Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 29 Félag íslenzkra stórkaupmanna: Matvöru- og vefnaðarvöru- heildsala rekin með 2-4,5% tapi í FRÉTTATILKYNNINGU frá Félagi íslenzkra stórkaupmanna ítrekar félagið ennþá þá skoðun sína að núverandi verðlagskerfi sé orðið úrelt og staðfesti könnun verðlagsstjóra á innflutningsverði í haust það álit og skoðun félagsins sé sú að frjáls álagning sé það eina sem tryggi neytendum hagkvæmast vöruverð. Könnun á afkomu heildverzlun- arinnar árið 1977 leiddi í ljós að afkoman það ár er um það bil helmingi lakari en meðaltal ár- anna á undan og er útlit fyrir að ýmsar greinar heildverzlunar verði reknar með verulegu tapi í ár, því á þessu ári hefur álagning tvisvar verið skert og lækkuð í heildina um 20%. Að síðustu segir í tilkynningu FÍS, að afkoman í heildverzlun sé verst í matvöru og vefnaðarvöru. Slík fyrirtæki séu rekin með tapi sem nemi 2—4.5% og ef ekki kæmu til umboðslaunatekjur þá væri tapið 6—8%. — Félag ís- lenzkra stórkaupmanna skorar því á verðlagsyfirvöld að leiðrétta heildsöluálagningu nú þegar, áður en í algjört óefni er komið og tryggja þannig hag neytenda. Ennfremur segir að frelsi í verðlagsmálum muni leiða til þess að vöruverð lækki með aukinni samkeppni, hagkvæmari innkaup- um og dreifingu. Álagning inn- flytjenda myndi svara til eðlilegs dreifingarkostnaðar og hagnaðar til að byggja upp heilbrigð innlend heildsölufyrirtæki sem geti útveg- að neytendum vörur á hagkvæm- asta verði svo og framleiðendum hráefni á bezta fáanlega verði. Hin úreltu verðlagsákvæði hafa haft það í för með sér, að í sumum greinum er heildverzlunin orðin hverfandi lítil. Þetta veldur því, að í stað þess að kaupa hjá innlend- um heildverzlunum kaupa smásal- ar af erlendum heildsölum og framleiðendum og innkaupin verða yfirleitti fleiri, smærri, óhagkvæmari og birgðahald flyzt að mestu út úr landinu. Petter bátavélar Eigum enn óráöstafaö á gamla veröinu: 1 stk. PETTER bátavél 16,5 hestöfl. 1 stk. PETTER bátavél 6 hestöfl. Einnig eigum viö fyrirliggjandi nýjar og notaöar landvélar. ^ Vélar og skip h.f. Grandagaröi 1 b, sími 27544. Nú gefur Happdrætti Há- skólans þér kost á skemmti- legri og óvenjulegri jólagjöf handa vinum og vanda- mönnum. Þú getur fengið sérstakt gjafakort hjá næsta umboðsmanni HHÍ. kortið er gefiö út á nafn eigandi þess getur sér mióa í HHÍ '79 hátíðar hjá hvaða urti manni sem er! Gjafakort HHI getur óváeni orðið að gleöilegri jólagjof, ef vinningur fellur á miðann, sem valinn er. Vinningur er alls ekki ólík- legur — vinningshlutfall HHÍ er það hæsta í heimi! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna Gleðíleg jólagjöf Jólaplatan sem enginn má vera án þessi jól né önnur. V. Þeir sem koma fram á þessari plötu eru: Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ruth Reginalds, Egill Ólafsson, Berglind Bjarnadóttir, Kór Öldutiínsskóla, stjórnandi Egill FriÖleifsson, ÞórÖur Árnason, Manuela Wiesler ofl. Hljómplötuútgáfan h.f. Laugavegi 33, R. Sími 11508. ■■■■!■ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.