Morgunblaðið - 15.11.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 15.11.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 17 Heima- óslavíu m.a. greinar í mjög útbreitt vikublað, NIN, í Júgóslavíu og hét greinaflokkurinn Listir og fréttir frá íslandi. Það var svo dag einn á götu í Belgrad að Ivo Andrich stöðvaði mig og sagði að sér líkaði vel greinaflokkurinn frá Islandi. Hann spurði mig jafnframt hvort mér hefði ekki dottið í hug að skrifa bók um Island. Eg sagði að slíkt hefði ekki komið i hug minn, en ég skyldi gera það, ef hann ritaði formála, og þar með var það ákveðið. Síðar þýddi ég svo úr íslenzku fornritunum, m.a. Njálssögu með aðstoð Stefáns Bergmanns sem þá stundaði nám í Júgóslavíu. Njáls- saga er nú kennd í öllum háskólum Júgóslavíu vegna kennslu í germönskum málum og heimsbók- menntum." Ivo Andric, Nóbelshöfundur 1961 Gunnar Thoroddsen alþingismaður Ólafi Jóhannessyni íorsætisráð- herra og dr. Gunnari Thoroddsen alþingismanni hefur verið veitt lausn frá prófessorsembættum við Háskóla Islands. Ólafur Jóhannesson var settur „ÉG ER ekki búinn að ganga frá þessu máli en ég ætla að taka það fyrir í ríkisstjórninni. þegar tími gefst til,“ sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra er Mbl. spurði hann í gær, hvað hann ætlaði að gera í samhandi við Víðishúsið. Ragnar sagðist enn vera þeirrar skoðunar að ríkið Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. prófessor við Háskólann hinn 10. febrúar 1947 og skipaður prófess- or 13. september 1948. Gunnar Thoroddsen var fyrst skipaður prófessor við Háskólann hinn 1. nóvember 1943. ætti að selja aftur 3., 4. og 5. hæð hússins, þær þrjár hæðir. sem menntamálaráðuneytinu voru a'tlaðar og sagði í athugun. hvað gæti komið í staðinn. „Eg kysi helzt að fá húsnæði, sem hægt væri að flytja inn í með stuttum fyrirvara og þar kemur ýmislegt til greina," sagði Ragnar. Veitt lausn frá pró fessorsembættum Y msir möguleikar í stað Víðis-húss — segir Ragnar Arnalds Lúdvík Jósepsson: Rœði þetta viðBene- dikt á öðrum og betri vettvangi en í Morgunblaðinu „ÉG ætla nú ekki að fara að. ræða þetta mál við hann Benedikt í Morgunblaðinu. Ég á efalaust eftir að ræða við hann um þessar athuga- semdir hans á öðrum og betri vettvangi," sagði Lúð- vík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins er Mbl. leitaði í gær álits hans á þeim ummælum Benedikts Gröndals formanns Alþýðu- flokksins, á 38. þingi Alþýðuflokksins, að svo virtist sem Alþýðubanda- lagið legði í ríkisstjórn áherzlu á önnur atriði en raunhæfa baráttu gegn verðbólgunni. „Einnig eru möguleikar á húsnæði, þar sem eigendur þurfa þó fyrst að byggja annað yfir sína starfsemi, eins og til dæmis á við um Sambandið, sem til umræðu hefur kornið." Ráðherrann vildi ekki gefa upp þá húsnæðismöguleika, sem í athugun eru, en gat þess að tíminn ræki mjög á eftir um lausn málsins, þar sem ýmsar deildir ráðuneytisins störfuðu nú á mörg- um stöðum eða væru hreinlega á götunni og nefndi hann skólarann- sóknadeild sem dæmi, þar sem vandræðin væru slík að athuga þyrfti, hvort fara ætti þá leið að leysa húsnæðisvandræðin með leiguhúsnæði til skamms tíma meðan beðið væri heildarlausnar, eða þá hvort taka ætti húsnæði á leigu til lengri tíma. „En fyrst þarf að marka stefn- una í þessum málum og það vænti ég að verði gert á næstunni," sagði ráðherrann. Gengistryggð afuróalán og vaxtalækkun: Þýðir sömu samkeppnisað- stöðu og hjá keppinautum áfram að æða og sífelldar gengis- fellingar halda áfram, þá geta heildargreiðslurnar orðið hærri, en þá hlýtur hins vegar að koma á móti að gengishagnaðurinn rennur til framleiðenda í stað þess að fram til þessa hefur hann ávallt verið gerður upptækur í sambandi við fiskvinnsluna og ríkið hefur tekið hann til sín. Ég tel mjög æskilegt að verðtryggja allt fjár- magn.“ — segir Arni Benediktsson h já Sjávarafurðadeild SÍS MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Arna Benediktsson hjá Sambandi ísl. samvinnufé- laga. og innti hann álits á þeim hugmyndum sem nú eru til umra-ðu hjá stjórnvöldum að gengistryggja afurðalán í sam- bandi við lækkun vaxta, sam- kvæmt tillögum Seðlabanka íslands. „Mér lízt vel á þessar hugmynd- ir“, sagði Árni, „á þann hátt erum við í nákvæmlega sömu samkeppn- isaðstöðu og keppinautar okkar annars staðar. Þá höfum við sömu vexti og fjármagn miðast við réttar upphæðir, þ.e. við greiðum fjármagnið fullu verði en höfum lága vexti. Ef verðbólgan heldur'hins vegar Sighvatur um fjárlagafrum varpið: r Agreiningur um tekjulidi og bú- vöruþátt útgjalda Þingmenn Alþýðuflokks greiða ekki atkvæði með þessum frum varps- liðum óbreyttum Alþýðuflokkurinn hefur kunngjört sérstöðu sína í ríkisfjármálum, fjárfest- ingarmálum, vísitölu- málum og vaxtamálum inn- an ríkisstjórnarinnar, sagði Sighvatur Björgvins- son, formaður þingflokks- ins, í fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið í gær. Það ætti að vera forgangs- verkefni að draga úr verðbólgu en slíkt næðist ekki nema með gerbreyttri efnahagsstefnu stjórn- valda. Alþýðuflokkurinn væri andvígur þeirri stefnu í landbúnaðarmálum og skattamálum, sem fram kæmi í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið gerði ráð fyrir 18 milljarða króna útgjöldum til niðurgreiðslu búvöruverðs og 5,3 milljörðum króna í útflutningsbætur. Við Alþýðuflokksmenn sættum okkur ekki við þennan þátt fjárlaga- frumvarpsins, sagði hann. Stefna fjárlagafrumvarpsins í skatta- málum væri að gera tekjuskattinn að enn virkari þætti í tekjuöflun ríkisins, að enn meira launa- mannaskatti 1979 en 1978, er næði til verulega fleiri láglaunamanna. Þetta gæti Alþýðuflokkurinn ekki sætt sig við nýkominn úr kosning- Sighvatur Björgvinsson um, þar sem gagnstæð stefna hefði verið túlkuð. Skatttekjur ríkis- sjóðs færu, skv. þessu frumvarpi, upp í 38,2% af vergri þjóðarfram- leiðslu á komandi ári, og hefðu ekki annan tíma verið hærri. Þingmenn Alþyððuflokksins munu ekki greiða atkvæði með þessum þáttum fjárlagafrum- varpsins óbreyttum, sagði Sighvatur. Þessa afstöðu okkar höfum við kunngert fjármálaráð- herra sagði hann. Við munum beita okkur fyrir því að þessum liðum frumvarpsins verði breytt í meðförum þingsins. Lúðvík um f járlagafrumvarpið: Kynnir efniságrein- ing um átta atriði LÚÐVÍK Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, gerði at- hugasemdir í 8 liðum við stjórn- arfrumvarp að fjárlögum kom- andi árs, við fyrstu umræðu þess í Sameinuðu þingi í gær> 1) Hann sagði frumvarpið gera ráð fyrir 16% magnminnkun fram- kvæmda frá líðandi ári. Flokkur sinn gæti ekki sætt sig við meiri magnminnkun en sem næmi 10 til 12%, sér í lagi ekki í félagslegum framkvæmdum: hafnargerð, vega- málum, skólabyggingum, sjúkra- stofnunum o.s.frv. 2) Alþýðubandalagið gæti ekki fallist á hlutfallslega lækkun nið- urgreiðslna á vöruverði á komandi ári, frá því sem væri í desember 1978, frv. gerði ráð fyrir 2,8 milljarða króna lækkun á árinu í heild frá desemberviðmiðun. 3) Alþýðubandalagið væri and- vígt 1,1 milljarðs króna niðurfell- ingu tolla á EFTA-vörur, nema sambærilegur stuðningur kæmi á móti við íslenzkan samkeppnisiðn- að. 4) Þá vildi Alþýðubandalagið að dregið yrði úr rekstrarkostnaði ríkisins, jafnhliða því sem dregið væri úr fjárfestingarframkvæmd- um. 5) Alþýðubandalagið væri and- vígt niðurfellingu skyldusparnaðar. Hér gæti verið um 3 milljarða viðbótar „ráðstöfunarfé" að ræða, sem nýta mætti til að hamla gegn innlendum verðhækkunum. 6) Ef ganga þyrfti til samkomu- lags inn á lækkun tekjuskatta, vildi Alþýðubandalagið að sú lækkun kæmi fram á sjúkratryggingar- gjaldi, sem væri brúttóskattur, og næði til tekjulægra fólks en Lúðvík Jósepsson tekjuskattur, sem síður væri þörf á að lækka. 7) Of litlu fé væri varið til olíustyrks, til jöfnunar á húshitun- arkostnaði; vöntun væri á fjárveit- ingu til RARIK til lækkunar á rafmagnsverði í strjábýli, sem væri allt að 80% hærra en í Reykjavík. 8) Síðast en ekki sízt sagði Lúðvík að ágreiningur væri um gerð lánsfjáráætlunar milli stjórn- arflokkanna. Hann sagðist hins vegar trúa því, að hægt yrði að brúa bil skoðana milli stjórnarflokka við meðferð málsins á Alþingi. Of snemmt væri fyrir stjórnarandstöðu að hlakka yfir því að stjórnarsamstarfið væri að fara út um þúfur. (Sjá nánar þingsíðu Mbl. á morgun).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.