Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 1
64 SIÐUR ttqgmiWbifófr 288. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gandhi í fangelsi Nýju Delhi, 14. desember. Reuter. MORARJI Desai forsætisráð- herra skýrði í dag írá þins- ályktunartillögu um fangels- un Indiru Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra og brott- vísun hennar úr neðri deild indverska þingsins oií fullvíst er talið að tillagan verði samþykkt. Desai er ákveðinn í að koma í veg fyrir að frú Gandhi komist aftur til áhrifa í indverskum stjórnmálum eftir óvæntan sigur hennar í aukakosningum á Suður-Indlandi. Dómar yfir ræningjum líks Chaplins Vevey, Sviss, 14. desember. Reuter. PÓLSKI flóttamaðurinn Roman Wardas var í dag dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að skipuleggja ránið á líki Charlie Chaplins og tilraunir til að kúga fé út úr fjölskyldu hans. Landflótta Búlgari, Gantscho Ganev, sem hjálpaði við að grafa upp líkið í svissneskum kirkjugarði 1. mars sl., fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Snowdon í hjónaband London, 14. desember. AP. SNOWDON lávarður, fyrrver- andi eiginmaður Margrétar prinsessu og ljósmyndari að atvinnu, tilkynnti í dag að hann ætlaði að ganga að eiga Lucy Lindsay-Hogg, 37 ára gamla fráskilda konu sem starfar við sjónvarp.á morgun, föstudag. Margrét prinsessa og börn þeirra tvö ákváðu að höfðu samráði við Snowdon lávarð að vera ekki viðstödd vígsluna til þess að komast hjá blaðaskrif- um. Stjórn Callaghans hélt naumlega velli London, 24. desember. Reuter. AP. BREZKA þingið samþykkti í kvöld með tíu atkvæða mun 300 gegn 290, traustsyfirlýsingu á stjórn James Callaghans for- sætisráðherra og er þar með sýnt að kosningar verða ekki í Bretlandi innan fárra vikna, eins og annars hefði orðið. Atkvæðagreiðslan fór fram að lokinni langri og harðri umræðu um launamálastefnu ríkisstjórn- arinnar, en stjórnin beið í gærkvöldi ósigur í tveimur atkvæðagreiðslum vegna þeirrar Miðausturlönd: Útilokað að ná sam- komulagi á næstunni Kaíró, 14. desember. AP. Reuter BANDARÍSKIR embættismenn gáfu í kvöld upp alla von um að friðarsamningar Egypta og ísraelsmanna næðu f höfn fyrir 17. desember, en þann dag verða þrír mánuðir liðnir frá því leiðtogar landanna gerðu sam- komulag sitt í Camp David. Vance utanrfkisráðherra Banda- ríkjanna kom f kvöld til Kafró og átti fund með Sadat forseta, en hann heldur á fb'studag til baka til Washington og er sýnt að þessi heimsókn ráðherrans til Mið- austurlanda hefur lítinn árangur borið. Ríkisstjórn ísraels kemur saman til fundar í fyrramálið og verður þá m.a. fjallað um hvort fallast eigi á tillögu Bandaríkja- manna um að stefna að kosningum meðal Palestínumanna á Vestur- bakka Jórdanár og á Gaza- -svæðinu fyrir árslok 1979. Blaða- fulltrúi Bandaríkjaforseta, Jody Powell, sagði í dag að nú væri það algerlega undir Israelsmönnum komið, hvort nokkurt samkomulag næðist. Það mun viðhorf Banda- ríkjamanna að Egyptar hafi verið mun sveigjanlegri í afstöðu sinni en Israelsmenn og gætir nú verulegrar óþreyju meðal banda- rískra ráðamanna í garð ísraels- manna. stefnu og ákvað Callaghan því að óska eftir trausti þingsins í kvöld og efna til kosninga væri það ekki veitt. í umræðunum í dag tilkynnti stjórnin að hún hefði ákveðið að falla frá því að beita einstök fyrirtæki refsiaðgerðum, ef þau fallast á að veita launahækkanir umfram þau 5%, sem ríkis- stjórnin hefur heimilað. Er talið að þetta atriði hafi tryggt stjórninni nægilega mörg at- kvæði til að hún héldi velli, en Verkamannafiokkur Callaghans hefur sem kunnugt er ekki meirihluta í neðri málstofunni og verður að treysta á stuðning ýmissa smáflokka. Callaghan viðurkenndi að at- kvæðagreiðslunni lokinni að stjórnin yrði að reyna að ná víðtækari samstöðu um launa- málastefnu sína en sagði jafn- framt að hann myndi ekki láta af þeirri fyrirætlun að takmarka launahækkanir við 5% á ári. Kaimda:78% Lusaka, 14. desember. AP KENNETH Kaunda, forseti Zambíu, vann óvenjulega mikinn sigur i forseta- kosningunum í Zambíu og hafði hlotið 78,7% atkvæða þegar talningu 85% atkvæða var lokið. Kjörsókn var 65—70% og helmingi fleiri greiddu atkvæði gegn honum en í síðustu kosningum 1973. Kaunda hafði óttazt að kjósendur kenndu honum um yfirstandandi efna- hagskreppu og vöruskort. Iransstjórn herdir tökin Mótmælaadgerdir bannaðar Teheran. II. des. Reuter. AP ÍRANSSTJÓRN tilkynnti í dag að gripið yrði til nýrra aðgerða Tvö skip talin af á Atlantshafi London, 14. desember. Reuter. AP ÓTTAZT er að tvö skip hafi farizt í óveðrinu mikla sem geisað hefur á Bretlandseyjum og hafinu suður undan þeim undanfarna daga. Leítarvél frá v-þýzka flughernum fann í dag tvo gáma á floti skammt frá Azoreyjum og er víst talið að þeir séu úr v-þýzka flutningaskipinu Miinchen, en það sendi frá sér neyðarskeyti á þriðjudag. Um borð voru 28 manns, og er ekkert vitað um afdrif þeirra. Leitarflugvélar fundu einnig í dag brak úr franska togaranum Alcyon og er talið að hann hafi sokkið á Ermarsundi með átta manns um borð. Alls hafa sjö manns látið lífið á Bretlandseyjum af völdum oveðursins. Lézt alit fólk þetta með þeim hætti að hvassviðrið feykti til bílum þess þannig að árekstrar urðu. Allmargir hafa verið fluttir frá heimilum sínum á eyjunni Portland og þar hafa brezk yfirvöld lýst yfir neyðar- ástandi. til að binda enda á mótmæla- aðgerðir á götum úti og koma í veg fyrir verkföll, sem lamað hafa efnahagslífið í landinu vikum saman. Stjórnvb'ld virðast nú ákveðin í því að stöðva allt ofbeldi sem fylgt hefur mótmæl- um gegn og til stuðnings írans- keisara undanfarna mánuði. All- ir ríkisstjórar og lögreglustjórar hafa fengið fyrirmæli um að grípa í taumana verði efnt til mótmæla, sem raskað gætu reglu og friði almennings. Jafnframt fengu ráðuneyti og opinber fyrir tæki fyrirmæíi um að segja þegar upp störfum öllum þeim, sem ekki stunda störf sín með eðlileg- um hætti. Forsætisráðherra landsins, Azhari hershöfðingi, sagði í dag, að verkfallið í olíuiðnaðinum í landinu hefði valdið landsmönnum mestu tjóni og hefði þegar þurft að flytja inn nokkurt magn af olíu- íranskeisari átti í dag fundi með nokkrum framámönnum í stjórn- málum og er ekki talið ósennilegt, að hann hyggist reyna að koma á borgaralegri stjórn í landinu að nýju innan skamms. Nú er talið að 80 manns hafi farizt í óeirðunum í borginni Isfahan í íran, en þar hafa verið átök stuðningsmanna og andstæð- inga keisarans. fýrir liðsinni við Baader-Meinhof Stuttgart, 14. desember. Reuter. TVEIR ungir Vestur-Þjóðverjar voru í dag dæmdir til fangelsis- vistar í Stuttgart fyrir að hafa veitt hryðjuverkasamtökum Baad- er-Meinhof liðsinni. Báðir menn- irnir, Volker Speitel og Hans-Joa- chim Dellwo, játuðu að hafa aðstoðað lögfræðinga Baad- er-Meinhof-hópsins við að smygla vopnum til skjólstæðinga sinna. Við réttarhöldin í málinu kom m.a. fram, að Speitel útvegaði Arndt Miiller lögfræðingi skotvopn þau, sem Andreas Baader og Jan-Carl Raspe notuðu á sl. ári til að fremja sjálfsmorð, en Múller kom þeim inn í fangelsið földum í skjala- bunka. Réðust Víetnam- ar inn í Kína? Tokyo, 14. desember. AP. VÍETNAMSKIR hermenn tóku í dag á sitt vald þrjár hæðir skammt innan landamæra Kína, að því er kínverska fréttastofan Bsinhua skýrir frá í dag. Segir fréttastofan að Víet- namar hafi gert árás á landa- mærastöð Kínverja og síðan hafi rúmlega 40 víetnamskir hermenn ruðzt yfir landamærin og lagt undir sig hæðirnar þrjár. Atburðir þessir áttu sér stað i Liachang í héraðinu Kwangsi. Halda Kínverjar því fram, að Víetnamarnir hafi hafið skot- hríð á nærliggjandi þorp, þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir á hæðunum og i skothríð- inni hafi kínverskur landa- mæravörður, Liang Chien, særzt alvarlega. Kínverska utanríkisráðuneyt- ið mótmælti því á miðvikudag harðlega við sendiráð Vietnams í Peking, að Víetnamar hefðu hvað eftir annað ráðizt yfir kínversku landamærin að undanförnu og stofnað til í 11— deilna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.