Morgunblaðið - 23.01.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979
Aðalsteinn Guðjohnsen:
Raforkuverð -
kiami málsins
í desember s.l. barst iðnaðar-
ráðuneyti undirskriftaskjal íbúa í
Rangárvallasýslu, svo og ályktun
sýslunefndar, þar sem mótmaelt
var háu raforkuverði RARIK og
samanburður gerður við verð RR.
í kjölfar athugasemda minna
við þessi mótmæli hafa síðan birzt
þrjár greinargerðir til að andmæla
þeim athugasemdum. Ein barst
frá RARIK og tvær frá Rangæing-
um, þ.e. frá báðum mótmælaaðil-
um, sýslunefnd og hinum 1318
undirskriftaaðilum.
Á það ber að leggja áherzlu, að
oft er erfitt að gera raunhæfan
samanburð á raforkuverði, hvort
heldur eru borin saman meðalverð
eða gildandi gjaldskrár, m.a.
vegna þess að þær hækka á
mismunandi tímum, og gjaldskrár
ýmissa rafveitna eru illa sambæri-
legar. Þetta býður þeirri hættu
heim, að dregnir séu fram einstak-
ir taxtar í samanburði, en slíkt
getur skilið eftir villandi hug-
myndir um heildarsamanburð.
Frekari talnaskrift í dagblöðum
um einstaka rafmagnstaxta tel ég
því ástæðulaus, en kýs að ræða
slíkan samanburð beint við þá þrjá
aðila, sem að framan greinir, enda
ýmis misskilningur enn á ferðinni.
Þegar borið er saman raforku-
verð og gjaldskrá Rafmagnsveitna
ríkisins (RARIK) annars vegar og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur (RR)
hins vegar — svo og í öllum
umræðum um raforkuverð al-
mennt, ber að hafa eftirfarandi í
huga, sem ég tel kjarna málsins:
1.
Verðlagning raforku er engan
veginn einfalt mál. Af ýmsum
ástæðum greiða notendur misjafnt
orkuverð (krónur á kílówattstund,
kr/kWh) eftir því, hvernig þeir
nota orkuna — notkunarmagn og
útjöfnun hafa að jafnaði áhrif til
lækkunar.
Rafmagnsnotandi, sem kaupir
orkuna jafnt og þétt, nýtir raf-
orkukerfið betur og á því að fá
lægra verð en notandi, sem
skyndilega þarf á miklu afli
(kólówött, kW) að halda, en kaupir
í heild engu meiri orku (kWh).
Þessu markmiði er til dæmis náð í
iðnaði og ýmsum atvinnurekstri
með svonefndum afltaxta.
Ef rafveita býr yfir afgangs-
orku, þ.e. orku sem fellur til utan
álagstoppa, getur hún selt hana
við mun lægra verði en ella, t.d.
með því að rjúfa notkunina með
sjálfvirkum búnaði. Þetta er
algengt við orkusölu til rafhitunar.
2.
Raforkufyrirtæki kjósa helzt að
selja orkuna á því sem næst
raunvirði, þ.e. verði, sem endur-
speglar þann kostnað, sem að baki
viðkomandi orkusölu liggur. Því
miður eru þó gjaldskrár margra
rafveitna orðnar mjög brenglaðar
af ýmsum ástæðum. Einnig eru
margar þeirra óþarflega flóknar
og nánast illskiljanlegar hinum
almenna' notanda.
Gjaldskrá RR er hins vegar
orðin sæmilega einföld, enda hefur
verið unnið að lagfæringum á
henni undanfarin ár, sem hófust
með gagngerri úttekt á árunum
1970—72. Nú fyrir skömmu ákvað
stjórn RARIK, að slík úttekt
skyldi gerð á gjaldskrá fyrirtækis-
ins, og mun hún eiga að hefjast
innan skamms.
3.
RARIK selur raforku til hitunar
á tvennan hátt, annars vegar á
svonefndum markaflstaxta (eink-
um ætlaður til búrekstrar), hins
vegar á sérstökum hitunartaxta
(rofin hitun).
I nágrannalöndum okkar er
markaflstaxti (marktaxti) hvergi
notaður nema í Noregi, og á það
sínar sérstöku skýringar. Þó eru
nú uppi raddir um að hverfa frá
honum í Noregi, m.a. vegna þess,
hve geysilega dýrir mælarnir eru,
og vegna þess, að þróunin stefnir í
átt að einföldum og auðskildum
töxtum.
Kjarni málsins, að því er
hitunartaxta RARIK áhrærir, er
þessi:
Aflstillingin (aflmarkið) verður
að vera það lág og umframorku-
gjaldið það hátt, að um sé að ræða
umtalsverða hvatningu til sparn-
aðar og/eða tilfærslu (útjöfnun) á
orkunotkun.
„Rofin hitun“ hjá RARIK er að
sjálfsögðu ekki rofin á sama hátt
og hjá RR, þ.e. á vissum álagstím-
um, enda þýðingarlaust. Hitunar-
sala RARIK er mjög stór hluti af
heildarorkusölu fyrirtækisins. Hjá
RR er þessi sala hlutfallslega mjög
lítil.
Aðalsteinn Guðjohnsen
Þegar hitun er mjög stór hluti
orkusölunnar, er útilokað að rof
komi að gagni, nema í mjög litlum
mæli, til að forðast áhrif á
hámarksálag („topp“) viðkomandi
rafveitu. Jafnvel er hugsanlegt aö
eins hagkvæmt sé, að ekkert rof
fari fram. Því verður þessi orku-
sala hjá RARIK að mestu eða öllu
leyti forgangsorka, gagnstætt því
sem er hjá RR, en þar er í notkun
fullkomið álagsstýrikerfi í þessum
tilgangi.
Það segir sína sögu, að orku-
notkun hjá RARIK skv. marktaxta
og hitunartaxta hefur á s.l. áratug
um það bil tífaldast, en skv.
lýsingar- og heimilistöxtum aðeins
aukizt um 20—25%.
4.
Stjórnvöld ákveða stundum að
raska gjaldskrársetningu, t.d.
vegna vísitöluáhrifa. Þannig er
rafmagnsþáttur framfærsluvísi-
tölu miðaður við rafmagnsverð „til
heimilisnota í Reykjavík". Annað
dæmi um röskun af þessu tagi er
sú ákvörðun stjórnvalda, að raf-
hitun, t.d. hjá RARIK, megi ekki
vera dýrari en olíuhitun.
Sé það stefna stjórnvalda, að
greiða þannig niður verð til
rafhitunar, hlýtur það að kosta fé.
Fé þessu nær RARIK að hluta til
með því að verðleggja aðra taxta,
svo sem lýsingar-, heimilis- og
iðnaðartaxta, hærra en ella. M.a.
af þessum sökum er sprottin
samanburður Rangæinga á verði
RARIK og RR. Jafnframt sést þar
og greinilega sá mikli munur, sem
er á töxtum RARIK í þéttbýli
annars vegar og í sveitum hins
vegar.
Þessi tekjuöflun hefur þó ekki
dugað til, enda óskaði RARIK eftir
því við iðnaðarráðuneytið, að
fjárhagsvandi RARIK yrði leystur
með beinu framlagi úr ríkissjóði
til viðbótar við núverandi verð-
jöfnunargjald í óbreyttri mynd.
Væri jafnvel í raun ekki úr vegi að
greiða sérstakan rafhitunarstyrk,
ef niðurgreiðsla rafhitunar er
stefnuatriði. Þá má reyndar minna
á, að olía til húshitunar er
niðurgreidd með sérstökum olíu-
styrk. Olíustyrkurinn rýrir enn
tekjur RARIK af rafhitasölu
vegna bindingar taxtans við olíu-
verð. Ennfremur er tollur á olíu
mjög lágur, en tollur á efni til
rafveitna verulegur.
Viðbrögð ráðuneytisins við til-
lögu RARIK urðu hins vegar á
þann veg, að leggja til, að notend-
ur rafveitna sveitarfélaga skyldu
leysa hluta vandans með hækkun
verðjöfnunargjalds. „Verðjöfnun-
argjald" er vissulega rangnefni,
þar eð það leggst þyngst á þá
rafmagnsnotendur, sem hæsta
verð greiða fyrir — ekki sízt
notendur RARIK.
Sjóminjasafn
á Austurlandi
Stofnfundur sjóminjasafns
Austurlands var haldinn á Eski-
firði 7. desember s.l. Hugmyndin
að stofnun þess kom fyrst fram í
tillögum safnanefndar þeirrar
sem vann árið 1971 á vegum
Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi að stofnun Safna-
stofnunar Austurlands og mótun
framtíðarstefnu í uppbyggingu
sfna f fjórðungnum.
Verksvið safnsins er m.a. söfnun
og varðveisla þjóðlegra verðmæta er
snerta sögu sjávarútvegs, siglingar
og eldri verslunarhátta á starfssvæði
safnsins.
Núverandi stjórn safnsins skipa
Hilmar Bjarnason, Eskifirði, for-
maður, Þórður Sveinsson, Neskaup-
stað, ritari, Geir Hólm, Eskifirði,
varaformaður, Kristmann Jónsson,
Eskifirði, og Sigfinnur Karlsson,
Neskaupstað.
Framtíðarhúsnæði Sjóminjasafns-
ins verða Gamla-Búð á Eskifirði,
danskt verslunarhús sem þar var
byggt um 1830. Undanfarin ár hefur
staðið yfir endurgerð hússins sem
næst upprunanlegri mynd á vegum
Byggðasögunefndar Eskifjarðar
undir leiðsögn Þorsteins Gunnars-
sonar arkitekts. Viðgerðin er langt
komin og standa vonir til þess að
hefja megi uppsetningu safnsins í
Gömlu-Búð eftir u.þ.b. 2 ár.
Fram til þess tíma verður megin-
verkefni Sjóminjasafns Austurlands
söfnun sjóminja og annarra hluta en
í tengslum við Sjóminjasafnið er
fyrirhugað að koma upp sýnishorni
af sölubúð með aldamótasniði.
Nú þegar er í eigu safnsins fjöldi
muna sem Hilmar Bjarnason og
Gunnlaugur Haraldsson, minjavörð-
ur Austurlands, hafa safnað og
skráð á liðnum árum. I því sambandi
má geta að á vegum Minjasafns-
nefndar Neskaupstaðar hefur á
undanförnum árum verið safnað um
300 munum sem að stærstum hluta
renni síðar meir í sjóð Sjóminja-
safns Austurlands.
Litídtílbeggía
kasta henni út í hafsauga. Gefðu
honum heilnæma dægradvöl í
staðinn. Gönguferðir, sund, já
hopp og hí með barnabörnum
sínum. Mundu, Drottinn, hvað
hann orti stórbrotna játningu,
þegar Þórður safnvörður hafði
endurbyggt gömlu Svalbarðskirkj-
una við Minjasafnið á Akureyri.
ÞA gamla, láxa guðshAs
sem gestum opnar dyr.
Enn leið í djApri iotning
er liigð til þín sem fyr.
Vor önn er yndisvana,
vor auður gerviblóm.
Því heimur. gulli tflæstur.
án guðs er fánýtt hjóm.
„An Guðs er fánýtt hjóm“
Nýja skáldið þitt, Drottinn,
mundi verða þjóðinni og þér enn
máttugra ef það kastaði þessu
gamla gulli sínu í hafið, eða
geymdi það sem forngrip í lokaðri
hirslu. Og nú finnst mér að þú
segir mér að halda áfram að skafa
í Jesú nafni. Amen.
Ég hafði lokið verkinu í þögulli
bæn.
Mér fannst vangamyndin breyt-
ast stórlega til batnaðar, skáldið
var frjálst. Mér fannst ég hafa
unnið þarft verk, meira en minn
eiginn vilja.
Svr„s™ Bænheyrsla og
reykjarpípa skáldsins
Ég held ævinlega til hjá Ágústi
bróður mínum þegar ég kem til
Akureyrar. Fyrir nokkrum árum,
líklega þegar mér tæplega átt-
ræðum var boðið norður til að taka
þátt í afmælishátíð Iðnskólans,
sátum við í stofunni síðla dags,
bræðurnir, og skoðuðum ijóðabók
eftir Kristján frá Djúpalæk. Ég
hafði ekki kynnst honum persónu-
lega, en vissi að hann var vinur
Ágústar. Ágúst þurfti út en ég
settist við borðið með bókina.
Æ, hver skollinn. Kápuforsíðan
bar stóra vangamynd af skáldinu
með reykjarpípu upp í sér. Reykj-
andi menn á myndum í blöðum og
bókum hafa lengi gramið mig. Því
þarf að vera að auglýsa þennan
ljóta ávana mætra manna sem
ungt fólk vill gjarnan taka sér til
fyrirmyndar?
Ég blaðaði í bókinni og las
stystu kvæðin. Jú, eitthvað hreif
mig. Er skáldið örugglega búið að
skilja við guðleysið, kommúnis-
mann, einræðið, þvinganirnar? Þá
er nú líklega meiniaust þó að svo
fullorðinn maður fái að halda
pípunni sinni. En ekki getur Guði
verið það þóknanlegt að endurfætt
skáld sé auglýst með stærðar
reykjarpípu upp í sér?
Ósjálfrátt tók ég ryðfría kutann
minn og byrjaði að skafa pípuna
burtu. Fyrst hausinn, gætilega, og
hélt svo áfram, áleiðis til munns-
ins þangað sem andi og öndun
hvers manns brýst fram. Ljúfur
höfgi kom yfir mig. Var ég að
smitast af anda skáldsins? Stóð
ekki eitthvað inni í bókinni bak við
vangamyndina og pípuna um
fánýti heimsins án Guðs? Því
skyldi ég ekki biðja fyrir þessu
endurfædda skáldi sem ég ekki
þekkti nema af afspurn og lestri.
Ég skóf gætilega en hugsaði af lífs
og sálarkröftum: Góði Guð hjálp-
aðu þessum ágæta manni til að
losna við þessa ljótu reykjarpípu,
eitrið sem hann sýgur í sig frá
henni, lyktina, sóðaskapinn sem
fylgir henni og öskuna. Láttu hann
En í því kemur Ágúst inn aftur,
og nú gef ég honum orðið. Hann
man vel þennan atburð, sjálfur
mun ég hafa verið annars hugar:
„Við höfum setið saman í sófa
bræðurnir og verið að skoða
ljóðabók Kristjáns, sem hann
hafði gefið mér áritaða þannig:
Við fórumst A mis.
En fegurð lffsins
unnum við báðir eins.
— Seint ok um síðir
sáiir okkar
mættust í myndfleti
steins.
Teiknimyndin af skáldinu var
eftir séra Bolla Gústafsson. Ég
varð að skreppa frá og þegar ég