Morgunblaðið - 15.11.1978, Side 12

Morgunblaðið - 15.11.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 SILDARVINNSLA I NORÐURSTJORNUNNI I HAFNARFIRÐI: Niðursuðuverksmiðjan Norðurstjarnan í Hafnarfirði hóf vinnslu á sfld í byrjun september en si'ðan var gert hlé á vinnslunni. í byrjun síðustu viku hóf Norðurstjarnan á ný sfldarvinnsluna. »Við erum samtals búnir að fá um 550 tonn,“ sagði forstjóri Norðurstjörnunnar, Pétur Pétursson, er blaðamenn heim- sóttu niðursuðuverksmiðjuna. »Síldin sem við fáum er blönduð. Hún er ágæt af netabát- unum en mjög misjöfn af nóta- bátunum,“ sagði Pétur. 30—35 manns vinna í niður suðuverksmiðjunni að sögn Péturs og er oft unnið lengi fram eftir og jafnvel á vöktum. „Síldveiðarnar eiga að vera búnar 20. nóvember ef búið verður að fylla kvótann en það má gera ráð fyrir því að svo verði ekki fyrir þann tíma. Við þurfum að vinna úr 1000—1200 tonnum af síld til að standa við samninga sem til eru vegna sölu til Bandaríkjanna. Þegar vinnslu hráefnis er lokið verður byrjað að sjóða niður og reykja síldina sem send verður vestur," sagði Pétur. Inni í vélasalnum var Estíva Ottósdóttir að setja síldina í flökunarvélarnar. „Mér líkar þessi vinna ágæt- ega en hún er lítið borguð," sagði nún. Estíva er húsmóðir en vinnur á 8 tíma vöktum í niðursuðuverksmiðjunni. Sfldin rennur niður í flökunarvélina. myndir Emilía. Hafa tekið á móti 550 tonn- um það sem af er vertíðinni Hér er verið að setja sfldina í poka áður en hún er fryst. Starfsstúlkurnar þvo svuntur sínar áður en farið er í mat. „Ég byrjaði hérna á þriðjudag- inn en ég hef unnið í síldinni áður,“ sagði Estíva. Sigrún Graham byrjaði líka að vinna í síldinni á þriðjudaginn í síðustu viku en hún hafði aldrei áður unnið í síld. Sigrún var eins og Estíva að setja síldina í flökunarvélarnar og sagðist kunna vel við starfið. Ekki vissi Sigrún neitt um hvort henni þætti kaupið gott eða ekki. „Ég er ekki búin að fá borgað ennþá en ég hugsa að ég vinni hér þangað til síldin er búin,“ sagði Sigrún. „Ég var á síldarbát en kom síðan hingað er við vorum búnir að fylla kvótann," sagði Ómar Dagbjartsson vélgæslumaður. „Ætli ég fylgi síldinni ekki eftir alla leið til Bandaríkjanna," bætti hann við og hló. Úr vélasalnum, þar sem síldin var flökuð, fór hún í frystingu og býður þess að hafist verði handa um að sjóða hana niður og reykja áður en flutningurinn til Banda- ríkjanna hefst. Sigurður í. Sigurðsson verk- stjóri sagði okkur að vel hefði gengið að fá starfsfólk. Nokkuð var um skólastráka og einnig töluvert um húsmæður í Norður- stjörnunni. Þær höfðu skipt á milli sín dögunum í uppþhafi, unnið hálfan daginn hver, en síðan vaktavinnan var tekin upp hafa þær yfirleitt unnið fullar vaktir, að sögn Eiríks Jónssonar vélgæslumanns. „Það hefur gengið mjög mis- jafnlega að vinna síldina. Það fer eftir stærðinni á síldinni hversu vel vinnslan gengur," sagði Sigurður í. Sigurðsson. „Síldin sem við höfum fengið til vinnslu er ákaflega misstór," Sigurður reiknaði ekki með því að síldveiðikvótinn yrði fullur er veiðitíminn yrði úti en hann bjóst heldur ekki við því að veiðitíminn yrði framlengdur. ... sfðan er hún sett á pönnur og á þeim bíður sfldin í frysti þangað til farið verður að vinna úr henni. Sigrún Graham (t.v.) og Estíva Ottósdóttir (t.h.) við vinnu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.