Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Minning: Guðríður Guðnumds- dóttir frá Sandlœk Þaö var árið 1892, ellefta dag desembermánaðar, að hjónunum á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, Guð- rúnu Bjarnadóttur frá Tungufelli og Guðmundi bónda Ámundasyni, fæddist síðasta barn sitt. Það var telpa, sem í skírninni hlaut nafnið Guðríður Guðrún og nú í dag — að 86 árum liðnum — er til grafar borin, síðust allra systkina sinna. Guðríður heitin var komin af bændafólki Árnesþings í ættir fram, og barn sveitar sinnar hélt hún staðfastlega áfram að vera alla tíð þrátt fyrir um 60 ára búsetu í þéttbýli höfuðborgarinn- ar. I faðmi einhverrar fegurstu sveitar landsins tók hún út þroska sinn á tímaskeiði, er íslenzk sveitamenning um land allt reis einna hæst og náði mestum blóma. Jörðin Sandlækur er glæsileg stórjörð á mörkum Skeiða og Hreppa og bæjarstæðið hið feg- ursta. Þaðan má á björtum sumarmorgni líta víðáttumikla gróðurbreiðu Suðurlands, sem árnar, stórar og smáar, deila til sjávar, með bæjarlæk, sem um munaði, sjálfa Þjórsá, snertispöl austur frá bænum. í norðri blasa við lág og vinaleg Hreppafjöllin, gróin á brúnir upp, en í fjarska ber við himin tignarlegan fjallahring frá vestri til austurs með sjálfa dr^ttninguna Heklu í sólarátt. í þessu stórbrotna umhverfi ólst Guðríður heitin upp við mannlíf, sem sveitungi hennar og frændi, sér Árni Þórarinsson, löngu síðar í alkunnri ævisögu sinni kenndi við fegurð. Á þessum árum dafnaði í sunnlenzkum sveitum gróskumikið félagslíf, sem við nútímamenn megum um margt öfunda alda- mótakynslóðina af. Ungmennafé- lögin héldu uppi heilbrigðu skemmtanalífi, ýmsir nafnkunnir bændahöfðingjar efldu reisn stétt- ar sinnar, og heimili þeirra máttu kallast menningarmiðstöðvar. Kveðskapur var í hávegum hafður, enda hagyrðingar hvarvetna, og kirkjuferðir glæddu heimasöng og almenna söngmennt. Alla ævi síðan var henni furðulega mikið tiltækt af þessum kveðskap á góðum stundum, en mest mat hún þó kveðskap bræðranna Eiríks og Gests á Hæli, vitanlega að undan- skildum ljóðum og sálmum sjálfs prófastsins, sálmaskáldins séra Valdimars Briems á Stóra-Núpi, sem jafnan var henni ímynd hins sanna kirkjuhöfðingja. Sjálf ólst hún upp á mannmörgu rausnar- heimili í þjóðbraut, þar sem íslenzk gestrisni sat í öndvegi. Allt þetta setti á hana óafmáanlegt mark sitt, og þessara uppvaxtar- og þroskaára í sveitinni sinni minntist hún ævilangt með inni- legri gleði, sem þó var blandin nokkrum söknuði. • Á heimili sínu vandist Guðríður öllum venjulegum störfum þeirra tíma. En ekki var henni það nóg. Ung hélt hún til Reykjavíkur og lærði fatasaum hjá Andrési Andréssyni, hinum kunna klæð- skera, enda urðu þau næstu árin mörg karlmannafötin, sem hún saumaði á ýmsa sveitunga sína, unga og gamla. Mátti einu gilda, hvort hún gekk að hinum gróf- gerðari útistörfum eða fékkst við fíngerðustu handavinnu, allt lék það henni jafnt í höndum, enda komin af hagleiksfólki í marga ættliðu. Get ég ekki stillt mig að nefna sem lítið dæmi þessa, að jafnvel svo einskis nýtir hlutir að flestra dómi sem ýsubein, er að jafnaði lenda í sorptunnum fólks, urðu í höndum hennar að litlum, haglega útskörnum svönum. Um þessar mundir var að hefjast rekstur rjómabúa til smjör- og ostagerðar. Þessa nýj- ung lét Guðríður ekki fram hjá sér fara. Lagði hún nú land undir fót, hélt vestur til Borgarfjarðar og réðst nemandi í Hvítárvallaskóla til dansks manns, Grönfeldts að nafni, er sezt hafði að hér á landi og kenndi fjölmörgum vinnslu mjólkurafurða. Að námi þessu Ioknu tók hún að sér stjórn nýstofnaðs rjómabús í Biskups- tungum skammt frá kirkjustaðn- um Torfastöðum. Frá þessum tíma var henni m.a. minnisstæð björt sumarnótt árið 1917. Var hún þá skyndilega vakin af svefni við hófadyn, nýsofnuð eftir önn dags- ins, en síðan kvatt dyra. Var nú ekki um annað að ræða en klæðast Adam er i hörku formi þessa dagana, enda aldrei verið eins vel búinn til vetrarins. Nú eigum við geysilegt ún/al af stökum tweed og flauelsbuxum. Einhver þeirra hæfir þér örugg- lega. Líttu inn og kynntu þér nýju linuna hjá Adam. Hún er glæsileg. LAUGAVEGI 47 SI'M117575 að nýju og gá út. Þar voru þá komnir í heimsókn þrír þjóðkunnir menn, skáldið Stephan G. Stephansson, á ferð sinni um landið í boði ungmennafélaganna og vinur hans, Guðmundur Finn- bogason, síðar landsbókavörður, ásamt sóknarprestinum, séra Ei- ríki Stefánssyni á Torfastöðum. Langaði Klettafjallaskáldið til að sjá þessa miklu nýjung í íslenzkum landbúnaði, sem rjómabúin voru, og mátti nú hin unga rjómabús- stýra setja öll tæki búsins í gang til þess að sýna ferðalöngunum, hvernig að ostagerðinni væri unnið. Þótti báðum aðilum, henni sjálfri og þeim félögum, þetta fróðleg heimsókn og skemmtileg. Það átti þó ekki fyrir hinni glæsilegu sveitastúlku að liggja að vera húsfreyja á stóru sveitaheim- ili, eins og líklegast hefði mátt telja. Straumurinn til Reykjavíkur var hafinn og hreif hana með sér eins og svo marga aðra. I fyrstu mun hún ekki hafa gert ráð fyrir langri dvöl hér, en hún átti þó eftir að vara ævina á enda. Austur á Brekku í Biskupstungum hafði hún kynnzt ungum Árnesingi, mesta myndarmanni, Gísla Eiríks- syni frá Miðbýli á Skeiðum. Einnig hann var nú kominn til hins vaxandi útgerðarbæjar og hafði hafið sjómennsku á reykvískum togurum, sem síðan varð ævistarf hans. Árið 1921 gengu þau í hjónaband og stofnuðu hér heimili sitt. Það hjónaband varð' farsælt. Þeim varð auðið sex mannvæn- legra barna, tveggja dætra og fjöggurra sona, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa einn drenginn á fyrsta ári. En þrátt fyrir vaxandi ómegð má segja að þau hafi komizt allvel af á árum, sem nú mundu kölluð erfiðir krepputímar. í fyrstu bjuggu þau í þröngu leiguhúsnæði, eins og svo margir urðu að sætta sig við á þeim tímum, en réðust síðan í það + Eiginmaður minn og faðir, sonur og tengdasonur VALDIMAR ARNASON, andaðist í Ástralíu 12. desember. María Guðmundsdóttir og börn, Ásdís Kristinsdóttir, Árni Jóhannesson, Ólafía Sveinsdóttir. + Faöir okkar, HELGI DANÍELSSON, Safamýri 63, lést þriðjudaginn 12. desember, Börnin. Maöurinn minn, MAGNÚS JÓNSSON, Hralnsstaóakoti, Dalvík, veröur jarösunginn frá Dalvíkurkirkju laugardagínn 16. desember kl. 2. e.h. Laufey Þorleifsdóttir. + Útför móður okkar og tengdamóður SVANLAUGAR GUNNLAUGSDOTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni, í dag, föstudaginn 15. desember kl. 15. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Aóalsteinn Hallgrimsson, Marta Ragnarsdóttir, Þorsteinn Eggertsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnheiöur Ragnarsdóttir, Keld Jörgensen. + Viö þökkum af alhug öllum sem vottað hafa okkur samúö og vinarhug viö hina skyndilegu brottför sonar okkar SVEINS FRIÐRIKS EYVINDS. Elísabet Helgadóttir, Ingi Eyvinds, Helgi Eyvinds, Sigurrós Halldórsdóttir, Magnea i. Eyvínds, Sœmundur Runólfsson, Elín Anna Eyvinds, Auöur Eyvinds. + Þökkum auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU SIGURVEIGAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna Vífilsstaöaspítala. Snæbjörn Þór Snæbjörnsson, Unnur Björgvinsdóttir, Stefán Snæbjörnsson, Kristjana Aðalsteinsdóttir, Þorvaldur Valsson og barnabön.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.