Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 29 Vogarfólkið er þekkt fyrir skemmtilegan persónuieika og heillandi viðmót. Það er kurteist og tillitssamt og skynjar vel tilfinningar og þarfir annarra. Réttlætiskennd vogar er rík og hún reynir að vera sanngjörn og vinsamleg við hvern mann. Slfkt útheimtir hins vegar mikla orku og þvf geta samskipti vogar við aðra stundum reynt töluvert á þrek hennar. Vogarfólk hefur yfirleitt nóg í sjálfu sér og reynir ekki að troða skoðunum sfnum upp á aðra — að minnsta kosti ekki fyrr en vegnir hafa verið plúsar og mfnusar. Hins vegar getur vogarfólkið átt til stirfni og þvermóðsku og allt að þvf ágengni ef því er að skipta og það telur á rétt sinn gengið. Vogarfólk er ekki alltaf sérlega góðir mannþekkjarar og koma stundum upp örðugleikar vegna þessa. Vogin er jákvæð og heldur ljúf. en þegar fólk veldur henni vonbrigðum, snýst hún oft öndverð við og gerir þá ósanngjarnar kröfur til viðkomandi vegna þess að hún gerir sér ekki alltaf Ijóst að þessi vandamál eru sprottin af hennar eigin fljótfærni. Vogarfólk hefur mikla þörf fyrir ytri fegurð og samræmi og þolir ekki óreiðu og það sem ljótt er. Margar vogir hafa framúrskarandi hæfileika til að bera til forystu og stjórnunar og ná langt á þvf sviði, ef þeir beita sér á annað borð. Vogin vill halda frið en hún vill ekki kaupa friðinn hvað sem hann kostar og hún getur verið umdeild f meira lagi. Vogin er f langflestum tilvikum hæfileg hlanda af jákvæðum og neikvæðum eðlisþáttum, en benda má á að fólk f vogarmerki sem fætt er nálægt jómfrúnni er oft of gagnrýnið á aðra og sumt vogarfólk hefur lúmskt gaman af slúðri og slaðri. Árið 1979 býður upp á margt ánægjulegt til handa vogarfólki. Vfst verða á veginum vandamál sem skynsamlegt er að takast á við snarlega, en fjölbreytni og litríki verða næg. Vinir skipta vogir miklu máli á árinu og trúlegt að þær þurfi töluvert til þeirra að sækja. Nýir vinir skyldu valdir af kostgæfni og hyggilegra að treysta bönd við gamla vini en æða út f að stofna til nýrra. Sum þeirra vandamála sem gera vart við sig eru f sambandi við heilsuna. Þessi vandamál eru mörg af sálrænum toga spunnin enda vogin viðkvæm f meira lagi og gerir kröfur til sfn og frammistöðu sinnar, svo að stundum tekur út yfir allan þjófabálk. Peningamálin eru á hinn bóginn f stakasta lagi svo fremi að ekki sé farið út í eyðslu og spennu. Kæruleysi í peningamálum kynni að verða afdrifarfkt, og margar vogir kunna lítt með fé að fara. Ferðalög sýnast ekki áberandi, enda vogir heimakærar og una sér bezt f fámenni, þó svo að þörf þeirri verði ekki alltaf svalað. Rómantíkin er Iffleg og til nýrra ástarsambanda virðist stofnað og gætu f sumum tilvikum orðið varanleg. Nokkrir borgarar fæddir f vogarmerki. Albert Guðmundsson, alþm.. Ellert B. Schram, alþm.. Sonja Diego, fréttamaður, Jón Haraldsson, arkitekt, Silja Aðalsteinsdóttir. kennari, Jón Sólnes, alþm., Svava Jakobsdóttir, alþm., Ingvar Jónasson, fiðluleikari, Friðrik Sóphusson, alþm., Jón Ásgeirsson, tónskáld. Sporðdrekinn er það merki stjörnuhringsins sem hvað erfiðast er að lýsa. Fólk sem fætt er f þessu merki ber f sér miklar öfgar. Sporðdrekar geta verið ófyrirleitnir, stjórnsamir, og hrokafullir. Þeir koma alltaf beint framan að efninu og þeim hlutum sem við er að fást og sjaldnast reiðubúnir til að slá af eða semja um málamiðlun. Viljastyrkur þeirra er slfkur að takist þeim að hafa hemil á og beizla skapsmuni sfna geta þeir náð langt og umfram allt látið gott og nýtilegt af sér leiða. Sporðdrekar hlífa sér ekki við starfa — og þeir hlífa ekki öðrum sem þeir umgangast heldur. Þcir eru óhemjumiklar tilfinningaverur, þrátt fyrir hrjúft yfirborð og gera miklar tilfinningalegar kröfur til annarra. þótt ekki séu þeir alltaf reiðubúnir sjálfir til að gefa af sér. Sporðdrekar eru oft bráðir f skapi og hefnigjarnir og eiga erfitt með að fyrirgefa migjörðir þótt þær virðist ekki stórvægilegar á mælikvarða eilffðarinnar. Stundum getur hefnigirni þeirra farið út í hinar verstu öfgar svo að þeir ráða ekki lengur neitt við neitt. Sporðdrekar eru baráttuglaðir og gefast ekki upp þótt móti blási, er þá frekar að þeim hlaupi kapp í kinn. Sporðdrekar eru erfitt fólk f umgengni og sambúð ef þeir láta eftir sér að koma fram eins og þeir eru klæddir — og það gera þeir flestir — en þeir eru miklum hæfileikum gæddir og hið versta mál hversu örðugt þeim er að hemja lund sína því að það verður þeim helzti fjötur um fót. Þeir cru ekki aðeins sálarlegar tilfinningaverur, heldur hafa þeir löngum verið taldir einna þurftafrekastir til holdlegra samskipta við hitt kynið. Sporðdrekar eru ágætir skipuleggjend- ur og mikið gáfufólk er í þessu merki og þrátt fyrir alla sína miklu vankanta eru f þessu merki hreinustu öðlingar innan um — en þeir eru umfram allt sporðdreka-öðlingar. Mikið verður um að vera á árinu sem í hönd fer og sporðdrekinn ætti að fá útrás fyrir töluvert af hinni ótæmandi orku sinni. Heppni í starfi og velgengni virðist almenn, og þeir sem eru að hef ja ný störf una hag sínum allbærilega. En þó verða sporðdrekar að leggja nokkuð að sér sjálfir, því Jánið og lukkan kemur ekki skokkandi og situr um kyrrt án þess nokkuð sé fyrir haft. Vinir eru nauðsynlegri sporðdrekum en flestum öðrum, þrátt fyrir að þeir vilja helzt láta líta út fyrir að þeir þarfnist ekki annarra en sjálfra sfn. Þetta ár mun einnig töluvert á vini sporðdrekans reyna. Heilsufar hjá flestum sporðdrekum verður í góðu lagi, minni háttar óhöpp og kvillar gera vart við sig eins og gengur, en fátt sem sýnist stórvægilegt er í aðsigi. Ástamálin heldur viðburðasnauð, en sporðdrekar hafa þó lag á að ná sér í ævintýri ef þeim býður svo við að horfa. Á heimilum er útlitið gott og helzt að greinir þar geri vart við sig fyrri hluta árs. Nokkrir borgarar fæddir í sporðdrekamerkinui Eiður Guðnason, alþm., Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, Guðjón Einarsson, fréttamaður, Garðar Sigurðsson alþm., Björn Bjarnason. deildarstjóri, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, Pálmi Jónsson, alþm., Garðar Gfslason, borgardómari, Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar. Bogamaðurinn hefur að alalsmerki heiðarleika, hispursleysi og vitlega afstöðu til Iffsins. Fólk sem er fætt í þessu merki er að nokkru leyti hugsjónafólk. en það er hagsýnt og fhugult Ifka og lætur ekki draumóra ráða yfir sér. Bogamenn eru athafnasamir og skjótráðir. Þeir eru ekki ýkja umburðarlyndir en allra sízt geta þeir þolað órétt og óheiðarleika f hverri mynd sem hann birtist. Bogmaður er sjálfstæður í lund og afstöðu sinni til mannlffs og meðbræðra. ekki sérstaklega hjálpsamur eða fórnfús en traustur og frábær vinur vina sinna. Þeir eru miklir málskrafsmenn f jákvæðri merkingu og fólki þykir ánægja að vera í návist þeirra. f öllum helztu grundvallaratriðum eru þeir vænt fóik. sem að vísu hefur heitt skap og stekkur oft upp á nef sér en þeir eru ekki langræknir. Bogmenn hafa yfirleitt skemmtilega og óþvingaða framkomu. Þeim hættir til að taka sér allt of margt fyrir hendur, sjást ekki fyrir og afleiðingarnar geta oft verið töluvert innra stress sem þeir ráða illa við, Bogmenn eru lífsglaðir en þeim, sem fæddir eru nálægt sporðdrekanum, hættir þó við að ýkja — til gleði eða sorgar, blíðu eða strfðu. Margir bogmenn verða dugandi forystumenn á sfnu sviði. Helzti galli bogmanns getur verið óþolinmæði gagnvart þeim sem ekki sýna eins mikla skerpu og þeir sjálfir. Vegna þessarar óþolinmæði geta og spunnizt frekari vandamál en hafi bogmaður vald á henni er björninn unninn. Breytingar og tilbreytni eru bogmanni yfirleitt vel að skapi og ferðalög hans mesta yndi, einkum þeirra sem annars vegar eru f nánd við sporðdrekann og hins vegar nærri steingeitinni. 1979 lítur út fyrir að verða í meira lagi ánægjulegt og fjölbreytilegt ár bogmanni. Engin fær þó öllu sfnu framgengt átakalaust og við því skyldi bogmaðurinn vera viðbúinn og átta sig á að tálmanir eru til þess gerðar að yfirvinna þær. Bogmanni hefur oft verið nauðsyn að ígrunda mál af meiri þrautseigju en honum hefur verið lagið. en oft á næsta ári verður það beinlfnis nauðsynlegt að flana ekki að neinu. Fjármálin viðráðanleg á árinu. en hyggilegra að sýna þar nokkra aðgæzlu. Fyrir þá bogmenn sem ekki eru f hjónabandi eða föstu sambandi býður árið upp á fjölda mörg ævintýri, flest af þeim skilja að vfsu engin ósköp eftir sig, en þó eru f nokkrum tilvikum mynduð tengsl sem dýrmæt verða. Heilsan verður betri á nýju ári en þvf liðna. en f því efni sem öðrum verður bogmaður þó að leggja nokkuð af mörkum. Nokkrir borgarar fæddir f Bogamannsmerkinui Kjartan Jóhannsson, ráðherra, Egill Friðlcifsson, söngstjóri, Haukur Helgason, ritstjórnarfulltrúi, Sverrir Runólfsson, vegagerðarmaður, Þorsteinn Gunnarsson, leikari, Geir Hallgrfmsson. alþm. Jón Skaftason, alþm., Þórarinn Ragnarsson blaðamaður, Kristján Eldjárn, forseti Islands. Ríkasti þátturinn f eðli vatnsbera hefur löngum verið mannúð og náungakærleikur. Fólk. sem er fætt í þessu merki hefur mikla samúð með þeim sem þjást og allt af vilja gert að veita iiðsinni sitt. Vatnsberar eru sannorðir og heiðarlegir. Þeir eru umburðarlyndir og gera sjaldnast þær kröfur til náungans að hann fari f einu og öllu að vilja þeirra. Þeir eru ákaflega miklir einstaklingshyggjumenn og þar sem þeir beita sér vinna þeir iðulega hið merkasta verk. Vegna þess að vatnsberar eru yfirleitt þægilegir í viðmóti og vinsamlegir eru þeir vel þokkaðir. Hins vegar eru þeir nokkuð ópersónulegir og eignast ekki marga vinl. Vegna þess hve þeim er eiginlegt að vera alúðlegir telja fleiri þá vini sfna en reyndin er. Vatnsberi er tryggur í vináttu sinni og trúr f ástum og mikið þarf að ganga á svo gengið sé fram af vatnsbera. Þá skeliir vatnsberi enda hurðinni f lás og leið er ekki til baka. Vatnsberar hafa næmt taugakerfi og vissulega eru þeir vatnsberar til sem eru eigingjarnir og falskir tækifærissinnar en slfkt heyrir þó til undantekninga. Vatnsberum er mikil þörf á þvf að meðbræður þeirra sýni þeim hlýju. enda þótt þeir séu sjálfir ekki alltaf færir um að tjá tilfinningar sínar með orðum. Vatnsberar eru samvizkusamir og iðjusamir f starfi og hættir á stundum til þess að láta misnota sig vegna þess hve þeim er annt um að siíta ekki sundur friðinn. Árið 1979 virðist hagstætt vatnsberum sem eru metnaðargjarn- ir og staðráðnir í að ná markmiðum sfnum. Ferðalög gætu verið mikilsverðari en á undanförnum árum. Heilsan ( góðu lagi og hjá þeim sem þjást af króniskum kvillum gæti Ifðanin skánað. Fjárhagsvandi gæti komið upp og trúlegt að vatnsberar þurfi nokkuð að herða sultarólina um hríð en það stafar einfaldlega af því að lifað hefur verið árið á undan um efni fram. Hvað ástamálunum viðvfkur virðist þetta ekki albezti tfminn og útlit fyrir að vatnsberar séu svo uppteknir við önnur störf og hugðarefni að rómantfkin verði útundan. Þó benda lfkur til að nokkrir muni finna sér nýja og dægilcga vini sem gætu verið vatnsbera hugnanlegir. 1979 er ekkert tfmamótaár fyrir vatnsbera en það er annasamt og f mörgu að snúast og athafnaþörf vatnsbera ætti að vera fullnægt. Sennilegt er að afskiptasemi af hálfu ættingja eða vina fyrstu mánuðina, einkum f samhandi við peningamál. fari nokkuð f taugarnar á vatnsberanum en þá er að taka af skarið og sýna festu og sjálfstæði. í vinnu ætti flest að ganga eðlilega fyrir sig og lítur út fyrir að á þvf sviði nái vatnsberar umtalsverðum árangri, sem mun koma þeim og umhverfi þeirra verulega til góða. Skapandi iðja vatnsbera á árinu mun bera ávöxt og vekja athygli þar sem þeir eru á þeim buxunum. Hvers konar starf að líknar- og félagsmálum sem eru ær og kýr margra vatnsbera mun einnig bera ágætan ávöxt. Nokkrir borgarar fæddir í Vatnsberamerkii Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, Gísli Magnússon, pfanóleikari, Friðjón Þórðarson, alþm., Tómas Helgason, prófessor, Guðni Guðmundsson, rektor, Jóhanna Kristjónsdóttir. blaðamaður, Elfn Pálmadóttir, blaðamaður, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Níels P. Sigurðsson, sendiherra, Ágúst I. Jónsson, blaðamaður, Sigtryggur Sigtryggs- son. blaðamaður. Steingeit 21. desember — 19. janúar Steingeitum er svo lýst að þær séu alvörugefnar, fhaldssamar viljasterkar en síðan eru gerðir hinir ýmsu fyrirvarar á eins og vera ber. Steingeitur eru kappsamasta fólkið f stjörnuhringnum, þær eru ærlegar og kalla á virðingu annarra. Þær hafa rfka skyldutilfinningu og vilja standa vel fyrir sfnu máli. Þær biðja ekki svo giatt um greiða, en sé þeim gert viðvik eru þær ekki f rónni fyrr en það er endurgoldið. Þær vilja sum sé helzt ekki standa f neins konar skuld við aðra. Þær hafa ýmsa fordóma en fara vel með þá og vænta þess sama af öðrum. Til eru þær steingeitur sem eru bæði smásmyglislegar og þröngsýnar og vilja þá Iftt gera til að setja sig inn f hugsanagang annarra. en þessar gerðir steingeitar eru fáséðar. Þeim er nauðsyn að njóta aðdáunar vina og ættingja þótt margar fari vel og allt að því leynt með þá þörf sína. Margt fólk f steingeitarmerkinu er ákaflega metnaðarsamt. Það hefur ágætan sjálfsaga og nær markmiðum sfnum með seiglu frekar en offorsi eða áhlaupum. Þeim er annt um að reyna að vera réttsýnir í hverjum hlut en í skapgerð þeirra eru ýmsar sveiflur sem sjást ekki alltaf á ytra borði, og þeim hættir nokkuð til bölsýnis og þunglyndis ef þeim finnst Iffið leika sig grátt. Steingeitur eru sumar frumlegar f hugsun og oft skapandi og geta á þvf sviði getið sér mikið orð. Þeim er ráðlagt að rækta með sér frumleikann og hugarflug og láta ekki alvarleikann ná tökum á sér. Steingeitur eru oft ágæta vel máli farnar en óþarfa málalengingar eru þeim ekki að skapi. Árið 1979 einkennist af velgengni á mörgum sviðum, einkum hjá hinum metnaðarfyllri steingeitum. Þó skyldu steingeitur taka með í reikninginn að stundum er ytra borð glæstara en innihaldið. Steingeitur skyldu keppa að þvf að halda f jármálunum á hagstæðu stigi og ef vel er að unnið ætti það að takast. f starfi verður ekki um miklar breytingar að ræða og á heimili flest með felldu. þótt nokkur ágreiningsmál geti að vfsu komið þar upp. Áhyggjur af heilsufari getur steingeit verið að mestu laus við á árinu að minnsta kosti hvað sjálfa sig snertir. Listsköpun og hugsmfði kann að taka töluvert af orku steingeitar á árinu og enda steingeitur staðráðnar f að láta taka eftir sér. Rómantfkin er að venju ekki rfkjandi hjá steingeitum og bendir ekkert til að þar á verði nein umtalsverð breyting. Nokkrir borgarar fæddir í steingeitarmerkii Ólafur B. Thors, borgarfulltrúi, Ásbjörn Magnússon, sölustjóri, Elfas Snæland Jónsson, blaðamaður, Ólafur Skúlason, dómprófastur, óli Tynes, blaðamaður, Gils Guðmundsson, alþm., Þorhjörn Guðmundsson. ritstjórnarfulltrúi, Björn Vignir blaðamaður. Anders Hansen, blaðamaður. Þolinmæði, blíða og rausn eru beztu eiginleikar þeirra sem fæddir eru f fiskamerkinu. Fiskar eru vfðsýnir og margir eru umburðarlyndir, einkum þeir sem eru fæddir í grennd við vatnsberamerki. Fiskar hafa sérstakt lag á þvf að eiga góð samskipti við aðra og ná á þeim valdi, án þess það virðist fylgja því nokkur fyrirhöfn. Fiskar eiga einnig auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og viðhorfum. en þeir eru hálir og ekki alltaf hægt að festa hendur á þeim. Fiskar eru harðskeyttir og afdráttarlausir ef þeir telja sig þurfa að bera hönd fyrir höfuð sér, en dagfarsprúðir og vellyntir að öllu jöfnu og kyrrð og næði hugnast þeim allra bezt. Fiskar hafa yfirleitt góða kfmnigáfu og margir þeirra hafa yndi af tónlist og bókmenntum. Þeir eru yfirleitt vinmargir og tryggir, umhyggjusamir foreldrar og veita börnum sfnum athygli og blfðu. En enginn er gallalaus og margir fiskar eru ákaf lega veiklundaðir og geta ekki staðist freistingar í neinu formi. Þeir eru f þeim tilvikum sjálfum sér og þeim sem næstir þeim standa verstir. Þá skortir sjálfstraust og frumkvæði og verða að ieita um of eftir þvf að aðrir taki á sig ábyrgð sem þeir með réttu skyldu bera. Þeir lifa f sfnum eigin draumaheimi og f honum bera þeir af öðrum. Duttlungasemi og fýlugirni einkennir suma fiska. Ráðrfki verður vart við hjá þcim fiskum sem fæddir eru í grennd við hrútsmerkið. Þegar á heildina er litið gengur margt f haginn fiskum á árinu 1979, en nauðsynlegt er að hafa þó augun opin og gleypa ekki við tillögum og/eða gylliboðum fyrr en málið hefur verið fhugað gaumgæfilega. Búast má við að samskipti fiska við þá sem þeir starfa með — einkum ef fiskur er yfirmaður eða atvinnurekandi — gangi mun betur á nýja árinu en undanfarið. Þeir fiskar sem hyggjast skipta um starf á árinu verða flestir heppnir. Á heimavígstöðvum getur dregið til tfðinda og verður að gæta vel að ef fiskar vilja varðveita sambönd eða hjónabönd því að ýmislegt kann að verða þar þröskuldur í veginum. Hvað heiisufar snertir þá Iftur út fyrir að orka og dugnaður sé með mesta móti og þvf skyldu fiskar gæta þess að ofreyna sig ekki. Fiskar skyldu á flestan hátt reyna að fylgja skynsamlegu mataræði. vegna þess að sveiflurnar á árinu kunna að verða það miklar að það borgar sig að vera sæmilega undir þær búinn Ifkamlega séð. Þó verður árið sem fyrr segir heldur jákvætt og býður upp á ýmsa möguleika til ánægjuauka fiskum. Nokkrir borgarar fæddir f fiskamerkii ólafur Jóhannesson. forsætisráðherra. Magnús Kjartansson, fyrrv. ráðherra, Hannes H. Gissurarson, námsmaður, Hreinn Halldórsson, íþróttamaður, Hjalti Rögnvaldsson, leikari. Jóhannes Tómasson, blaðamaður, Árni Johnsen, blaðamaður, Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður, Markús Á. Einarsson. veðurfra-ðingur, Björn Thors, blaðamaður, Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.