Morgunblaðið - 15.11.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.11.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 ÁT VR hefur ekki pant- að áfengi í 1/4 mánuð Samdráttur í sölu áfengis nemur hundruðum milljóna króna TALSVERT mikill samdráttur heíur orðið á sölu Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins og mun það skipta hundruðum milljóna króna, sem tekjur af áfengissölu verða minni en tekjuáætlun gerði ráð fyrir. Samkvæmt fjárlögum 1978 var áætlað að rekstrarhagnaður ÁTVR yrði 11,4 milljarðar króna. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að fá nákvæmar tölur um það, hve samdráttur í áfengissölu er mikill. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær er áfengi að jafnaði pantað inn til ÁTVR einu sinni í mánuði. I október- mánuði var ekkert pantað og það sem af er nóvembermánuði hefur engin pöntun átt sér stað. Síðast var áfengi pantað inn til ÁTVR í septembermánuði. Áfengi hækkaði í september um 20%, en fyrr í sumar hafði það hækkað um 15% eða samtals um 38%. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu kvað strjálli pantanir í sjálfu sér ekki þurfa að tákna samdrátt í sölu áfengis, þar sem fjármálaráðu- neytið mæltist eindregið til þess, þegar dregur að árslokum að birgðum væri haldið í algjöru lágmarki fyrir áramót. Kvað hann það vera til þess að binda ekki fé. Slík fyirmæli voru send stjórn ÁTVR í fyrra mánuði. Hins vegar sagði Höskuldur það ljóst að ÁTVR stæðist ekki tekjuáætlun og kvað hann söluna verða nokkur hundruð milljónum rýrari en áætað hafði verið. Höskuldur kvað ástæðuna ekki vera þá að verð á þessari vöru væri orðið of hátt, heldur vegna þess að kominn væri keppinautur á markaðinn, ekki aðeins bjórinn, heldur vínframleiðsla í heimahús- um. Hann kvaðst þess fullviss að vínneyzla væri sízt minni en áður. SKIPVERJAR á Gullborginni frá Vestmannaeyjum fundu um 3 metra langt dufl á reki á leið sinni á síldarmiðin í fyrradag. Komu þeir með duflið til Eyja í gær, en ekki er vitað hvaðan né hvers konar duflið er, en væntanlega fær Landhelgisgæzlan það til skoðunar. Þeir á Gullborginni hafa „fiskað“ ýmislegt annað en síld að undanförnu þvi' að á dögunum fundu þeir einn bandarísku björgunarbátanna, sem fundist hafa úti fyrir Suðurströndinni að undanförnu. Gúmbátarnir, sem fundist hafa eru nú orðnir átta talsins, en eins og fram hefur komið eru þeir af bandarfsku herskipi, sem missti 22 slíka báta útbyrðis í fárviðri í haust. Meðfylgjandi mynd af duflinu tók Sigurgeir í Eyjum í gær. Coldwater stærsta fisksölu- fyrirtækið í Bandaríkjunum Magnús Viktor Vöggsson Drengurinn sem lézt DRENGURINN sem lézt í um- ferðarslysinu á Arnarbakka á sunnudagskvöldið hét Magnús Viktor Vöggsson til heimilis að Jörfahakka 16. Hann var fimm ára. fæddur 12. maí 1973. COLDWATER Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er stærsti söluaðili frystra sjávarafurða á Bandaríkjamarkaði, að því er fram kemur í niðurstöðum bandaríska markaðs- könnunarfyrirtækisins SIFT. Markaðshlutdeild Coldwat- er er rétt um 20%, en næststærsti söluaðilinn er General Mills með 13,42% markaðshiutdeild. Þá hefur tímaritið Institutional Distribution, sem helgað er áhugamálum heildsala, látið fara fram könnun á því, hvaða fyrirtæki skari fram úr að mati bæði stjórnenda og sölumanna. Coldwater var kjörið fjórða bezta fyrirtækið af öllum þeim er selja fryst matvæli í Bandaríkjunum, en var talið bezt allra, sem selja sjávarafurðir. Markaðshlutdeild Coldwater frystra fiskafurða 20,53%, en í breytist örlítið frá einum mánuði september 19,32%. Meðaltal þess til annars. í ágústmánuði var t.d. tímabils, sem rannsóknin náði til hlutdeild fyrirtækisins í sölu sýndi 19,45% markaðshlutdeild. Þá má til samanburðar geta þess að norska fyrirtækið Frionor, sem er hliðstætt fyrirtæki Coldwater, í eigu norsks sjávarútvegs var á sama tíma með markaðshlutdeild, sem nemur 1,30%. Til þess að menn geri sér grein fyrir umfangi Coldwater Seafood Corporation má geta þess að árið 1977 var heildarverðmæti seldra afurða 174,7 milljónir bandaríkja- dollara. Miðað við gengi 212,80 fyrir hvern dollar var verðmætið þá 37,2 milljarðar íslenzkra króna, en það voru tæplega 41% af fjárlögum íslenzka ríkisins það ár. Miðað við gengi dollars nú um 313 krónur er þessi upphæð 54,7 milljarðar íslenzkra króna. Þá má að lokum geta þess að áætlað söluverðmæti Coldwater á árinu 1978 er um 200 milljónir dollara, sem miðað við gengi íslenzkrar krónu í dag er 62,6 milljarðar króna eða 44,9% af niðurstöðutölum fjárlaga 1978. Tillögur 7 manna nefndar bitna aðallega á mjólkurframleiðendum — segirEiríkur Sigfússon áSílastöðum íEgjafirði 1 DEGI í gær kemur fram í viðtali við Eirík Sigfússon bónda á Sílastöðum í Eyjafirði hörð gagnrýni á tillögur 7 manna nefndar varðandi framleiðslugjald og kjarnfóðurskatt, sem hann telur að muni hitna nær einvörðungu á mjólkurframleiðendum. Hann tekur dæmi af kúabúi, sem framleiðir fyrir 30 milljónir króna á ári, en það eru um 75 kýr. Framleiðslugjald af slíku búi yrði 2,4 milljónir króna og myndu dragast beint af launum starfsmanna búsins, en við það má reikna með að vinni 3 menn. Launakostnaður er um 28% af veltu, svo að hlutur hvers um sig lækkar úr 2,8 milljónum króna í 2 milljónir króna. Þá telur Eiríkur að kjarnfóður- skattur yrði ekki undir 25% og myndi það rýra tekjur bænda verulega til viðbótar og nefnir hann 350 þúsund krónur á mann í því sambandi, ,þannig að launa- rýrnunin í dæminu að ofan gæti numið 1.150.000 krónum á starfs- mann eða samtals 3.450.000 krón- um. — En við skulum segja að þetta væri gott og blessað, ef þetta yrði til að draga úr framleiðslunni, en það tel ég ekki, segir Eiríkur Sigfússon. — Það er miklu hagstæðara fyrir bændur að auka framleiðsluna, að ég tali nú ekki um bú undir 400 ærgildi að stærð, sem heita má að hafi óbundnar hendur um aukningu. Ég tel því, að bændur, sem hugsa sín mál, muni sjá í gegnum þessa blekkingu, sem ég tel framleiðslu- gjaldið vera. Eiríkur telur ekkert markmið í sjálfu sér að halda uppi bústærð, sem ekkert gefur af sér nema þrældóm. Með því að draga beint úr framleiðslunni og semja við ríkið um 15% framleiðsluminnk- un í heildina, en mismunandi eftir bústærðum, kæmi árangurinn fljótt í Ijós. Birgðasöfnun yrði strax úr sögunni og áður en langt um liði yrði afgangur af því fé sem notað yrði að öðrum kosti til útflutningsbóta. Það fé, sem þannig sparaðist, ásamt hluta af framkvæmdastyrkjum en t.d. framlög til jarðræktarframlaga nema 990 milljónum í fjárlaga- frumvarpinu, mætti nota til að bæta bændum tekjumissinn, sem yrði kringum 5% á verðlags- grundvelli. — Mönnum væri náttúrulega frjálst að framleiða umfram kvóta, en fengju aðeins greitt fyrir það, sem útflutningsverðið gæfi — segir Eiríkur Sigfússon. — Þessi lausn mun losa bændur undan miklum- tekjumissi og um leið draga úr vinnuálagi. Einnig mun sölufyrirtæki okkar losna undan miklum birgðaþunga mjög fljótlega og létta af bankakerfinu afurðalánaþunganum. — Ég var strax hrifinn að heyra að nýi landbúnaðarráðherr- ann okkar, Steingrímur Her- mannsson, nefndi hlutina réttu nafni, þar á ég við það, sem 7 manna nefnd kallaði kvóta, en er ekkert annað en framleiðslugjald. Þannig vona ég, að ráðherra sjái í, gegnum þá sýndarmennsku, sem felst í tillögum 7 manna nefndar um framleiðslugjald og kjarn- fóðurskatt. — En að slepptum þessum tveimur þáttum, tel ég 7 manna nefnd hafa unnið gott starf, sem verði hægt að byggja á í framtíð- inni og þeir eiga vissulega þakkir skilið. En vandi okkar er svo mikill og vaxandi, þar sem aukning á þessu ári er 4 til 5% í mjólkurframleiðslu og 8% í kjöt- framleiðslu á sama tíma og samdráttur er í sölu, þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur, að það er að mínum dómi óverjandi að vera með einhverja tilraunastarfsemi og halda bændum hálftekjulaus- um um langan tíma. — Nei, það verður að gera markvissar aðgerðir, sem duga, svo að bænd- ur geti borið höfuðið hátt og staðið á eigin fótum en eigi ekki allt undir duttlungum stjórn- valda, — segir Eiríkur Sigfússon. Mjöl og lýsi fyrir 40 millj- arða á árinu ÚTLIT er fyrir að með áframhaldandi loðnuveiði verði mjölframleiðsla þessa árs 200 þúsund tonn og lýsisframleiðslan^ um 100 þúsund tonn. í þessum tölum er reiknað allt mjöl og sambærilegar tölur fyr- ir síðasta ár voru um 162 þúsund tonn af mjöli og um 74 þúsund tonn af lýsi. Ljóst er að framleiðslan á þessum vörutegundum verður meiri í ár en nokkru sinni síðan loðnu- veiðarnar hófust hér við iand að sögn Jóns Reynis Magnússonar fram- kvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins. Ef meðalútflutningsverð á hverju tonni af mjöli og lýsi er 425 dollarar cif er heildarverðmæti mjölsins um 26,6 milljarðar króna og lýsisins 13,3 milljarðar króna miðað við gengi dollarans á 313 krónur. í fyrra voru þessar afurðir seldar á samtals 15,2 ’milljarða á þágildandi gengi. Það er athyglisvert hve lýsi er hátt hlutfall af framleiðslunni í ár og er það fyrst og fremst af því hve mikið hefur veiðst af sumar- og haustloðnunni, en hún er mun feitari, en sú sem veiðist að vetrinum, 1V2 mill j ar ður í verksmið juna á Skagaströnd HEILDARKOSTNAÐUR við loðnuverksmiðjuna á Skaga- strönd verður 1 1/2 milljarður króna þegar þau fullkomnu tæki, sem í hana eiga að fara, verða komin á sinn stað, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Þessar vélar eru komnar til landsins, en hins vegar er enn ekki byrjað að setja þær upp. Hús verksmiðjunnar á Skagaströnd hafa verið lagfærð og gaml^r vélar, sem í henni voru, verið fjarlægðar. Hvenær byrjað verður á uppsetningu vélanna hefur ekki verið ákveðið, en það fer eftir efnum og ástæðum, eins og Jón Reynir Magnússon framkvæmdarstjóri SR orðaði það í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.