Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 27 Því er nefnilega þannig varið að í Grundarfirði eru allir bátarnir og togarinn líka gerðir út af einstaklingum, sem ýmist eru starfandi eða fyrrverandi sjó- menn, og hafa því beinan hag af velgengni útgerðarinnar. Tii dæm- is eru 5 af 16 manna áhöfn um borð í togaranum Runólfi útgerð- armenn um leið, svipuð hlutföll eru sem betur fer á fleiri bátum hér í Grundarfirði. Verkalýðsfélagið getur svo átt það við sig, hvort það metur frekar þá, sem leggja fram manndóm og atorku til að skapa atvinnu og betri lífskjör fólkinu til handa í Grundarfirði, eða hina sem róa á aflatryggingasjóð. Fari það mat eftir pólitískum línum, býst ég við að b/v Runólfur og áhöfn hans fái lága einkunn. Ennfremur ætti verkalýðsfor- maðurinn að upplýsa af hverju því var sleppt, að segja frá báti, sem er lítið eitt minna skip en togarinn, að vísu nýkeyptur til Grundarfjarðar og er gerður út af fiskverkendum, en landar enn engum fiski hjá fyrirtæki sínu í heimahöfn og siglir með aflann. Ef til vill eru þar með í ráðum menn með nokkra sjálfsbjargarviðleitni, sem vilja reyna að standa óstudd- ir, þótt kommar séu? Ef hægt er að kaila atvinnu- ástandið í Grundarfirði alvarlegt vandamál, þá eru þau vandamál ekki erfið úrlausnar. Fólkið er búið að vinna mikið og hefur oft orðið að leggja ærið að sér, til að bjarga verðmætum fyrir land og þjóð, og verðmætasköpun þessa litla byggðarlags er sennilega komin yfir 2.2 milljarða nú þegar á árinu, sem eru um 2.6 milljónir króna á hvert mannsbarn í þorpinu. Það hefði því átt að gleðja alla að aðeins minnkaði hið mikla vinnuálag, sem of oft verður í aflasælu athafnaplássi. Það hefði átt að gleðja verkamennina, að konurnar þeirra hefðu frið til að baka jólakökurnar sínar og at- vinnuleysistryggingasjóður borg- aði þeim kaup á meðan, enda eru þær ár.æðanlega búnar að leggja inn fyrir því. • Á atvinnuleysisskrá eru 35 konur og 3 karlar, en Fiskverkun- arstöð Soffaníasar Cecilssonar vantaði starfsfólk á sama tíma, en samkvæmt reglum þarf fólk ekki að fara í vinnu hjá öðru fyrirtæki innan eins mánaðar, ef atvinna ellur niður hjá því fyrirtæki sem f,að hefur unnið hjá, þó svo að um sömu atvinnugrein sé að ræða, ef marka má upplýsingar forystu verkalýðsf élagsi ns. Það er því rétt að það komi fram að einmitt þegar starfsfólki Hrað- frystihúss Grundarfjarðax var sagt upp vinnu, vantaði fólk í saltfiskpökkun, en það fékkst ekki af fyrrgreindum ástæðum og fyrirtæki Soffaníasar Cesilssonar varð af afsetningu á þó nokkru magni af saltfiski fyrir bragðið. í Grundarfirði býr þróttmikið fólk með ágæta sjálfsbjargarvið- leitni. Það hefur kosið sér til forystu um margra áratuga skeið athafnasama menn með sjálfstæð- an hugsunarhátt. Verkin sína merkin, þvi hér hefur tekist að byggja upp allmyndarlegt byggð- arlag, sem Grundfirðingar eru stoitir af. Það er því ekki í anda þeirra að hugsjónaafstyrmin séu notuð til þess að ófrægja þá sem standa upp úr. Öfundin og aumingjadómur- inn, sem lýsir sér í umræddri grein Þjóðviljans er ekki frá fólkinu í Grundarfirði, hér er á ferð aðfeng- in inngjöf, sem á að nýta til þess að rjúfa það samstarf og þann samhug, sem hér hefur TÍkt alla jafnan. Niðurstaðan er því sú, að ekki var fjallað um atvinnuleysið í Grundarfirði í umræddri Þjóð- viljafrétt og forystugrein sama blaðs. Hér þóttust menn eygja tilvalið tækifæri til þess að ráðast á þróttmikið einstaklingsframtak, sem hefur staðið af sér og mun standa af sér meiri veður en þessa iðragolu úr Þjóðviljanum. Sú öfund og aumingjadómur, sem birtist í umræddum skrifum mun ekki ná að rífa það niður, sem hér hefur tekist að reisa, því til varnar er einstaklingsframtakið, sem blundar í hverjum dugandi manni. Grundarfirði 13.13. 1978. Guðmundur Runólfsson. f Lítið born hefur lítið sjinsvið Jólasvein- ar á úti- markaðnum Jólasveinar munu heimsækja úti- markaðinn á Lækjartorgi og skemmta börnum frá kl. 15—16 næstkomandi föstudag og iaugar- dag. Síðustu vikuna fyrir jóiin munu jólasveinarnir skemmta börnum á þessum sama tíma alla vinnudaga. Bahá’u’lláh og nýi tíminn ÚT er komin á íslensku bókin Bahá'u'IIáh og nýi tfminn eftir J. E. Esslemont í íslenskri þýðingu Eðvarðar T. Jónssonar. Bókin fjallar um Bahá’ítrúna, um opinberandann Bahá’u’lláh sem er höfundur hennar og það erindi sem hún á til samtímans. Bahá’u’lláh kom fram í Persíu um miðja síðustu öld, þannig að þau trúarbrögð sem bókin greinir frá eru yngstu trúar- brögð heims. „Bahá’u’lláh og nýi tíminn" hefur komið út áður á íslensku og er þetta þriðja útgáfa bókarinnar, sú fyrsta er frá 1939. Bókin skiptist í fimmtán kafla og er 286 bls. að stærð. Kápu teiknaði Geoffrey Pettypice, Prentstofa Guðmundar Benediktssonar sá um setningu og prentun og Arnarfell h.f. um bókband. Grafík á ísafirði SÝNING á grafíkverkum Richards Valtingojer-Jóhannssonar var opnuð í Bæjar- og héraðsbókasafninu á ísafirði laugardag 25. nóvember síðastliðinn. Myndirnar, sem eru steinþrykk og æting, eru nítján talsins og allar unnar á síðastliðnum þremur árum. Sýningin er opin á venjulegum útlánstíma bókasafnsins, virka daga frá kl. 14.00—19.00 og laugardaga kl. 14.00—16.00 og stendur til 18. desember. Flottadrengurinn Hassan er 12 ara. Hann a héima í helli nálægt Jerúsalem. Hann er fátækur og oft svangur og verður að leggja hart aö sér til að útvega sér og tveimur litlum telpum mat. Hassan lendir í mörgum spennandi ævintýrum. Hann flækist m.a. inní óaldaflokk, sem honum gengur erfiðlega að losna úr. Hann finnur einnig föður sinn, sem hann hafði villst frá. Flóttadrengurinn Hassan er raunsönn og hrífandi bók. Um leið og lesandinn fylgist með spennandi ævintýrum Hassans kynnist hann kjörum og vandamálum flóttafólks nú á dögum. Sænsk verölaunabók — kjörin fyrir börn og unglinga. Verð kr. 3240. Bókautgafan Salt, s. 18188 Margir muna eftir kvik- myndinni Brúin yfir Kwai-fljót. Dauðabúðirnar við Kwai-fljót hafa sama baksvið. Hér er þó ekki um skáldsögu að ræða heldur frásögn af raunveruleg- um atburðum. Höfundurinn segir frá því sem hann og félagar hans í breska hernum þurftu að þola í fangabúðum Japana við Kwai-fljót í seinni heimsstyrjöldinni. Dauðabúðirnar við Kwai-fljót er í senn spennandi og hrífandi frásögn. í fangabúöunum strituðu menn frammi fyrir byssukjöftum og hættu lífi sínu á flótta. Þeir örmögnuðust, tortryggni og fjandskapur fór vaxandi. Skyndilega uröu umskipti; Menn tóku að fórna lífi sínu hver fyrir annan og hjálpa hver öðrum... Hvað gerðist við Kwai-fljót? Verð kr. 5880. Fast i öllum bókaverzlunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.