Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIOJUDAGU.R 23. JANÚAR 1979 3 Mál BSRB í biðstöðu EKKERT hefur gerzt í samnings- réttarmálum Bandalags starfs- manna rikis og bæja, en eins og komið hefur fram í Morgunblað- inu. svaraði samninganefnd BSRB ekki tilboði ríkisstjórnar- innar. en frestaði málinu. Er jafnvel ekki búizt við að BSRB svari fyrr en kannski um helgina. Hins vegar sátu fulltrúar úr stjórn BSRB í gær samráðsfund með þremur ráðherrum. A samráðsfundinum var rétt aðeins drepið á samningsréttar- málin og staða þeirra mála stuttlega rædd. Síðan ræddu ráðherrarnir Magnús H. Magnús- son, Tómas Arnason og Hjörleifur Guttormsson, um lánsfjáráætlun ríkisins, sem bráðlega mun lögð fram. Kynntu þeir BSRB einhverj- ar hugmyndir sem uppi eru um 13 milljarða króna samdrátt. BHM heyrir ekkert frá ríkisstjóminni BANDALAG háskóla- manna hefur ekkert heyrt frá ríkisstjórninni um hugsanlega lyftingu vísi- töluþaks á laun, en banda- lagið hafði gefið ríkis- stjórninni ádrátt um að samþykkja niðurfellingu 3% áfangahækkunar, ef þakinu yrði lyft. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns Hannessonar er talið að eftir að snurða hljóp á viðræður ríkisstjórnar og BSRB hafi áhugi ríkis- stjórnarinnar ekki orðið eins mikill. Mál BHM er nú fyrir kjaradómi og verður væntanlega ákveðið á næstunni, hvenær munnlegur mál- flutningur fer fram. Kjaradómur skal síðan lögum samkvæmt hafa fellt úrskurð sinn fyrir 11. febrúar. Jón Hannesson sagði um þessi mál í gær, að erfitt væri að skilja, hvers vegna svo mikið smámál sem þetta vefðist svo fyrir ríkis- stjórninni sem raun bæri vitni. „Maður hlýtur að spyrja sig, hvernig reiðir þá af hinum stærri málum, þegar svona smámál á erfitt uppdráttar," sagði Jón. I þessari viku er ráðgerður stjórnarfundur í BHM og launa- málaráðsfundur í næstu viku. Verða línurnar þá lagðar með hliðsjón af því að ekkert fáist við úrskurð kjaradóms. Ilaraldur Aðalsteinsson UM HELGINA fór fram víðtæk leit að bátunum tveimur frá Húsavík og mönnunum fjórum, sem saknað hefur verið síðan á mánudaginn. Þrátt fyrir mjög gott leitarveður bar leitin engan árangur. Sem fyrr voru gengnar fjörur „Minn rökstuðningur er eink- um sá, að Þóra Kristjánsdóttir hefur að undanförnu starfað við Norræna húslð við mjög góðan orðstír og án þess að deilum hafi valdið," sagði Sjöfn Sigur- björnsdóttir, formaður stjórnar Kjarvalsstaða í samtali við Mbl. „Þóra hefur í starfi sínu við Norræna húsið aflað sér dýrmætrar reynslu, sem áreiöanlega verður lyftistöng fyrir listræna starfsemi á Kjarvalsstöðum í framtíðinni." Einn af forsvarsmönnum samtaka listamanna hefur sagt, að listamenn hafi haft fyrir því loforð stjórnar Kjarvalsstaða að ekki yrði gengið fram hjá vilja þeirra um ráðningu listráðu- nauts en loforðið hafi einungis verði munnlegt og það verið Guðmundur Ilaraldsson allt frá Skjálfandafljóti austur að Kópaskeri. Nú þykir fullvíst að bátarnir tveir hafi farizt og með þeim mennirnir fjórir. Hefur skipulagðri leit verið hætt, að sögn björgunarsveitarinnar á Húsavík, en fjörur verða i svikið. Sjöfn svaraði því til, að ráðning Þóru væri ekki svik á neinu samkomulagi, því að engin munnleg loforð hefðu verið gefin fulltrúum FIM og BIL um að þeir fengju bak við tjöldin að ráða listráðunaut staðarins. „Eg hef frá upphafi hafnað slíkum vinnubrögðum, sem ég tel óeðlileg í hæsta máta. I umsögn BÍL og FÍM kom fram að bæði Þóra og Ólafur teldust hæf til starfans." Davíð Oddsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í hússtjórninni, sagði að þau Sjöfn hefðu látið bóka ákvörðun sína, þar sem kæmi fram að þau teldu um- sækjendurna báða mjög hæfa en það sem vegi þyngst sé sú staðreynd að Þóra eigi að baki gifturíkt og gott starf í Norræna Guömundur Baldursson gengnar áfram næstu daga. Á Guðrúnu ÞH 14 voru feðgar, Haraldur Aðalsteinsson, 44 ára gamall, Garðarsbraut 33, Húsa- vík og sonur hans Guðmundur, 20 ára, Vallholtsvegi 1, Húsavík. Haraldur lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn, uppkomna dóttur og 14 ára son. Guðmundur húsinu, og hafi einmitt oft verið til þess vitnað í sambandi við Kjarvalsstaðadeiluna til þessa. Davíð ítrekaði að í samkoniulag- inu við myndlistarmennina hefði annað ekki verið tekið fram en að stjórnir samtak- anna ættu einungis að gefa álit um hvaða umsækjendur upp- fylltu hæfnisskilyrði og þær hefðu því bersýnilega farið út fyrir verkahring sinn, þegar þær lögðust á sveif með öðrum umsækjenda. Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í hús- stjórninni, sagði að samkvæmt samkomulaginu við myndlistar- menn hefði verið kveðið á um að samtök myndlistarmanna skyldu fá til umsagnar hvort umsækjendur væru hæfir eða Kristján Arnbjörnsson hætt lætur eftir sig unnustu. Á Þistli ÞH 88 voru tveir menn, Guðmundur Baldursson frá Bergi í Aðaldal, 34 ára gamall og Kristján Arnbjörns- son frá Bergsstöðum, Ásgarðs- vegi 26, Húsavík, 35 ára gamall. Guðmundur lætur eftir sig eigin- konu og ungt barn og Kristján lætur eftir sig unnustu og 2 börn. óhæfir. „Það fer ekkert á milli mála og ég vil raunar leggja á það mikla áherzlu, að báðir þessir umræddu umsækjendur eru svo sannarlega hæfir," sagði Guðrún. Hins vegar kvað hún ríka áherzlu hafa verið á það lagt af hálfu myndlistarmanna í samningaviðræðunum í vetur að þeir fengju að hafa veruleg áhrif á ráðningu listráðunautar- ins og á það hefði verið fallizt, enda það talið vera mælikvarði á gagnkvæmt traust borgar- fulltrúa og myndlistarmanna. Svo hafi það gerzt að úm embættið sækja tvær ágætlega hæfar manneskjur og mynd- listarmenn hefðu ekki dregið dul á það að þeir kysu fremur að Ólafur Kvaran yrði ráðinn til starfans. „Mín afstaða er ein- faldlega sú, að ég sé ekki ástæðu til að fara ekki að þeim óskum nema þung rök liggi þar á móti, en ég fæ ekki séð þau rök." Aðalfundur Félags ísl. mynd- listarmanna er í kvöld og ekki talið ólíklegt að málið verði tekið þar upp. Skipulagðri leit Þóra Kristjánsdóttir ráðin listráðunautur Kjarvalsstaða Samtök listamanna mæltu með öðrum umsækjanda STJÓRN KJARVALSSTAÐA hefur ákveðið að ráða Þóru Kristjánsdóttur listfræðing í stöðu listráðunauts Kjarvalsstaða. sem jafnframt er framkvæmdastjóri stjórnarinnar. Þóra Kristjánsdóttir fékk atkvæði Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, formanns stjórnarinnar og Davíðs Oddssonar en Guðrún Ilelgadóttir greiddi Ólafi Kvaran atkvæði sitt. Samtök myndlistarmanna höfðu í umsögn sinni talið þau bæði Þóru og Ólaf hæf til að gegna stöðunni en mæltu með Ólafi í starfið. -................ ____-_____—__________________—. BYGGINGAVÖRUSÝNING (Byggeri for milljarder) 24. feb. — 4 mars. 6 og 8 daga ferðir. Gististaöir: Hótel Admiral Grand hótel. FERDA KYNNING HÓTEL LOFTLEIÐIR 4.febrúar Dagskrá: Ferðakynning Bingo Tískusýning Karonsamtökin Töfrabrögð Hljómsveit Stefáns P. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstraeti 9 - Símar 11255 - 12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.