra eru þrjú, Guðrún, Guðmundur og Sigurður. Seinni konu sinni, Önnu Brynjólfsdóttur, kennara frá Hlöðutúr.i í Stafholtstungum, kvæntist Sigurður sumarið 1946. Anna er dóttir Brynjólfs Guð- brandssonar, bónda þar og konu hans Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur. Anna reyndist Sigurði sönn heilla- dís, stóð honum við hlið sem hin frábæra, gestrisna húsmóðir langa unaðstíð og létti honum stríðið að leiðarlokum. Önnu féll ömmuhlut- verkið í skaut, sonarbörn Sigurðar vaxa upp handan við hlaðið og dætrabörn hans hafa löngum átt sumardvöl á heimilinu, sum þeirra einnig vetrarvist. Snorri Jóhanns- son frá Borgarnesi, þeim hjónum óskyldur, ólst að miklu leyti upp hjá þeim frá sjö ára aldri. Mörg önnur börn hafa átt hjá þeim sæla sumarvist, og margt vinnufólk fest tryggð við heimilið, til dæmis hefur bresk kona, háskólakennari, dvalist þar mörg sumur Önnu til aðstoðar. Sigurður var bóndi af lífi og sál, unni landi og búfé og ræktaði hvorttveggja. Hann var verkhygg- inn, vinnuglaður og snyrtimenni svo að af bar. Skarpgáfaður var hann og fylginn sér í málefnum stéttar sinnar, og var því í ríkum mæli kvaddur til forystu í félags- málum. Hann sat í hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps frá 1924—1958. í sóknarnefnd Gilsbakkasóknar var hann mestalla búskapartíð sína, og deildarstjóri í deild Kaupfélags Borgfirðinga í Hvítársíðu. Hann var formaður búnaðarfélags sveit- ar sinnar frá 1950 og fulltrúi á öllum fundum Stéttarsambands bænda frá og með stofnfundi til ársins 1972. I stjórn Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar var hann frá 1953—1962 Hann var fulltrúi á Búnaðarþingi frá 1953—1966. Hann var í stjórn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík tvö kjörtímabil. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Byggðasafns Borgar- fjarðar og í stjórn þess um skeið. Sigurður var tvo vetur nemandi í Héraðsskóla Borgfirðinga að Hvítárbakka, og lauk þaðan prófi vörið 1915. Hann aflaði sér góðrar menntunar þar, og með ævilöngu sjálfsnámi, var heitur unnandi íslenskrar tungu og menningar. Sjálfur var hann skáldmæltur vel, þó að hann héldi því lítt á loft. Nokkur hugljúf kvæði eftir hann eru birt í Borgfirskum ljóðum. Við útför hans var lesið eftir hann fagurt ljóð, er hann orkti um trjálund þeirra Önnu, sem þau ræktuðu við heimilið. Síðastliðinn þjóðhátíðardag ís- iendinga, þann 17. júní var haldið hátíðlegt 70 ára afmæli Ung- mennafélagsins Brúin í hinu nýja félagsheimili í Stóra-Ási í Hálsa- sveit. Brúin er félag Hvítsíðinga og Hálssveitunga, en í nafninu felst 'ósk um samheldni hinna tveggja sveita á bökkum Hvítár. Þó að draumurinn um bílfæra brú yfir ána, milli Bjarnastaða og Stóra-Áss, rættist ekki fyrr en á þessum áratug, má heita að íbúar dalsins séu eins og ein stór fjölskylda. Sigurður á Gilsbakka var einn af fjórum stofnendum brúarinnar, sem enn voru á lífi þennan hátíðisdag. Hann flutti snjalla ræðu í hófinu og sagði ítarlega frá starfsemi félagsins fyrstu árin. Hann var alla ævi trúr Fæddur 15. ágúst 1891 Dáinn 14. október 1978. Á morgun verður borinn til hinztu hvílu Sigurjón Júlíusson 87 ára að aldri. Hann var fæddur að Holtastöð- um í Engihlíðarhreppi, Aust- ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Jóns- dóttir og Júlíus Rósant Jósepsson. Sigurjón var elztur sjö systkina. Af þeim eru látin auk hans, Sigríður, Guðný, Jósefína, Eðvald og Jósep, sem dó í æsku. Yngsta systirin frú Jóhanna er búsett í Hafnarfirði. Sigurjón var aðeins 15 ára er móðir hans féll frá þessum stóra barnahópi. Hann kynntist því snemma hinum hrjúfari hliðum lífsins og þurfti að sæta óblíðari kjörum en tíðkast nú á dögum. Trúlega hefur þetta þó átt sinn þátt í því að móta skapferli hans og skapfestu sem síðar kom í ljós. Ungur að árum hóf Sigúrjón sjósókn og varð sjómennska hans ævistarf. Hann var alla tíð dug- andi í starfi og eftirsóttur sökum reglusemi og annarra mannkosta sinna. Árið 1920 fór Sigurjón til Isafjarðar. Þar fékk hann skip- stjóraréttindi til veiða á fiskiskip- um og stundaði veiðar á skipum frá Isafirði og Bolungarvík um 15 ára skeið. Eftir að Sigurjón fluttist til Reykjavíkur hélt hann áfram sjósókn lengst af. Á Sjómannadag- inn 1966 hlaut hann heiðursmerki dagsins, en þá var hann enn starfandi á sjó, 75 ára að aldri. Á þeim tíma sem Sigurjón var að alast upp voru ekki miklir manngildis- og bindindishugsjón ungmennafélagshreyfingarinnar, og gerði kjörorð hennar: Islandi allt, að sínu. Sú er þetta ritar var svo lánsöm að verða eitt af sumardvalarbörn- um Sigurðar og Guðrúnar. Ekki var ég þó neitt skyld þeim hjónum, en frænka móður minnar, Nikólína Benjamínsdóttir frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu hafði verið í vist á Gilsbakka um margra ára skeið, og hafði síðan ekki vistaskipti ævilangt, en lést þar áttræð að aldri árið 1970. Ég undi þarna í sveitasælunni sumrin fimm, sem skuggi heimsstyrjald- arinnar síðari grúfði yfir veröld- inni, og reyndar var þriggja manna bandarísk herstöð fyrir ofan túnið, en fyrir kom, að þeir hjálpuðu til við heyskapinn. Hin stórfenglega náttúrufegurð orkaði sterkt á kaupstaðarbarnið. Ógleymanlegur er mér fyrsti morgunninn, þegar Lína, frænka mín, kenndi mér örnefni fjalla- hringsins, sem Steingrímur Thor- steinsson sagði um í Gilsbakka- ljóðum: Hin glæsta fjallsýn geðjast mér — frá Gilsbakkanum háa. Heimilisbragurinn einkennd- ist af hjartagæsku og lífsgleði. Minnisstæður er hinn hressandi blær, sem fylgdi Sigurði bónda, er hann settist að borðum með spaugsyrði á vörum. Ur búrinu var daglega fram reiddur ramm- íslenskur matur, sannur veislu- kostur, og ævinlega rjómi út í kaffið. Heilt ævintýri var að kynnast húsdýrunum, og á ég enn nokkra barnaskólastíla um þau. Tveir vaskir hundar voru eftir- lætisdýr Línu, og annaðist hún um þá af kostgæfni. Mikið furðaði mig á því, að bæði hjónin og Magnús þekktu allar kindurnar með nafni, voru hvítu kindurnar virkilega ekki allar eins? Heimilisbifreið þekkt.ist varla og dráttarvélar alls ekki á þessum árum. Hesturinn var ennþá þarfasti þjónninn, bæði til reiðar og sem dráttar- og möguleikar til menntunar fyrir ungt fólk. Ekki er ólíklegt að hann hafi fundið sárt til þess að hafa ekki fengið tækifæri til skóla- göngu, því hann var afburða- greindur og fróðleiksfús. Hann var víðlesinn og margfróður um hin ólíkustu efni. Sögufróður, ætt- fróður, minnið óbrigðult og and- legu atgervi hélt hann óskertu þar til hann veiktist snögglega fyrir tæpu ári. Hann hafði fastmótaðar skoðan- ir á þjóðfélagsmálum og var stéttvís baráttumaður á yngri árum. Sigurjón var hlédrægur og lítt fyrir að berast á. Slíkir menn skrifa sjaldan æviminningar sín- ar. Að því hefði þó verið mikill fengur, því eins og fyrr segir var hann fróður um menn og málefni, hafði lifað tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja. Eftir að Sigurjón hætti störfum á sjó vann hann ýmis störf í landi. Síðast var hann "aktmaður í Kassagerð Reykjavíkur. Vann hann öll störf sín af stakri trúmennsku. Hann lét ekki af starfi í Kassagerðinni fyrr en árið 1975, þá 84 ára að aldri. Sigurjón var ókvæntur og barn- laus. Það voru jafnan miklir kærleik- ar með Sigurjóni og systkinum hans. Hann bjó lengst af á heimilum systra sinna og síðustu árin hjá Sigríði að Ásvallagötu 63, eða þar til hann fluttist að Hrafnistu 1975. Hann var systkirium sínum og fjölskyldum þeirra, alla tíð, stoð og stytta, traustur og trúr og bar hag allra ættingja fyrir brjósti. Innan fjölskyldunnar heyrði ég Hjúkrunarskóli íslands minnir á aö umsóknir nemenda sem vilja koma í skólann í janúar þurfa aö hafa borist skólanum fyrir 1. nóv. Skólastjóri. Trésmiöjan Askur H.F. Kópavogi auglýsir til sölu 3—4 herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi aö Furugrund 71, Kópavogi. íbúöirnar veröa seldar tilbúnar undir tréverk meö sameign fullfrágenginni. Húsiö veröur uppsteypt innan tveggja mánaöa. Upplýsingar gefnar í síma 41430 og í síma 40191 utan vinnutíma. Sigurjón Júlíus- son - Minningarorð burðardýr. Fyrir kom, að ég og systurnar tvær, fórum ríðandi að sækja kýrnar á kvöldin. En ég reyndi þó að gera raunverulegt gagn, eftir því sem mér óx aldur og þroski, heppin var ég að hrífan var enn í fullu gildi. Vel man ég Sigurð, er hann söng við raust á sláttuvélinni, sem Skussi og Skuggi drógu. Einnig þegar hann kom með langa heybandslest heim af engjum. Margar urðu útreiðar- ferðirnar, bæði í smalamennsku, út á engjar og til skemmtunar. Oft var farið á samkomur í gamla Ungmennafélagshúsinu í Stóra- Ási. Var þá ýmist riðið yfir hraunið og hestarnir teymdir yfir göngubrúna við Barnafoss, eða niður að Bjarnastöðum, hestarnir geymdir þar, og fólkið síðan ferjað þaðan yfir að Stóra-Ási. í litla húsinu var stundum dansað og sungið síðdegis á sunnudögum, fólk á öllum aldri skemmti sér hjartanlega saman, án áfengis. Þannig var andinn einmitt á samkomunni 17. júní í nýja húsinu, megi slíkur menningar- blær sem oftast ríkja þar. Sérlega ljúf og skýr er mér minning um ferð á hestum með fjölskyldu og vinnufólki á Gilsbakka fram að Húsafelli sumarið 1943, skömmu áður en Guðrún veiktist. Sigurður sýndi okkur þá bernskustöðvar sínar og rakti fyrir okkur sögu staðarins með leiftrandi frá- sagnargleði. Nú ríkir sorg og söknuður á hinu forna höfuðbóli. En einnig þökk til þess er lífið gaf, fyrir langan og gifturíkan ævidag Sigurðar bónda. Við útför hans var sungið kvæði Guðmundar Guðmundssonar, er byrjar svo: Vormenn Islands, yður bíða, eyðiflákar heiðalönd, komið grænum skógi að skrýða, skriður berar sendna strönd. Lífið heldur áfram, og fullvíst má telja, að niðjar Sigurðar muni búa að Gilsbakka í framtíðinni, og reynist verðúgir vormenn íslands. Erla Þórdís Jónsdóttir. hann varla nefndan með skírnar- nafni. Allir notuðu orðið frændi. Svo náin voru tengslin að allir vissu við hvern var átt og segir það sína sögu. Er ég minnist kynna minna af Sigurjóni verður mér efst í huga hve margfróður og stálminnugur hann var. Hann bar gott skyn á menn og málefni. Sérkennilegur persónuleiki, slíkur að hans verður varla minnst sem vert væri. Hæglátur og rólyndur en hafði fastmótaðar skoðanir og fjallaði um mál af skynsemi, þekkingu og rökfestu. „Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læzt vera fátækur, en á þó mikinn auð“, stendur þar. Þrátt fyrir langan og strangan starfsferil, safnaði Sigurjón ekki veraldlegum auði. Honum var kærara að láta aðra njóta arðs síns. En honum hlotnaðist annar auður. Hann naut trausts og virðingar allra sem þekktu hann og var virtur og dáður af skyld- mennum sínum. Ég votta öllum hlutaðeigandi samúð mína. ,Ég þakka Sigurjóni fyrir samfylgd- ina, fyrir góðvild hans og dreng- skap og fyrir hlýjuna sem frá honum stafaði. Bjarni Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.