Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐia ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 Kári Tryggvason bókarinnar er fremur veigalítið, 3n þó held ég að ekki sé sanngjarnt að segja um Kára Tryggvason það sem Þorsteinn Magnússon í Gilhaga orðar svo ágætlega: Marcan hendir manninn hér, medan lífs er tafliA þreytt, að hampa því sem ekkert er ok aldrei hefur verið neitt. Aftur á móti er þessi ábendirig Þorsteins í góðu gildi og ástæða til að rifja hana upp. Meðan lífs er taflið þreytt VÍSAN. Úrvalsstiikur eftir 120 hiifunda. Kári Tryggvason valdi. Almenna bókafélagið 1978. í formála Vísunnar segir Kári Tryggvason að efnið sé „örlítið sýnishorn af íslenskri vísnagerð frá ýmsum tímum“. Um vinnu- brögð sín segir Kári: „Vísurnar eru valdar með það fyrir augum, að hver þeirra sem er geti staðið ein sér, án heimilda eða skýringa á sama hátt og kvæði í bókum höfunda." En hvernig fór valið fram? Kári gefur eftirfarandi skýringu: „Sá sem valdi efni þessarar bókar hafði fyrir meginreglu að kjósa það helst sem hann kunni og hafði nætur á. Þó var alltaf nokkurt tillit tekið til höfunda, ef kunnir voru.“ Val Kára er semsagt persónu- legt, háð hans eigin smekk og hugmyndum um vel kveðna vísu. Þetta er fjölbreytt safn þótt ekki sé bókin stór. Vísurnar eru birtar í stafrófsröð. Margar þeirra eru eftir kunna höfunda, aðrar lítt kunna og nokkrar eftir ónefnda. Það sem helst mætti finna að vali Kára er að margar þessara vísna hafa áður birst í bókum og eru á hvers manns vörum. Sumt efni Þegar best lætur er vísan vel orðuð og skáldleg, jafnvel fagur skáldskapur, en hún er fyrst og fremst kjarnyrði. Til dæmis er oft niðurstaða langrar ævi dregin saman í fáum orðum. Vitur maður benti eitt sinn á það að Islendingar ættu erfitt með að koma saman heilli vísu, oft gætu þeir kveðið af íþrótt fyrri part eða seinni part, en torveldara reyndist þeim að skila fullgildu listaverki í fjórum línum. Þetta er hverju orði sannara. Það er stundum eins og kvikni ljós í huga höfundarins sem slokknar svo að segja um leið. Vandinn er sá að yrkja þannig að allt sé í samræmi og eðlilegu jafnvægi milli forms og hugsunar. Dæmi um þetta eru sem betur fer í Vísunni eins og til dæmis eftirfar- andi vísa Höskuldar Einarssonar, Vatnshorni: lloyri é|{ þonar hausta lor hóað uppi I dölunum. W> að é|{ sé að þvælaxt hér. þá or éu oinn af smölunum. „Vísan lifir og yljar þjóðinni," skrifar Kári Tryggvason. Með þessari bók lenggur hann sitt af mörkum til að svo megi verða í framtíðinni. Borgarstjórn Reykjavíkur: Skorar á Alþingi að fella niður þungaskatt af strætisvögnum BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær samhljóða á fundi sínum að skora á Alþingi að samþykkja strax að loknu þinghléi frumvarp Svövu Jakohsdóttur. Alberts Guðmundssonar. Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri um niðurfellingu þungaskatts af almenningsvögnum í þéttbýli. Frumvarp það sem hér um ræðir var lagt fram á Alþingi skömmu fyrir jólaleyfi þingmanna, en frumvarp sama efnis hafði Albert Guðmundsson áður flutt á Alþingi í desember 1977, en þá var það fellt. — Verði frumvarpið samþykkt mun það spara Reykjavíkurborg um 40 milijónir króna á ári. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Leikfélag Selfossi IIART í BAK eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórii Þórir Steingríms- son. Leiksviðsmynd byggð á leik- mynd Steinþórs Sigurðssonar. Aðstoðarleikstjórii Sigríður Karlsdóttir. Ljósameistarii Jón Pétursson. Leikhljóði Árni óli Þórsson. Búningari Ilildur Gunnarsdótt- ir. Það er stundum ástæða til kvarta yfir óheppilegu verkefna- vali áhugaleikfélaga. Að þessu sinni verður ekki annað sagt en vel hafi tekist. Leikrit Jökuls Jakobssonar eru til þess kjörin að áhugafólk glími við þau og geta mörg hver notið sín betur í höndum þess en atvinnuleikara. Leikfélag Selfoss hefur til dæm- is sannað það með sýningu sinni á Hart í bak að áhugafólk með metnað og getu kann að skila boðskap skáldsins til áhorfenda með þeim hætti að athygli vekur. Sýning Leikfélags Selfoss var að mínum dómi skemmtileg, greinilega unnin af alúð og kostgæfni. Leikstjóri og leikarar trúðu á það sem þeir voru að gera og báru það fram til sigurs. Það getur verið erfitt að gera upp á milli leikara, ekki síst þeirra sem vinna verk sín án framagirni, ætlast ekki til annars en skilnings og ef til vill þakklætis. En í Leikfélagi Sel- Á æfingui Axel Magnússon (Finnbjörn) og Þóra Grétarsdóttir (Áróra). Leikiist HART í BAK Á SELFOSSI foss er fólk sem getur leikið, fólk sem vill ná árangri. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson lék Jóna- tan strandkaftein eftirminni- lega. Þóra Grétarsdóttir hlýtur aö hafa leikið oft áður því að hún gerði hlutverki Áróru slík skil að vel hefði sómt sér í atvinnuleikhúsi. Meðal annarra sem sérstök ástæða er til að minna á eru þeir Axel Magnús- son (Finnbjörn) og Hörður S. Óskarsson (Stígur). Hin ýkju- kenndu, en þó raunsæilegu karlhlutverk túlkuðu þeir af sannfæringu. Hildigunnur Dav- íðsdóttir lék Árdísi á mjög geðfelldan hátt og sama er að segja um Pétur Þorvaldsson í hlutverki Láka. Að vísu mátti finna að framsögn og ýmsu öðru hjá leikurunum, en það má liggja milli hluta vegna þess að sýningin í heild náði tilgangi sínum. Hart í bak er til vitnis um raunsæilegan leikstíl sem Jökull Jakobsson tamdi sér, lýsir lífi alþýðufólks í senn af gáska og alvöru. Jökull hafði næma til- finningu fyrir ýmsum olnboga- börnum samfélagsins og vanda þeirra gagnvart hvers kyns valdi að ofan. Af því að hann var fyrst og fremst leikritahöfundur bar meiningin listina ekki ofur- liði. Líklega er það ekki rétt að dæma verk Jökuls út frá samfé- lagslegum viðhorfum þótt greina megi þau í yrkisefnum hans. Mannleg afstaða var honum leiðarljós. Hann var einn af þeim höfundum sem með hófsamlegum vinnubrögðum hafði mikið að segja um það sem máli skiptir. Gerðist ekki mál- pípa ákveðinna skoðana, heldur málsvari hinna bágstöddu. Hann var skáld leiksviðsins. Það var einkennandi fyrir hann að þótt honum væri mikið niðri fyrir eins og til að mynda í Syni skóarans og dóttur bakarans lagði hann höfuðáherslu á hið listræna, veröld sviðsins. Hart í bak er eitt af fyrstu verkum Jökuls Jakobssonar eft- ir að hann sneri sér að leikritun. Þrátt fyrir ýmsa galla þess (áberandi í síðari hluta verks- ins) gefur þetta verk mikil fyrirhiet og mér er nær að halda að raunsæilegur stíll fyrri hlut- ans sé meðal þess sem til mestra tíðinda megi telja í íslenskri leikritagerð á síðustu áratugum. Jökull verður leikinn áfram okkur öllum til gleði og uppörv- unar. Sinfóníutónleikar Efnisskrái Skúli Halldórsson Sólglit Brahms Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 Béla Bartok Konsert fyrir hljómsveit. Einleikarii Guðný Guðmunds- dóttir. Stjórnandit Gilbert Levine. Svítan Sólglit er sérkenni- lega fjarri því að túlka „myst- isk“ fyrirbæri eins og þau sem eru tengd álfatrú og sólgliti. Ef miðað er við túlkunarmarkmið er svítan lítilfjörleg og óskáld- leg í túlkun. 1. þáttur svítunnar er ekki óáheyrilegur, einkum í upphafi, cn er líður á verkið verður sérkennilegur píanóstíll Skúla alls ráðandi og hljóm- sveitarverkið aðeins útsetning á píanóverki. Fiðlukonsertinn eftir Brahms er geysierfið tón- smíð og var flutningur Guðnýj- ar Guðmundsdóttur víða stór- glæsilegur. Við flutning á slíku verki hafa margir stórsnillingar lagt að veði listamannsheiður sinn og ævilangt agað sig til að Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON átaka við skáldjöfurinn Brahms. í þeirri glímu hafa þeir einir sigrað, sem ekki aðeins kunnu á sitt hljóðfæri, heldur gátu gefið lagferli verksins skáldlegt inn- tak. Guðný Guðmundsdóttir hefur náð allt að því „virtúós- ískri“ tækni en leikur hennar og túlkun eru enn nokkuð einlit og bera of sterk merki skaphita. Þrátt fyrir stórkostlegan leik víða í verkinu vantaði „punktinn yfir Lið“. Guðný Guðmunds- dóttir er einn þeirra fáu tónlist- armanna okkar íslendinga, sem er við þau mörk er skilur að snilling og góðan listamann. Hvort og hvenær hún brýst yfir þau mörk, er óráðin gáta, rituð rúnum er Völvan ein getur lesið og kveðið. Síðasta verkið á efnisskránni var Konsert eftir Béla Bartok. Það sýndi sig, að þegar vel er unnið getur hljóm- sveitin okkar gert hið ómögu- lega. Konsertinn er erfiður, ekki aðeins fyrir hvern hljóðfæra- flokk heldur og í samspili. Það er ljóst að bæði hljómsveit og stjórnandi hafa unnið vel fyrir þessa tónleika enda er flutning- ur Konsertsins með því besta sem hljómsveitin hefur nokkurn tíma gert. Það minnir á það, að hljómsveitin hefur ekki notið stöðugrar leiðsagnar aðalstjórn- anda undanfarið og mætti stjórn hljómsveitarinnar hug- leiða hvort einhver þeirra ungu og efnilegu hljómsveitarstjóra sem hingað hafa komið séu ekki til í tuskið, að mana hljómsveit- ina til átaka við stórvirki tónlistarinnar, bæði ný ogi gömul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.