Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 20
1 g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 SJÓNVARP & ÚTVARP Sjónvarp nýárskvöld kl. 23.30: Hugvekja að kvöldi nýársdags Séra Jón Auðuns dómprófastur flytur huRvekju í sjónvarpi á nýaískvöld kl. 23.20. Að kvöldi nýarsdags, hugvekja, sem séra Jón Auðuns, fyrrum dómprófastur flytur, hefst í sjón- varpi mánudagskvöld kl. 23.30. „Ætla ég að lesa skemmstu aevisögu, sem ég hef lesið. Hún er skráð í átta orðum í einu af bréfum Páls postula um ungan mann, sem í hita æskuáranna gekk kristindóminum á hönd. Síðan kólnaði hjartað og að lokum yfirgaf ungi maðurinn postulann." „Ég segi þessa sögu í varúðar- skyni. Ég geri ráð fyrir að á áramótum finni margur þörf fyrir að vinna heit fyrir komandi ár. Þá er líka saga þessa unga manns mikil hvöt til trúmennsku, trú- mennsku við gefið heit.“ Sjónvarp þriðjudag kl. 20.30: Kórallar Gimsteinar sjiiunda meginlands- ins. nefnist þátturinn í mynda- flokknum Djásni hafsins. sem hefst á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Verður í myndinni fjallað um kóralla af ýmsum tegundum, stærðum og gerðum og sambýli þeirra. Fjallað verður um lífsháttu þeirra, sem fer eftir gerð, og ýmsar hættur, sem kóröllum stafa af í sambandi við breytingar á umhverfi í sjónum, svo sem efnabreytingum ýmsum og meng- un, sem þeir eru ákaflega við- kvæmir fyrir. Sjónvarp þriðjudag kl. 20.55: Takmarkanir á k j arnorkuvopnum Umhcimurinn, viðræðuþáttur um crlenda viðburði og málefni, í umsjá Magnúsar Torfa Ólafsson- ar. hefst í sjónvarpi þriðjudags- kvöld kl. 20.55. Að þessu sinni verður fjallað um SALT-viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þar sem þær virð- ast nú komnar á lokastig, sagði Magnús, er hann var inntur nánar eftir efni þáttarins. Þessar viðræð- ur snúast um það að þessi helztu kjarnorkuveldi komi sér saman um takmarkanir á fjölda lang- drægra kjarnorkuvopna, en mál þessi eru æði flókin, því sífelldar breytingar verða í vopnabúnaði, sem taka verður tillit til í samningsgerðinni. Gengið hefur á ýmsu, en horfur eru á að öll meginatriðin í samningsgerðinni séu leyst. Fyrst SALT-samningur þessara ríkja var gerður 1972, er Richard Nixon fór til Moskvu til undirrit- unar samningsins, en nú stendur til að Breshnev komi tii Washington. Magnús Torfi Ólafsson Eitt verka Errós. hugmyndin fengin úr lífi Chilebúa í stjórnartíð Allendes. Sjónvarp nýárskvöld kl. 20.25: Erró VIÐTALSÞÁTTUR við Guðmund Guðmundsson. Erró, í umsjá Árna Johnsen. hefst í sjónvarpi nýárskvöld kl. 20.25. Þátturinn var kvikmyndaður á einum degi í júní í Reykjavík og Leirársveit. I þættinum verður hrugðið upp myndum af verkum Errós, myndum sem voru á sýningunni í Kjarvalsstöðum, sem mun vera langstærsta sýning Errós og liklega ein stærri einkasýning í Evrópu. I viðtalinu er fjallað um hans viðhorf, feril og vinnubrögð í málverkinu. Komið er meðal ann- ars inn á hvert hann sækir sinn efnivið. Kemur það einnig fram, a'ð það fyrsta, sem hann gerir um langt árabil tengt íslandi, eru skreytingar við ljóðabækur Matt- híasar Johannessens. Brugðið er upp myndum af þessum íslenzku verkum og Matthías les tvö ljóð með myndskreytingunum. í danslagaþætti útvarpsins, sem hefst kl. 00.10 á gamlárskvöld verður skemmtiþáttur í umsjá Jörundar Guðmundssonar og Ragnars Bjarnasonar og hljómsveitar hans, þar sem fjallað verður um ýmis atriði, sem efst hafa verið á baugi í léttum dúr í tali og tónum. Einnig koma ýmsar þckktar persónur í heimsókn. Þuríður Sigurðardóttir hefur söng að nýju með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar í kvöld, en þátturinn stendur 1 hálfa klukkustund. Sjónvarp nýárskvöld kl. 21.25: Frænka Charleys Frænka Charleys, gamanleikur eftir Brandon Thomas, í sjónvarps- gerð Eric Sykes, hefst í sjónvarpi mánudag, 1. janúar kl. 21.25. Segir í leikritinu frá Charley og Jack vini hans og unnustum þeirra Amy og Kitty. Charley segir Jack að hann eigi von á forríkri frænku sinni Donna Lucia frá Brasilíu í heimsókn og Jack fær þá hugmynd að halda henni stórveizlu og þeir bjóði vinstúlkum sínum. Gamanleikur þessi var frumsýnd- ur 1892 í Lundúnum og sýndur 1466 sinnum á næstu 4 árum og síðan verið mikið sýndur á vegum atvinnu- og áhugamannaleikhópa um allan heim. Eric Sykes er í aðalhlutverki og jafnframt leikstjóri. Eric Sykes sem frænkan og Jimmy Edwards sem Spettigue í myndinni Charley's Aunt, sem hefst í sjónvarpi mánudagskvöld kl. 21.25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.