Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1978, Blaðsíða 7
35 samt vona ég að starf þeirra hér haldi áfram. í Hólminum og Reykjavík Viljið þér segja eitthvað um starfið í Stykkishólmi? Klaustrið og spítalinn í Stykkishólmi voru hugsuð sem miðstöð kirkjulegs starfs fyrir vesturhluta landsins, ekki að- eins til þess að prestar hefðu þar samastað, heldur líka til þess að systurnar p;ætu geislað út frá sér kærleika kirkjunnar ofí verið lifandi vitni .um hana ojj starf hennar. S.vsturnar hafa rekið sjúkrahúsið með miklum ágætum, rekið vinsæian sunnu- dagsskóla og barnaheimili að sumrinu, fyrir utan almenna gæslu barna fyrir mæður sem vinna úti, og auk þess reka þær prentsmiðju kirkjunnar, sem prentar þær bækur og blöð sem kirkjan gefur út, starfi sínu til gagnsemdar og til fræðslu um kenningar og líf kirkjunnar. Þetta starf er ómetanlegt fyrir okkur. Þér munið að sjáifsögðu eftir doginum. þogar þór komuð hingað til Islands. Hvornig áhrif hafði landið þá á ykkur? Já, ég man vel eftir komu minni til íslands. Ég kom til Keflavíkurflugvallar kl. hálf tvö aðfaranótt 18. desember. Ég hafði auðvitað ekki séð neitt niður á landið, en það var þá snævi þakið milli fjalls og fjöru. Á Keflavíkurflugvelli tók á móti mér hópur manna og í þeim hópi man ég sérstaklega eftir séra Hákoni heitnum Loftssyni. Ég hélt þá um nóttina hingað heim á Egilsgötu 18. Ég get ekki neitað því að það fór hálfgerður geigur um mig að koma norður í allt þetta m.vrkur og allan þennan snjó. 20. desember var ég svo formlega settur inn í embættið í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Það gerði dr. Bruno Heim, sem var þá sendifulltrúi Vatíkansins á Norðurlöndum. Með honum voru Jóhannes Gunnarsson biskup og Taylor heitinn, Stokkhólmsbiskup. Við- staddur þessa athöfn var fjöldi manna, forseti Islands, biskup, borgarstjóri Reykjavíkur, ýmsir ráðherrar og fyrirmenn ríkis og borgar, auðvitað ijöldi fólks úr söfnuðinum og margt fólk ann- að. Eftir athöfnina, sem fór fram um kvöldið, var opinber móttaka gesta á Hótel Sögu. Kom þangað margt af því fólki, sem var við athöfnina í kirkj- unni, enda var hver sá boðinn sem koma vildi. Fyrir þessari móttökuhátíð stóð nefnd frá söfnuðunum hér í Reykjavík. Nú er St. Jósefsspítali hér í Reykjavík ekki lengur rekinn af reglu Jósefssystra. Með þeim umskiptum virðist allmikið hafa dregið úr starfsemi kaþólsku kirkjunnar hér. en þetta er máske sama þróunin og orðið hefur í öðrum löndum, svo hér er ekki um neitt séríslenskt fyrirbrigði að ræða. Já, St. Jósefsspítali er ekki lengur kaþólsk stofnun. Að sumu le.vti er þessi breyting til komin vegna systrafæðar, þar sem aðsókn að reglunni hefur minnkað, en auk þess hefur sú breyting orðið á í sjúkrahús- málum að umönnun sjúkra er ekki lengúr unnin sem kærleiks- verk, eins og hún var áður. Nú er þetta starfsemi, sem haldið er uppi af ríkinu. Þegar systurnar byrjuðu starf sitt hér, var hér enginn spítali og þær unnu starf sitt án þess að taka laun fyrir. Nú hafa launaðar hjúkrunar- konur tekið við störfum þeirra. Þetta sama hefur gerst hvar sem er í nálægum löndum, og jafnvel þar sem systur vinna enn að hjúkrun, vinna þær bara sitt starf sem hafa ekkert per- sónulegt samband við sjúkling- ana. Nú er líka til nóg af sérmenntuðu hjúkrunarfólki hér á landi svo að hin brýna þörf fyrir hjúkrunarstarf systranna er ekki hin sama og áður var. Framtíðin Ilvað vilduð þér segja um framtíðarverkefnin hér á landi. hiskup? Á þeim þarf engin breyting að verða. Við reynum eins og áður að breiða út all'an boðskap Krists með þeim aðferðum sem tiltækar eru, t.d. persónulegum viðræðum, útgáfu bóka og blaða, svo og kynningu á málefnum okkar í fjölmiðlum, eftir því sem tækifæri gefast til. Ilvað er yður nú. dr. Frehen. á þessum tímamótum í starfi yðar. oíarlega í huga. án þess að það snerti beinlínis trú eða kirkju? Það er þá helst það að ég verð því ánægðari yfir að vera hér sem árin verða fleiri. Hér er gott andrúmsloft, rólegra mann- líf en annars staðar og minni spenna. Mér líður betur hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu, sérstaklega af því að fólkið hér er rólegra. Hér er lítið um glæpi, samanborið við önnur lönd, sérstaklega lítið um rán og líkamsárásir. Siðgæðisverðmæti eru í hærri metum hér en víða annars staðar, menn meta fjöl- skylduna og ættarböndin mikils og hafa áhyggjur af því, ef ráðist er að stöðugleika fjöl- skyldunnar. Menn gera sér grein f.vrir, hversu mikilvæg hún er f.vrir lýðræðið í landinu því að gott heimilis- og fjölskyldulíf er hornsteinn heilbrigðs þjóð- félags. Fólkið er heiðvirt hvert gagnvart öðru og ber virðingu hvert fyrir öðru. Og allt þetta er góður bakhjallur fyrir 'kenning- ar kristinnar kirkju. Loks langar mig til að spyrja hiskupinn um hvort líkur séu á að Island eignist sinn eigin dýrling. Við eigum þrjá dýrlinga, þá Þorlák helga, Jón helga og Guðmund góða. Helgi tveggja þeirra fyrri var staðfest á Alþingi og hinn þriðji var af almenningi talinn helgur maður. Ég reyndi þegar í upphafi biskupsdóms míns að fá helgi þeirra Þorláks og Jóns staðfesta í Róm. en gat ekki uppfyllt þau skilyrði, sem til þess var krafist, en það voru fyrst og fremst lýsingar á æviferli þeirra og dýrkun í rás aldanna. Ég vona líka að í framtíðinni komi aðrir dýrling- ar til sögunnar hér á landi, hver veit nema meðal okkar leynist fræ þeirra verðleika sem fyrir hendi verða að vera til slíkrar útnefningar. Áður en við kvöddumst úti á tröppunum, spurði ég dr. Frehen nær hann myndi ganga fyrir Jóhannes Pál páfa. Taldi hann sennilegt að það yrði að öllum óbreyttu eftir fjögur ár. Mundi hann þá fara til Páfagarðs í fylgd með kollegum sínum, kaþólskum biskupum á hinum Norðurlöndunum. Það hefði verið svo að biskupar norðan úr álfu hefðu haft samflot suður til Rómar þegar þeir hafa farið til fundar við páfann. Við höfðum orð á þvi að ekki væri nú sú jólastemmning yfir Reykjavík (þá var brúnamyrkur og hitastigið 6—8 stig) eins og þegar hann kom hingað í fyrsta skipti en þá ríkti vetur konung- ur. — Já, en veðrið hér hefur átt einstaklega vel við mig — öll þessi ár, sagði biskupinn. Sv.Þ. Bezta skák Ólympíumótsins Það fer ekki hjá því að á jafn geysi.sterku skákmóti og síð- asta Ólympíumóti hlýtur að vera tefldur fjiildi góðra skáka. í Buenos Aires mátti næstum tclja á fingrum annarrar hand- ar þá af sterkustu skákmönn- um heims sem ekki voru mættir til leiks. Þar verður auðvitað að nefna heimsmeistarann Karpov og landa hans Tal og Balashov. en allir þrír áttu sæti í sovézku sveitinni. Úr síðustu áskorendakeppni vantaði þá Bent Larsen. sem hefur ákveðið að tefla ekki á Ólympíumótum á meðan þau eru tekin til stigaútreiknings. Vlastimil Ilort sem sat heima eins og aðrir fremstu skákmenn Tékka og Henrique Mecking frá Brazilíu. en hann mun eiga við alvarlegt heilsufarsvandamál að stríða. Enginn ágreiningur varð um það í Buenos Aires að Ungverjar ættu sigurinn skilinn. Þeir voru með mjög jafna og sterka sveit og hætt er við að þeir verði Rússum einnig skeinuhættir á næsta móti, jafnvel þó að þeir Karpov og Tal mæti. Sveit Ungverja er mjög ung, það er einungis Portisch sem er kom- inn um fertugt og við eigum áreiðanlega eftir að heyra nöfn eins og Ribli, Sax, Adorjan, Csom og Vadasz oft i framtíð- inni. Það er vissulega erfitt að halda því fram að ein skák sé bezt á slíku stórmóti, en skákin sem hér fer á eftir kemst áreiðanlega mjög nærri því. Þessi skák, sem tefld var í níundu umferð, varð reyndar mjög örlagarík, þar sem hún varð þess valdandi að Rússar töpuðu sínum fyrsta leik í mótinu. Ilvítt: Polugajevsky (Sovétríkjunum) Svarts Pfleger (V Þýzkalandi) Tarrasch vörn 1. cl-RfG. 2. Iíf3-eG. 3. g3—d5. 1. Bg2—c5. 5. cxd5- exd5. 6. dl-RcG. 7. 0-0-Be7. 8. Rc3—0-0. (Hér er komin upp grundvall- arstaðan í Rubinstein-Schlecht- er afbrigðinu í Tarrasch vörn og skiljast nú leiðir. 9. b3 hefur verið mjög í tízku upp á síðkastið, en nýjustu skákir benda til þess að hvítur hafi þar ekki eftir miklu að slægjast. Jan Timman hefur hins vegar nýlega sigrað bæði Gligoric og Ivkov með athyglisverðri leikað- (Nú er kominn tími til þess að rekja forsögu þessarar skákar. Á skákmóti í Montilla á Spáni 1975 kom þessi staða einmitt upp í viðureign sömu manna. Polugajevsk.v lék þá 11. e3, en fékk tapað tafl eftir 11. ... Rd7! 12. Bxe7—Rxe7, 13. b3!?-Rxe5, 14. dxe5—Da5!, 15. Del-Hfd8, 16. bxc4?—dxc4, 17. f4-Hd3!, 18. Re4—Da3, 19. Rg5-Hxe3, 20. Dbl—Bf5, 21. Dxb7—Hf8, 22. Hael?—Hxel, 23. Hxel—c3. Athyglisvert er að leikurinn 11. Rxc4!? kemur til greina. Svartur ætti þó að halda sínu eftir 11.... dxc4, 12. Bxf6—Bxfö, 13. d5—Bd7, 14. dxc6—Bxc6, 15. Bxc6—bxc6, 16. Dc2—Hb8). eftir MARGEIR PÉTURSSON 11. RxcG-bxcG. 12. b3-Da5. 13. Ra l —IIfd8.11. e3 (í annarri einvígisskák þeirra Spasskys og Portisch í Genf í fyrra lék sá f.vrrnefndi hér 14. Dc2, en komst ekkert áleiðis eftir. 14. ... Hac8, 15. Bxf6- Bxf6, 16. Rc5—Bxd4!, 17. Rb7- Db6, 18. Rxd8—Hxd8 og svartur hefur nægilegt spil fyrir skipta- muninn). c5!? (Glæfralegur ieikur, sem Pfleger hefur án efa undirbúið fyrir fram). 15. BxfG —gxfG. 1G. dxc5- Bxc5.17. Dh5! (Hvassast og bezt. Einföldun- in 17. Rxc5—Dxc5, 18. bxc4- dxc4 var svörtum í hag, t.d. 19. Df3—De5, 20. Df4-Hab8, 21. Hacl—Hb2). ferð: 9. dxc5—Bxc5, 10. Bg5—d4, 11. Bxf6—Dxf6, 12. Rd5—Dd8, ■ 1 A 13. Rd2! og hvítur stendur -1 1 eitthvað betur). • á m 9. Bg5—c l! & ■ i (Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt fram á réttmæti þessa leiks). ■£■ H B ^ fPP up ípi ^ ig 10. Re5 —BeG. 19. Hael? (Hvítum hefur greinilega yfirsést svar svarts, enda kannski ekki nema von. Bezt var 19. e4! og staðan er geysitvísýn eins og sjá má af eftirfarandi möguleikum: 1) 19. ... c3?!, 20. exdö—c2, 21. Hdcl—Bxd5, 22. Be4! 2) 19. ... cxb3, 20. exd5 og nú a) 20. ... IIc4?!, 21. axb3- Bgl, 22. Dh4—B.xdl, 23. Dxc4- Del+, 24. Bfl og hvítur stendur til vinnings. b) 20. ... Dxa4, 21. dxeö—f.xeö, 22. axb3—Dxb3, 23. Hxd8+—Hxd8, 24. Hxa7-Ddl+ og skákin leysist upp í jafntefli. í síðastnefnda afbrigðinu verður svartur þó að taka millileikinn 22. Bh3! með í reikninginn) Dbl! 20. Bxd5—IIxd5. 21. Hxd5 cxh3!! (Þetta var leikurinn sem Polugajevsky sást yfir. Hann er nú skyndilega varnarlaus). 22. IIxc8—Bxc8. 23. axb3- Bgl!. 21. Dh 1 —Del+. 25. Kg2- Be2!. 2G. g 1 (26. Hg5+ var vindhögg vegna 26. .., Kh8!). Dfl+ 27. Kg3 —Dgl+. 28. Kfl- I)g2!. 29. DxfG —Dxf2+!. 30. Ke5—De3+. 31. Kf5-Df3+. 32. Ke5 — De3+. 33. Kf5-Bd3+. 31. Hxd3—Dxd3+. 35. Kg5-De3+. 3G. Kh5—Be7! og hvítur gafst upp. * Skákþættinum barst nýlega í hendur nýtt alþjóðlegt skák- tímarit, The New Chess Plaver. Ritið er 191 bls. að stærð og er því ætlað að koma út fjórum sinnum á ári. Ritið líkist júgóslavneska Informatornum að mörgu leyti. I þessu fyrsta hefti eru 391 skák, flestar með skýringum auk þess sem fyrstu 30 bls. eru helgaðar nýjungum í byrjunum. Þá eru birtar móta- töflur í öllum helstu mótum á síðasta ári. Skákirnar eru allar flokkaðar eftir byrjunum og er því um mjög eigulegt rit að ræða fyrir alla skákmenn sem vilja fylgjast með því nýjasta á skáksviðinu. Meðal þeirra sem skýra skákir fvrir hið nýja> tímarit eru þeir Petrosjan. Browne, Miles, Gheorghiu og Guðmundur Sigurjónsson auk margra annarra þekktra skák- manna. Áskrift er að ritinu má fá í helstu bókaverzlunum, en það er brezkt að uppruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.