Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 25 auk dvalargesta í kvennaflokki og fjölskylduflokki. Einnig dvöldu um 100 unglingar þar um bænadagana á vegum Kristi- legra skólasamtaka. Sumarstarf KFUM í Vatnaskógi Mjög margir þekkja nokkuð til starfs KFUM í Vatnaskógi, en sumarbúðastarfið hófst fyrir 57 árum þegar 4 foringjar úr KFUM fóru með 12 drengi austur í Biskupstungur og dvöldu þar í vikutíma. Næsta sumar var farið með drengina í Vatnaskóg hinn 3. ágúst 1923. Hafst var við í fyrstu í tjöldum og matur var eldaður í litlum skúrum. Er þess minnst að oft rigndi hressilega í Skóginum á þessum árum svo sem fram á þennan dag og sérstaklega minnast menn sum- arsiris 1929 er allt fór bókstaf- lega á flot. Þetta varð til þess að dreng- irnir, sem voru í flokknum yfirleitt um 89 drengir í hverj- um. Drengirnir koma víðsvegar að af landinu og einnig koma alltaf nokkrir frá útlöndum, því feður þeirra eru að starfi erlendis, en vilja að synirnir fái að kynnast Vatnaskógi eins og þeir. Þá er einnig ánægjulegt, þegar afarnir eru að leita eftir upplýsingum, um starfið, því þeir ætla að senda barnabörnin til dvalar í Vatnaskógi. Margskonar starf fer fram í Vatnaskógi og er staðurinn í notkun fyrir æsku landsins frá páskum og fram á haust. Síðast liðið sumar var haldið þar fermingarbarnamót, sem prestar á Vesturlandi stóðu fyrir, og mikill fjöldi sótti. Um bænadagana var haldið Kristi- legt skólamót og einnig var annað haldið að haustinu. Þá var Almenna kristilega mótið í júní með mikilli þátttöku. Um verzlunarmannahelgina var mót Á unglingaviku félaganna er hiustað af athygli. Tómstundakvöld. hittust 17. júlí 1929 og stofnuðu sjóð til þess að byggja skála í Vatnaskógi. Þessi samtök nefndu þeir Skógarmenn KFUM, og verða þau 50 ára næsta sumar. Þessi flokkur hefur safnað fyrir byggingum og öðru, sem nota þarf í Vatna- skógi, auk þess að annast um sumarstarfið. Þetta er merkileg- ur þáttur í sögu íslenzkrar kristni, sem ekki verður rakin hér. Sumarið 1978 voru 10 dvalar- flokkar fyrir drengi og voru fyrir Unglingadeildir KFUM og K. Og í september var að venju Biblíunámskeið og í framhaldi af því fræðslunámskeið fyrir starfsmenn KFUM og K. Síðast var svo Kristilegt stúdentamót í október. \ Ánægjulegur þáttur í starfinu í sumarbúðunum, er hinn mikli fjöldi, sem starfar þar í sjálf- boðavinnu. Um hverja helgi frá því í apríl og fram í október eða nóvember, eru hópar að störf- um. Samantekt sp/gg/jt. Merkir atburðir áárinu!978 Látnir á árinu: 13. janúar, Hubert H. Humphrey einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkj- anna. Humphrey var fimm sinnum á ferli sínum í barátt- unni til æðsta embættis Banda- ríkjanna þ.e. forsetaembættis- ins og er það einsdæmi í sögunni. 9. maí, Aldo Moro formaður flokks Kristilegra demókrata á Ítalíu og margfaldur forsætis- ráðhera landsins. Hann var myrtur af liðsmönnum Rauðu herdeildannna á Italíu eftir að þeir höfðu haft hann í haldi í 55 daga. 30. júli', Umberto Nobile landkönnuðurinn frægi frá Ítalíu. Frægastur var Nobile fyrir leiðangra sína til Norður- pólsins, fyrst 1926 og svo aftur 1928 á loftfari sínu ITALIA. Hann lézt 93 ára gamall í Róm. 6. ágúst, Páll páfi 6. lézt áttræður að aldri og við tók af honum Jóhannes Páll páfi I. 22. ágúst, Jomo Kenyatta hinn kunni forseti Kenya. Með dugnaði sínum tókst Kenyatta að efla Kenya svo að það er af mörgum talið öflugasta ríki í Afríku. Ekki vissi neinn með vissu hvenær Kenyatta fæddist en talið er að hann hafi verið nálægt því að vera 87 ára þegar hann lézt. 26. ágúst, Charles Boyer hinn kunni franskfæddi gamanleikari sem lengst af bjó í Hollywood. Kona hans lézt aðeins tveimur dögum áður en Boyer og telja vinir hans að hann hafi hrein- lega dáið úr harmi vegna fráfalls konu sinnar sem var honum mjög kær. Þau höfðu verið gift í 44 ár. 28. september, Jóhannes Páll páfi I sem aðeins hafði ríkt í 34 daga þegar hann lézt og við tók pólski páfinn Jóhannes Páll II. 22. október, Anastas Mikojan kunnur sovézkur stjórnmála- maður sem var forseti Sovét- ríkjanna 1964—1966. Mikojan sem fæddur var í Armeníu tók á sínum tíma mikinn þátt í starfsemi Bolsevikka undir stjórn Stalíns. 8. desember, Golda Meir fyrrverandi forsætisráðherra Israels og einn litríkasti stjórn- málamaður landsins. Hún lézt á 80. aldursári sínu úr blóð- krabbameini. Fæðingar, giftingar og skilnaöir: 25. júlí, Louise Brown fædd í Bretlandi. Hún er fyrsta barnið sem getið er í tilraunaglasi eftir að foreldrar hennar höfðu gefið upp alla von um að geta átt barn eftir hinni hefðbundnu aðferð. Foreldrar hennar eru Leslie og John Brown. 15. nóvember, Louisa Jane Keegan fædd. Hún er dóttir knattspyrnukappans fræga Kevin Keegan hjá vestur-þýzka félaginu Hamburger SV sem nýverið var kosinn knattspyrnu- maður ársins í Evrópu og vinsælasti knattspyrnumaður- inn í vestur-þýzku deildar- keppninni. 15. júlí, giftist Hussein Jórdaníukonungur 42 ára að aldri bandarísku stúlkunni Lisu Halaby 25 ára sem er dóttir eins af forstjórum bandaríska flug- félagsins PANAM. 28. júlí. giftist Carolina Mónakóprinsessa franska kaupsýslumanninum Philippe Junot. Brúðurin var 21 árs og brúðguminn 38 ára. 1. ágúst, giftu _ ,0 Cbristina Onassis dóttir skipakóngsins Carolina Mónakkóprinsessa ásamt eiginmanni sínum Pilippe Junot Ali Macgraw 38 ára sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndinni Love Story. 24. október, skildi John D. Erlichmann við konu sína Jeanne. Erlichmann er kunnur fyrir þátttöku sína í Watergate- hneykslinu fræga en hann var dæmdur til 18 mánaða fangels- isvistunar fyrir þátt sinn þar að. Óheillaatburðir og slys: 1. janúar, fórst Jumboþota með 213 manns innanborðs rétt utan við Bombay á Indlandi. Enginn lifði slysið af. 24. janúar, fórst sovézki gervihnötturinn Kosmos 954 í norðurhluta Kanada. I. febrúar, gekk mikið snjóa- veður yfir Austurhluta Banda- ríkjanna og létuzt a.m.k. 100 manns. II. marz, myrtu palestínskir skæruliðar 34 ísraelska borgara í langferðabíl á leið milli Tel Aviv og Haifa í ísrael. 17. marz, fórst olíuskipið Amoco Cadis undan strönd Frakklands og olli gífurlegu tjóni við strendur landsins. 10. júní, létust 22 í miklum hótelbruna í sænsku borginni Boraas og margir slösuðust alvarlega. 24. júní, tilkynntu Tanzanía og Burundi að a.m.k. eitt þúsund manns hefðu dáið úr kóleru sem breiddist út í löndunum. 19. ágúst, brunnu um 650 manns inrii í kvikmyndahúsi í Teheran í Iran. Andstæðingar keisarastjórnarinnar höfðu lagt eld í húsið. 25. september, fórust 150 manns þegar Boeing þota og lítil Cessna flugvél rákust á yfir bandarísku borginni San Diego. Er það stærsta flugslys í sögu flugsins í Bandaríkjúnum. 15. nóvember fórust 183 þegar DC-8 þota sem flutti pílagríma á leið sinni frá Mekka til Indónesíu fórst við flugvöllinn í Colombo á Sri Lanka. 18. nóvember, 991 manns úr trúarsöfnuði Jim Jones í Guyana frömdu ýmist sjálfs- morð eða voru myrtir. 28. nóvember. létust a.m.k. eitt þúsund manns í miklum fellibyl sem gekk yfir Sri Lanka. Humphrey Aldo Moro Jóhannes Páll páfi I fræga Aristotele og rússneski kaupsýsiumaðurinn Sergei Kausow sem veitti á sínum tíma forstöðu Sovézku olíusölunni í París. 24. maí, skildu Margrét Bretaprinsessa og ljósmyndar- inn kunni Antony Charlds Robert Armstrong-Jones eftir 18 ára stormasamt hjónaband. Árið 1971 hlaut hann nafnbót- ina Jarlinn af Snowdon. 7. ágúst, skildu leikararnir kunnu Steve McQueen 58 ára og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.