Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 32
AKÍIASINÍÍASÍMINN EK: 22480 Verzliö í sérverzlun meö ’ litasjónvörp og hljómt SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Ljósm. RAX. VERTÍÐARLOK — Trillukarlar í Reykjavík hafa að undanförnu tekið net sín upp og gengið frá þeim fyrir veturinn. Ysuveiði í Flóanum var frekar rýr í ár og þrátt fyrir friðunaraðgerðir virðist sem ýsan hafi ekki gengið í Flóann eins og t.d. í fyrra. Mynd þessi er tekin við verbúðabryggjurnar í Reykjavík í gærmorgun. Yfírmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar: ^Tímaspursmál hvenær heróín berst hingað” íslendingar hafa verið teknir erlendis með heróín „ÞAÐ er að mínu mati aðeins tímaspursmál hvenær heróín berst hingað til lands. Við höfum fengið staðfest erlendis frá. að íslendingar hafi verið teknir með heróín undir höndum og að þeir hafi prófað það.“ sagði Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og fram kom í Mbl. í gær hafa verið mikil brögð að því að undanförnu, að Islendingar hafi verið teknir erlendis með fíkniefni og virðist svo sem fíkniefnameð- höndlun og neyzla sé orðin algengt fyrirbrigði hjá allstórum hópi Islendinga, sem dvelst erlendis. Þá virðist ljóst, að einhverjir ís- lendingar hafi stundað og stundi e.t.v. ennþá iðju að smygla fíkni- efnum milli landa í Evrópu. Morgunblaðið hafði samband við Guðmund Gígju til þess að kanna ástand mála hér innanlands. „Fíkniefnaneyzla hefur tvímælalaust farið vaxandi meðal íslenzkra ungmenna og er það sama þróunin hér og verið hefur erlendis," sagði Guðmundur. „Ný nöfn eru alltaf að bætast í spjaldkrána hjá okkur og „gamlir kunningjar“ koma við sögu aftur og aftur. Algengast er að unglingar séu 18—20 ára þegar við þurfum fyrst að hafa afskipti af þeim en það hefur komið fyrir að við höfum þurft að hafa afskipti af 14—15 ára unglingum vegna fíkni- efnameðhöndlunar." Þegar fíkniefnaneyzla var að byrja meðal ungmenna hér á íslandi um og uppúr 1970 var það eingöngu hass. Síðan hefur tegundunum fjölgað, sem fíkni- efnadeildin hefur sannað inn- flutning á. A þessu ári hefur verið upplýst smygl á kókaíni í 3—4 tilfellum, en það getur orðið vanabindandi og kókaínsjúklingar geta orðið jafn erfiðir í meðhöndlun og heróínsjúklingur. Heróín er þó talið hættulegast allra fíkniefna og ef einhver veröur háður því verður trauðla aftur snúið. „Hér er mikil alvara á ferðum," sagði Guðmundur að lokum. „ís- lenzk ungmenni eru farin að fikta við heróín alveg eins og við hassið fyrir 1970. Nú er allt fljótandi í heróíni á Norðurlöndunum og aðeins tímaspursmál hvenær þessi vágestur berst hingað. Við verðum að spyrna enn betur við fótum ef mörg íslenzk ungmenni eiga ekki að bíða varanlegt heilsutjón vegna neyzlu fíkniefna en því miður eru þess nokkur dæmi nú þegar.“ Bandalag háskólamanna: VinniLstöðvun og viðnám á öll- um vígstöðvum eftir helgina? „ÞAÐ MUN koma til aðgerða aí okkar hálfu eftir helgina. I því samhandi hefur komið til tals að beita vinnustöðvunum og auk þess viðnámi á öllum vígstöðvum. Ákvarðanir um okkar samnings- mál hafa áður verið teknar. þar sem við höfum hvergi fengið að koma nærri. en nú er mælirinn fullur. Þetta cr í hæsta máta ólýðræðislegt og ég sé ekki betur en það nálgist það að hægt sé að tala um ofsóknir á hendur okkar fólki.“ sagði Jónas Bjarnason formaður Bandalags háskóla- manna í samtali við Mbl. í gær, en launamálaráð BHM hrfur hoðað til almenns fundar á þriðjudag- inn vegna kjaramálanna. „Ég lýsi því yfir,“ sagði Jónas, „að þessi samráðsnefnd ríkis- stjórnarinnar og hennar fundir eru alls ekki samráð við alla launþega í landinu, heldur aðeins hluta þeirra. Sjómenn eru ekki inni í þessum samráðum, við ekki heldur, en innan BHM eru 6'7< vinnuafls þjóðarinnar, og auk okkar eru ýmsum öðrum hópum haldið utan við þetta, eins og til dæmis bankamönnum. Ég get heldur ekki betur séð en niðurstaða þessa fyrsta samráðs- fundar á föstudaginn sé sú að ekki eigi að bæta við hópinn, þannig að það virðist ljóst að það á að halda okkur utan við þessi samráð og setja okkur í þá aðstöðu að við séum lítill hópur, sem gera eigi að syndaselum í þessum málum." Sjá greinargerð BIIM á bls. 27 Síðasta skreiðin farin til Nigeríu FRÁ ÞVÍ í júlímánuði síðast- liðnum hafa verið lestaðar hér á landi 115 þúsund pakkar af skreið, sem farið hafa til Nígeríu. í fyrrakvöld var í Hafnarfirði lokið við að lesta sfðasta farminn af þcirri skreið. sem samið var um sölu á til Nigeríumanna. Það er Nígeríu- stjórn, sem stendur fyrir kaupunum og hefur hún gengist fyrir bankaábyrgðum vegna þeirra. Bragi Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, sagði að- spurður í gær að skreiðarfram- leiðendur hefðu fengið eðlileg afurðarlán frá því í maí í vor. Fyrir flesta hefði það þó verið í það síðasta m.a. vegna þess að vetrarvertíð var þá lokið. Övist, hvemig þeir geta allir axlað byrðarnar Fjöldi ellilífeyrisþega skattpíndur við eignaskattsaukaálagningu UM ALLT land sitja nú ellilífeyrisþegar sem ekki sjá á hvern hátt þeir geti axlað þær skattbyrðar, sem ríkisstjórnin hefur gert þeim að greiða. Þetta fólk, sem aðeins hefur ellilifeyri að lifa af en á fbúðir, sem það hefur eignazt hörðum höndum á langri starfsævi, hefur í mörgum tilfellum fengið fasteignagjöld niðurfelld, þar sem þvf var ókleift að greiða þau í kjölfar eignaskattsálagningar í sumar. Þegar svo eignaskattsauki kemur f ofanálag vegna bráðabirgðalaga rfkisstjórnarinnar, skilur þetta gamla fólk ekki gerðir stjórnvalda. Það skilur ekki að það skuli vera „breiðu bökin“. Morgunblaðið hefur leitað sér 95 ára gömlum manni á Grettis- upplýsinga um ellilífeyrisþega, götu sem býr þar í timburhúsi og sem hart hafa orðið úti. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi, en ljóst er að mjög mikið er um þetta „óréttlæti" eins og einn viðmæl- enda blaðsins orðaði það. 83ja ára gömul kona býr í gömlu íbúðar- húsi, sem stendur á lóð, sem ber hátt fasteignamat. Hún hefur aðeins elliiífeyri til viðurværis, en skal greiða í eignaskattsauka 98 þgsund krónur til viðbótar 196 þúsund króna eignaskatti, sem lagður var á hana í-^umar. hefur ellilífeyri og litla útleigu, sem varla virðist standa undir kostnaði, er gert að greiða 25 þúsund krónur. 76 ára gömul kona, sem býr á Njálsgötu og hefur til viðurværis ellilífeyri og lífeyrissjóðsgreiðslu, sem er um það bil fjórðungur ellilífeyris, skal greiða 54 þúsund krónur. 71 árs gamall maður, sem býr á Grettis- götu, hefur til viðurvgeris ellilíf- eyri og rýrar greiðslur úr lífeyris- sjóði Ðagsbrúnar skal greiða 54 þúsund krónur. 71 árs gamall maður, sem býr á Grettisgötu, hefur til viðurværis ellilífeyri og rýrar greiðslur úr lífeyrisjóði Dagsbrúnar, skal greiða í eigna- skattsauka 86 þúsund krónur til viðbótar 172 þúsund króna eigna- skatti frá síðustu álagningu. 73ja ára gamalli ekkju í suðvesturborg- inni, sem hefur til viðurværis ellilífeyri og litlar lífeyrissjóðs- greiðslur, er gert að greiða 78 þúsund krónur í eignaskattsauka. 73 ára gamall maður á Hverfis- götu, sem hefur til lífsviðurværis ellilífeyri og litla útleigu, skal greiða 51 þúsund krónur. Þá hefur Morgunblaðið og spurnir af sextugri konu, sem er algjör öryrki og hefur aðeins örorku- bætur til framfæris og er henni gert að greiða 20 þúsund krónur. Loks má benda á það að Geir Hallgrímsson skýrði frá því í umræðum á Alþingi á fimmtudagsköld að hann hefði haft spurnir af 85 ára gömlum manni, sem aðeins hefði ellilífeyri að lifa af, en væri gert að greiða 31 þúsund krónur í eignaskattsvið- auka. I g*r ræddi Mbl. við Daníel Guðmundsson, oddvita í Hrunamannahreppi, en hann, kvað mikla gremju ríkja þar í hreppnum vegna aukaskatta og ekki sízt vegna þeirra aukaskatta, sem lagðir væru á ellilífeyrisþega þar. „Þetta fólk lifir nær eingöngu á þessum lífeyri, en hefur kannski að auki 20 til 30 kindur til þess að leika sér að í ellinni. Okkur hér í sveitinni finnst nú að ýmsir aðrir en þetta gamla fólk eigi að borga brúsann. Við fáum ekki skilið að þetta fólk skuli talið hafa svo breið bök, að það þurfi að greiða aukaskatta til samfélagsins. Þetta fólk er búið að leggja sinn skerf til samfélagsins," sagði Daníel. Þá hafði Morgunblaðið spurnir af einu gamalmenni, sem hafði orð á því að það ætlaði nú ekki að fara að ganga á milli ríkisstofnana á sínum fúnu fótum með þessa híru. Ætlaði gamli maðurinn að fara með nafnskírteinið sitt í gjald- heimtuna, svo að hún gæti náð í ellilífeyrinn hans inn í Trygginga- stofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.