Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 vite KAFf/NÖ \ 1 D GRANI GÖSLARI Getur verið að þakið leki, ég er búinn að þrítæma sjússglasið mitt? fröken, að þér kæmuð með mér heim — við fengjum okkur einn gráan, síðan endur- skoðuðum við arfleiðsluskrána mfna! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Margir hafa reynt hve dýrt getur verið að vera nískur. Allt er best í' hófi en stöku sinnum þarf og verður að vera virkilega örlátur. Gjafari austur, allir utan hættu. Norður S. DGIO H. 87 T. K3 L. ÁG10986 Vestur Suður S 87 S. Á54 H. 10964 H. ÁK53 T. 95 T. G8642 L. D7542 L. K Austur S. K9632 H. DG2 T. ÁD107 L. 3 Austur hóf sagnir á einum spaða. Suður doblaði og eftir pass vesturs stökk norður í þrjú lauf. Síöan lauk sögnum með þrem gröndum suðurs. Lítum fyrst á hvernig spilið spilaðist. Út kom spaðaátta, drottning en austur féll féll ekki í gildruna, lét lágt og borðið fékk slaginn. Sennilega hefur suður ekki vandað slagatalninguna en næsta slag fékk hann á spaðagosa, lágt lauf á kónginn og í örvænt- ingu spilaði suður síðan lágum tígli á kónginn í borðinu. Austur tók slaginn, rak út síðustu fyrir- stöðuna í spaðanum og að lokum varð suður að sætta sig við aðeins sex slagi. Þrír niður. Var hægt að standa betur að úrspilinu? Já, við hefðum gert það. Fimm slagir á lauf ásamt fjórum á hálitina hefði verið okkur nóg. Enda tiltölulega einfalt með því að vera ekki nísk á háspilin. Fyrsta slaginn hefðum við tekið með ásnum til að geta seinna búið til innkomu í blindan á spaða. Síðan hefðum við spilað laufkóng og yfirtekið í borðinu með ásnum. Þá væri létt verk að reka út lauf- drottninguna. Vestur gæti og gerði best mað því að spila tígli til baka en við gætum staðist það áhlaup, búið síðan til innkomuna í spaðan- um eins og hugmyndin var í upphafi og tekið okkar upplögðu níu slagi. COSPER í tilefni af 25 ára starfsafmælinu þínu sem einkaritari minn ætla ég að gefa þér þennan stól! m í 4 h I' \ i H1X, i»! Aðeins peningar og gervigróði? „Kæri Velvakandi. Verið svo vingjarnlegur að ljá þessum línum rúm í dálki yðar. Það er æðimargt í daglegu lífi er gagnrýni er vert. Enda þótt svo sé virðast mér mjög fáir tjá sig í auðvitað í rétt, síðan með bílum til Reykjavíkur, þá í flugvél alla leið til Arabalanda, svo sennilega þaðan með einhverjum miðalda- farartækjum (því varla væri fénu slátrað á flugvellinum) þar sem rabbdálkum dagblaðanna sem er kjörinn vettvangur til umræðna. Það mál er ég hefði reynt að fylgjast með undanfarið er flutn- ingur á lifandi sauðfé til Araba- landanna. Það hefur undrað mig stórlega að Dýraverndunarsam- band Islands hefur ekkert látið í sér heyra um málið, að minnsta kosti hefi ég hvergi séð það. I Morgunblaðinu 29. október er samtal við Svein nokkurn Hall- grímsson, líklega starfsmann Sambandsins. Sveinn segist „harma“ að ekki hafi orðið af útflutningi á lifandi sauðfé. En ég „harma" vissulega innræti þessa manns. Er hann virkilega hlynnt- ur því að reka lömb af fjalli, fyrst lífið er murkað úr þessu frjálsa fjallafé með kuta. Það er svo sannarlega engin afsökun þótt Islendingar áður fyrr hafi notað þessa „barbarísku" aðferð. Sjá íslendingar nú orðið ekkert nema peninga og gervi- gróða? Geta þeir virkilega selt velferð dýranna sem þeim er trúað fyrir ásamt samvizku sinni og sál fyrir peninga? Það er nægilega stór smánarbletturinn á okkur að hafa sent blessaða hestana okkar niður í kolanámurnar í Skotlandi þó að við höldum ekki áfram á þeirri braut, enda þótt það sé liðin tíð og er það vel. Þá er mér vel kunnugt um að útflutningur á lifandi sauðfé frá JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaói. 26 — Þér hafið aldrei hitt neina gesti hjá mágkonu yðar? — Nei. Ég held ekki að neinn myndi Ieggja í slíkt með henni. — Vifið þér hvar bróðir yðar kynntist henni? — A veitingastað á Itue de Beaujolais. liann kom þangað að horða þegar hann var í París á milli ferða. Það var rétt hjá skrifstofunni hans og skammt frá húðinni scm Lor* aino starfaði í. — Voru þau trúlofuð lengi? — Það veit ég satt að segja ekki. Jean fór í burtu í tvo mánuði og þegar hann kom aítur sagði hann mér að hann væri að fara að gifta sig. — Voruð þér svaramaður? — Já. Svaramaöur Loraine var konan sem hún leigði hjá meðan hún hjó ein. Ilún átti enga ættingja í I’arís. Ilún var löngu húin að missa foreldra sína. En hvað er ciginlcga sem.. .1 — Ég veit það ekki enn. Maður komst inn í her- bergi Coletto í nótt. kla-ddur sem jólasveinn. —'En geröi henni ekki mein? — Hann gaf henni hrúðu. Þegar hún vaknaði var hann að rífa upp fjalir í gólfinu. — Er ég þannig útlits. lög- regluforingi. að ég teljist boð- legur til að heilsa upp á hana? — Þér skuluð fá að fara þangaö eftir smástund. Ef þér viljið getið þér fengið að raka vöur og snyrta yður. Er hugs- anlegt að bróðir yðar geti hafa geymt oitthvað undir gólffjöl- unum. — Hann. Ekki til að tala um. — En ef hann vildi íeia eitthvað fyrir konu sinni. — Hann felur ekkert fyrir henni. Þér þekkið hann ekki. Þegar hann kemur úr íerðum sínum gerir hann skil á öilu eins og hún væri endurskoð- andi hans. Ilún veit nákvæm- lega hvað hann eyðir miklum peningum. í hvað og allt það. — Er hún afbrýðisöm. Maðurinn svaraði ekki. — Sogiö mér hreinskilnis- lega hvað yður finnst. Þér vitið að það er einnig um dóttur yðar að tefla. , — Ég held ekki að Lorainc sé heinlínis afbrýðisöm. en hún er frek og ráðrík. Að minnsta kosti sagði konan mín það. Ilenni líkaði ekki við hana. — Ifvers vegna ekki? — Hún sagði að hún hefði of þunnar varir — alltof kuldaleg og vel upp alin og tamin í framkomu. Konan mín hélt að Loraine hefði tekið Jean vegna þess að hann hafði góða stöðu og virtist eiga væna framtíð í va-ndum. - Var hún fátæk? — Ilún talar aldrei um fjölsk.vldu sína. h)n við vitum að faðir hennar dó þegar hún var litil og móðir hennar stundaði vafasama iðju eftir það. — í París. — Mun hafa haldiö til á ákveðnum stöðum. Loraine minnist aldrei á þá staði. konan mín sagði að hún va*ri manneskja sem vissi hvað hún vildi og fengi það. — Ualdiö þér að hún hafi verið ástkona mannsins sem hún vann hjá? Maigret hellti fáeinum drop- um í glasið og maðurinn horfði þakklátur á hann en hikaði þó enn. hafði allan hugann við va-ntanlega heimsókn til dóttur sinnar. — Þér fáið kaffi á cftir. Eiginkona yðar heíur sjálfsagt haft skoðun á því máli lfka? — Ilvers vegna haldið þér það? Ég skal segja vður að hún talaöi uldrei illa um nokkurn mann. En hún hafði eitthvað einkennilega mikið á móti Loraine. An þess þó að hún gæti nokkuö skilgreint það. Þegar við vorum boðin til þeirra eða atluðum að hitta þau varð ég að margdekstra konuna til aö koma með mér og hiðja hana nú að láta ekki á þvf bera hvað Loraine fór mikið í taugarnar á henni. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.