Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 1
48 SlÐUR
18. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÍIAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
íransher
gera ekki
lof ar að
byltingu
Þúsundir manns nutu veðurblíð-
unnar á höfuðborgarsvæðinu að
undanförnu með því að bregða
sér á skíði í helztu skfðalöndum
Reykvíkinga um helgina. Enn-
fremur voru hundruð manna á
skfðum í Bláfjöllum í gærdag
þegar blm. Mbl. litu þar við, en
þá tók ljósm. Mbl. Emilfa þessa
mynd af móður og syni sem voru
að búa sig undir brekkurnar.
Sjá nánar bls. 19.
Teheran, 22. jan. Reuter.
YFIRMAÐUR franska heraflans, Abbas Qarabaghi hershöfðingi. lýsti því
yfir í dag að heraflinn mundi aldrei gera byltingu og að hann stæði
sameinaður á bak við gildandi stjórnarskrá.
Yfirlýsing hershöfðingjans bendir til þess að það bráðabirgðakcrfi í
stjórn landsins sem keisarinn skildi eftir þegar hann fór úr landi njóti
öflugs stuðnings hersins.
Hinsvegar er með öllu óljóst hvað muni gerast í fran þegar
trúarleiðtoginn Khomeini kemur aftur til landsins á föstudag. Hann hefur
lýst því yfir að núverandi kerfi sé ólöglegt.
Gert er ráð fyrir því að milljónir
manna muni fagna Khomeini sem
þjóðhetju þegar hann kemur aftur úr
15 ára útlegð. Stuðningsmenn hans
líta svo á að hann sé sá þjóðarleið-
togi sem beri ábyrgðina á því að •
keisarinn fór úr landi.
Qarabaghi hershöfðingi, forseti
herráðs heraflans, fékk það hlutverk
að stjórna hernum í fjarveru keisar-
ans. Hann sagði fréttamönnum: „Eg
get fullvissað þjóðina um að herinn
er sameinaður og að hann er ekki
klofinn og mun ekki klofna."
Hershöfðinginn sagði í yfirlýsingu
sem var útvarpað til hermanna hans
að þeir yrðu að varðveita samstöðu
„og láta ekki vandræðamenn lauma
sér inn í raðir ykkar."
Núverandi valdakerfi varð þó fyrir
nýju álagi í dag þegar einn níu
fulltrúa í ríkisráðinu, sem var
myndað þegar keisarinn fór, Seyed
Jalal-Eddin Tehrani, lýsti því yfir í
Frakklandi að hann hefði sagt af sér.
Haft var eftir Tehrani í yfirlýs-
ingu sem aðstoðarmenn Khomeinis
lásu upp að Tehrani teldi ríkisráðið
ólöglegt. Tehrani fór til Frakklands í
Samsæri
1 Uganda
Nairobi, 22. ;;:iúar. Reuter.
ÚTLAGAR frá Uganda sögðu í
dag að yfirmenn í (Jgandaher
hefðu gert samsæri um að steypa
Idi Amin forseta en vitneskja
um samsærið hefði síazt út og
það hefði verið bælt niður.
Á stormasömum fundi á eftir
ræddi Amin forseti við sam-
særismennina sem sökuðu hann
um að steypa landinu út 1
öngþveiti. Þegar fundurinn fór
fram umkringdu hermenn hlið-
hollir Amin bygginguna. For
ingjar samsærisins voru Yusuf
Gowon hershöfðingi og Isaac
Malyamunungu hershöfðingi.
Útlagarnir segja líka að
sprengingar hafi orðið í Kampala
og reynt hafi verið að eyðileggja
mikilvæg mannvirki. Sendikerfi
Uganda-útvarpsins skemmdist í
einni sprengingunni. Stuttbylgju-
stöð útvarpsins hóf aftur útsend-
ingar í dag eftir tveggja daga hlé.
_____ Sjá frétt bls. 46.
síðustu viku í sáttaferð sem mis-
tókst.
Jafnframt staðfesti stjórnin í
Teheran áð bankastjóri seðlabank-
ans, Youssef Khoshkish, hefði sagt
af sér vegna heilsubrests, þótt haft
-sé eftir áreiðanlegum heimildum að
hann hafi sagt af sér vegna blaða-
árása sem hafi komið stjórninni í
bobba.
Á Indlandi lögðu íranskir
stúdentar undir sig skrifstofu aðal-
ræðismanns Irans í Bombay og
sögðu að þeir mundu framselja fimm.
starfsmenn sem þeir tóku í gíslingu
á morgun eftir sólarhringslöng
mótmæli gegn stjórninni í Teheran
sem þeir sögðu að væri „ólögleg".
Og í borginni Marrakesh í Suður-
Marokkó lenti keisarinn sjálfur
Boeing 707 þotu sinni á flugvellinum
þar sem geysistrangar öryggisráð-
stafanir voru gerðar og fór síðan
ásamt konu sinni Föruh keisarafrú í
lokuðum bíl til nálægs og einangraðs
bústaðar.
íranskeisari hefur verið í sex daga
í Egyptalandi og er kominn til
Marokkó i snögga heimsókn á leið
sinni til Bandaríkjanna.
Mesti verkfallsdagur
í Bretlandi í hálfa öld
London, 22. janúar. Reuter.
EIN og hálf milljón lágt launaðra ríkisstarfsmanna lagði niður vinnu f
Bretlandi í dag og hermenn voru kallaðir út til að sinna neyðarútköllum í
stað ökumanna sjúkrabifreiða sem tóku þátt f verkfallinu.
Uppgjör ríkisstjórnarinnar og
verkalýðsfélaga hefur þegar valdið
truflunum í atvinnulífinu en nú kom
deilan niður á gömlu fólki og sjúku.
Fjögur verkalýðsfélög stóðu að
verkfallinu í dag og í þeim eru meðal
annars sorphreinsunarmenn, dyra-
verðir í sjúkrahúsum, vega-
viðgerðarmenn, þvottahússtarfsfólk,
salernisverðir og líkgrafarar.
Um 100.000 vörubifreiðastjórar
halda áfram verkfalli sínu sem hefur
staðið í 11 daga og lestarstjórar gera
eins dags verkfall á morgun — hið
þriðja í þessum mánuði.
„Tölfræðilega er þetta sennilega
mesti verkfallsdagurinn síðan á
árunum eftir 1930,“ sagði talsmaður
ríkisstjórnarinnar.
David Ennaeks heilbrigðisráðherra
gagnrýndi sjúkrabifreiðastjóra fyrir
„forherta" afstöðu þar sem þeir
neituðu að fallast á áskorun verka-
lýðsfélagsins sem þeir eru í að sinna
neyðarútköllum þrátt fyrir verkfall-
ið.
Hermenn og lögreglumenn voru
kallaðir út til að veita lágmarksþjón-
ustu í London og í nokkrum borgum
á landsbyggðinni. Haft var eftir
embættismanni að ástandið væri
glundroðakennt.
Ennals beindi máli sínu til sjúkra-
bifreiðastjóra í Neðri málstofunni og
sagði: „Það getur ekki þjónað
nokkrum tilgangi að níðast á slösuð-
um og sjúkum."
Bokassa fær her frá
Zaire eftir uppreisn
París, 22. janúar. Reuter.
BOKASSA KEISARI í Mið-Afríkukeisararíkinu hefur kvatt herlið til
landsins frá grannríkinu Zaire til þess að koma á lögum og reglu eftir
stúdentauppreisn samkvæmt áreiðanlegum heimildum í dag.
Zaire-hermenn eru nú á verði á
götum höfuðborgar keisaradæmis-
ins Bangui samkvaemt heimildun-
um. Bokassa keisari hefur skipað
her sínum að halda sig innan búða
Hermennirnir frá Zaire voru
sendir flugleiðis á laugardag þegar
yfir stóðu óeirðir sem kostuðu
nokkur mannslíf. Hermennirnir
munu vera nokkur hundruð talsins
samkvæmt heimildum í París.
Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir.
Stúdentauppreisnin hófst þegar
Bokassa keisari skipaði öllum
menntaskólanemendum og stúd-
entum að klæðast ríkiseinkennis-
búningunt, en seinna afturkallaði
keisarinn skipun sína herma
heimildirnar.
Morðí
Beirút
Boirút, 22. janúar.
Reuter. AP.
PALESTÍNSKI skæruliðafor-
inginn Abu Hassan. einn helzti
aðstoðarmaður Yasser Arafats
og einn þeirra manna sem
ísraelsmenn hafa helzt viljað
hafa hendur f hári á, beið bana í
dag þegar bifreið hans sprakk í
loft upp af völdum fjarstýrðrar
sprengju í miðborg Beirút.
Palestínumenn kenna ísraels-
mönnum og bandamönnum
þeirra um dauða Abu Hassans,
sem er talinn hafa skipulagt
fjöldamorðin á Olympíuleikunum
í Miinchen 1972. Fjórir aðstoðar-
menn Abu Hassans biðu bana í
sprengingunni. Sprengjunni var
komið fyrir í kyrrstæðum bíl og
var sett í gang með útvarps-
merkjum þegar bifreið Abu
Hassans ók hjá.
Nokkrir vegfarendur biðu bana
eða særðust í sprengingunni.
Vörubílstjórar hafa lokað höfnum
og verksmiðjum, en viðræður í
launadeilu þeirra hófust að nýju.
Ráðherrar munu ákveða á morgun
hvort lýst skuli yfir neyðarástandi,
en James Callaghan forsætisráð-
herra sagði að hann léti ekki hræða
sig til ónauðsynlegra ráðstafana.
I þinginu tókst þingmönnum
Ihaldsflokksins að knýja fram
skyndifund um þessa mestu ólgu á
vinnumarkaðnum síðan 1974. Pundið
riðaði en náði sér aftur.
Njósnarinn
sem slapp...
Bonn. 22. janúar. Reuter.
AUSTUR-Þjóðverjinn Reiner
Fúlle, einn fimm manna sem hafa
verið handteknir í Vestur-Þýzka-
landi grunaðir um njósnir eftir
flótta austur-þýzks leyniþjónustu-
starfsmanns um helgina, slapp úr
haldi lögreglunnar þar sém leyni-
lögreglumaður braut starfsreglur
og handjárnaði hann ekki að sögn
talsmanns vestur-þýzku stjórnar-
innar í dag.
Leynilögreglumaðurinn var
mjög reyndur að sögn tals-
mannsins en hann braut aðra
reglu þar sem hann var aðeins
einn í fylgd með Fúlle. Hann mun
hafa hrasað í hálku þannig a<
Fúlle komst undan.
Sjá frétt bls 47.