Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Svanlaug Gunnlaugs- dóttir — Minningarorð Fædd 12. júlí 1920. Dáin 7. desember 1978. Nú þegar Svanlaug hefur fetað lífsferil sinii allan, kemur í hugann hversu oft líf hennar var barátta og stundum barist fyrir hverju fótmáli. Hún fæddist að Stóru-Hlíð í Vest.ur-Húnavatns- sýslu, dóttir hjónanna Jósefínu Sveinsdóttur og Asmundar Magnússonar, sem þar bjuggu ásamt börnum sínum sex. Svan- laug var aðeins rúmlega ársgömul þegar móðir hennar varð úti á sjálfan jóladag og heimilisfaðirinn neyddist til að bregða búi og koma börnum sinum fyrir hjá vinum og vandalausum. Það vildi Svanlaugu til happs að hún lenti hjá föður- systur sinni, Mörtu Guðrúnu Magnúsdóttur og eiginmanni hennar Gunnlaugi Magnússyni, að Ósi í Steingrímsfirði. Gengu þau henni í foreldra stað og var hún ævinlega kölluð Gunnlaugsdóttir, en rækti áfram samband við Ásmund föður sinn. Systkini sín sum hitti hún ekki fyrr en hún var orðin uppkomin kona. 1936 til 1938 var hún við nám að Reykjaskóla í Húnavatnssýslu, glæsilegur kvenkostur og vel gerð til sálar og líkama. Nútíminn hefði ugglaust gert úr henni innanhús- arkitekt og virkjað þannig lista- mannshandbragð hennar og smekkvísa uppröðunarnáttúru. Sjálf virðist hún hafa haft hug á því að gerast íþróttakennari og freistaði aö komast á íþróttaskól- ann að Laugarvatni. En það var með hana eins og marga samtíðar- menn hennar: hún fékk aðeins að finna reykinn af réttunum. Einn vetur vann hún í eldhúsi íþrótta- skólans og fékk fyrir náð að sækja tíma, þótt skólavera væri henni bönnuð sakir fjárskorts. Á Reykjaskóla hafði hún kynnst Ragnari Á. Magnússyni frá Ketu á Skaga í Skagafirði og stofnuðu þau heimili í Reykjavík árið 1943. Þau voru í hópi þeirra fjölmörgu sem ólust upp og mótuðust í sveit en þurftu uppkomin að skipta um jarðveg og festa rætur í borg. Ragnar braust í að læra til endurskoðanda og vinnur enn við þau störf, en í Svanlaugar hlut kom að annast um heimilið og ala upp fjórar dætur sem hún eignað- ist á fimm árum: Sigurbjörgu (1944), Mörtu (1946), Hrafnhildi (1948) og Ragnheiði (1949). Fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum í bænum eftir efnum og ástæðum, síðast í Glaðheimum 24. Árið 1967 slitu þau Ragnar og Svanlaug samvistum en viðhéldu ævinlega hlýju vináttusambandi. Svanlaugu kynntist ég einmitt þegar hún stóð á krossgötum eftir skilnaðinn, og varð vitni að því er hún hrapaði i einu vetfangi niður í ófaglært kvenkyns vinnuafl, en það ku vera neðsta trappa sam- félagsstigans. Á þessum kafla æviskeiðsins finnst mér eins og Svanlaug hafi verið stödd í óveðri sem á hverri stundu hótaði að sópa henni af yfirborði jarðar, og þurfti hún á allri sinni seiglu að halda til að klóra sig áfram. Iðulega varð hún að vinna á tveim til þrem vinnustöðum til að endar næðu saman: við saumaskap hér, skúr- ingar þar og kaffivei'tingar annarsstaðar. Haustið 1970 er eins og veðrið sé að ganga niður, hún er komin í fasta vinnu og flutt í eigin íbúð í Álfheimum 46. Þá er það kvöld eitt í svartasta skammdeginu að hún VALIÐ ER VANDALAUST AEG JÓLAGJAFIR STRAUJARN SAMLOKUGRILL RYKSUGU GRILLOFNAR KAFFIVEL BRAUÐ RIST BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚIA 9 SÍMI 38820 er keyrð niður þar sem hún er að labba yfir götu, og flutt mjaðma- grindarbrotin og brákuð á höfði á Borgarspítalann. Aftur lendir í fullkominni óvissu um fjárhags- lega afkomu hennar, fyrir utan I sálarkvalir sem veikindi hennar sköpuðu henni. Þrátt fyrir allt þetta, fer fjarri að Svanlaug hafi verið einhver píslarvottur. Þvert á móti var hún glaðbeitt manneskja og ævinlega veitandi í samskiptum sínum við aðra. Ég var sjálfur einn af þeim mörgu sem hún var óþreytandi í að liðsinna og ausa í gjöfum. Eftir að við Hrafnhildur sett- umst að í Frakklandi áttum við í bréfaskriftum við hana um átta ára skeið og þegar ég renni augum yfir bréfabunkann, undrast ég í annað skipti þetta lifandi mál, haldið við af linnulausum bók- lestri. Um erfiðleika sína er hún fáorð, en talar um að „lítið komi í koddaverið", þegar fjárhaginn ber á góma. I erfiðleikum sínum haustið 1970, skrifar hún: „Lífið mitt hefur nú mest verið vinna, en alltaf hef ég trúað góðum guði, hann hefur aldrei brugðist. mér, þó ég hafi nú ekki hagað mér vel á stundum. Ég les mínar bænir og ætla mér ekki að gera neinum til geðs.að gefast upp.“ Ónærgætni og fávitaskap sem hún varð fyrir, endurgalt hún með vorkunnsemi. Börn og dýr hændi hún að sér hvar sem hún hitti þau. Hún var snjöll hestakona þótt hún yrði að gefa það sport upp á bátinn sakir fjárskorts. Aftur á móti er ókeypis að vera góður við börn og stundum þegar maður heimsótti hana, var íbúðin morandi í börn- um og unglingum sem nutu þess að vera samvistum við þessa for- dómalausu og glaðlyndu konu. Dætur hennar fjórar og barna- börnin átta, voru stolt hennar og hvenær sem hún gat, lagðist hún í ferðalög til að heimsækja dætur sínar að Gufuskálum, Lundi, Kaupmannahöfn og Aix- en-Provence. Ég minnist hennar veturinn 1973, þegar við Hrafn- hildur stóðum með frumburðinn nýfæddan og hún kom fljúgandi yfir hafið til að signa hann og dvelja með okkur í jólafríinu. Þegar hún birtist stóðum við í ráðaleysi með drenginn organdi og hafði maður gengið undir mann við að hugga hann, en árangurs- laust. Svana lagði blaðskellandi frá sér ferðatöskurnar, tók dreng- inn í fangið og eftir eina ruggu- rennu og tvö, þrjú kjá, var hann sofnaður og grét ekki meira það árið. Það voru eftirminnileg jól og mikill drukkinn líkjör og spiluð vist. Aldrei var hún glaðari en við spil og talaði þá helst í orðskviðum og ljóðum en hafði handklæði við hendina til að þerra tárin þegar hlátursköstin komu yfir hana. I vor var hún enn á leiðinni í ferðalag þegar krabbamein kippti óvænt og harkalega í taumana. Vongóð lagðist hún undir hnífinn og ljáði aldrei máls á öðru en hún myndi vinna þetta stríð líka. í allt sumar var barist en 7. desember, sl. var orrustan töpuð. í svartasta skammdeginu skildi hún við, þessu skammdegi sem hafði svo oft verið henni þungt í skauti, er hún mátti hlaupa á milli vinnustaða og eltast við strætisvagna í rysjóttri tíð. Þessi árstími þegar fólk paufast áfram í svarta myrkri, þótt kominn sé miður morgunn. Ég kvaddi hana fáum dögum fyrir andlátið, hún rétti fram beinaberar hendurnar og tók tæplega ársgamlan dótturson sinn í fangið. Þau göntuðust hvort við annað og hún geislaði af gleði. Pétur Gunnarsson. Bók um efnahagsmál EFNAHAGSÞÆTTIR þeirra Ásmundar Stefánssonar og Þráins Tlt* lummtf Thualfu LIGHT MIGHTS ■IT«rv-liMli*j ■tolk • llngiHg ■Lugundi •■Patilrv ■Ckoil Il»l«l ■lliniir Jólamarkaður í Hótel Vík FERÐALEIKHÚSIÐ „Light Nights“ heldur jólamarkað í Ilótel Vík á morgun, laugar dag 16. desember og verður opnað kl. 14.00. Á boðstótum verða leikföng, sælgæti, skrautmunir, barna- rúm og fatnaður, bæði nýr og lítið notaður. Allt eigulegir munir. Markaðurinn er opinn til kl. 22.00. Eggertssonar, sem þeir hafa flutt í sjónvarpið, eru komnir út í bók. Ber hún titilinn EFNAHAGS- MÁL, og ér Almenna bókafélagið útgefandi. Forlagið kynnir bókina á þessa leið: „Þessi bók veitir yfirsýn yfir helstu þætti og þróun íslenskra efnahagsmála síðustu áratugina, og skýrir hagfræðileg hugtök. 97 skýringarmyndir fylgja textanum. Bókin skiptist í 6 kafla sem heita: Hvað er verðbóiga? Viðskiptin við útlönd. Ostöðugt efnahagslíf. Fjármál hins opinbera. Vinnu- markaður og tekjur. Þjóðarfram- leiðsla og hagvöxtur. Bókin er upphaflega samin fyrir sjónvarp og var efni hennar flutt þar árið 1978. Höfundarnir eru báðir háskóla- kennarar í hagfræði og þjóðkunnir fyrir ritgerðir sínar og aðra umfjöllun um hagfræðileg efni.“ Efnahagsmál er pappírskilja, 90 bls. að stærð. Bókin er unnin í prentsmiðju Árna Valdimars- sonar. *****

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.