Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22430. Askriftargjald 2500.00 kr. á mónuði innanlands. lausasölu 125 kr. eintakiö. Ekki samráð við félög innan Verka- mannasambandsins Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur sent frá sér ályktun, þar sem mótmælt er „harðlega þeim ófélagslegu vinnubrögðum framkvæmdastjórnar Verkamannasambands íslands, er viðhöfð voru í svokölluðum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við ríkisstjórnina fyrir 1. desember síðastliðinn. Það verður að teljast algjör óhæfa, að ákvarðanir um skerðingu vísitölu á laun séu teknar af nokkrum mönnum án alls samráðs við félög innan Verkamannasambandsins, en að samtímis sé látið í það skína, að fullt samráð sé haft við verkalýðshreyfinguna", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur: „Stjórn Verkamannafélagsins Hlífar álítur vinnubrögð þessi valda samtökum verkafólks óbætanlegum skaða og Irrefst þess að forsvarsmenn verkafólks tileinki sér lýðræðislegar aðferðir, svo að þeir dagi ekki uppi eins og nátttröll á miðri leið í félagslegu tilliti." Þessi gagnrýni, svo hörð og óvægin sem hún er, kemur ekki á óvart. Meðal launafólks, ekki sízt verkamanna, er vaxandi óánægja með þá forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar, sem hafa blygðunarlaust beitt henni fyrir sinn pólitíska vagn sjálfum sér til framdráttar. Þannig gera menn sér í vaxandi mæii grein fyrir því, að efnahagsráðstafanirnar í febrúar voru nauðsynlegar. Að öðrum kosti væri skerðing kaupgjalds hinna lægst launuðu nú siðlaus og óverjandi. Stefna mörkuð í vegamálum Þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjördæmum hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að fella að nýrri vegaáætlun sérstaka 15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða í landinu með bundnu slitlagi. Jafnframt er lagt svo fyrir, að á vegaáætlun hverju sinni skuli lögð sérstök áherzla á byggingu vega upp úr snjó, auk þess sem ákveðin, stór verkefni eru tilgreind, sem sérstakiega þarf að sinna. Þessari tillögu fylgir jafnframt áætlun um það, hvernig framkvæmdirn- ar skuli fjármagnaðar. Það vakna að sjálfsögðu mörg álitamál, þegar ráðist er í það stórvirki að gera sér grein fyrir, hvernig takast megi að leggja veg með bundnu slitlagi til allra þéttbýlisstaða. Slík niðurröðun framkvæmda er þó óhjákvæmileg, ef menn vilja gera sér grein fyrir stærð verkefnisins og hvaða leiðir séu færar til að leysa það. Og vissulega er það rétt, sem í greinargerð tillögunnar segir, að þetta er eitt brýnasta verkefni þjóðarinnar nú. Samhliða beizlun orku fallvatna og í iðrum jarðar er þetta einnig arðgæfasta framkvæmdin. Ægivald Alþýðubanda- lagsins í borgarstjórn Það fer ekki fram hjá neinum, hverjir raunverulega fara með völdin í borgarstjórn Reykjavíkur. Forystan og frumkvæðið er allt í höndum Alþýðubandalagsins, eins og glöggt sést af gífurlegri hækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði og stórauknum álögum á atvinnurekst- urinn, „sem eru liður í samræmdum aðgerðum flokksins til að sauma að einkaframtaki í atvinnulífinu", eins og Birgir Isleifur Gunnarsson komst að orði í Morgunblaðinu í gær. En borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins láta ekki við það sitja að knýja stefnu sína fram í ráðum og nefndum, heldur hika þeir ekki við að niðurlægja samstarfsmenn sína, ef þeim býður svo við að horfa. Svo er að sjá sem þeir Kristján Benediktsson og Björgvin Guðmundsson skorti þrek til að sýna af sér manndóm, en hið sama verður á hinn bóginn ekki sagt um Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, þótt hún sé fulltrúi stjórnmálaflokks, sem um þessar mundir hefur ekki af öðru meiri beyg en að vera sjálfum sér samkvæmur. Eins og fram kemur í grein Birgis ísl. Gunnarssonar er ljóst að brestur er kominn í samstarfið. Vafalaust er þó mikill vilji hjá öllum vinstri flokkunum að laga það. Hin harða afstaða Sjafnar Sigurbjörnsdóttur hefur skapað Alþýðuflokki og Framsóknarflokki stöðu til þess að draga úr ægivaldi Alþýðubandalagsins. En hitt er hæpnara, að þeir Kristján og Björgvin séu menn til að færa sér hana í nyt. Úr því yerður framtíðin að skera. .. Pólýfónkórinn: PÓLÝFÓNKÓRINN mun flytja jólaóratóríu Bachs dagana 30. og 31. desember n.k. í Háskólabíói og taka þátt f flutningnum ásamt kórnum 37 manna hljómsveit og 4 einsöngvarar. Kórinn skipa nú um 150 manns og hefur hclmingur þeirra starfað í kórn- um áður, en hinir hófu starf f haust þegar kórinn tók til starfa að nýju eftir eins og hálfs árs hlé. Stjórnandi hins tæpiega 200 manna hóps verður Ingólfur Guðbrandsson. Á fundi með fréttamönnum í gær þar sem tónleikarnir voru kynntir kom fram, að óvíst er um áframhaldandi starf kórsins að loknum þessum hljómleikum og sögðu forráðamenn kórsins að i \ ’4 5 Flytur Jólaoratóríu Bachs um áramótin Þyrfti 10 m. kr. fjárv eitingu á ári til starfsemi sinnar sífellt aðstöðuleysi væri aðal- ástæða þess. Reynt hefði verið að fá fjárveitingu til kórsins af fjárlögum og tækju viðkomandi aðilar; sem rætt hefði verið við, vel í þá beiðni, en ekki hefði enn tekizt að koma því máli í höfn. Gat Ingólfur Guðbrandsson þess að reiknað hefði verið út að hver æfing kostaði um 1,4 m.kr. væri vinna kórfélaga reiknuð á meðal- taxta sem þýddi að hver kórfélagi legði fram vinnu að upphæð unr 270 þús. kr. frá hausti til áramóta til undirbúnings á flutningi þessa verks. Töldu forráðamenn kórsins tímabært að stjórnvöld tækju þátt í að fjármagna starfsemi kórsins sem og annarra hliðstæðra kóra. og sögðu að Pólýfónkórinn þyrfti um 10 milljónir króna á ári til þess að geta staðið undir nauðsyn- legasta kostnaði við æfingar og tónleikahald. Kórinn sendi nýlega bréf til ýmissa fyrirtækja þar sem farið er fram á fjárstuöning og kemur þar fram að kostnaður við hljóm- leikana um áramótin er talinn nema um 7 milljónum og er það eingöngu vegna launa hljóðfæra- leikara, einsöngvara fjargjalda listamanna er koma frá öðrum löndum, húsaleigu, auglýsinga, prentunar o.fl. og er talið að hallinn nemi 2,5—3 m.kr. I samantekt frá kórnum segir m.a. svo um kórstarfið framundan og hljómleikana um áramótin: „Margir fögnuðu þeirri frétt í haust, að Pólýfónkórinn tæki til starfa að nýju, og margt ungt söngfólk bættist í hópinn fullt áhuga og sönggleði. Áuk söng- stjórans hafa söngkennararnir Elísabet Erlingsdóttir, Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Siglinde Björnsson unnið að radd- þjálfun söngfólksins. Brátt gefst áheyrendum kostur á að heyra þennan „nýja Pólýfónhljóm" og bera saman við flutning kórsins á fyrri árum. Jólaoratorían er eitt bjartasta, glaðasta og fegursta verk snillingsins Baehs og ber höfuð og herðar yfir önnur tónverk um sama efni, nema ef vera kynni jólaþátturinn úr Messíasi Hándels, en einmitt um þessar mundir er Messías að koma út á 3 hljómplötum í hljóðritun Pólýfón- kórsins frá í fyrra. Pólýfónkórinn hefur ekki flutt Jólaoratoríuna síðan um jól 1972, en nú er kórinn fjölmennari og atriði úr verkinu flutt, sem ekki J. S. BACH: JÓLAORATORÍA FLYTJENDUR: ELÍSAQET ERLINGSDÖTTIR SÖPRAéJ SIGRlÐUR E. MAGNÚSDÓTTIR - ALTO JÓN ÞORSTEINSSON ■ TENÓR MICHAEL RIPPON - BASSI PÓLÝFÓNKÓRINN HLJÓMSVEIT RUT INGÓLFSDÓTTIR. KONSERTMEISTARI STJÓRNANDI: INGÓLFUR GUOBRANDSSON háskolabió LAUGARD. 30. DES. OG SUNNUD. 31 DES KL. 14 00 AOGÖNGUMIÐAR A AÐEINS KR 3000 - HJA EYMUNDSSON, UTSÝN OG HLJÓOFÆRAH0SINU. l.AUGAVEGI 100 hafa áður heyrzt hér á landi. Hefur Pólýfónkórinn ekki áður verið jafnfjölmennur síðan við flutning Mattheusarpassíunnar 1972. Einsöngvarar í verkinu verða Jón Þorsteinsson, tenór, sem syngur hlutverk guðspjalla- mannsins, en hann hefur dvalist erlendis við söngnám um árabil og að undanförnu komið fram í stórhlutverkum á hljómleikum í Noregi og Danmörku. Jón Þor- steinsson hóf söngferil sinn í Pólýfónkórnum eins og margir Pólýfónkórinn á æfingu ásamt Ingólfi Guðbrandssyni. fleiri ungir söngvarar, sem vel hefur vegnað á þessari braut á liðnum árum, meðal annarra hinir einsöngvarar kórsins að þessu sinni, Elísabet Erlingsdóttir sópran og Sigríður Ella Magnús- dóttir mezzosópran, en þær voru báðar meðal stofnenda Pólýfón- kórsins. Fjórði einsöngvarinn er bassasöngvarinn Michael Rippon, sem hlotið hefur almenna viður- kenningu hvarvetna í tónleika- heiminum, þar sem hann hefur látið til sín heyra og er jafnvígur á óperu- og oratoríusöng. Rippon var einsöngvari í söngferð Pólý- fónkórsins til Italíu sl. ár og hlaut alls staðar mikið lof. Hljómsveitin, sem leikur í jólaoratoríunni er skipuð hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit ísland, en auk þess margt ungt tónlistarfólk, sem kemur heim frá útlöndum, þar sem það stundar framhaldsnám eða eru starfandi hljóðfæraleikar- ar í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi. Konsert- meistari og einleikari á fiðlu er Rut Ingólfsdóttir en aðrir ein- leikarar eru m.a. Kristján Þ. Stephensen, Bernard Williams, Lárus Sveinsson og Pétur Þor- valdsson, Jólaoratorían verður aðeins flutt tvisvar, laugardag og sunnudag 30. og 31. desember kl. 14.00. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Eymundsson, Ferðaskrifstofunni Útsýn og Hljóðfærahúsinu og kosta kr. 3.000.-, Miðunum fylgir fallegt jólakort með prentun á mynd Matthiasar Grúnewald af fæðingu Krists í því skyni að hægt sé að senda miðann sem jólakveðju og jólagjöf í senn.“ Kvikmyndahúsin óska eftir niðurfellingu sætagjalds: Kannað verði hvort unnt er að lækka gjaldið eða fella niður, segir Birgir ísleifur Gunnarsson, talsmaður minnihlutans í borgarstjórn SAMTÖK kvikmyndahúsaeigenda í Reykjavík hafa sent borgarstjórn erindi þess efnis að viðræður verði hafnar milli þessara aðila um niöurfellingu eða lækkun svonefnds sætagjalds sem kvikmyndahúsun- um er gert að greiða. Morgunblaðið sneri sér til Birgis ísl. Gunnarssonar, talsmanns minnihlutans í borgarstjórn, og spurði hann álits á þessu erindi kvikmyndahúsaeigenda. „Þetta sætagjald sem við þekkjum nú, á sér nokkuð langa sögu eða allt til ársins 1952, því að þá voru samþykkt lög sem heimil- uðu að leggja á slíkt gjald á kvikmyndahúsin og gjaldstofninn er aðgöngumiðaverðið að frádregnum skemmtanaskatti," sagði Birgir. „Lögin heimiluðu að þetta gjald væri allt að 10% en borgarstjórn samþykkti á sínum tíma að þetta gjald yrði 9% og þannig var það til ársins 1969 að kvikmyndahúsaeigendur sneru sér til borgarinnar og fóru fram á að þetta gjald yrði fellt niður eða stórlega lækkað á þeirri forsendu að aðsókn að kvikmyndahúsum hefði stórminnkað vegna sjón- varpsins. Þá var þetta mjög ítarlega rætt í borgarráði og þá samþykkt að koma til móts við kvikmyndahúseigendur á þann hátt að lækka gjaldið úr 9% í 5% og þannig hefur það verið síðan" Birgir sagði, að samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs myndi gjaldið gefa í borgarsjóð um 34 milljónir króna í tekjur. „Það hefur engin alvarleg umræða farið fram um þetta mál í nokkuð langan tíma að öðru leyti en því að á árinu 1977 fluttu vinstri flokkarnir í borgarstjórn tillögu um að hækka gjaldið verulega, en sú tillaga var felld af okkur sjálfstæðismönnum," sagði Birgir. „Nú hafa kvikmyndahúsaeigendur snúið sér aftur til borgarráðs með beiðni um að þetta gjald verði fellt niður og bera fyrir sig svipuð rök og 1969, þ.e.a.s. að enn hafi aðsókn minnkað og benda þar á litasjón- varp- o.fl. Það mál hefur ekki fengið afgreiðslu í borgarráði en mér finnst það vel vera verjandi að taka málið upp til athugunar og koma eitthvað til móts við sjónar- mið kvikmyndahúsaeigenda og tel sjálfsagt að kanna niður í kjölinn hvort unnt er að lækka þetta gjald eða fella það niður í áföngum." Morgunblaðið reyndi einnig að ná tali af Sigurjóni Péturssyni, forseta borgarstjórnar, til að leita álits hans á þessu erindi kvik- myndahúsanna en tókst ekki. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 17 1318 Rangæingar mótmæla óheyrilega háu raforkuverði: Greiða mmnsl88% hcerra raforkuverð í sýslunni Fóik ftyzt á braut vegna hins háa raforkuverðs ÞRIGGJA manna sendinefnd Rangæinga fór í gær á fund Hjörleifs Guttormssonar iðnaðar- ráðherra í Alþingishúsinu til þess að færa honum mótmæli 1318 Rangæinga gegn raforkuverði til húsahitunar í héraðinu, en það er minnst 88% hærra hjá Rafmagns- veitum ríkisins en Rafmagns- veitu Reykjavíkur og í notkun fyrir iðnað getur verðið orðið allt að 175% hærra. Á síðasta áratug var um 25% mismunur á þessu verði, en með verðbólgu og gengissigi hafa skuldir RARIK aukizt jafnt og þétt og prósentu- bilið að sama skapi. Á þessu svæði er einfasa rafmagn þannig að öll stærri rafmagnstæki verða margfalt dýrari í notkun eða jafnvel ónothæf. Þeir þremenn- ingar, Magnús Finnbogason frá Lágafelli. Matthi'as Pétursson á Ilvolsvelli og Hilmar Kristensson frá Hvolsvelli fiuttu iðnaðarráð- herra ávarp og mótmælaskjal. Hafði Magnús orð fyrir þeim þremenningum og sagði m.a.i Við Rangæingar höfum lengi mátt þola það óréttlæti að verða að greiða hærra raforkuverð en allur þorri landsmanna. Þó búum við i orkuríku héraði og meirihluti raforku landsmanna er framleidd- ur í okkar sýslu og á sýslumörkum. Nú er svo komið að við óbreittir þegnar héraðsins unum ekki leng- ur þeim órétti sem við teljum okkur beitta. Því erum við komnir hér á þinn fund hr. ráðherra til að bera þér mótmæli 1318 Rangæinga við háu raforkuverði og um leið að krefjast einhverra úrbóta. Við þykjumst hafa rökstudda von um úrbætur þar sem í núverandi stjórnarsáttmála eru ákvæði um að vinna að jöfnun raforkuverðs á landinu, auk þess hefur þú lýst áhuga þínum og vilja opinberlega til að koma þessu réttlætismáli í höfn. Það er skoðun okkar þessara 3 manna sem hér erum mættir, að þar sem ríkið aflar mest allar þeirrar raforku sem notuð er og öll þjóðin greiðir sameiginlega þann kostnað sem af því leiðir eigi allir þegnarnir að fá orkuna á sama verði. Við teljum að þessu markmiði verði ekki náð með öðrum hætti en þeim að ríkisheildin sjái um öflun, dreif- ingu og sölu orkunnar. Ódýr orka er undirstaða iðnaðar og aukinn iðnaður og úrvinnsla hráefna er undirstaða bættra lífskjara, þess vegna er ódýrari orka mál mál- anna í dag og þar á Islenska þjóðin ærinn auð, ef rétt er á málum haldið. Hr. ráðherra, við afhendum þér nú þessar undirskriftir Rangæinga ásamt rökstuðningi fyrir skoðun- um okkar í fullu trausti þess að þú ásamt þingmönnum okkar ráðir nú þegar einhverja bót á þessum vandamálum okkar Rangæinga. Magnús Finnbogason aí- hendir Hjörleifi Guttorms- syni iðnaðarráöherra mót- mælaskjal Rangæinga. Við hlið Magnúsar stendur Hilmar Kristensson, þá Jón Helgason alþingismað- ur og að baki Hjörleifs er Eggert Haukdal alþingis- maður og Matthías Péturs- son frá Hvolsvelli, Hér fer á eftir skjal það sem 1318 Rangæingar undirrituðu: Við undirritaðir íbúar í Rangár- vallasýslu, mótmælum harðlega því óheyrilega háa raforkuverði, sem nú er að ofbjóða gjaldþoli fjölmargra viðskiptavina Raf- magnsveitna ríkisins. Nú er svo komið, að þar sem t.d. ein fyrirvinna er fyrir fjölskyldu og hitað er upp með raforku neyðist fólk til þess að flytja í burtu, þar sem hitakostnaðurinn er algjör- lega óviðráðanlegur og ekkert í líkingu við það sem annarsstaðar þekkist og þetta gerist þrátt fyrir það að menn voru hvattir til þess að nota þessa innlendu orku, enda er raforkan orðin verulega ódýrari heldur en olía, sem flutt er inn langt utan úr heimi á uppsprengdu verði. En raforkan er framleidd í héraðinu og flutt um stuttan veg. Sá óheyrilegi verðmunur sem er á raforku eftir því hvar menn búa á landinu, er með öllu óþolandi. I því sambandi er rétt að benda á að allar meiri háttar rafveitur eru reistar fyrir framlög úr sameigin- legum sjóðum landsmanna, eða með erlendum lántökum sém öll þjóðin er ábyrg fyrir. Með hvaða rétti er þá þegnunum mismunað? Jafnframt er rétt að benda á að þeir aðilar, sem eru að reyna að halda uppi iðnaði eða annarri starfsemi verða algjörlega ósam- keppnisfærir og hljóta að gefast upp fyrr en síðar, en það leiðir til fólksflótta og stórkostlegrar byggðaröskunar. Þetta ástand er með öllu óþol- andi. Það er því krafa okkar að þegar í stað verði gerðar ráðstaf- anir til úrbóta. Eyjólfur Konráð Jónsson: Bændur íái laun greidd eins og aðrar stéttir MÓTTAKA á landbúnaðarvörum er í þann mund að stöðvast hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, KEA, vegna þess hve birgðir hlaðast þar upp, að því er Steingrímur Ilermannsson landbúnaðarráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Kom þetta fram í umræðum á fundi sameinaðs þings, þar sem tillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar um beinar greiðslur til bænda var til umræðu. Landbúnaðarráðherra sagði, að erfitt væri að gera grein fyrir því hvaða leið landbúnaðarlán fara í gegnum kerfið, bæði afurðalán og rekstrarlán, en Eyjólfur Konráð hafði farið fram á að fá slíkar upplýsingar, fyrr við umræðuna. En til þess að gefa nokkra hugmynd um það hvernig þetta fjármagn streym- ir frá bönkum og ríkissjóði til bænda, sagði ráðherra að auð- veldast væri að taka eitt ein- stakt dæmi, og því hefði hann fengið upplýsingar um stöðu mála hjá KEA. Sagði ráðherra, að nú væru þar 2 milljarðar og- 724 milljónir króna í mjólkur- afurðabirgðum. Af þessum birgðum hefði fengist út afurða- lán á 1625 milljónir. Mismunur- inn væri því 1100 milljónir, en af því hefði kaupfélagið greitt bændum 700 milljónir króna. Bændur ættu því inni það sem á vantaði. í ræðu lagði Eyjólfur Konráð á það mikla áherslu, að koma þyrfti fjármunum bænda fyrr til þeirra, þannig að þeir fengju laun sín greidd eins og aðrar stéttir. Kvaðst Eyjólfur vilja fara þess á leit við landbúnaðar- ráðherra að hann upplýsti allar greiðslur ríkissjóðs til bænda árið 1977, það er bæði niður- greiðslur og útflutningsbætur, einnig allar greiðslur Fram- leiðsluráðs til fyrirtækja, og skilagreinar frá stærstu afurða- sölufyrirtækjunum um það, hvenær peningarnir hefðu kom- ið inn á reikninga bænda. Sagði Eyjólfur að dagsetningar þyrftu að fylgja þessum upplýsingum. Þetta varðaði ferðasögu fjár- munanna frá ríki og bönkum til bænda, að svo miklu leyti sem þeir kæmust nokkurn tíma á leiðarenda. Eyjólfur sagði, að þessar tilögur um beinar greiðslur til bænda væru alls ekki settar fram til þess að brjóta Samvinnuhreyfinguna niður, eins og andstæðingar tillagn- anna segðu. Raunar væri það óverjandi áfellisdómur um hreyfinguna, að hún gæti ekki lifað ef bændur fengju sína fjármuni í hendur beint. Þetta sagði Eyjólfur að væri rógur um Samvinnuhreyfinguna, því auð- vitað gæti hún lifað í frjálsri samkeppni, þótt gera mætti ýmsar breytingar á henni til góðs. Þá ræddi Eyjólfur Konráð einnig um það, að það væri að sínum domi í hæsta máta óeðlilegt, að S.Í.S. tæki umboðs- laun af útflutningsbótum. í lok ræðu sinnar sagði Eyjólfur, að fyrst ríkið væri á annað borð að styðja við bakið á landbúnaðinum, þá væri æski- legast að hafa málið sem allra einfaldast, þannig að peningun- um væri komið beint til bænd- anna sjálfra. Ljósmvnd Mbl. Emih'a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.