Morgunblaðið - 15.11.1978, Page 16

Morgunblaðið - 15.11.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÖVEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. V axtastefnan Langvarandi óðaverðbólga hefur leitt til þess að umræður um stefnuna í vaxtamálum verða stöðugt meiri og línur skýrast milli þeirra, sem fylgjandi eru raunhæfri vaxtastefnu og hinna, sem telja að neikvæðir vextir stuðli að minni verðbólgu. Nú fyrir nokkrum dögum sendi bankastjórn Seðlabankans skýrslu um ástand og þróun í peningamálum þar sem m.a. eru gerðar tillögur um veigamiklar breytingar á afurðalánakerfi og nokkra vaxtahækkun. Morgunblaðið hefur ítrekað á undanförnum árum lýst stuðningi við raunhæfa vexti. Rökin fyrir henni eru augljós. í óðaverðbólgutíð brennur fé sparifjáreigenda á báli og gífurleg tilfærsla fjármuna verður frá þeim, sem leggja fé sitt inn í lánastofnun til ávöxtunar og til þeirra, sem fá það að láni á vöxtum, sem nema ekki verðbólgustiginu og eru þar af leiðandi neikvæðir, þ.e. lántakandi greiðir í raun minna fé til baka en hann fékk að láni. Yfirleitt hafa vextir verið neikvæðir á þessum áratug og afleiðingin er sú, að sparnaður landsmanna hefur runnið annað en í peningastofnanir, sem hafa skroppið saman og eru ekki nema svipur hjá sjón frá sem áður var. Geta þeirra til þess að fjármagna atvinnulífið er mun minni en hún var fyrir einum áratug. í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar voru stigin veigamikil skref í átt til skynsamlegri vaxtastefnu en hins vegar hafa bankayfirvöld og tvær ríkisstjórnir hikað við það á síðustu sex mánuðum að hækka vexti í takt við-vaxandi verðbólgu. Það er ljóst, að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, eru fylgjandi skynsamlegri vaxtastefnu. Alþýðubandalagið hefur verið andvígt henni og gerzt helzti málsvari verðbólgubraskara og skuldakónga með baráttu sinni fyrir neikvæðum vöxtum. Framsóknarflokkurinn hefur ekki vitað í hvorn fótinn hann á að stíga, flokkurinn fylgdi vaxtastefnu Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtíma- bili með tregðu og ekki er ljóst í hvorn fótinn Framsóknarflokkurinn mun stíga nú, þegar ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þeirra tillagna, sem fyrir liggja frá Seðlabankanum. Enginn vafi er á því, að nokkur hækkun almennra vaxta nú er nauðsynleg til þess að stuðla að aukinni sparifjármyndun í peningakerfinu og skapa um leið meira framboð af peningum, draga úr óarðbærri fjárfestingu og stuðla að auknu jafnvægi í efnahagsmálum. Þess vegna vill Morgunblaðið fyrir sitt leyti stuðla að raunhæfri stefnu í vaxtamálum og leggja sitt af mörkum til þess að efla skilning almennings á nauðsyn slíkrar vaxtahækkunar. Það verður að gera það kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún taki afstöðu til tillagna Seðlabankans hið allra fyrsta og alla vega er ljóst, að þingmeirihluti er fyrir slíkri vaxtastefnu á Alþingi. Ríkisstjórnin segist vilja vinna gegn verðbólgunni. Allir aðildarflokkar stjórnarinnar segjast vilja vinna gegn verðbólgu. Formaður Alþýðuflokksins hefur að vísu upplýst, á flokksþingi Alþýðuflokksins um síðustu helgi, að Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag séu ekki eins áhugasamir og Alþýðuflokkur í baráttu gegn verðbólgunni. Það kemur m.a. í Ijós, þegar ríkisstjórnin tekur til við að ræða tillögur Seðlabankans hver hugur fylgir máli. Þá kemur einnig í ljós, hvort Alþýðubandalagið heldur fast við þá st^fnu sína, að vextir eigi að vera neikvæðir, eða hvort Alþýðubandalagið kyngir fyrri fullyrðingum í þessum efnum og fellst á stefnu Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í vaxtamálum. Afstaða stjórnarflokkanna til vaxtastefnunnar mun leiða í ljós, hvort þeim er einhver alvara, þegar þeir segjast vilja vinna í alvöru gegn verðbólgunni. Þeir geta treyst því, að Morgunblaðið mun styðja skynsamlega stefnu í vaxtamálum, sem gerir allt í senn að bæta hag sparifjáreigenda og draga úr verðbólgugróða verðbólgu- braskara, auka það fjármagn sem til er og skapa atvinnuvegunum greiðari aðgang að fjármagni, og draga úr spennu og jafnvægisleysi í efnahagslífinu. Yfir 30 þiís. eintök af„. landi sögunnar” í Júg Rabbað við dr. Stevan Majstorovic, sem ritað hefur bækur um ísland í Júgóslavíu Dr. Stevan Majstorovic frá Júgóslavíu er staddur hér á landi um þessar mundir. Dr. Stevan hefur um langt árabil staðiðfyrir kynningu á íslandi í Júgóslaviu og m.a. hefur hann ritað bók um Island sem hefur verið seld í 30—35 þúsundum eintaka. Þá hefur Stevan þýtt islenzkar fornsagnir til kennsu i háskólum Júgóslaviu. Dr. Stevan kennir sjálfur við Háskólann í Belgrad og Háskólann i Zagreb. Þar kennir hann um listir og stjórnmál. Hefur hann ritað alls 15 bækur um þau efni og m.a. bókina Kultur in demokraci, bók sem gagnrýnir bæði til austurs og vesturs. Hefur hún m.a. verið gefin út á ensku, spænsku og itölsku. Dr. Stcvan Majstorovic ræðir við dr. Kristján Eldjárn forscta íslands. „Tvær af þessum bókum eru um Island," sagði dr. Stevan, „bókin Heimaland sögunnar sem hefur verið gefin út nokkrum sinnum í Júgóslavíu síðan 1964 á nokkrum málum og um þessar mundir er ég að vinna að breytingu á henni fyrir nýja útgáfu. Þetta er bók sem fjallar um ýmsa þætti íslenzks þjóðlífs og m.a. eru þar greinar um Halldór Laxness og fleiri rit- höfunda. Formáli bókarinnar er ritaður af júgóslavneska Nóbels- höfundinum Ivo Andrich, sem hlaut Nóbelsverðlaun í byrjun sjöunda áratugarins en Ivo Andrich á sinn þátt í því að ég ritaði bókina Heimaland sögunnar. Þannig var mál með yexti að ég hafði komið við á Islandi á leið minni frá Banda- ríkjunum og það varð úr að ég dvaldist hér í nokkra mánuði hjá fólki sem greiddi götu mína og aðstoðaði mig á allan hátt. Prófessor við Háskólann í North Caroline í Bandaríkjunum hafði kynnt mér Island í gegn um sagnaritunina og því ákvað ég að stanza hér. Eftir þá dvöl ritaði ég Nokkrir starfsmenn rannsóknadeildar Blóðbankans að störfum. Blóðbankinn 25 ára BLÓÐBANKINN átti 25 ára starfsafmæli í gær. Starfsemi stofnunarinnar hefur aukizt verulega á siðustu árum og nær nú til hagnýtra rannsókna á blóðkornum og blóðvökva, svo og rannsókna á arfgengi sjúkdóma og ónæmisrannsókna, auk blóðsöfnunar. Forstöðumaður Blóðbankans er dr. Ólafur Jensson yfirlæknir, en með honum starfa Alfreð Árnason líffræðingur, Sigurður Guðmundsson líffræðingur og Stefán Karlsson læknir. Starfslið Blóðbankans er um 24 manns. Á 25 ára starfstíma blóðbank- ans hefur verið safnað rösklega 100 þúsund blóðeiningum, eri hver eining er 450 millilítrar. Safnað hefur verið blóði á höfuðborgarsvæðinu, frá ýms- um vinnustöðum og skólum, svo og frá Vestmannaeyjum, Suð- og Suðvesturlandi. Blóðbankinn er aðalmiðstöð Rhesus-varna í landinu og fer þar fram blóðflokkun og mótefnarannsóknir, svo sem á gulu í nýfæddum börnum vegna blóðflokkaósamræmis og erfða- galla á rauðum blóðkornum. Einnig fara þar fram athuganir á blæðingasjúkdómum og próteinrannsóknir. Blóðbankinn hefur í auknum mæli fengist við rannsóknir tengdar erfðamörk- um og arfgengi sjúkdóma, svo sem gigtsjúkdóma, sjúkdóma í ónæmiskerfi og sykursýki. Þörf stofnunarinnar fyrir blóð hefur aukizt bæði vegna þróunar lækninga og margþætt- ari notkunar nú en áður. Þannig eru þættir blóðsins, sem sjúkl- ingur hefur þörf fyrir, einangr- aðir og nýttir. Blóðflögur eru til að mynda skildar frá blóðvatni, en úr blóðvatninu eru m.a. unnar blóðflögur og hinn svo- nefndi storkuþáttur 8, sem notaður er við lækningar á dreyrasýki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.