Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÖVEMBER 1978 35 Ein á fjöllwn í skammdeginu Vetur er genginn í garð á hálendi íslands. Þau heita ekki Halla og Eyvindur íbúarnir með vetursetu á Hveravöllum á því herrans ári 1978, heldur Anna Brynja Sigurðardóttir og Páll Kristinsson. Þau eru heldur ekki hrakningsfólk í útlegð á fjöllum, eins og þau fyrrnefndu fyrir meira en 200 árum, heldur sendiboðar úr byggð að nytsöm- um störfum — að færa okkur mörgum sinnum á dag veður- fregnir af þessum slóðum, þar sem veður eru meiri og harðari en niðri í byggð. En nú — eftir að veðurathugunarstöðin í Sandbúðum er af lögð — eru þau Páll og Anna einu íbúarnir með vetursetu á hálendi Islands. — Já, það er kominn vetur hér inni á hálendinu sagði Anna gegn um talstöðina, þegar Mbl. hafði samband þangað. Að Veðurathugunarstöðin á Hveravöllum. Myndirnar tók Unnsteinn Guðmundsson Anna Brynja og P&II einu manneskjurnar sem vetursetu hafa á hálendinu, með besta vininn — hundinn sinn. undanförnu hafa verið hér talsverð veður. Þetta er okkar þriðji vetur á Hveravöllum og leiðinlegasti október sem við þekkjum. Hér var í 20 daga alhvít jörð í mánuðinum. Nú er því snjórinn rúmur metri í sköflunum, en alautt á milli. Veður er þó ekki mjög slæmt. Við hlökkum bara til þegar snjóar svolítið meira og við getum tekið fram gönguskíðin okkar. Við höfum svo gaman af því að ganga hér svolítið um. — Okkur líður ágætlega, kunnum alltaf betur við okkur með hverjum vetrinum sem líður, sagði Anna, þegar skipt var yfir tii hennar. — Veður hefur ekki svo mikil áhrif á okkur. Við erum í góðu húsi. Og erum alltaf kappklædd, þegar við förum út. Anna sagði að síðustu gestirn- ir hefðu komið til þeirra fyrsta vetrardag, lentu þá i einhverjum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar, því að kominn var snjór í Bláfellshálsinn. Nú búast þau Páll ekki við að sjá fleira fólk fyrr en eftir áramót eða jafnvel í febrúar. Þó vonast þau til aö fá jólapóstinn sinn sendan með þyrlu. A Hveravöllum eru íbúarnir búnir að taka fram tómstunda- störfin. Þar er mikið lesið og ábúendur vel útbúnir með bæk- ur fyrir veturinn, því að ekki verður skroppið í búð eða á bókasafn. Hundurinn Lappi er góður félagi — betri en nokkur mann- eskja, sagði Anna. Af honum er góður félagsskapur. Hann er ekkert að æsa sig upp yfir hlutunum. Bæjarhrafnarnir tveir koma líka reglulega að sækja matinn sinn. En á þessu hausti hefur varla sést rjúpa á Hveravöllum. Anna Brynja unir sér vel í fjöllum, eftir því sem best varð heyrt í vondu talstöðvarsam- bandi, og hefur engar kvartanir fram að færa, eins og viðmæl- anda er gjarnan siður. Híbýli og aðbúnaður raunar á nokkuð annan veg en kynsystur he-nnar Höilu á árinu 1760 í hreysinu við hverinn, sem rústir sjást enn af. Um hennar vist orti Hallgrímur Jónasson eitt sinn á Hveravöll- um. Örlög fárra urðu svona; undir hraunsins skútastöllum, bjó hér eitt sinn íslenzk kona, útlagi á Hveravöllum. Enda átti Halla víst ekki von á jólapóstinum sínum með þyrlu. — E.Pá. grænn hraun kerfið tryggir að þessireðl ár, þeir fölna ekki og geta rið ótrúlega tærir til skila í lar sem er að sjá láttúrunni. iru geta Fyrir utan þessa nýjung hefur PHI litsjónvarpstæki að sjálfsögðu til að bei alla aðra kosti góðs tækis, sem áralöng tækniforusta PHILIPS tryggir. a fynr longu nao þvi takmarki a iða litsjónvarpstæki með um litum, takmarki sem „ margir framleiðendur PHILIPS 20AX IN-LINE SVÍKUR EKKI LIT. PHILIPS HAFNARSTRÆJl 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.