Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978
ísafold:
„Böm eru bezta fóUt”
Ný útgáfa á sögu Stefáns Jónssonar
ÍSAFOLD hefur gefið út
söguna „Börn eru bezta
fólk“ eftir Stefán Jónsson,
en það er 12. bindi í
heildarútgáfu ísafoldar á
verkum hins ástsæla
barnabókahöfundar.
„Börn eru bezta fólk“ er
fyrsta bindi af þremur í
síðasta flokki skáldsagna,
sem Stefán skrifaði fyrir
unga lesendur á öllum aldri.
Hin tvö eru „Sumar í
Sóltúni" og „Vetur í Vind-
heimum". Þó að sögur
þessar fjalli að nokkru um
sömu persónu eru þær sjálf-
stæð skáldverk hver um sig.
I þessari bók segir frá
litlum dreng í Reykjavík,
Ásgeiri Hansen. Hann er
laungetinn, elst upp hjá
móður sinni og ömmu, og
hefur verið leyndur faðerni
sínu.
Bók þessi kom fyrst út
árið 1961 og er löngu
uppseld eins og aðrar frum-
útgáfur af bókum Stefáns.
Hér kemur hún í annarri
útgáfu.
Valgeir Sigurðsson:
UM MARGT AÐ SPJALLA
f þessari fjölbreyttu og skemmtilegu
bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs
Sigurðssonar blaðamanns við
merka, núlifandi fslendinga, sem allir
hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og
skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl-
endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns-
son, Hannes Pétursson, Indriði G.
Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk,
Rósberg G. Snædal, Broddi Jó-
hannesson, Eysteinn Jónsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene-
diktsson, Sigurður Kr. Árnason,
Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks-
dóttir, Auöur Jónasdóttir, Stefán Jó-
hannsson, Þorkell Bjarnason. f bók-
inni birtast myndir af öllum viömæl-
endum Valgeirs, og í bókarlok er
mannanafnaskrá.
Verð kr. 6.480.
Sidney Sheldon:
ANDLIT f SPEGLINUM
f fyrra var það „Fram yllr mlönættr
og nú kemur „Andlit f speglinum".
Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney
Sheldon er þrungin hrollvekjandi
spennu sem heldur lesandanum
hugföngnum allt til óvæntra sögu-
loka. Metsöluhöfundurinn Sidney
Sheldon kann þá list að gera sögur
sínar svo spennandi að lesandinn
stendur því sem næst á öndinni
þegar hámarkinu er náð . ..
Hersteinn Pálsson þýddi.
Verð kr. 6.600.
Þjóösagnasafn Odds Björnssonar
ÞJÓÐTRÚ
OG ÞJÓÐSAGNIR
Sígild og góð bók í nýrri og aukinni
útgáfu. Bók, sem ætti aö vera til á
hverju íslenzku heimili, ungum sem
öldnum til ánægju.
Verð kr. 9.600.
Erlingur Davíðsson:
NÓI BÁTASMIÐUR
Endurminningar Kristjáns Nóa Krist-
jánssonar, sem í daglegu tali gengur
undir nafninu Nói bátasmiður. Hann
er mjög sérstæöur persónuleiki sem
gaman er að kynnast. Hér segir Nói
bátasmiöur frá ýmsum atvikum liö-
innar ævi, hefir sérstök oröatiltæki á
hraðbergi og kallar ekki allt ömmu
sína.
Verð kr. 6.840.
SKOÐAÐ f SKRfNU
EIRfKS A HESTEYRI
Jón Kr. ísfeld bjó til prentunar.
Eiríkur (sfeld á Hesteyri í Mjóafirði
fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum
sínum skráði hann mikið af þjóðsög-
um og ævintýrum, sem birtast í
þessari bók.
Bókin skiptist f eftirfarandi kafla:
Dularfull fyrirbrigði — Óvættir —
Reimléikar, svipiro. fl. — Ævintýri —
Sögur ýmiss efnis — Draumar —
Sli-tur úr Dagbók.
Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna
þjóðlegum, íslenskum fróðleik.
Verð kr. 6.480.
Ragnar Þorsteinsson:
SKIPSTJÓRINN OKKAR
ER KONA
Hér kemur hressileg íslenzk sjó-
mannasaga, 10. bókin eftir hinn
ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins-
son, sem kunnur er fyrir sfnar raun-
sönnu lýsingar á sjómennsku hér við
land. Hér segir frá svaöilförum og
mannraunum og björgun úr sjávar-
háska. En jafnframt er þetta hugljúf
ástarsaga.
Verð kr. 4.200.
Ingibjörg Sigurðardóttir:
ÓSKASONURINN
Sumir rithöfundar njóta margvíslegr-
ar viðurkenningar og verölauna fyrir
ritstörf sfn. Aðrir njóta hylli almenn-
ings. Ingibjörg Siguröardóttir á sér
stóran hóp lesenda, sem fagnar
hverri nýrri skáldsögu frá hennar
hendi.
Verð kr. 4.200.
Þorbjörg frá Brekkum:
STÚLKAN
HANDAN VIÐ HAFIÐ
Óttar hefur orðið fyrir mikilli ástar-
sorg og ætlar sér svo sannarlega
ekki að láta ánetjast á ný. En þegar
Sandra kemur óvænt eins og nýr
sólargeisli inn f Iff hans, þá blossar
ástin upp. Þau reyna aö bæla niöur
ofsalegar og heitar tilfinningar sínar
og veröa að berjast við margskonar
erfiðleika áður en hin hreina og
sanna ást sigrar að lokum.
Verð kr. 4.200.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR:
HORFT í
IRTUNA
Tvær ljóðabæk-
ur frá Fjölva
FJÖLVAÚTGÁFAN hefur gefið
út tvær ljóðabækuri Horft í
birtuna eftir Þóru Jónsdóttur og
Förunótt eftir Aðalstein Ásberg
Sigurðsson.
Horft í birtuna er þriðja ljóða-
bók Þóru: áður hafa komið út Leit
að tjaldstæði 1973 og Leiðin
norður 1975. Þessi bók hefur að
geyma 45 ljóð og er 64 blaðsíður:
Höfundur myndskreytti.
Förunótt er önnur ljóöabók
Aðalsteins, sú fyrsta, Ósánar
lendur, kom út í fyrra. Þessi bók
skiptist í þrjá flokka: Hrapstjörn-
ur, Svört er nóttin og Daginn eftir.
Förunótt er 77 blaðsíður. Gunnar
Árnason myndskreytti.
Báðar bækurnar eru unnar í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
Vestfírðingafjórðungur:
Aflinn svipaður
og á síðasta ári
GÆFTIR voru fremur stirðar í
Vestfirðingafjórðungi í nóvember
en afli þokkalegur á línu þegar
gaf til róðra. Afli togaranna var
heldur tregur allan mánuðinn og
átti erfitt tíðarfar þátt f því.
Einnig voru margir togaranna í
þorskveiðibanni og lítið var íð
hafa af öðrum fisktegundui ,
helzt kola, ýsu og ufsa. I mánuð-
inum stunduðu 45 bátar bolfisk-
veiðar frá Vestfjörðum. 34 reru
með línu, 11 stunduðu togveiðar.
Er hér um litla breytingu að ræða
frá því sem var á síðasta hausti.
Heildaraflinn í mánuðinum var
5.099 lestir, en var 5.153 í fyrra.
Afli línubáta var 2.306 lestir í 479
róðrum eða 4,8 lestir að meðaltali í
róðri. í fyrra var línuaflinn 2.311
lestir í 494 róðrum eða 4,7 lestir í
róðri. Tálknfirðingur var afla-
hæstur línubátanna í mánuðinum
með 138,8 lestir í 22 róðrum. Af
togurunum var Framnes I frá
Þingeyri aflahæstur með 325,5
lestir, en það var einnig aflahæst í
nóvember í fyrra með 416,9 lestir.
öskar efftir
blaðburðarffólki