Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 19 Sjálfstœðisflokksins að standast Alþýðubandalaginu snúning, ef stjórnarsamstarf þessara flokka heldur áfram. Alþýðubandalagið hefur sett sín skilyrði og ráðið ferðinni. Eitt skilyrðið hefur þó farið fyrir ofan garð og neðan, að kaupmáttur launa yrði sá, sem að var stefnt með sólstöðusamningunum 1977. Sannleikur- inn er sá, að kaupmáttur launa er mun lægri en þá var stefnt að og verður engu hærri en með febrúar-maí ráðstöfunum í vetur, sem mest var barizt á móti. Alþýðuflokkurinn hefur að vísu í áróðri talið sig hafa sérstöðu meðal stjórnarflokkanna og sett samstarfsflokkum sínum skilyrði ekki einu sinni heldur a.m.k. þrisvar, en koðnað jafnoft niður, þegar á hefur reynt. En það er einn stjórnarflokkanna, sem setur ekki nein skilyrði. Framsóknarflokknum er nóg að fá að vera með í ríkisstjórn, sjálfur er hann stefnulaust rekald. Framsóknarmenn eru svo fullir minnimáttarkenndar eftir fylgistapið til Alþýðubandalagsins í sumar, að þeir þora ekki annað en að sitja og standa eins og Alþýðubandalagið. í orði láta Framsóknar- menn enn í það skína, að þeir séu efnislega sammála Alþýðuflokknum, en á borði þora þeir ekki að slíta sig frá Alþýðubandalaginu. Stjórnarflokkarnir sitja raunar á svikráðum hver við annan og bíða fyrst og fremst færis að koma hver öðrum á kaldan klakann. í því felst veikleiki ríkisstjórnarinnar, og á meðan er landið stjórnlaust. x-x-x Verðbólgan stefnir í 50—60% aukningu á næsta ári og rekstrarstöðvun atvinnuveganna er á næsta leiti, atvinnuleysi blasir við, ef ekkert verður að gert. Öll segjumst við vilja koma í veg fyrir slíka þróun, en flest viljum við, að aðrir byrji og röðin komi síðast að okkur, ef einhverju skal til fórna. Lausn vandans er auðvitað hið fornkveðna að eyða ekki meiru en aflað er, í því felst að auka aflann, verðmætasköpunina, og draga úr eyðslunni. Framleiðslan og útflutningsverðmæti verða ekki aukin eða dregið úr eyðslu nema við búum við rétta gengisskráningu, sem ræðst af framboði og eftirspurn. íslenzka krónan á að geta verið gjaldmiðill hvar sem er. Launþegar eiga að vera frjálsir að því, hvernig þeir verja launatekjum sínum, hvort heldur til ferðalaga erlendis eða neyzlu innanlands. Örlög íslenzku krónunnar eiga ekki að verða hin sömu og þeirrar tékknesku, en þar í landi er sagt að dollarinn seljist fyrir meira en helmingi hærra verð hjá leigubílstjóra en í banka, að ekki sé talað um gengið í Sviss. Það á ekki að kosta 2 ferðir í banka og margra daga bið að fá yfirfærslu á 10 þús. kr. greiðslu eins og viðgengst hér á landi með tilheyrandi skriffinnsku og starfsmannahaldi. Við íslendingar verðum eins og aðrir að sætta okkur við það að lífskjör okkar byggjast á því, hvaða gagn við getum gert öðrum, hvaða verðmæti við getum látið öðrum í té að mati þeirra sjálfra. Utanríkisverzlun okkar er hlutfallslega mikil og því þurfa hefðbundnar útflutningsgreinar og nýr útflutningsiðnaður á þeim hvata að halda, sem rétt gengisskráning felur í sér, en með sama hætti er og tryggð hagkvæmasta ráðstöfun innflutningstekna. Gengi íslenzku krónunnar verður stöðugt, ef við gerum ekki meiri kröfur til atvinnuveg- anna, opinberrar þjónustu og fjárfestingar en tekjur okkar sem þjóðarheildar segja til um, — ella hljótum við að þurfa að þynna út gjaldmiðilinn, og lækka gengi íslenzku krón- unnar, eins og reynslan hefur sýnt okkur. x-x-x En eftir sem áður er sá vandi óleystur hvernig við eigum að skipta tekjunum innbyrðis okkar á milli og hins opinbera, ríkis og sveitárfélaga. Við Sjálfstæðismenn höldum því fram, að einstaklingarnir skapi verðmætin og því eigi þeir að halda sem mestu af sjálfsaflafé sínu. Sönnunarbyrðin hvíli á skattlagningarvaldinu, að peningunum verði betur ráðstafað af hinu opinbera en einstaklingunum sjálfum. Sam- kvæmt þessu viljum við takmarka útgjöld ríkisins við ákveðið mark af þjóðarframleiðslu. Fráfarandi ríkisstjórn tókst að koma útgjöld- um ríkisins niður í tæp 28% af þjóðarfram- leiðslu úr 31—32% en nú sækir aftur í sama farið. Á næsta ári nema 4% þjóðarfram- leiðslu tæpum 30 milljörðum króna. Skatt- heimta ríkisins verður því 25—30 milljörðum króna meiri en fráfarandi ríkisstjórn miðaði við og er engu að síður stefnt í umtalsverðan hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári. Allir eru sammála um, að hallarekstur ríkissjóðs virkar eins og olía á verðbólgueldinn, og almennari skilningur en áður er að vakna á skaðsemi of mikillar skattheimtu. Hreyfingar erlendis, bæði austan hafs og vestan bera þessu vitni, og eru ummæli sænska nóbelsverðlauna- hafans í hagfræði Gunnars Myrdal, sem ekki verður sakaður um hægri villu, nýjasta dæmið um það. Auknar skattaálögur ríkis og sveitarfélaga hér á landi eins og þær birtast í gerðum vinstri stjórna í landi og höfuðborg eru til þess fallnar að auka spennu og kaupkröfur, sem magna munu verðbólguna. En auk þessa stríðir slík skattaáþján gegn réttarvitund almennings. Hafi beinir skattar áður einkum verið launþegaskattar eykst misræmið og misréttið enn. Herskari skattalögreglu stoðar hér ekki ef menn telja siðferðilega afsakanlegt og mögu- legt að skjóta undan skatti. Skattalög verða að vera í samræmi við réttarvitund almennings og skilyrði þess er, að einstaklingar og fyrirtæki fái að halda a.m.k. helming af síðustu krónunni, sem unnið er fyrir. X - X - X Hemill og síðan samdráttur í útgjöldum hins opinbera er nauðsynlegur en tekst ekki nema afnumin verði eða fækkað sjálfvirkum ákvæð- um um kostnaðarþátttöku ríkisins. Hér er vissulega úr vöndu að ráða, því að menntun, öryggi og heilsugæzlu viljum við tryggja öllum landsmönnum án tillits til efnahags. En sívaxandi afskiptasemi hins opinbera af öllum sviðum mannlegs lífs krefst nýrra stofnana og starfsliðs til eftirlits og skriffinnsku, sem hleður utan á sig kostnaði fyrir hinn almenna skattborgara. Og nýjasti tillöguflutningur á Alþingi bendir til þess að það sé hugsjón nýrra þingmanna, að háleitasta hlutverk íslendinga sé að rannsaka líf og starf hvers annars fremur en að vera sinnar eigin gæfu smiðir. Skatttekjur hins opinbera fara bæði í SJA NÆSTU SÍDU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.